Vísir - 23.07.1975, Qupperneq 6
6
Vfsir. Miðvikudagur 23. júli 1975.
VÍSIR
Útgefandi:' Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf.
Hinn kaldi friður
,,Við munum grafa ykkur”, sagði Krústjoff á
sinum tima um samskipti og samkeppni Sovét-
rikjanna og Vesturlanda. Var Krústjoff þó sá
ráðamaður Sovétrikjanna, sem frjálslyndastur
hefur verið, bæði i innanlandsmálum og i sam-
skiptum við umheiminn.
Ummæli Krústjoffs hafa stundum verið tekin
sem dæmi um, að friðartal ráðamanna Sovétrikj-
anna sé gersamlega marklaust. Samkvæmt hin-
um marxistisku kennslubókum er friðarhjal ein-
mitt ein áhrifarikasta tegund striðsrekstrar.
Hin svokallaða ,,hláka” i samskiptum austurs
og vesturs er frá sjónarmiði ráðamanna Sovét-
rikjanna ekkert annað en aðferð til að slá ryki i
augu Vesturlandabúa og gera þá meyra gagnvart
siauknum pólitiskum þrýstingi Sovétrikjanna.
Núverandi ráðamenn Sovétrikjanna eru enn
ákveðnari en Krústjoff i þessari stefnu, enda eru
þeir meiri Stalinistar en hann var.
Ráðamönnum Sovétrikjanna er mikið i mun, að
sem flestar og mestar hlákuráðstefnur séu haldn-
ar. Á slikum ráðstefnum er haft uppi mikið orða-
gjálfur um frið og vináttu, en áþreifanlegur
árangur er enginn annar en sá að gera Vestur-
lönd syfjuð á verðinum.
Hlákuráðstefnan i Helsinki er eitt bezta dæmið
um sigra Sovétrikjanna á þessum sviðum.Nokk-
urn veginn er orðið ljóst, hvaða orðalag verður á
samþykktum ráðstefnunnar, þegar henni lýkur
um mánaðamótin. Allt er það Sovétrikjunum i
vil, enda eru stjórnmálamenn Vesturlanda
feimnir við að vera kallaðir menn kalda striðsins.
Helsinkiráðstefnan viðurkennir óbeint
landvinninga Sovétrikjanna á kostnað Póllands,
Tékkóslóvakiu, Ungverjalands og Rúmeniu og
innlimun Eistlands, Lettlands og Litáen. Það
gerir hún með þvi að festa núverandi landamæri i
Evrópu.
Helsinkiráðstefnan viðurkennir lika núverandi
valdasvæði i Evrópu og styrkir aðstöðu Sovét-
rikjanna til að ráðast inn i leppriki sin, ef óþægð
þeirra keyrir úr hófi fram. Ráðstefnan samþykk-
ir óbeint, að innrásirnar i Ungverjaland og
Tékkóslóvakiu megi endurtaka sig.
Nú skyldu menn ætla, að Vesturlönd hefðu
fengið eitthvað i staðinn fyrir þessa þjónustu við
Sovétrikin. En svo er þvi miður ekki. Samþykkt-
irnar um áhugamál Vesturlanda eru svo óljósar
og þokukenndar, að ekkert gagn er að, þeim.
Ekki hefur reynzt unnt að fá ráðamenn Sovét-
rikjanna til að fallast á virkt eftirlit með þvi, að
samþykktir um takmörkun vigbúnaðar séu
haldnar. Ekki hefur reynzt unnt að afla ferða-
frelsis handa þrælum Austantjaldsrikjanna. Ekki
hefur reynzt unnt að auðvelda sendingar prent-
aðs máls yfir járntjaldið. Og ekki hefur reynzt
unnt að knýja Sovétrikin til að efla mannréttindi
heima fyrir og i lepprikjunum.
Aðvaranir Solzhenitsyns rithöfundar hafa
reynzt á rökum reistar. í hlákunni eru ráðamenn
Sovérikjanna að spila með ráðamenn Vestur-
landa og vagga þeim i svefn.
Ráðamenn Vesturlanda virðast ekki trúa þvi,
sem stendur i fræðiritum marxismans, að póli-
tisk hláka sé aðeins timabundin tegund striðs-
rekstrar til að undirbúa jarðveginn fyrir endan-
legt uppgjör stjórnmálakerfa austurs og vesturs.
—JK
Brandt kominn
lá kreik aftur
) Með aðdáanlegri
\ þrautseigju hefur Willy
Í/ Brandt, fyrrum kanslari
) V-Þýzkalands, sýnt, að
\ hann er maður, sem
( harðnar við hverja raun.
/ Þær raddir, sem i fyrra
Ispáðu þvi, að stjórn-
málaferill hans væri á
enda, þegar hann
neyddist til að segja af
sér kanslaraembættinu
eftir njósnahneykslið,
sem stjórn hans var
bendluð við, eru nú al-
gerlega þagnaðar.
Þaö hefur ekki fariö hútt um
Willy Brandt siöan hann sagöi af
sér embætti, en hann hefur siöan
notaö timann vel til þess aö ryöja
sér nýja braut i stjórnmálunum.
1 Alit hans og „austurstefna”
beiö aö visu mikinn hnekki, þegar
i ljós kom, að hann, sjálfur kansl-
arinn, hafði alið viö brjóst sér
njósnanöðru og útsendara frá
Austur-Þýzkalandi. Nefnilega
einn helzta aðstoðarmann sinn og
einkaritara, Gunther Guillaume.
