Vísir


Vísir - 30.07.1975, Qupperneq 3

Vísir - 30.07.1975, Qupperneq 3
Vlsir. Miðvikudagur 30. júll 1975. 3 Kerfið sigraði glœsi- lega í fyrstu umferð Erling Aspelund og Jörgen Jensen meö nokkur af þeim plögg- um, sem þeir öfluðu sér til aðreyna að ná maskinunni I gegn- um kerfið. Mynd: ÓT. Jensen og kerfið: — Mér finnst ég orð- inn að athlægi hjá þess- um mönnum, sem ég hafði ónáðað frá störf- um sinum og boðað til fundar við mig, sagði Jörgen Jensen frá Dan- mörku, eftir að hafa gertapað fyrstu umferð i baráttu sinni við ,,kerfið” hér á íslandi. Hann kom hingað siðastliðinn laugardag til að kynna lyfsölum nýja vél til að skrifa út miða á lyfjaumbúðir. Hann kom með eina slíka með sér til að sýna væntanlegum viðskiptavinum og það var út af henni, sem hann lenti i slagsmálum við kerfið. — Það stóð aldrei til að selja þessa vél, þetta er aðeins sýn-. ingargripur,semég tek með mér aftur, og mér datt aldrei I hug, að það gæti verið svona erfitt. — Það var byrjað að undir- búa þetta fyrir löngu og starfs- fólk mitt I Danmörku hafði stað- ið I bréfaskriftum við ýmsa að- ila til að tryggja, að þetta gengi fljótt og snurðulaust fyrir sig. — Ég hafði boðað mennina til fundar við mig á þriðjudags- morgun kl. 10, en kom sjálfur á laugardag, meðal annars til að skoða mig um á Islandi. Vélin var ekki komin á Hótel Loftleið- ir, eins og ég hafði vonað, en ég hafði ekki neinar áhyggjur af þvl, taldi, að nægur tlmi væri til stefnu. Ég var búinn að ákveða skoðuparferð á mánudeginum, en Erling Aspelund, einn af starfsmönnunum I gestamót- tökunni, ætlaði að ganga frá minum málum. Það er bezt, að hann segi sjálfur sina sögu. — Ég byrjaði á þvi að fara niður i Eimskip, segir Erling. — Þeir sögðu mér að fara upp I toll og gera pappirana klára og koma svo strax aftur. Ég fór i tollinn, en þar vildu þeir fá frumrit af pappirunum, svo ég hringdi út á hótel til að spyrja ráða. Þar töldu menn liklegast, að frúmritið væri i kassanum, svo ég fór út i vöruskála A hjá Eimskip og var visað þar á milli manna góða stund. Loks var mér sagt, að þeir gætu ekkert gert i málinu, þvi það væri svo nýbúið að skipa upp úr Irafossi. — Nú, ég rölti aftur á skrif- stofu Eimskips og spurði, hvort ég gæti ekki fengið þeirra stimpil á afritið, sem ég var með. Þeir sendu mig i Seðla- bankann, og þar hitti ég konu, sem sagði mér, að engan stimpil þyrfti, þvi þetta væri bara sýn- ingarvél, sem ekki yrði seld hér. Hún ráðlagði mér að fara upp á Laugaveg 77 i gjaldeyrisdeild bankanna og ná i bréf, sem heimilaði, að þetta færi i gegn án stimplunar. — Ég þangað. Þar var mér tjáð, að ég yrði að koma með skriflega beiðni. Ég hringdi nið- ur i Seðlabanka til konunnar, sem ég hafði talað við áður, og tókst að pressa þetta i gegn. — Harla glaður skokkaði ég nú niður i toll og sagði þeim að ,nú væri sko allt i lagi. 0 ekki, góurinn, sögðu þeir. Nú varð ég að fara i fjármálaráðuneytið. Þar átti ég að fá skriflega heim- ild um, að vélin mætti inn i land- ið án tolla. — Ég þangað. Þar hitti ég fulltrúa Björns Harðar- sonar, sem sýndi málinu skiln- ing, en hafði ekki tima til að af- greiða það. Sagði mér að koma aftur kl. 9 daginn eftir. — Nú, klukkan 9 daginn eftir fór ég þangað ásamt Jensen og við hittum Björn, sem skrifaði út fyrrnefnt plagg. Hann sagði svo, að við þyrftum að fara i tollinn og ganga frá banka- tryggingu fyrir andvirði vélar- innar. — Við þangað. Þar hittum við mann, sem leit á þetta og sagði, að við yrðum að fara i ábyrgða- deild bankanna i Landsbanka- húsinu I Austurstræti. — Við þangað. Þar var okkur sagt, að við værum ekki i réttri deild og yrðum að fára i Hafnar- hvol, — við þangað. Þar hittum við mann, sem visaði á konu, sem visaði á mann. Jensen spurði þennan mann, hvort hann gæti hringt i bankann sinn i Danmörku til að ganga frá tryggingunni. Hann skyldi að sjálfsögðu greiða sim- talið. Nei, nei, það var útilokað. Það yrði að skrifa beiðni og svar yrði að koma á telex. — Þegar þannig var komið, var klukkan orðin 10.30 og mennirnir, sem Jensen hafði boðað til fundar við sig, búnir að biða I hálftlma, svo við fórum aftur heim á hótel. Þá var enda ekkert annað, að gera en biða eftir tryggingu upp á rúmar 564 þúsund krónur, fyrir að fá að hafa þennan sýningargrip á landinu i nokkra daga. — Þetta var sem sagt alveg einstakt ævintýri. Okkur var ekki aðeins visað á milli stofn- ana, heldur og á milli manna I þessum stofnunum. Enginn virtist geta tekið ákvörðun um nokkurn skapaðan hlut. Og i tollinum t.d. voru tvær stúlkur við