Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 17
VIsir.Miðvikudagur lS.júni 1975. 17 Attu til súpu i lit sem á vel við bláa mávastellið mitt með gylltu röndinni? Af hverju er Halli alltaf svona á báðum áttum? Hann er alltaf að dæma I badminton! SJÓNVARP • Miðvikudagur 18. júní 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Bandarískur teikni- myndaflokkur. 16. þáttur. Hafa skal það sem hendi er næst.Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 21.05 Súesskurðurinn. Brezk heimildamynd um opnun Súezskurðar, sem nú virðist orðin að veruleika, eftir að hann hefur verið lokaður öllum skipum I átta ár. Þýð- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.20 Nunnan. (The Weekend Nun). Bandarlsk sjónvarps- kvikmynd, byggð að hluta á raunverulegum atburðum. Leikstjóri Jeannot Szwarc. Aðalhlutverk Joanna Pett- et, Vic Morrow, Ann Soth- ern og James Gregory. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.35 Dagskrárlok. IÍTVARP • 7.00Morgunútvarp. Veður- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,A vígaslóð” eftir James Hilton. Axel Thorsteinsson les þýðingu sina (21) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Smásaga „Ljós i myrkri” eftir Sigriði Björnsdóttur frá Miklabæ. Olga Sigurðardóttir les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 A kvöldmáium. Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Semballeikur I útvarps- sal. Elin Guðmundsdóttir leikur. a. Svita i a-moll eftir Rameau. b. Nancie eftir Thomas Morley. 20.20 Sumarvaka. a. Tveir á tali. Valgeir Sigurðsson ræðir við Þormóð Pálsson aðalbókara. b. Tvö kvæði eftir Þórarin Jónsson frá Kjaransstöðum. Höfundur les. c. Jón vinnumaður og Bjarni gamli. Ágúst Vigfús- son kennari segir tvær sögur úr sveitinni. dKór- söngur. Liljukórinn syngur: Jón Ásgeirsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Móðirin” eftir Maxim Gorki. Sigurður Skúlason leikari les (13) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Rómeó og Júlia i sveitaþorpinu” eftir Gott- fried Keller. Njörður P. Njarðvfk byrjar lestur þýðingar sinnar. 22.45 Orð og tóniist. Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. -tc-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-K-k-k-K-K-K-k-»c-k-k-K-K-it-k-tc-k-k-k-k-K-K-K-k-k-k-tf4t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ 'ÍC ★ ★ ★ ★ ! ★ ★ ★ ! I í I ¥ Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 19. júni Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þessi dagur er góður til að þola erfið sambönd. Bjóddu maka þinum út til þess að hressa ykkur upp og breyta út af venjunni. Nautið,21. aprll-21. mai. Dagurinn er liklegur til að verða fullur af óvæntum atvikum. Fyrirfram ákveðnum samningum verður liklega rift. Þrátt fyrir það verður þú þar, sem eitthvað er að gerast. Tviburarnir, 22. mal-21. júni. Forystuhæfileikar þinir verða dregnir i efa. Eyddu ekki of miklum tima i eitthvert verk, sem þú þarft að koma i framkvæmd. Þú verður fyrir óvæntu happi. Krabbinn,22. júni-23. júli. Hindranir, sem verða á vegi þinum fyrri hluta dagsins, leysast seinni partinn. Annars kemur þetta til með að verða góður dagur hjá þér, sérstaklega ef þú eyðir honum með fjölskyldu þinni. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þetta er ekki sem heppilegastur dagur til ferðalaga jafnvel smá gönguferðir geta verið hættulegar. Forðastu að lenda i deilum. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þaðþýðirekki annað en lita björtum augum á lifið og tilveruna, þótt útlitið sé heldur svart. Það leysist úr vandamál- um þinum einhvern veginn. Vogin, 24. sept.-23. okt. Þetta verður mjög æs- andi dagur, en jafnframt töluvert ruglandi. Reyndu nýjar aöferðir til að leysa úr vanda vandamálum þinum. