Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 20
gótu Allir sem vettlingi voldið sóu Smyril... — mikið um að vera hjá Seyðfirðingum út af ferjukomunni „Þaö var óhemju fjöldi af fólki niöri á bryggju aö taka á móti ferjunni og smábátar drekkhlaðnir alls konar fólki, veifandi Islenzkum og færeysk- um fánum, sigidu út á móti henni,” er lýsing Glsla Blön- dals, fréttaritara okkar á Seyðisfirði, á komu færeysku ferjunnar Smyrils, sem kom til landsins I fyrsta skipti á laugar- daginn. Gisli sagði, að það hafi kvalið marga, hversu langan tima tók að afgreiða skipið. Þvi seink- aöi nokkuð, átti að koma kl. 16.30, en kom ekki fyrr en kl. 22. Siðan tók 11/2 tima að tollaf- greiða það, sambærilegur timi i Bergen eru 15 minútur. Þá gekk einnig afar seint að koma þeim 12 bilum, sem með ferjunni voru, I gegnum tollinn, þótt nærri einn tollvörður væri á hvern bil. Ellefu voru toll- verðirnir, komnir að viðs vegar af landinu. Þá kom I ljós, að að- eins 3 bilanna voru með laga- lega tryggingu, var það vegna villandi upplýsinga, sem far- þegar höfðu fengið heima fyrir. Virtist á timabili sem ekkert tryggingafélag vildi hafa af- skipti af málinu, þar til umboðs- maður Sjóvátryggingafélags ís- lands birtist og bjargaði hlutun- Hér kemur rúta I land úr Smyrli á Seyðisfirði. um við. Klukkan var orðin langt gengin i tvö um nóttina þegar allt var komið I lag. Var ekki laust við, að farþegar væru orðnir þreyttir á biðinni. Agætis gistiaðstaða er komin upp á Seyðisíirði, sem raunar er rekin á svipuðum grundvelli og farfugiaheimili. Aðstaða er fyrir fólk að matreiða sjálft. Verið er að koma upp tjaldstæð- um. „Skipið sjálft er mjög bæri- legt, aðeins 5 ára gamalt”, sagði Gisli og hann bætti við, að margt hefði komið sér á óvart. T.d. væri mjög skemmtilegt leikherbergi fyrir börn við hlið- ina á barnum með alls konar leiktækjum. Þá væri aðstaða skipverja frábær, einn i hverj- um tveggja manna klefa. „Þá er gaman að geta þess,” hélt Gisli áfram, að það sem við gerðum á örfáum vikum hér til þess að bilarnir gætu keyrt beint i land hefur tekið Reykvikinga og Akurnesinga ár að velta fyrír sér. Á ég þar við Akra- borgina, en þar þarf enn að hifa bilana i land”. Smyrill sigldi frá Seyðisfirði kl. 1.30 á sunnudagsnóttina og óhætt er að segja, að stór dagur hjá bæjarbúum hafi verið liðinn. —EVI— Smyrill bakkaði inn I krókinn, og sfðan var skuturinn opnaður og bílar gátu ekið frá borði. (Ljós- mynd Gísli Blöndal). Milljóna tjón í miklum órekstri: „Leigubíllinn fljúgandi" flaug 64 metra VÍSIR Mánudagur 16. júni 1975 Mjólkurfrœð- ingar semja Mánaðarlaun mjólkurfræðings hjá Mjólkursamsölunni verða samkvæmt nýju kjarasamning- unum 68.948 á hæsta taxta. Er þá miðað við, að viökomandi hafi 15% álag á grunnlaun, en þeir sem fá 5% álag munu fá 64.012.-. Mismunurinn á laununum liggur i þvl, úr hvaöa skóla menn hafa út- skrifazt. 