Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 9. júni 1975 TÍSIKSm: Ef verkfaii skellur á 11. júni held- ur þú þaö veröi iangvinnt? Lilja Sigurðardóttir verkakona. — Ég get engu spáð um það. En þaö lifir enginn á engu. Bjarni Ásmundsson vélstjóri. — Ég held ekki, þvi löng allsherjar- verkföll eru óvenjuleg hér. Garbar Lárusson nemi.— Ég get engu spáð. Ég pæli ekkert I þess- um málum. Kristján Þorgeirsson skrifstofu- maður. — Mér finnst ómögulegt að sjá það fyrir. En frumskilyrðið fyrir þvi, að þjóðarbúið dafni er aö fólkið geti lifað I landinu. Atli Helgason skipstjóri. — Ég vona að það veröi ekki langt. Þaö yröi þjóöarböl. Vélstjórarnir minir eru I platverkfalli. Ég vona til guös, að verkfallið fari að leys- ast. Guölaugur Bjarnason. — Þaö verður fram á haust. Þetta verð- ur eitt allsherjar sumarfrí fyrir launafólk. Sumarleyfi á íslandi undir Mallorcaverði Siðustu orlofshúsin i Munaðarnesi verða tekin i notkun um næstu helgi. Þar með eru risin þarna sextiu og átta hús fyrir félags- menn BSRB, sem eru um ellefu þúsund tals- ins. Hverfið í landi Munaðarness og Stóru-Grafar skipulagði Reynir Vilhjálmsson, og hefur verið leitazt við að láta lands- lagið halda sér sem mest. Fyrstu húsin voru tekin I notkun 1971. Voru þetta hús, sem keypt höfðu verið úr Straumsvik. Þá voru og nokkur hús, sem smiðuð höfðu verið hér innanlands. Á staðnum er bæði verzlun og veitingahús, sem er opið öllum, sem leiö eiga um, en ekki bara dvalargestum I Munaðarnesi. Þar er hægt að kaupa afsláttar- kort og má nefna sem dæmi, að hjón gætu fengið 2 máltiðir á dag I viku fyrir 10.000.- kr. t leigu myndu þau þurfa að greiða kr. 5.000, þannig að or- lofsdvölin væri mun ódýrari en utanlandsferð suður á bóginn. öllum húsunum hefur verið úthlutað til einstakra félaga. Þau leigja siðan húsin út til félagsmanna sinna. Er aðalorlofstimanum lýkur, getur hver sem er, hvort heldur einstaklingar eða félög utan BSRB, fengið húsin leigð. Og stefnt er að þvi að bæta þarna aðstöðu til ráðstefnuhalds. Hægt er að leiga húsin I 2-4 nætur og myndi hús með 8 gisti- plássum kosta 3.600.- kr. — BÁ Matsalurinn i Munaðarnesi — maturinn ætti ekki aö vera neinn munaöur, og eiginkonan vili vist gjarnan sieppa viö eldhúsverkin I sumardvölinni. LESENDUR HAFA ORÐID TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG STYRKJUM ALDRAÐA Ein á miöjum aidri hringdi: „tdálki Visis „Lesendur hafa orðiö” á fimmtudaginn 5/6 er rættum neyðarástand aldraðra. Vissulega vil ég taka undir að það er fyllilega orðiö timabært að einhverjir, sem eiga við vanda að etja vegna gamal- menna, sem þurfa aö dvelja I heimahúsum taki höndum saman. Þaö er bara eins og þessi mál fái ekki hljómgrunn hjá nógu mörgum. Þó má ekki gleyma þvi átaki, sem forstjóri elliheimilisins Grundar, Gisli Sigurbjörnsson, hefur gert I málefnum aldraðra Það er stórkostlegt, en fáir vita af þvi, hvaö mikið hann hefur gert fyrir bágstadda. Gisli hefur margsinnis i ræöu og riti vakið máls á þvi, að ef riki, borgaryfirvöld og einstaklingar vildu lita raunhæfum augum á þessi mál, væri aðstaðan kannski betri hjá gamla fólkinu i dag. Þvi spyr ég. Hvers vegna taka ekki öll þessi góðgerðarfélög sem eru starfandi, saman við einstaklinga og efla þá sjóði, sem elliheimiliö Grund hefur stofnað til byggingar viðbótar- húsnæðis fyrir aldraða. Rekstur Grundar og heimilanna fyrir aldraða i Hveragerði eru til fyrirmyndar. Ég hef kynnzt starfsemi elli- heimila bæöi hérlendis og er- lendis t.d. i Þýzkalandi og viöar og ég hef komizt að þeirri niöur- stöðu aö við stöndum langtum framar hér heima. Ég vil benda þeirri, sem ritaði fyrrnefnt lesendabréf á að hafa sambandvið forstjdra Grundar og fá hann I liö með sér og hrinda þeirri hugmynd I fram- kvæmd að stofna „Styrktar- félag aldraðra”. Svo virðist sem opinberir aðilar hafi meiri áhuga á að byggja félagsheimili til dansskemmtana og drykkju en elliheimili.” ----------------------- | DAGSINS STEF Aldrei skal ég undan slá, ekki seglum venda, þótt ég kalinn komi á kjörinn leiðarenda. Ranki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.