Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 9
Vísir.Miðvikudagur lS.júni 1975. 9 cTMenningarmál eftir Aðalstein Ingólfsson Kjartan Guðjónsson hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem sérstæður formsmiður, en hér birtist hann einnig sem snjall höndlari lita. Hann sýnir hér fjórar litlar myndir fullar af spennikrafti og spengilegum formum sem höggva sig inn i myndflötinn upp úr hægra eða vinstra horni. Með þvi að stað- setja átök formanna fjarri hinni eiginlegu miðju myndflatarins, úti I hornum eða niður við kant og tefla þeim gegn órofnum stærri flötum myndarinnar skapar Kjartan mikla mynd- ræna þenslu á pappir sinum og gefur svo þessum spenntu form- um skæra og álitlega liti. Sigurður Sigurðsson er lands- lagsmálari af gamla skólanum, hraun og hólar eru tekin föstum tökum og vandlega uppfærð á strigann. Sjónhorn Sigurðar er hér svipað og Kjarvals, næstum beint ofan i landslagið með mjórri himinræmu efst til að lofta inn i myndina. En Sigurður leyfir ekki land- inu að yfirtaka sig algjörlega, heldur einbeitir sér að persónu- legri tjáningu á gæðum þess og , þá með tvennum hætti ef mynd- ir þær sem hér eru er að marka. Annars vegar málar hann dökkt, með stórum hrjúfum formum, eins og i „Siðdegi”, eða þá aðhann notar ljósara lit- róf, og skiptir myndefni sinu niður i snöggt málaðar einingar. Þar er mynd eins og „Gálga- hraun” frá 1974 stórkostlega vel heppnuð bæði i litavali og upp- byggingu en þriðja myndin „Crti i hrauni” er aftur á móti of dreifð i málun og samræming bakgrunns og forgrunns er ekki nægilega vel framkvæmd. Matthea Jónsdóttir á hér fjögur verk og hafa öll þeirra, að ég held, verið á sýningum hennar áður. Ég hef áður fjallað um hin gamalkúbisku einkenni á verk- um hennar og dálitið skerandi litaval og mun ég ekki fara nán- ar út i þá sálma hér. Aftur á móti virkar teikning hennar hæpnari og formbygging einstrengingsleg á þessari sam- komu. Ekki er hægt annað að segja en þessi fyrsta sýning FIM i þessu húsnæði hafi tekist vel og stærð salarins ætti að tryggja betra úrval og viðráðanlegri sýningar heldur en tiðkast hafa i Reykjavik. Leiðrétting Mér varð á sú kórvilla að eigna Guðmundi Ingólfssyni ljósmyndara myndir Sigur- geirs Sigurjónssonar frá hárgreiðslukeppni i listdómi minum á mánudaginn. Vil ég biðja Sigurgeir mikillega af- sökunar. Aðalsteinn Ingólfsson. Fagnoðu dauða þínum! NÝJA BtÓ LEIKSTJÓRI: René Clement Aðalhlutverk: Jean-Louis Trintignant og Robert Ryan. Frakkinn Tony lendir í nokkuð erfiðri aðstöðu. Hann er hundeltur af síg- aunum, sem vilja hefna sín á honum, vegna barna, sem létu lífið vegna gáleysis hans. Tony leitar hælis í húsi í útjaðri Montreal í Kanada. Þar eru atvinnu- glæpamenn að undirbúa rán og með því að ganga í lið með þeim fær hann flúið sígaunana. KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson Samvizkan piagar Tony, sem reynt hefur að hlaupast á brott frá örlögum sinum og undir lok- in kýs hann frekar að láta lifið sem ótindur glæpamaður en maður, sem hefur dauða sak- lausra barna á samvizku sinni. Þátt i þessari ákvörðun eiga kaflar úr hans eigin æsku, sem sifellt er að skjóta upp i huga hans. Þetta frekar en hið sigilda efni glæpamyndanna, ránið, er viðfangsefni kvikmyndarinnar „and hope to die”.Sjálft nafn myndarinnar gefur okkur vis- bendingu þar um. Þvi miður misferst það i is- lenzka heiti myndarinnar „Fangi glæpamannanna”. Hvi hljóta kvikmyndir alltaf þessi andlausu nöfn i islenzkri þýðingu? „Fagnaðu dauða þin- um” hefði til dæmis verið nær lagi. Myndin er öll með frönsk- kanadisku yfirbragði og aðal- leikarinn Jean-Louis Trintignant er kunnur meðal Frakka. Robert Ryan, sem leikur Charly, höfuðpaur ráns- hópsins, á þó meiri þátt i leikrænu hlið myndarinnar en Trintignant. Ef við viljum fræðast frekar um leikarana i myndinni má geta þess, að Tisa sú Farrow, sem leikur Pepper, á sér fræga - systur, sem stundum kemur i heimsókn til íslands.Það er Mia Farrow. Engan veginn verðu þó sagt, að skyldleikinn sé greinanlegur i leik Tisu Farrow. Hún leikur eins og hross, stelpugreyið.Hún nýtur sin betur á miðopnum Playboy, sem hún hefur stund- um skrýtt með likama sinum. Leikstjóri myndarinnar „and hope to die” er René Clement. Siðast sáum við frá hans hendi myndina „Rider in the Rain”, sem Háskólabió sýndi i janúar. Þar léku Marlene Jobert og Charles Bronson aðalhlutverk. Skyldleiki i yfirbragði mynd- anna er nokkuð greinilegt. Tony (Jean-Louis Trintignant) og Charly (Robert Ryan).Þeir ákveða i lokin að ganga saman i dauðann. Tony (Jean-Louis Trintignant) á i vök að verjast, hundeltur af slgaununum. Francis Lai samdi tónlistina við „Rider in the Rain” og aftur er hann á ferð i þessari. Lai er vanastur þvi að setja saman tónlist fyrir rómantiskari myndir en „and hope to die” Þess verður greinilega vart, þegar ljúfir rómantiskir tónar eru leiknir undir, þar sem hópur fifldjarfra náunga hangir svo að segja i lausu lofti úr frá 18.hæð háhýsis i Montreal. Þarna verður okkur ljóst, hversu stóran þátt tónlistin á i öllu þvi plati sem kvikmyndirnar eru i raun.Mynd af barni að sulla i skyrinu sinu getur þess vegna hæglega orðið æsispennandi á kvikmynda- tjaldinu, ef undir það eru slegnir nokkrir æsispennandi taktar. Eins getur absúrd tónlist i hrottalegum senum gert þær mun sterkari en ella. Við minnumst slikra áhrifa bezt úr myndunum „A Clock- work Orange”, þar sem hópur manna var limlestur á meðan slagarinn gamli „Walking in the Rain” var trallaður undir eða úr „Little Big Man”, þar sem hundruð Indiána voru stráfelid, á meðan ieiknir voru bandarisk- ir hergöngumarsar. -JB Kvikmyndo- húsin í dag: • ★ ★ ★ Laugarásbíó: American Graffiti ★ ★ ★ Iláskólabió: Morðið I Austurlandahraðlestinni ★ ★ ★ Stjörnubió: Bankarániö ★ ★ Nýja bió: Fangi glæpamannanna ★ Hafnarbió: Tataralestin ★ Tónabfó: Gefðu duglega á ’ann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.