Vísir - 26.06.1975, Síða 2

Vísir - 26.06.1975, Síða 2
2 Visir. Fimmtudagur 26. júni 1975. vismsm: Hvaö finnst yftur um trúardeilur prestanna? Kalmann Stefánsson, bóndi: — Mér finnst þetta vera deilur um keisarans skegg. Þaft ætti aö nægja fólki aö trúa á Guö og láta aukaatriöin eiga sig. Guftbjörn Guftmundsson, tré- smiftameistari: — Ég er sjálfur sannfærftur um aft eftir dauöann er eitthvaö á feröinni sem viö skiljum ekki alveg. Og þaö er alveg sjálfsagt aö almenningur fylgist meö skrifum um trúmál. Það eru hins vegar öfgar ef einn maður telur aö sér leyfist aö skapa almenningsskoöanir. Ethel Bjarnason, húsmóftir: — Ég trúi sjálf á framhaldsllf og finnst aö allir megi trúa þvi sem þeir vilja. Hins vegar eru skoð- anaskipti alveg sjálfsögð. Hinrik Bjarnason, framkvæmda- stjóri: — Ég álit að Guö muni ná yfirhöndinni áður en lýkur og læt mig þvi litlu skipta svona deilur. Kolbeinn Pálsson, fulltrúi: — Menn mega deila meöan þeir drepa ekki hvorn annan. Þaö er ósköp eölilegt aö menn hafi ekki sömu skoöanir. Hafsteinn Sigurþórsson, verzl- unarstjóri: — Trúin er mál hvers og eins og trúarbrögðin ákaflega margvisleg. Mér finnst þvi svona trúardeilur fáránlegar. Sjálfur vildi ég að við staðfestum trúar- heit okkar þrisvar sinnum. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „SENNILEGA RÉTT AÐ LEGGJA NIÐUR SKÓGRÆKT RÍKISINS" „Nokkrir, sem vilja klæfta land- ift” skrifa: „Hver svo sem ástæðan kann að vera, hefur að undanförnu gætt mjög vaxandi andúöar al- mennings á allri starfsemi Skógræktar rikisins. Vitað er, aö viökomandi stofnun hefur haft úr a.ð spila geysilegu fjármagni af almannafé en árangur af starfsemi rikis- stofnunar þessarar hefur látið á sér standa. Timi er þvi til kominn að stofnun þessi geri skattgreið- endum kunnugt hvernig þvi fé er variö sem þeir hafa möglunarlaust látið af hendi rakna i þeirri góðu trú, aö þess- um fjármunum væri vel varið. Hvar sem þú ferö um landið þitt, lesandi góður, sjást litil merki alls þess fjárausturs sem Skógr. rikisins hefur fengið i sinn hlut af almannafé. Hvar er skógurinn? Allir eru löngu orðnir leiðir á sögunni um stóru trén á Hallormsstað. Sala á Isl. jóla- trjám er hreint brjálæði, enda algerlega út i hött að höggva þau fáu tré sem ná að skjóta rót- um og þroskast I islenzkri mold. Atti ekki að klæða landið skógi??? Þetta er ein endileysa allt saman. Sennilega er mest vit i að leggja Skógrækt rikisins nið- ur I þvi formi sem nú er. Yfir- stjórn og stjórn þessara mála er alltof dýr. Sumir segja að áróð- urinn sé þeirra sterkasta hlið. Verkefnið: Að klæða landið skógi, á að fela skógræktar- félögum einstakra byggðarlaga svo og áhugamönnum um skóg- rækt. Rikið á að styðja við bakið á þeim. Enn sem komið er höf- um við ekki efni á að fara út i at- vinnumennskuna sem Skógrækt rikisins býður okkur upp á.” fólk að gjaIda? Hvers á gamalt „Einn af mörgum” skrifar: „Þjóðfélagsþegnar, sem bún- ir eru að koma upp heilli kyn- slóð og strita við uppbyggingu þjóðfélagsins á mestu framfara- og velmegunarti'mum þjóðar- innar og komnir eru á efri árin, eiga skiliö að fá fyrirgreiðslu fyrir vel unnin störf og miklar fómir, en hvernig er hagur þeirra i dag? Ef þetta fólk, sem komið er yfir 70-75 ára aldur og þarf á spitalavist aö halda, þá er það ekki tekið inn nema með eftir- tölum eöa i dauðanum og það ekki vandkvæðalaust. Ótalin heimili eru f nauðum vegna þess að einn aðstandandi og fjölskylda hans hefur tekiö foreldra eða