Meira að segja gefið honum eina
móttökutækið, sem var virkt af
þeim njósnaáhöldum, sem leyni-
þjónustan fann i ibúð Guillaumes.
En hann vann sér um leið sam-
úð margra, sem þótti töluvert til
l\ um, hversu fljótt og drengilega
J) hann brá við og sagði af sér emb-
l\ ætti, þegar upp komst um njósn-
) arann. Þetta var á sama tima,
\ sem voldugur leiðtogi annars
) stórveldis, nefnilega Nixon
\ Bandarikjaforseti notaði sér á
) þveröfugan hátt aðstöðu sina og
\ völd til þess að hylma yfir það,
) sem miður þótti við stjórnarfar
\ hans.
) Þvi hefur Brandt i skjóli þeirra
\ vinsælda, sem hann naut sem
) kanslari, og þeirra sambanda,
\ sem hann stofnaði til i krafti sins
I embættis þá, getað halsað sér á
\ ný völl á vettvangi stjórnmálanna
j sem sérlegur erindreki Bonn-
\ stjórnarinnar i utanrikismálum
/ — þó án opinbers embættis.
\ Samkvæmt þvi, sem Chris
/ Catlin, fréttamaður Reuters,
hefur eftir einum handgengnasta
aðstoðarmanni Brandts, þá
stefnir Brandt að þvi að starfa á
bak við tjöldin að bættum sam-
skiptum austurs og vesturs og að
reyna að hafa áhrif til góðs I
heimsmálum. Og að hans mati og
margra annarra gæti honum orö-
ið meira ágengt þannig heldur en
bundinn hömlum einhvers emb-
ættis.
Með Moskvuferð sinni fyrr i
þessum mánuði, þegar hann hitti
að máli fyrrverandi mótherja
sinn i „austurstefnunni”, Leonid
Brezhnev, leiðtoga kommúnista-
flokks Sovétrikjanna, sýndi
Brandt i verki, að hann er langt i
frá pólitiskt dauöur maður, eins
og menn höföu spáð.
Kremlherrann veitti hinum 62
ára gamla Brandt sllkar móttök-
ur, sem annars eru venjulega
ekki veittar nema áhrifamestu
þjóðhöfðingjum. Þar með var
Brandt aftur kominn I fyrirsagnir
stórblaðanna, sem fjölluðu um
heimsóknina rétt eins og réttar-
höldin yfir Guillaume hefðu
aldrei komið til.
Það virtist litlu máli skipta I
skrifum blaðanna, þótt árangur
Brandts af þessari ferð hefði ekki
orðið stórvægilegur. Engin frek-
ari trygging en áður af hálfu
Kremlyfirvalda fyrir framgangi
samkomulagsatriða, sem áður
hafði verið gengið frá.
Enda var það i augum flestra
Vestur-Þjóðverja nógu stórkost-
legt eitt út af fyrir sig, að Brandt
skyldi njóta slikrar virðingar
meðal erlendra ráðamanna, þótt
hann hefði ekki neitt sýnilegt
valdsmerki eða umboðsvott að
heiman, en raun bar vitni um.
Það voru ekki bara Gaull-
aume-réttarhöldin sem gleymd-
ust vegna Moskvuferðarinnar.
Ferð Hans-Dietrich Genscher, ut-
anrikisráðherra V-Þýzkalands,
til fjögurra landa i Vestur og Mið-
Afriku hvarf alveg i skuggann.
Brandt, eins og hver annar erind-
reki utanrikisráðherrans og
Bonnstjórnarinnar, gaf siðan
Genscher skýrslu um ferðina.
Genscher hefur þó naumast verið
mjög uppveðraður fyrir þvi,
sem Kremlherrarnir höfðu að
segja honum, þar sem Moskvu
blöðin höfðu skömmu áður ráðizt
mjög harkalega á Genscher eftir
heimsókn hans til V-Berlinar.
Genscher mátti siðan hiýða á
fréttaskýrendur bera saman
ferðir hans á siðustu mánuðum
viö ferðir Brandts, sem hefur set-
ið á fundum með forsetum, for-
sætisráðherrum og flokksleiðtog-
um i Washington, Belgrad,
Aþenu, Mexikóborg, Lissabon,
Caracas og nú síðast i Moskvu.
Frankfurter Allgemeine Zei
tung birti siðan skopteikningu af
þeim þrem saman: Brandt,
Helmut Schmidt, arftaka hans i
kanslaraembættinu, og Genscher
— með myndatextanum: „Lán-
söm er sú þjóð, sem hefur efni á
þrem utanrikisráðherrum”.
Stuðningsmenn Genschers,
sem vilja veg hans og vanda hvað
mestan, eru litt hrifnir af iðju
Brandts, en aðrir telja mjög
heppilegt að Brandt þjóni hlut
verki tengiliðs milli Bonnstjórn-
arinnar og austantjaldsrikja. 011-
um er ljóst, að Genscher, sem er
úr ihaldssamari armi frjálsra
demókrata, mun ekki eiga gott
með að lynda við Kremlvaldhaf-
ana, meðan formanni sósial
demókrata sýnist hafa verið það
einkar lagið.