Vísir - 18.06.1975, Síða 5
5
Visir.Miðvikudagur lS.júni 1975.
í MORGUN ÚTLÖND ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Óli Tynes
Tyrkir hóta að
loka herstöðvum
Bandaríkjamanna
Tyrkneska stjórnin
tilkynnti i gær, að hún
myndi taka fyrstu
skrefin til að loka
bandariskum herstöðv-
um i landinu eftir mán-
uð, ef ekki yrði aflétt
vopnasölubanni, sem
Bandarikjaþing setti á
Tyrkland eftir bardag-
ana á Kýpur.
Hinn 17, júll næstkomandi
verður Bandarikjamönnum
boðiö að koma til viðræðna um
framtiö herstöðvanna, en þær
viöræður munu miðast að lokun
herstöðvanna sem fyrst.
I Tyrklandi eru 25 bandarísk-
ar herstöðvar og i nokkrum
þeirra eru kjarnorkuvopn.
Bandarikjastjórn hefur barizt
hart fyrir þvi að fá þingið til að
aflétta vopnasölubanninu. Syðri
vængur N ATO er nú vægast sagt
illa útleikinn, þvi að Grikkland
hætti hernaðarsamstarfi við
bandalagið eftir átökin á Kýpur.
Nú hafa kommúnistar unnið
mikinn kosningasigur á ttaliu
og syrtir þá enn i álinn. Banda-
riska ; utanrikisráöuneytið hef-
ur staðfest, að það hafi fengiö
tilkynningu þessa efnis frá tyrk-
nesku stjórninni, en neitaöi að
segja nokkuð frekar um málið.
öldungadeild Bandarikjaþings
hefur þegar samþykkt frum-
varp um að aflétta vopnasölu-
banninu. Það á hins vegar eftir
aö fara fyrir fulltrúadeildina og
þar er búizt viö, að það muni
mæta meiri andstöðu. Efast
margir jafnvel um, að það muni
samþykkt i fyrstu umferð.
ítalskir kommún-
istar tœpum tveim
prósentum neðar
en K-demókratar
Kommúnistar á ítaliu
unnu stórsigur i bæjar-
og sveitarstjórnarkosn-
ingunum nú um siðustu
helgi. Þeir fengu aðeins
tæplega tveim prósent-
um færri atkvæði en
kristilegir demókratar.
Kommúnistar fögnuðu
að vonum geysilega, en
hrifning var minni i öðr-
um herbúðum. Verðfall i
kauphöllum varð t.d. hið
mesta, sem orðið hefur
síðan siðari heimsstyrj-
öldinni lauk.
Kristilegir demókratar fengu
35,3 prósent atkvæða og lækkuöu
þar með um rúmlega tvö prósent.
Kommúnistar fengu 33,4, sóslal-
istar 12, jafnaöarmenn 5,6, ný-
fasistar 6,4, repúblikanar 3,2,
frjálslyndir 2,5 og aðrir 1,6.
Þessi úrslit munu vafalaust
leiöa til þess, að kommúnistar
herða enn sókn sina um aukna
aöild að stjórn landsins.
Óánægður hægri maður réðst á forsætisráöherra Japans, Takeo Miki, siðastliðinn mánudag og sló
hann niður. Miki var á leið til jarðarfarar Eisako Sato, fyrrverandi forsætisráðherra. öryggisveröir
forsætisráðherrans, réðust þegar gcgn árásarmanninum og halda honnm föngnum (tv. á myndinni)
HUGGUN
tsraelskur hermaður huggar tvær stúlkur eftir árás hryöjuverka-
manna á bóndabæ I norðurhluta landsins. Hryðjuverkamennirnir fjórir
voru skotnir til bana, en i átökunum féllu einnig tveir tsraelar og sex
særðust.
Venusar-flaugarnar
eiga að lenda í
október nœstkomandi
Rússnesku Venus-
ar-flaugarnar, sem nú
eru á leið til plánetunn-
ar, eiga að reyna að
lenda þar að sögn rúss-
neskra visindamanna.
Ekki var hins vegar
skýrt frá þVi, hvort það
á að verða mjúk lending
eða brotlending.
Visindamennirnir segja, aö
þessar flaugar séu mun fullkomn-
ari en þær, sem hingaö til hafa
verið sendar til Venusar. Ferðin
tekur þær um fjóra mánuöi.
Fyrir þrem árum tókst aö láta
flaug lenda mjúkri lendingu á
Venusi og sendi hún ýmsar upp-
lýsingar til jarðar. Hún hætti hins
vegar sendingum eftir fimmtiu
minýtur, og segja visindamenn,
að hinn gifurlegi hiti og loftþrýst-
ingur á yfirborði Venusar hafi
eyðilagt hana.
Karpov virðist
öruggur um að
sigra ó mótinu
í Júgóslavíu
Anatoiy Karpov,
heimsmeistari, sigraði
italska stórmeistarann
Sergio Mariotti i tólftu
umferð skákmótsins i
Júgóslavíu i gær og virð-
ist þar með vera orðinn
öruggur sigurvegari á
mótinu.
Hann er einum og hálfum vinn-
ingi fyrir ofan næsta keppanda,
Vlasimil Hort, frá Tékkóslóvakiu.
Það eru nú aöeins eftir þrjár um-
ferðir á mótinu og skáksérfræð-
ingar eru sannfærðir um, að Kar-
pov muni sigra og hljóta 2000 doll-
ara verðlaunin.
önnur úrslit I gær urðu þau, aö
Hort vann biðskák gegn Albin
Planinc frá Júgóslaviu. Gligoric
hefur betri stöðu I biöskák gegn
Janez Barle. Furman gerði jafn-
tefli við Marjan Karnar, óvænt
úrslit, og Vojko Musil vann landa
sinn, Draskb Velimirovic. Þau
úrslit komu fcinnig á óvart.