Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 7
Visir.Miövikudagur 18.júní 1975. 7 HVAR ER UNNT AÐ VERZLA HAG- KVÆMAST? i þeirri óðaveröbólgu, sem geisar hérlendis, hafa mörg heimili orðið að endurskoða, hver væri helzti nauðsynjavarning- urinn. Verðhækkanir eru svo tiðar, að á sama tima geta verið í gangi þrjú mismunandi verð. Þvi dugar ekki lengur að fara í búðina og biðja um vöruna og borga síðan uppsett verð. Þar sem bæði kynin vinna nú allmikið utan heimilis, hafa störverzlanir rutt sér mjög til rúms.Þar gefst fólki kostur á að gera stórinnkaup og fá vöruna jafnframt með hag- kvæmari kjörum. Sá böggull þykir hins vegar fylgja skammrifi, að vegna örrar sölu séu þessar verzlanir ætið með „nýjasta verðið”. Allir’kannast orðið við auglýsingar, þar sem talað er um „gamla verðið!’ Þetta kann að vera fáeinum dögum eftir að verðhækkunar- alda hefur skollið yfir Viðskiptavinurinn er alveg ringlaður og veit ekki, hvort hann á að trúa auglýsinga- skruminu. Ekki bætir það úr skák, að i hraða nútimans gefa menn sér að sjálfsögðu ekki tima til að endasendast um bæinn fyrir fáeinar krónur. Visir ákvað þvi mönnum til fróðleiks að kanna, hvernig verðlagningu væri háttað á nokkrum algengum neyzluvör- um.Valdar voru 13 tegundir al- gerlega af handahófi. Eina reglan, sem ekki mátti brjóta út af, var sú, að varan fengist i öll- um verzlunum. Valdar voru sjö verzlanir til að tryggja, að hinar ýmsu kaupmannastéttir ættu fulltrúa þarna. Verzlunin Skúlaskeið v/Skúlagötu. Hún átti að vera fyrir „kaupmanninn á horninu”, sem enn réttir viðskiptavininum varninginn yfir búðarborðið. Hagkaup i Skeifunni, sem fulltrúi þeirra, sem bjóða upp á kostakjör, ef nógu mikið er keypt. Sláturfélag Suðurlands i Glæsibæ.Hún skyldi vera fyrir hinar veglegu kjörbúðir, sem bjóða viðskiptavininum bókstaflega allt, sem honum getur dottið i hug. Verzlun Silla og Valda við Laugaveg. Ætli hún sé ekki fulltrúi hins mikla stórveldis, sem búðir þeirra voru til skamms tima. Náttúrulækningafélagsbúðin fyrir sérverzlanir, þ.e.a.s. þær sem selja ákveðnar vörur, en bæta þjónustuna með þvi að hafa- allar algengar vörur á boðstólum. KRON við Skólavörðustig var fulltrúi kaupfélaganna. Verzlunin Dalmúli v/Siðumúla sem fulltrúi kjör- Hérmá sjá nokkrar af þeim vörutegundum, sem athugaðar voru. IINJIM SÍÐAN Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir. búða, sem þjóna ákveðnum hverfum eingöngu. Lesendum er bent á, að þetta verð kann að hafa breytzt frá þvi að athugunin var gerð, i samræmi við verðhækkanir. Hafa ber i huga, að verðsamanburðurinn á aðeins að gefa'mönnum smáhugmynd um hæsta og lægsta verðið. Það er mikið að gera við kassana og ófáar krónur renna þar I gegn yfir daginn. a) Stór dós af grænum baunum. Skúlaskeið átti kosta- boð sem hljóðaði upp á 127/ — sennilega „gamla verðið". Hámarksverðersennilega 150/— því það var mjög víða. b) Blandaðir ávextir 850 gr dósir. Tegundir voru mjög misdýrar og gat munað upp undir 100 kr. eftir þeim. I' Hagkaup var hægt að fá þá fyrir 248/ — og fannst hvergi ódýrara. c) Blandaðir þurrkaðir ávextir. Þarna var mjög slá- andi, hversu illa virtist gengið um þennan varning. Pokarnir lágu opnir með glerhörðu innihaldi. Virtust sumar af umbúðunum haf a legið þarna svo mánuðum skipti. Hjá Silla og Valda var hægt að fá sæmilegustu ávexti fyrir 125/—250 grömm. í Náttúrulækningabúð- inni voru þeir á 169/— sama magn. d) Haframjöl lítill pakki var t.d. ódýrast á kr. 136 í Náttúrulækningabúðinni, en 167/ — hjá Silla og Valda) Pillsbury hveiti 5 Ibs. Það var ódýrast í Hag- kaup 219/— en dýrast í KRON 241/— f) Hrisgrjón 454 gr. Ödýrust voru þau á 86 kr. í Hag- kaup, en 95/— í Dalmúla og Skúlaskeiði, og var það hæsta verðið. g) Nescafé luxus 100 gr. Hagkaup bauð lang- hagstæðasta verðið eða 479/—, en dýrast var það í Náttúrulækningabúðinni á 545/— h) Iva þvottaduft 700 gr. Ódýrast á 153/— hjá Hag- kaup, en dýrast var það 174/— og kostaði það í 4 af verzlunum okkar. i) Dixan þvottaduft 600 gr.220 í Hagkaup, dýríjst 245/- hjá KRON. j) Heinz bakaðar baunir ódýrast kr. 145/— í Hagkaup en dýrast á kr. 187/— hjá Silla og Valda. k) Corn flakes 500 gr. Hagkaup bauð lægsta verðið, sem var 212/— KRON seldi sama magn á 273/— Ekki voru það þó allar verzlanirnar með nákvæmlega þessa sömu plastpoka með 550 gramma innihaldi. l) Kavíartúbur 100 grömm. Silli og Valdi áttu lægsta boð kr. 78/—. Hagkaup bauð sömu tegund fyrir 106.— m) Appelsinur 1 kg. Ódýrast í Hagkaup kr. 122/— Há- marksverð á þessarf ákveðnu tegund var 159/ og höfðu flestar verzlanirnar sett það verð. Það sem er hvað athyglisverðast við þessa athugun er það, að engin ein verzlun býður i öllum tilvikum lægsta verðið. Þaðer heldur ekki sama verzlunin, sem selur dýrast þessar 13 vörutegundir sem kannaðar voru. -BÁ-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.