1 samningnum er ákvæði um, að skipuð verði þriggja manna nefnd. Hún á að kanna kaup og kjör mjólkurfræöinga, sem eru aðeins sextiu talsins, með hlið- sjón af öðrum iðnstéttum I land- inu. Nefndin á aö starfa fram aö næstu áramótum, og hafa mjólk- urfræðingar lagt mikia áherzlu á, að henni yrði komið á iaggirnar. —BA— Spjöll af grasmaðki: Verður tjónið bœtt af opin- berum sjóðum? Spjöll hafa orðið á úthögum nokkurra jarða I Landssveit vegna grasinaðks.Kemur það til með að valda bændum verulegu fjárhagslegu tjóni, ef ekki verður hlaupið undir bagga. „Ég vil lita á þetta tjón, sem hiiðstætt þvi, þegar kal veldur skemmdum,” sagði Agnar Guðnason hjá Búnaðarfélagi lslands.„Það er þvi eðiiiegast, að hið opinbera bæti það á sama hátt,” taldi hann. Ætl- unin er þvi að fara fram á það við Landbúnaðarráðuneytið, að það sjái til þess að'áburður verði borinn á landsvæðin bændum að kostnaðarlausu. - BA- Gamli maðurinn enn þungt haldinn Gunnar Kvaran, kaupmaður 79 ára gamall sem slasaðist illa I bllslysi á föstudaginn, hefur ekki komið til meðvitundar enn. Gunnar var á bil sfnum á ferð um Skúlagötuna skömmu jeftir hádegi á föstudag og hugðist beygja suður Barónsstiginn. Ok hann þá i veg fyrir bil, sem kom vestur Skúlagötuna. BHarnir stórskemmdust, og tók nokkurn tima að ná gamla manninum úr bil hans. _ jb Hann ó hœkjum, hún í göngu- grind.... Hann veifaði og veifaði með hækjunni sinni, gamli maöur- inn, sem ég keyrði fram á i Kópavoginum núna fyrir helg- ina. Henni vinukonu minni við hliðina á mér varð að orði: „Hefur nú blessuð gamla kon- an dottið einu sinni enn”. Þaö er einn lesandi Visis, sem hefur orðiö, og hann sagði frá þvl, að hann hefði farið inn með gamla manninum. Konan hans hefði þá legiö ósjáif- bjarga á gólfinu, þvl aö hún * liafði dottið úr göngugrindinni sinni. Gamli maðurinn var ákaf- Icga þakklátur fyrir hjálpina. Þetta kæmi dálitið oft fyrir, aö konan hans dytti svona, en það væru alltaf hjálplegir menn til, sem kæmu og björguöu málunum viö. —EVI— Sjónarvottar að röö árekstra í Bólstaðarhiiðinni á föstudags- kvöldiö töldu ekki nógu sterkt til orða tekiö, að skaðvaldurinn hefði ekið mjög greitt, hann heföi hreint og beint fiogið. Það varð lika greint af aðkom- unni á slysstað, þar sem fjögur bflhræ lágu dreifð á 64 metra kafla, að hraðinn hefði verið mik- ill. Árekstrarnir áttu sér stað um klukkan 19:40 á föstudagskvöldið. Börn voru að leik viö Bólstaðar- hliðina og margir úti við að búa sig i útilegur. Þá var það, að nýr leigubill kom akandi með farþega vestur Bólstaðarhliöina á geysilegum hraða. Bifreið, sem kom norður Stakkahliö, tók ekki eftir leigu- bllnum i tima og ók I veg fyrir hann. Sá fyrrnefndi stanzaði við þann hörkuárekstur, en ekki leigubilinn. Hann hentist yfir gatnamótin, lenti á bil, sem stóð Rifbrotnaði í hörðum úrekstri Fimmtlu og fjögurra ára gam- all maður slasaðist i hörðum árekstri, sem varö skömmu fyrir klukkan átta á iaugardagsmorg- uninn. Areksturinn varö á mótum Nóatúns og Hátúns. Sá, er slasað- ist, var ökumaður annarrar bif- reiðarinnar. Hann rifbrotnaði illa og var fluttur á Borgarsjúkrahús- ið, en er nú á góðum batavegi. —JB fyrir utan hús I Bólstaðarhliðinni, tók afturhlutann svo að segja af honum, hentist á annan bil, sem stóð við hliðina á honum, sneri honum I einn og hálfan hring og skoppaði svo yfir götuna og stanz- aði loks þar við gangstéttina, 64 metrum frá fyrsta árekstrinum. Farþeganum i leigubilnum var vitanlega