Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 18.08.1975, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 18. ágúst 1975 3 Tóku til í geymslunni og ókvað að halda sýningu hafa málað myndir saman „ Við vorum að taka tii í geymslunni hjá okkur, þegar við komumst að raun um það, að við eig- um heilmikið safn af málverkum eftir okkur sjálf. Við fengum þá allt i einu hugmyndina að halda sýningu. En þetta hafði ekki hvarflað að okkur áður. Fyrir mánuði siðan hefði okkur fundizt það fjarstæða." Það eru ung hjón Pétur Pétursson og Þuriður Gunn- laugsdóttir, sem þetta segja. Þau eru að flytjast til Sviþjóðar og þurfa þvi að gera eitthvað við myndasafn sitt. „Við viljum helzt selja allt og ætlum að hafa lágt verð á öllu saman”, sögðu þau. Það er óhætt að segja, að þau eigi sameiginlegt áhugamál, þar sem málaralistin er. Þau mála meira að segja myndir saman. „Ágreiningur? Nei, aldrei. Það var fyrst i gær, sem örlitill ágreiningur kom upp. Við fórum að rifast um það, hvort ætti meira i einni mynd- inni”, sagði Pétur og hlær. „Það hefur oftast verið þannig, að ég fæ hudmyndina”, bætir Þuriður við. „Pétur legg- ur svo yfirleitt siðustu hönd á verkið”. F*étur hefur það eftir móður sinni, að hann hafi byrjað að halda sýningar 6 eða 7 ára gam- all. „Það var i kjallaranum heima,” segir hann. Þuriður hefur lika alltaf haftáhuga á þvi að mála, „og mér finnst mjög gott að geta gripið i þetta alltaf öðru hverju, þegar ég verð leið á heimilisverkunum og svo- leiðis”. Þau kynntust lika i gegnum listina. Pétur fékk að skoða myndir Þuriðar og bauð henni svo heim til þess að skoða sinar. Sýning þeirra verður haldin i Bókhlöðunni á Akranesi og hefst klukkan tvö á sunnudag. Þar verða sýndar um 70 myndir og stendur sýningin i um það bil viku. Það er liklega einsdæmi, að hjón máli myndir sinar sam- an. Að visu er ekki um það að ræða nema með nokkrar mynd- anna. En á ekki að sýna i Sviþjóð? „Jú, kannski það verði bara það næsta! Við verðum þar lika svo lengi. Liklega i 4 ár.” — EA Þau voru að smala saman myndunum sinum og búa þær und- ir Akranessferðina, þegar við hittum þau uppi i Arbæ. Ljósm. Bragi. Skipta um farþega hér og þar um veröldina „Það eru margfaldir milljónamæringar af ýmsu þjóðerni sem ferðast með þessu skipi," sagði Gylfi Gunnarsson hjá Eimskip. Það félag annast um alla f yrirgreiðslu f yrir skemmtiferðaskipið „Lindblad Explorer." Skipið er 2500 tonn brUttó, há- rautt að lit og fallegt á að lita. Farþegar eru 103 talsins og hafa dvalizt i skipinu um mánaðar- skeið. Það sem er sérstakt við ferðir skipsins er, að farþega- skipti eiga sér stað vitt og breitt um heiminn. Þannig komu nýir farþegar um borð hér á Islandi i gærkvöldi, en hinir flugu til heim- kynna sinna. Á meðan á dvöl far- þeganna hér hefur staðið, hafa þeir siglt með landinu. Skipið kom fyrst til Akureyrar og siðan hefur það siglt til Flateyrar. Grundarfjarðar og Vestmanna- eyja svo nokkuð sé nefnt. Aður en farþegarnir héldu brott i gær, fóru þeir að Gullfossiog Geysi. Skipið mun sigla héðan til Grænlands, þaðan til Noregs og éitthvað 'áfram. TSkki vitum við hvar farþegaskipti fara