Tíminn - 31.08.1966, Page 1

Tíminn - 31.08.1966, Page 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing í Tímanum kenjur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 197. tbl. — Miðvikudagur 31. ágúst 1966 — 50. árg. Mönnum skipað að sleppa stórri hvalavöðu við Laugarnes SKÁRU 3 HVALI AÐUR EN YFIRVÖLDIN KOMU KJ-Reykjavík, þriðjudag. Það er komin grind — það er komin grind, hefði verið hrópað í Færeyjum ef sézt hefði til grinda hvaisvöðu eins og þeirrar sem fjórar trillur ráku á undan sér á ytri höfninni í Reykjavík um áttaleytið í kvöld. Og leið ekki á löngu áður en fleiri bátar bættuét í hópinn, auk þess sem fólk hópaðist á bílum sínum niður að sjónum inn við Rauðará og Héðinshöfða, því „fiskisagan“ var fljót að berast. Endalok þessa hvalarekstrar urðu þau að þrír hvalir voru dregnir á land í vík á Laugarnesstánni, en aðal- vaðan — á að gizka 200 hvalir — syntu til hafs í þann mund er verðir laganna komu, í fylgd dýra verndara, með þau boð frá hafnar stjóra og lögreglustjóra, að eltinga leiknum við hvalina skyldi hætt. Eldri hjón sem voru á skytteríi úti á Flóa munu fyrst hafa orð ið vöðunnar vör, um sjö leytið, og dreif síðan að trillubáta sem ráku hana á undan sér í áttina til lands. Voru lengi vel fjórir bátar við reksturinn, en fleiri bættust í hóp inn er nálgaðist land, og sömu- leifös flykktust borgarbúar niður að sjónum til að horfa á þetta sjaldgæfa fyrirbæri hér í Reykja Framhald á 2. síðu. Þessi mynd er tekin um hálfníu í gærkvöldi, þegar hvalavaðan var að busla framundan HéðinshöfSa. Voru menn á þrem bátum að eltast við hana þarna, en brátt bættust fleiri bátar í hópinn. Gekk hvorki né rak lengi vel, en að iokum tókst að reka torfuna að landi á Laugarnes- tá. Hófst hvalskurður þar hið snar- asta (sjá mynd á bls. 2) en brátt gripu yfirvöld í taumana, og hval- fiskurinn hélt á dýpra vatn. (Tímamynd Bj. Bj.) IDNSYNINGIN 0PNUD IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. I höfnin hófst með því að Bjarni Iðnsýningin var formlega Bjömsson, formaður iðnsýniug- opnuð kl. 10 í morgun að amefndar bauð gesti velkomna. viðstöddum hátt á 5. hundrað Bjarni sagði m.a.: gestum þ.á.m. forseta íslands, „fslenzkur iðnaður er tiltölu herra Ásgeiri Ásgeirssyni. At-'lega ungur að árum enda 40 þingforsetar við vígslu þinghúss í ísrael: Birgir fíutti aðalræðuna, sem fulltrúi elzta þingsins Revkjavík, þriðjudag. í dag var tekið í notkun í Jerúsalem í fsrael nýtt þing hús við hátíðlega athöfn. Við staddir voru um 5 þús. gestir. þar á meðal nær 40 þingforsetar, en ísraelsmenn buðu til hátíðar- innar þingforsetum allra þeirra ríkja, sem þeir hafa stjórnmala samband við. Aðalræðuna af hálfu hinna er lendu þingforseta flutti Birg ir Finnsson, forseti sameinaðs þings og var hann til þess valinn af ísraelsmönnum sem fulltrúi elzta þings heims. í ræðu sinni sagði hann m.a.: „Á þessari stundu er oss það efst í huga, að innan þessara veggja sé að finna tryggingu fyrir áframhaldandi lýðræðis- stjórn í ísrael, og vér, sem erum hér gestir erum allir ínnilega þakklátir, herra forseti fyrir það einstæða tækifæri, sem oss hef- ur gefizt til að njóta þessarar góðu stundar með þjóð yðar og þingi. Hið nýja þinghús í Jerúsalem hefur sérstaikt gildi Framhald á bls. 14 þótt hann sé fjölmennasta at- vinnugrein landsmanna í dag. Iðnaðarframleiðslan hefur beinzt fyrst og fremst að hinum tak markaða innlenda markaði, og sem afleiðing af því eru iðn framleiðslufyrirtækin tiltölulega smá að vöxtum hér á landi. Samhliða því eigum við í harðri samkeppni erlendis frá sem er eðlileg afleiðing þess, að við kjósum viðskiptafrelsið um fram andstæðu þess. Og sökum stærðar þess markaðar, sem við keppum um, getum við í ýms um greinum ekki náð þeirri magnframleiðslu, sem í mörgum tilfellum getur leitt til lækkun ar einingarverðsins." Síðan flutti Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra ræðu og sagði m.a.: „fslenzkur iðnaður bregzt rösk lega við því hlutskipti sínu að heyja samkeppni í heimi vaxandi viðskiptafrelsis þjóð í milli, vitandi vel að í samkeppninni felst stæl ing til meiri átaka og aukinna af- kasta sem fela í sér meiri vöru- gæði og lægra vöruverð öllum al- menningi til hagsbóta." Ráðherra minntist síðan á þró- unina í sikipasmíðum lands- rnanna og hvernig landsmenn væru nú að tileikna sér nýja tækni í skipasmíðum. Því næst vék hann að þeim ráðstöfun um, sem löggjafarvaldið og stjórnarvöldin hafa staðið fyr ir að undanförnu, með tilliti til þess að atvinnulífið er nú að þróast á tækniöld. Þá ræddi hann uim hlut banka og sénsjóða í lánveitingum tii iðnaðarins á undanförnum árum. Hann sagði,, að niðursuðuiðnaður sjávarafurða og veiðarfæraiðnaðurinn ættu í erfiðleikum, en taldi það mis- skilning, þegar því væri haldið fram, að íslenzkur iðnaður ætti almennt i erfiðleikum vegna tollahækkana, sem hefðu verið látnar skella á fyrirvaralítið, og iðnfyrirtækin þannig verið látin sæta óeðlilegri samkeppni er- lends inðvarnings. „Þó að tolla breytingar hafi sums staðar tor veldað samkeppni íslenzks iðn aðar, þar sem lækkaðir hafa verið mjög háir tollar á fullunnum vörum, má ætla. að tollalækkanir til hags fyrir iðnaðinn vegi þar fyllilega á móti,“ sagði ráðherr- ann síðar. Við birtum síldarskýrsi una í heild á 8. síðu Bjarni Björnsson opnar lönsýninguna í gærmorgun (Tímamynd Bj. Bj.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.