nóg boðið, er hann steig út úr honum og er mjög til efs, hvorthann þorir nokkru sinni upp I leigubil framar. Það er mesta mildi, að ekki skyldi hljótast stórslys af þessum árekstrum. Þarna við gatnamótin eru tvær merktar gangbrautir og fjöldi barna að leik. Eigendur fyrri kyrrstæða bilsins höfðu ný- lokið við að koma viöleguútbún- aði fyrir i skotti bils sins, er leigu- billinn keyrði á hann, og hentust við það gastæki og ferðatöskur I allar áttir. Leigubillinn var nýr, en er gjör- ónýtur eftir áreksturinn og eins Stólu tóbaki fyrir ó annað hundrað þús. Tóbaki fyrir á annað hundraö þúsund var stoliö i Sandgeröi um helgina. Brotizt var inn i sæigæt- isverzlunina ölduna aðfaranótt föstudagsins og höföu þjófarnir á brott meö sér umgetið magn af tóbaki, en við fáu öðru var hrófl- aö. Máliö er I rannsókn. —JB sá bill, er lenti fyrst fyrir honum. Áðrir eru mikið skemmdir. Þess má geta, að akstur um Bólstaðarhlíðina og gatnamót Stakkahliðar eru oft á tiðum mjög hraður. Þarna við gatnamótin eru tvær merktar gangbrautir, en engin biðskylda. Hafa Ibúar hús- anna I kring lengi barizt fyrir þvi, að sett verði biðskylda á Bólstað- arhliðina við þessi gatnamót, svo bilar hægi á sér, áður en farið er yfir gangbrautirnar. Átta úra stúlka slasast illa ó Akureyri Atta ára stúlka liggur nú meö- vitundarlaus á Gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins eftir að hafa oröið fyrir bfl á Akureyri á föstudagskvöldið. Stúlkan var á reiöhjóli slnu á mótum Norðurgötu og Vlðivalia á Oddeyrinni, er hún lenti fyrir bll. Hún var þegar flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en siðan flutt flugleið- is á Borgarsjúkrahúsið I Reykja- —JB vík. —JB Meira og minna brotið og bramlað... — í innbroti ó lögreglustöðina ó Blönduósi „Segja má að það hafi verið litið sem slapp, þegar brotizt var inn hérna á lögreglustöðina á Blönduósi aðfaranótt laugar- dagsins,” sagði Guðmundur Gisiason lögregluþjónn á staðn- um, en þarna voru 2 menn um tvltugt frá Blönduósi að verki og sagðist Guðmundur ekki betur geta séð en aö aögerðunum hafi verið beint gegn lögreglunni. Farið var I gegnum bóka- safnið og þar ekkert hreyft. Slðan náðu innbrotsmenn sér I volduga tröppu, brutu niður timburmillivegg og áttu greiða leiö inn i lögreglustöðina. Þar voru brotnar 2 læstar hurðir og öðrum tveim ólæstum sparkað upp, hillur voru brotnar, skúffur dregnar út og innihaldi dreift út um allt, lab-rab tæki rifin niður af vegg og eyðilögö, trampað á rafmagnsritvél og önnur ritvél og reiknivélar skemmdar. Guðmundur sagði, að þeir á Blönduósi væru dálitið sárir út i tæknideild rannsóknarlögregl- unnar I Reykjavik. Þeir hefðu beðið eindregið um aðstoð á laugardagsmorgun við rann- sókn innbrotsins, en ekki fengið og var borið við mannfæð. Mikil ölvun var um helgina á Blönduósi, sem oft áður um helgar. Innbrotsmenn náðust og voru teknir til yfirheyrslu eftir kvöld- mat á laugardag. Þeir höfðu verið drukknir og játuðu á sig verknaöinn, siðan var þeim sleppt. Þegar játning liggur fyrir er þetta gangur mála, en mennirnir verða vissulega gerðir ábyrgir fyrir skemmdunum. — EVI -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.