Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. — Mánudagur 18. ágústH- 185. tbl. Brutust inn í rangf hús Tveir menn lögðu af stað að- faranótt laugardagsins til að heimsækja kunningja sinn á Snorrabrautinni. Eitthvað gekk þeim erfiðlega að ná sambandi við kunningjann á þessum tfma sólarhrings, þannig að þeir ákváðu að gera vart við sig á annan hátt. í garðinum við húsið fundu þeir stiga, sem þeir gripu til að komast upp að glugga mannsins á annarri hæð. Þeir bönkuðu á gluggann, en ekkert gekk. Þá tóku þeir það til ráðs að opna gluggann og skriða inn. 1 myrkrinu sáu þeir ibúann sitj- andi skelfingu lostinn I rúmi sinu. Reyndist þetta vera öldruð kona, sem á heima i næsta húsi við kunningjann. Ekki mátti á milli sjá hvor væri hræddari konan, eða innbrotsmennirnir. Hringt var á lögregluna og mennirnir teknir til vfirheyrslu en þeim siðan sleppt með áminningu er saga peirra hatði verið sannreynd. — JB Celtic viBI ekki lána Jóhannes í landsleikinn við Belgíu. Sjá nánar bls. 12 „Tætur,.... Tætur...” sem þýðir á okkar máli, „Teitur, Teitur,” hrópaði þjálfari Akurnesinga, George Kirby, án afláts i leiknum á miili Akraness og Fram i gær. Þar féngu áhorfendur — um 4000 talsins — að sjá góðan leik og mikið af mörkum, eins og lesa má I opnunni i blaðinu i dag. • Hvernig er íslenzkur tízku- fatnaður? Við kynnum ykkúr á bls. 8 smá sýnishorn af Islensk hönnuðum og saumuðum fatnaði, sem veröur sýndur á Kaupstefnunni '75.- Einnig spjöllum viö stuttlega við Fríði ólafsdóttur, fatahönnuð, Sævar Karl ólafsson klæð- skera og Unni Arngrlms- dóttur, sem stjórnar Model- samtökunum. Stúlkurnar hér að ofan eru i flikum, sem Fanný Jón- mundsdóttir hannaði og lét sauma. Loðnuveiðar stöðvast, segja útgerðarmenn „Kannski endar þetta með alfriðun" Þau skruppu til Bretlands og keyptu sér þar þessa fallegu skútu, sem heitir Sirrý III. Þessl mynd var tekin af farkostinum, þegar hann kom til Vestmannaeyja, en við segjum meira frá honum á baksiðu. Ljósm.Guðm. Sigfússon segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ ,,Þetta er sama og að banna veiðarnar. Þeim fisktegundum fjölgar, sem kalla má, að veiðar séu bannaðar á. Kannski endar þetta með alfrið- un!” sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssa mbands is- lenzkra útvegsmanna i morgun um loðnuverðið. Kristján sagði, að verð á spærlingi hefði verið ákveðið ein króna i vor. Mikið væri af honum og hefði verið upplagti verkefna- leysi flotans að veiða spærling. En vegna hins lága verðs hefði enginn spærlingur verið veiddur i sumar. Nú hefur verðið á loðnu verið ákveðið 1,05 króna, og væri engin leið að halda skipi út viö þvi verði. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað fyrir helgi lág- marksverð á loðnu, veiddri til bræðslu fyrir norðan land. Odda- manni og fulltrúum kaupenda þótti ekki unnt að hafa verið hærra. Verðið gildir frá byrjun loðnuveiða sumarið 1975 til 15. ágúst, það er fyrir liðið timabil, en útvegsmönnum þykir það þýða „gjaldþrot veiðanna”. Verðið er 55 aurar á kiló plús uppbót 50 aur- ar i styrk vegna tilraunaveiða og komi greiöslur i stofnfjársjóð of- an á það. Verðið er miðað við loðnuna komna i flutningstæki við hlið veiðiskips eða löndunartæki verk- smiðju. Við spurðum Kristján Ragnars- son, hvort hann byggist við þvi, að rikisvaldið kæmi útvegsmönn- um til hjálpar. Hann sagöi, að ekkert hefði komið fram, sem benti til þess. — HH NÚ GEFA ÞEIR EKKI UPP NAFN Varðskip stóð bát að ólögleg- um veiðum vi Ingólfshöfða I nótt. Báturinn reyndist vera tæpa milu innan við mörkin. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp, en það er harla óvenjulegt. -BA. Verðbólgan 7,5% á þrem mánuðum Verðbólgan nam 7.5 prósent- um frá maibyrjun til byrjunar ágúst. Þar komu til hækkanir á mörgum vöru- og þjónustulið- um, meðal annars vegna kauphækkunarinnar i júni og vegna álagningar 12% vöru- gjaldsins I júli. Frá hækkununum eru dregin 1,8 prósent vegna breytinga á kerfi fjölskyldubóta og skatta, að þvi er segir I tilkynningu frá Hagstofu íslans. A siðasta Alþingi voru samþykkt lög um ráðstafanir i efnahagsmálum og fjármálum, þar sem breytingar urðu á lög um um tekjuskatt og eignaskatt og tekjustofna sveitarfélaga, og fjölskyldubætur voru felld ar niður sem slikar. I staö fjöl- skyldubóta komu barnabætur sem þáttur i hinu almenna skattakerfi. Kauplagsnefnd telur rétt, að áhrif breytingarinnar séu metin, og raunar óhjákvæmilegt. Ahrif „kerfisbreytigar” þessarar séu hagsbætur fyrir „visi- tölufjölskylduna” og beri að lækka ágústvisitöluna, eins og hún hefði ella verið um 1,8% fyrir vikið. -HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.