næst fram. Skipið siglir undir fána Panama, sem til skamms tima hefur verið land þekkt fyrir“litla skattheimtu og slælegt eftirlit skipa. Menn eins og Onassis skráðu mestan hluta flota sins i Panama. -BA. Það kostar ekkert — að hlusta á 100 manna sinfóníuhljómsveit sýslu og siðast verða svo loka- hljómleikar i Háskólabiói á laugardaginn. Auk Camelu Wicks eru einleikararnir Kagin Wenk Wolff fiðluleikari, Harald Gullichsen organleikari og Gisli Magnússon pianóleikari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. -EVI. Það verður inikið um að vera i tónlistarheiminum þessa viku i Reykjavik og nágrenni. Sinfóniuhljómsveit skipuð 100 ungmennum (þar af 15 íslenzk- um) kemur frá Noregi i dag. Verða opnunartónleikar i Há- skólabiói i kvöid og mun Camela Wicks verða einleikari á fiðlu. Hljómsveitarstjóri er Karsten Andersen. Siðan skiptir hljómsveitin sér i smærri einingar sem hafa kammertónleika á elliheimilum og sjúkrahúsum á þriðjudag. A miðvikudag verða svo hljóm- leikar i Logalandri Borgarfirði. A fimmtudag orgelhljómleikar i Ðómkirkjunni, á föstudag hljómleikar i Árnesi, Arnes- HÆKKANDI VEXTIR OG VERÐTRYGG- ING Á LÁN HÚSNÆÐIS- MÁLA- STJÓRNAR Breyting hefur orðið á vöxtum og verðtryggingu lána frá Hús- næðismálastjórn. Grunnvextir þeirra lána, sem veitt eru cftir fyrsta júli siðast liðinn, hækka um citt prósent og verðtrygging hækkar úr 30% hækkunar byggingarvisitölu i 40%. Þessi kjör eru á svonefndum F — og G-lánum. Eldri lán Hús- næðismálastofnunarinnar voru á 5,25% vöxtum, en verða nú 6,25%. Þessir vextir leggjast á af- borgunina hverju sinni og visi- töluhækkunin kemur svo ofan á samanlagða afborgun og ' vexti. FH-lánið er til 26ára og eru að- eins greiddir vextir eftir fyrsta árið. Oll önnur ár lánstimans er hvert árgjald vextir, afborgun og visitöluhækkun, og segir i frétta- bréfi Húsnæðismálastofn- unarinnar, að fyrsta árgjald af sliku láni, er nú kæmi til greiðslu, næmi kr. 136.161.00, fyrir utan álag af völdum visi- tölunnar. Til samanburðar má minna á, að lifeyrissjóðslán eru yfirieitt með hæstu leyfilegum vöxtum, sem nú eru 16%, en ekki verðtryggð. Lán að upphæð 1.7 milljónir króna, sem nú er há- marksián H ús næðis m á la - stjórnar, myndi þannig úr lif- eyrissjóði krefjast 372 þúsund króna vaxta fyrsta árið auk af- borgunar, en vextirnir fara siðan stiglækkandi eftir þvi sem skuldin lækkar. ÞRÍR ÖLVAÐIR ÖKUMENN - Á SAMA BÍLNUM Þrír ökumenn voru teknir höndum í gær- kvöldi fyrir ölvun við akstur á sama bilnum. Lögreglan stóð piltana þrjá að því að skrúfa niður strætisvagnaskilti og stinga því inn i bílinn sinn. Við athugún kom i ljós i fyrsta lagi, að allir voru piltarnir ölvaðir og i öðru lagi, að þeir höfðu leikið sama leikinn við umferðaskilti uppi i Hliðum nokkru áður. Þar eð lögreglan hafði ástæðu til að ætla, að piltarnir hefðu skipt akstri bilsins bróðurlega meó sér,var þeim öllum stungið mn tyrir ölvun við akstur og skemmdarverk. - JB. Skúlt- bœkur nýkomnar í geysi- fjöhreyttu úrvali Lítið inn meðan úrvalið er mest Bókaverslun Sncebiarnar Hafnarstrœti 9 Sími 11936 -SHH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.