fjarskyldara gam- almenni á sina arma, og sá sem slikt gerir, verður að sitja uppi með þaö án hjálpar skyldmenna efta þess opinbera, hvað sem á gengur. Fólk kemst tæpast á sjúkrahús þegar veikindi ber að höndum, hvað þá í sumarleyfi, vegna þess-að enginn vill hlaupa undir bagga um stundarsakir. Ef það opinbera sýndi skiln- ing á þessu vandamáli, og það heföi átt að vera búið að þvi fyr- ir löngu, þá væri búið að Dyggja upp dvalarheimili, þar sem gamalt og annað ósjálfbjarga fólk væri tekið inn til skamms tima, einn til tvo mánuði, en margt af þessu eldra fólki er rúmfast og ósjálfbjarga og eng- an veginn hægt að skilja eitt eft- ir á heimilunum, þegar að- standendur þurfa sjálfir að fara á sjúkrahús eða af öðrum ástæðum að hverfa frá. Þjóð- félagsandinn er þvi miður orð- inn þannig að fólk hleypur ekki undir bagga hvert með öðru þegar á þarf að halda, sizt þegar gamalt fólk á I hlut. Þá fær sá, sem fyrstur tekur á sig þá ábyrgð, oftast litinn stuðning frá nákomnum. Það er örugg staðreynd, ef stofnun, sem áður er nefnd, væri sem eiga að hafa framsögu um framfaramál þjóðarinnar hræddir við að styðja málstað gamla fólksins og þeirra sem sýna þvi virðingu og alúð með þvi að hafa það heima? Eða eru þeir búnir að afskrá það (nema kannski á kosningadaginn)? Þessir góðu menn eiga einnig eftir aö eldast og kannski eftir aö kynnast að eigin raun, þeim vandamálum, sem þeir hafa vanrækt meðan þeir höfðu tæki- færi til að lagfæra þau. Andleg kvöl gamla fólksins, sem finnur að það er öðrum fjöt- ur um fót og er fyrir, getur verið þyngri baggi á þvi heldur en sjálf likamsuppgjöfin vegna ellihrumleikans. Það ætti held- ur að létta á þessu fólki, sem hefur skilað góöu lifsstarfi held- ur en að iþyngja þvi með þeirri tilfinningu að það sé ómagar og óþurftarfólk og fjötur á þeim yngri. Hver er svo lausnin og hvenær eigum við von á henni? Það þarf að hafa stofnun, sem tekur við legusjúklingum og öðrum vanmegnugum, og getur hvilt heimilin. A sumrin er nauðsynlegt að létta á aðstand- endum, sem spara þjóðfélaginu milljónir i elliheimilakostnað meö þvi að hafa þetta fólk megnið af árinu heima. Vonandi opnast augu forráðamanna þjóðarinnar fyrir þessu mikla vandamáli og verða gerð- ar skjótar ráðstafanir til úrbóta, þvi þetta vandamál eykst. Bygging elli- heimilis Das I Hafnarfirði og langlegupláss þaö, sem á döf- inni er við Hátún, er aðeins bráðabirgðalausn á öngþveit- inu. Raunhæf aðgerð er heimili sem tekur gamalt og farlama fólk til skemmri dvalar til hvild- ar þvi fólki, sem vill annast það I heimahúsum, en er að gefast upp vegna þess að það er rig- bundið heima og fær enga aðstoð né skilning annarra.” til, sem þá einnig tæki gamalt ósjálfbjarga fólk á sina arma um 4-5 vikna skeið á sumrin þá væru ellimálin ekki I þvi öng- þveitisástandi sem raun er á i dag. Það yrði minni ásókn á elli- heimilin. Fjármagni hefur verið sóað i svo margt annað, sem minni þörf er á en að launa þvi fólki sem skóp undirstöðuna að þeirri velmegun sem þjóðin hefur búið við undanfarna áratugi. Þvi fólki sem tekur þessa elztu kyn- slóð á sina arma og vill sýna verðugt þakklæti og hlýju þess- ari duglegu fráfarandi kynslóð, er svo einnig hegnt fyrir það með þvi að fá enga fyrirgreiðslu frá neinum, þegar það vill fá hvild frá heimili og önnum hversdagsins og komast i sum- arleyfi, sem þykir nauðsynleg og sjálfsögð krafa hvers manns. Eru stjórnmálamennirnir,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.