Vísir - 16.08.1975, Page 5

Vísir - 16.08.1975, Page 5
Visir. Laugardagur 16. ágúst 1975 5 Omar kveður Pelican Sá orðrómur hefur gengið fjöllunum hærra að undanförnu, að r Valdimarsson væri að láta af amkvæmdastjórn .jómsveitarinnar Pelican. STUÐMENN (eða er það kannski Spilverk þjóðanna dulbúið)? White Backmann trio — ferðast um landið ósamt Stuðmönnum og fleirum komið Ómar staðfesti þennan orð- róm, er við hittum hann á götu i vikunni. Ástæðuna fyrir brott- förinni kvað hann vera þá, að blaðamennskan freistaði sin alltaf, og hann stæði nú i þvi að fá vinnu á einhverju dagblaðanna. En Ómar er ekki alveg skilinn við Pelican, þviað hann mun sjá um ráðningar og annað snatt til mánaðamóta, og einnig annast hann plötumál hjómsveitarinn- ar og öll mál varðandi Amerikutúrinn margumtalaða. Það stóð aldrei til, að Ómar yröi lengi i' snattinu hjá Pelican — ,,ég fæ ekki séð, að nokkur maður nenni að standa i svona „bisness” til lengdar nema einstaka fyrirbæri eins og Amundi.” Að lokum gaukaði Ómar þeirri frétt að okkur, að til stæði hjá Pelican að halda útikonsert á morgun, sunnudag og yrði hann sennilega á Lækjartorgi eða þar i grenndinni. —AT/örp. STONES MOKUÐU INN SEÐLUM Hljómsveitin Rolling Stones lauk hljómleikaferðalagi sinu um Bandarikin i fyrri viku með voldugum konsert i Buffalo i New York-fylki — 70 þúsund manns mættu á staðinn. Paul Wasserman, blaðafull- trúi Rollinganna, upplýsti að hljómleikunum loknum, að ferðin, sem samanstóð af 45 konsertum i 27 borgum hefði halað inn um 13 miiljónir Bandarikjadala, sem ætti að nema sem næst tveimur milljörðum og 70 þúsundum islenzkra króna. — Hann reikn- aði með, að i hlut hvers meðlims hljómsveitarinnar kæmu um 750 þús. dollarar', eða 119 milljónir og 250 þúsund islenskra króna. Gott kaup það, ekki satt. —AT Ein af hljómsveitunum hans Jakobs Magnús- sonar White Backmann Trio, kom til landsins á miðvikudaginn var, og hyggst dveljast hér á landinu um þriggja vikna tíma og skemmta landanum. Trióið (sem reyndar er ekkert trió), mun gera viðreist um landið ásamt Stuðmönnunum viðfrægðu og jafnframt Baldri Brjánssyni, Gisla Loftssyni og siðast en ekki sizt Steinunni Bjarnadóttur reviusöngkonu —■ þeirri, sem söng lagið „Strax i dag” á Stuðmannaplötunni. Alls eru það um fjórtán manns, sem verða i hópnum, og má hiklaust telja þetta hápunktinn á iiflegu tónlistarlifi sumarsins hér á landi. Meö Jakobi leika i White Backmann Trio þeir John Gibbon fyrrverandi bassa- leikari hljómsveitarinnar Flash, Preston Ross, trommu- leikari, en þeir voru báðir með Jakobi hér fyrr i sumar, og léku með River band. Einnig verða með tvær stórglæsilegar og geysigóðar negrapiur, sem syngja með hljómsveitinni. Hljómsveitin verður hér, eins og áður sagði, i þrjár vikur, en siðan heldur hún til Banda- rikjanna til hljómleikahalds og sennilega plötuupptöku. -AT. Tveir slasast í geysihörðum árekstri Tveir ökumenn slösuðust i geysi- höröum árekstri i Kópavogs- gjánni á ellefta timanum i gær- kvöldi. ökumennirnir voru einir i bflunum. Annar bilanna — ef ekki báðir — eru ónýtir eftir árekstur- inn. Lélegar vegmerkingar og siæmt skyggni hcfur sennilega orsakað áreksturinn, er varð við það, að annar bilanna villtist yfir á ranga akrein. — JB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.