afgreiðslu, þegar við komum I eitt skiptið. Þá var þó ekkert hægt að gera, þvi það var einhver maður i kaffi og við urðum að biða i hálftima, ásamt fjórum öðrum, eftir þvi að hann kæmi aftur. Maðurinn er greinilega ó- missandi. Það lamast öll starf- semin, þegar hann bregður sér frá. En alla vega fór fundur Jensens út um þúfur, þannig að kerfið vann fyrstu umferö. Og Jensen dæsir mæðulega. — Ég hef aldrei lent i öðru eins. Eini ljósi punkturinn i þessu öllu saman er sú frábæra þjónusta og aðstoð, sem ég hef fengið hér á Loftleiðum. — ÓT Nœrri 492 milli. lagðar W W a i Eyjum Heildartala þeirra gjalda, sem innheimta skal I Vestmannaeyj- um á þessu ári, er 491.960.992. Þar af er hlutur bæjarsjóðs 215.764.500,-. Skattskráin I Vestmannaeyjum var lögð fram i gær með þessum niðurstöðutölum. Hæstu gjald- endur af einstaklingum eru: Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður, kr. 2.793.991,-, Þórarinn Sigurös- son, rafvirki, kr. 2.540.934,- og Finnbogi Friðfinnsson, kr. 2.067.342,-. Þessi félög eru hæst: Fiski- mjölsverksm iðjan hf., kr. 12.790.985,-, Vinnslustöðin kr. 8.705.449,- og isfélag Vestmanna- eyja með kr. 7.777.320,-. —SHH Sigfús Jónsson, fyrrum fram- kvœmdastjóri Morgunblaðsins lótinn Sigfiis Jónsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Morgunblaösins, lézt I Landakotsspitala aðfaranótt sunnudagsins, 77 ára að aldri. Meðan hann naut heilsu og starfs- krafta lét Sigfús mjög til sln taka öll mál, er varða prentiönað og biaðaútgáfu. Hann var I stjórn félags prent- smiðjueigenda um margra ára skeið, i st jórn Sambands bókaiðn- aðarins frá stofnun þess 1965 og i stjórn Lifeyrissjóðs blaðamanna frá stofnun hans 1959 til ársins 1970. Sigfús var fæddur á Hofsstöð- um I Miklaholtshreppi, sonur hjónanna Jóns Þórðarsonar, bónda, og Kristinar Hannesdótt- ur. Hann starfaði við Morgun- blaðið frá 1923, fyrst sem gjald- keri og siðan sem framkvæmda- stjóri frá 1942 til 1968, þegar hann lét af störfum sökum heilsu- brests. Spánska ferðamálaráðuneytið: 800 þúsund peseta fjárveiting til að heimsœkja Club Mallorca — Dansflokkur í fylgd með embœttismönnunum — Það er búið að samþykkja 800 þúsund peseta fjárveitingu fyrir ferðinni til íslands og auk borgarstjórans i Palma og fulltrúa frá ferðamálaráðuneytinu fáum við hingað heilan dansflokk, sagði Axel Retana, formaður Club Mallorca, við Visi i gær. — Það hefur dregizt, að þetta fólk kæmi og þvi þykir eins mik- ið fyrir þvi og okkur. Astæöan er miklir erfiðleikar i hótelmálum á Mallorca og viðar á Spáni. Hótelin hafa yfirbókað svo, að sums staðar horfir til vandræða og embættismenn ferðamála- ráðuneytisins hafa þvi I mörg horn að lita. \ — Okkar hótelmál eru þó i Kristileg ráðstefna í Reykjavík: 1150 norrœnir gestir — Orð Guðs til þin, eru ein- tunnarorð 1350 manna ráðstefnu, sem haldin verður i Reykjavik iagana 6,—12. ágúst næstkom- andi. Það eru félög kristilegra stúdenta á Norðurlöndum, sem mæta til ráðstefnuhalds, þar af um 1150fráhinum Norðurlöndun- Laugardalshöllin verður notuð sem ráðstefnusalur, en erlendum gestum verður komið fyrir i skól- um i grennd við hana, eftir þvi sem kostur er. Að vonum verða fluttir fyrir- lestrar um margvisleg efni kristi- leg og bibliulestrar- og umræðu- hópar munu fjalla um ýmsa þætti trúarinngr. Ráðstefnugestir fara i heimsókn til Skálholts, þar sem biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, messar. Að ráðstefnunni lokinni munu ýmsir þátttakendanna frá hinum Norðurlöndunum vera hér áfram i nokkra daga og ferðast um land- ið. — óT góðum höndum, þvi það er ráðuneytið sjálft, sem hefur þar milligöngu, og það verður allt tilbúið, þegar við leggjum upp I fyrstu ferðina I september. — Ég talaði við einn af að- stoðarmönnum ferðamálaráð- herrans á laugardag, og það var hann, sem sagði mér, að 800 þúsund peseta fjárveiting hefði verið samþykkt. Hann lofaði, að á næstu dögum fengjum viö bréf með nánari upplýsingum og meðal annars yröi heimsóknar- dagurinn ákveðinn. — Erfiðasta vandamálið, sem við eigum nú við aö striða, er húsnæðisleysi. Við höfum verið að leita eftir einhverri kompu, þar sem viö gætum sett upp skrifstofu fyrir klúbbinn og haft simaþjónustu. En verðið er svo óheyrilegt, að við höfum ekkert getað fest okkur ennþá. Ég verð þvi bara að bjóða fólki að hringja heim til min, ef það vill leita upplýsinga. Það eru þegar um 50 manns búnir að skrá sig i septemberferðina, en væru sjálfsagt fleiri, ef við hefð- um einhverja aðstöðu. —ÓT —ÓT

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.