Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 8
Vísir.Miðvikudagur 18.júr.i 1975. cTMenningarmál Lengi hefur verið undan þvi kvartað meðal myndlistar- manna hve litið væri um hentugt húsnæði til sýningarhalds i bæn- um. Samt hefur nokkuð rætst úr i þeim efnum á undanförnum vetri, ef frá er skilin Kjarvalsstaðadeilan. Klausturhólar við Lækjargötu opnuðu i haust og Loftið við Skólavörðustig, eftir jól og eru báðir þokka- legir staðir fyrir smærri sýningar, en Loftið hefur þó yfir- höndina eins og stendur sakir góðs úrvals eigandans. En nú hefur einn . möguleikinn enn bætst við, salur sá sem Byggingarþjónusta arkitekta hefur til umráða i Málaranum, Grensásvegi 11. Þar hafa FIM menn fengið aðstöðu til sýningarhalds og félagsstarfa i bili og til reynslu hafa þeir sett upp sýningu á ALITLEG SAMSYNING verkum nokkurra félagsmanna, til kynningar á salnum. Þessi salur er um 100 fm á stærð og þvi ekki fullkominn fyrir sam- , sýningar, en þar má samt koma fyrir um 30 málverkum. Veggir og skilrúm eru i ljós- um litum og birtan er öll af kastljósum og hægt er að setjast i þægilega hægindastóla við list- rýnina. Atta félagsmenn sýna hér að þessu sinni 28 verk og fær hvert þeirra gott rúm til að anda. Við dyrnar sýnir Gylfi Gislason þrjú myndverk, öll tvö til fjögurra ára gömul. Tvö þeirra eru blekteikningar, en Gylfi hefur notað blek mjög lipurlega að undanförnu og þessar teikningar sýna ekki fyllilega hvað i honum býr. Þriðja verkið er nokkurskonar klippimynd frá 1971, þar sem slitur af teiknum, blaðaúrklipp- um er raðað um vegginn og er ætlað á nær ljóðrænan hátt að vera gagnrýni. Hugmyndin er athyglisverð en drukknar að nokkru vegna óhönduglegrar uppröðunar innan um aðrar myndir. Benedikt Gunnarsson spilar hispurslaust á ljóðræna sterngi i málverkum sinum fimm sem eru frá 1971-75. öll eru þau þvi stemmningar i vörmum litum i i: vfR BILASALA Stigahlíð 45-47, sími 35645 Folaldabuff Folaldagúllas Folaldahakk Saltað folaldakjöt Reykt folaldakjöt Hrossabjúgu Cortma '71 Datsun 180 B ’73 VW 1302 ’72 Trabant ’74 Toyota Mark II 1900-2000 ’72-’73 Fiat 127 ’74 — ’73 Fiat 128 ’74 Rally Fiat 132 ’74 Fiat 128 ’73 ttölsk Lancia '73 Bronco ’66-’72-’73-’74 Mercury Comet ’74 Pontiac Tempest ’70 Japanskur Lancer ’74 Mazda 818 ’74 Willys ’74 Ford LTD ’73 Opið frú kl. 6-9 ó kvöldiit laugordaga kl. 10-4eh. Hverfisgötu 18 - Sími 14411 rauðum bleikum, fjólubláum og brúnum, sem dreifter i mjúkum slikjum um strigann. En i stað þess að falla i þá gildru að leysa myndefnið alveg upp i rómantisk blæbrigði, leggur Benedikt landslag sitt niður með föstum láréttum og lóðrétt- um áherslum sem eru kjölfesta fyrir augað án þess að vera aug- ljósar. Landslag hans er bæði skynrænt og innhverft og áhorfandinn er ósjálfrátt dreg- inn inn I hringiðu þess. Elias B. Halldórsson sýnir þrjú ný málverk þar sem hann leggur niður skærlitaða litborða á ýmsa vegu á striga sinn sem er hrjúfur viðkomu. Myndefni hans er af óhlutbundnum toga, þótt sjá megi vott af landslagi i skiptingu fornmanna á fletin- um. Málverk Eliasar eru augnayndi, en þó hygg ég að lit- ir hans kunni að ofmetta áhorf- anda til lengdar og yfirsýn hans er nokkuð takmörkuð. Björgvin Sigurgeir Haralds- son teiknari og leturmeistari hengir hér fjögur glæný mál- verk, máluð á harðan grunn. Verk hans eru sérstæð að þvi leyti að þau eru að mestu i svörtu og hvitu og krefjast þvi mikillar kunnáttu í myndbygg- ingu, þar eð ekki er hægt að flýja á val skærra athyglisdreif- andi lita. Leturþekkingin kemur hér Björgvin til aðstoðar, og byggir hann myndir sinar sem stór og krafmikil tákn sem rekast á og springa, máluðmeð breiðum og hröðum pensli og spaða. Nöfn eins og „Gnýr” og „Flug” bera vott um löngun hans til að hand- sama spennu og hraða forma og Björgvin S. Haraldsson: Nr. 9 „Flug”. RQSSAMTNDÍR 'tUótuuvi á. Ö -í ökioskí/i&einl ~ mx/'nAskMeinl tseýct&réf— skólœÆkkióaóú. ,.a- matör LAUGAVEGI 55 SÍMI 22718 RZ Benedikt Gunnarsson: „Eldsumbrot”. Nr. 3 i þeim verkum tekst honum einna best upp. Aðrar myndir hans hér dreifa kraftinum um og út að ytri mörkum sinum. Hjörleifur Sigurðsson hefur lengi haft tilhenigingu til hins lóðrétta i málverkum sinum og hér sýnir hann tvö verk þar sem hann virðist vera á góðri leið með að samræma þá viðleitni og ljóðrænt litaval sitt á at- hyglisverðan hátt. Minni mynd hans „Fléttur” 'er i raun kim hinnar stærri sem Hjörleifur kallar „Regn”. Notar hann mjög þunna oliumálningu sem hann svo leggur i sveiglaga slæðum niður eftir 1.60 metra striganum. Renna litirnir siðan saman og skapa ný blæbrigði og littitring þar sem þeir mætast og áhrifin eru eins og að sjá marglitar silkislæður bærast i golu og er hér gott dæmi um hvernig stærð myndflatar styð- ur formskipunina. „Fléttur” er þægilegt en „Regn” sláandi. Kjartan Guðjónsson: „Þytur” Nr. 21. VISIR VISAR A VIÐSKIPTIN vísm §í=ii86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.