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Þú sigrast á einhverj- um erfiðleikum i dag. Þú þarft að beita einhverj- um fortölum við vin þinn til að fá hann á þitt band. Vertu tillitssamur (söm) Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þér gengur illa að koma þvi I verk, sem er mest áriðandi. Reyndu að skipuleggja betur tima þinn og leita ráða hjá öðrum. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Óvænt atvik kemur til með að hafa mikil áhrif á lif þitt. Taktu tillit til annarra og þá sérstaklega til náinna kunningja. Vatnsberinn,21. jan.-19. feb. Farðu vel með það, sem þú hefur og vertu ekki með neitt ógætilegt bruðl. Fordæmi mikils vinar þins hefur góð áhrif á þig.' Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Þú skalt endilega skila til baka, ef þú hefur fengið einhvern gallaðan grip. Vertu varká(r) I innkaupum og gættu Itrustu sparsemi. D% m i Nt Ut m ★ ★ ★ ★ ★ i I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ! ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ •¥■ ■¥■ ■¥ ■¥■ ■¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I i ¥ ¥ i •¥ i i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ *****************************************+*****- n DAG I D KVOLD | Q □AG | D KVÖI L Dl n □AG | Sjónvarp kl. 21.05: Súezskurðurinn Strax á tlmum Faraóanna sáu menn þann hag, er fælist í að tengja saman vatnasvæði Nilar og Rauðahafið. A þann hátt fengist siglingaleið milli Mið- jarðarhafs og Rauðahafs. A árunum milli 1800 og 1200 fyrir Krist var grafinn skurður frá Nil við Kairó til Timsah- vatns, sem þá var norðurendi Rauðahafsins. Þegar leiðin fyrir suðurodda Afriku fannst árið 1498 og verzl- un við Indland og önnur Austur- lönd hófst, fóru menn enn frekar að velta þessum málum fyrir sér. Arið 1798, er Napóleon fór i herför til Egyptalands, fór með honum verkfræðingur að nafni Charles le Pére, en hann átti að athuga um, gerð skipa- skurðar i gegnuin Súezeiðið. Það var ekki fyrr en um 1853, að öðrum frönskum verkfræðingi de Bellefonds tókst að sanna, að mismunur hafanna værl svo litill, að grundvöllur væri fyrir gerð skurðar i gegnum eiðið. Skriður kemst á málið, er Ferdinand de Lesseps er gerður að vararæðismanni i Alex- andriu árið 1832, þá 27 ára að aldri. Hann dvaldist i Egypta- landi að þessu sinni i fimm ár og Ferdinand de Lesseps. þá hefur iiornsteinninn að þeirri fyrirætlan hans að gera skipa- skurð i gegnum Súezeiðið trú- lega verið lagður. De Lesseps kynnti sér vel fyrri skýrslur um möguleika á gerð skurðarins, og einnig kom það sér vel, að hann komst i náið vinfengi við þjóðarleiðtogann, Mohammed Ali, og sonur hans, Mohammed Said. 30. nóvember árið 1854 voru fyrstu samningarnir um stofnun félags um gerð skipaskurðarins undirritaðir. Markmið félags- ins, sem hét „Compagnie Uni- verselle du Canal Maritime de Suez”, var að gera skipgengan skurð um Súezeiðið, og var samningurinn til 99 ára en eftir þann tima fengi Egyptaland yfirráð yfir skurðinum. De Lesseps tók fyrstu skóflu- stunguna 25. april 1859, þar sem byggð var borgin Port Said. Slðan hófst gröfturinn og var hann unninn að miklum hluta með handafli, og á timabili unnu 25 þúsund manns við skurðinn. Eftir mikla erfiðleika var skurðurinn loks formlega opn- aður 17. nóvember 1869, að við- stöddu mörgu stórmenni. Súezskurðurinn er 162,5 kiló- metra langur, en sá hluti hans, sem grafinn er, um 148 km. Leiðina i gegnum Bitruvötn þurfti ekki að dýpka. 1 byrjun var skurðurinn aðeins 7 metra djúpur, en var dýpkaður i 12 metra síðar. Breiddin var 22 metrar i byrjun, en eftir seinni tima breikkanir var minnsta breidd 55 metrar. Eftir valdatöku Nassers 1954 óx mjög andstaðan gegn Bret- um', sem eignazt höfðu meiri- hluta i skurðinum, en sam- kvæmt samningnum. sem de Lesseps gerði i upphafi, áttu Egyptar að eignast skurðinn árið 1968. Samt fór svo. að Egyptar þjóðnýttu skurðinn 26. júli 1956, sem varð til þess, að Bretar og Frakkar gerðu innrás á eiðið seint i október 1956, en urðu að hörfa. Siðan má segja. að saga skurðarins sé öllum kunn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.