Tíminn - 20.09.1966, Síða 1

Tíminn - 20.09.1966, Síða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 3JA MÁN. FANGELSI FYRIR GUOLAST NTÍB-Helsingfors, 19. sept. Lögmannsrétturinn í Hels- ingfors dæmdi í dag finnska rithöfundinn Hannu Salama í þriggja mánaða skilorð- bundið fangelsi fyrir guð- lasL Útgáfufyrirtæki, Otava, sem gaf út bók hans, Jo- hannustanssit, var dæmt til að greiða sem svarar rúm- lega 600,000 íslenzkum krón nm fyrir ólögmætan ágóða af sölu bókarinnar og for- >tjóri útgáfufyrirtækisins var dæmdur í sem svarar um 25.000 íslenzkra króna sekt. Malið gegn Salama hefur vakið gífurlega athygli. Er það höfðað út af ummælum, sem einni söguhetjunni eru lögð í munn og þykja varða við ákvæði refsilaga um guð last og ákvæði laga um prent frelsi. Málið komst m.a. inn á þing og varð afstaða íhalds- manna þar til þess að þáver- andi dómsmálaráðherra, Söd erhjelm, varð að fara fram á ákæru í málinu. Þá hefur málið og vakið umræður um nauðsyn breytinga á laga- ákvæðum um þrentfrelsi. Knúðu fram úrbætur í lánamálum landbúnaðar J JÞR—Slglufirði, mánudag. Elns og skýrt var frá í sunnudagsblaðinu sást í gegn í Strákajarðgöngunum eftir sprengingu kl. 8 á laugardagsmorgun 17. september. Gatið er samt ekki stórt enn, þó hægt sé að komast i gegnum það. Til gamans má geta þess, að fyrstur í gegn varð Eggert Ólafsson, starfsmaður við jarðgangagerð ina. Myndin hér að ofan var tekin eftir hádegi á laugardag, við norðurenda ganganna, og 6ést Bjarni Sig- urðsson að starfi við opið á göngunum (séð utanfrá) Bjarni er einn af fáum starfsmönnum, sem starfað hefur óslitið frá byrjun við gerð ganganna. (Tímamynd J. Þ.) NAUÐSYN A HEILDARSAMHÆFINGU IGÞ-Reykjavík, mánudag. Tíminn sneri sér í dag til Gunn ars Guðbjartssonar, formanns Stétt arsambands bænda og fulltrúa í Sexmannanefndinni, og spurði hann um hinn nýja verðlagsgrund völl, sem samkomulag varð um á laugardagsmorgun. Höfðu þá staðið yfir langvinnar samninga- viðræður með sáttasemjara, sem fékk málið í hendur á föstudegi, fyrir um það bil hálfri annarri viku. Fundir voru haldnir á hvcrj um degi og oft fram á nætur. Sam komulag náðist svo um undir- stöðuatriðin kl. 10 á laugardags- morgun, þ. e. a. s. verðlagsgrund völlinn, scm felur í sér verðlagn ingu til bændanna, sláturkostnað, heildsöluvcrð á kindakjöti og vinnslu og dreifihgarkostnað á mjólk og mjólkurvörum. Breyting in á grundvellinum er 10.84% hækkun frá því sem gilti í fyrra haust. Hækkunin á hinum einstöku vörutegundum er nokkuð mis- munandi. Sauðfjárafurðir í heild hækka um 10,68%, en vegna þess að verð fer lækkandi á ull og gærum á erlendum markaði, ná þær engri hækkun. Gærur meira að segja lækka frá fyrra ári úr 38.30 kr. kílóið, í 33.00 kr. kílóið. Ullin stendur nú í 25.00 kr. kíló ið, en var 25.12 kr. í fyrra. Ekki er búizt við að þetta verð fáist fyrir þessar vörur á erlenda mark aðnum, og er gert ráð fyrir að bæta þurfi þær upp af útflutnings uppbótafé til að bændur fái fyrt greint verð. Kindakjöt hækkar að með'altali um 15%. Fiýrsti verðflokkur var 54.12 kr. kílóið til bænda, on er nú 62.28 kr. Mjólkin hækkar um 10.68% og verður nú 8.90 kr. lítirino t.il bænda, en var í fyrra 8.05 kr. lítrinn. / FJARFESTINGU A TVINNUVEGANNA Reykjavík, mánudag. f grein Ólafs Ragnar Grímsson- ar um skýrslu Efnahagsstofnunar- innar er rakið, hve skipulagslaus fjárfestingin í atvinnuvegunum, sérstaklega sjávarútvegi og fisk- vinnslu, hefur verið. Gífurlegar óreglulegar árlegar sveiflur hafa einkennt fjárfestinguna í þessum greinum. Nema sumar sveiflurnar mörgum tugum prósenta bæði til hækkunar og lækkunar frá ári til árs. Stór hluti framleiðslutækja þjóðarinnar skilar litlum eða eng- um arði og iniklu magni fjár- festingar virðist að töluverðu leyti hafa verið sólundað. Að áliti Ól- afs þarf að framkvæma hcildar samhæfingu á aðgerðum og áform- um allra þátttakenda í þessum at- vinnugreinum, svo að tryggt sé, að fjármunir, sem í þær er varið, nýtist sem bezt. Sú samhæfing þurfi í senn að ná til heildar- stærðar, samsetningar og stað- setningar flotans, frystihúsa, verk smiðja og fiskvinnslustöðva. í grein Steingríms Hermanns- sonar, sem birtist hér í blaðinu fyrir viku, komu fram svipuð sjón- armið. Steingrímur áleit tíma til kominn að gera allsherjar úttekt á þessum atvinnugreinum og kalla þar til færustu sérfræðinga og vinna síðan með festu að eflingu sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Það NTB-Stokkhólmi, 19. september. í bæjar- og sveitastjórnarkosn- ingunum í Svíþjóð á sunnudaE- inn biðu jafnaðarmenn mesta ósig ur í kosningum frá þvi þeir tóku við völdum fyrir meira en 30 ár- um. Aðalspurningin er nú, hvort ríkisstjórnin neyðist til að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. verði að kappkosta, að nýta til hins ítrasta hið mikla hráefni, sem við eigum yfir að ráða. Sú nýt- ing verði að vera vel undirbúin og framkvæmd á skipulegan hátt. í skýrslu Efnahagsstofnunarinn- ar er greint frá því, að hraðfrysti- húsin muni aðeins ná á yfirstand- andi ári helmingi raunverulegs Mörg borgarablaðanna kröfðust þess í dag, þar sem einsýnt væri, að stjórnin hefði misst traust sitt meðal fólksins. Hins vegar vildu leiðtogar borgaraflokkanna ekki láta hafa neitt ákveðið eftir sér í þessu sambandi fyrr en endanleg kosningaúrslit lægju fyr ir, en það verður cflir um það endurnýjunarkostnaðar. Þorri síld arverksmiðja á Suð-Vestur- og Norðurlandi hafi varla upp í fast- an kostnað. Afli togaranna hafi dregizt stórlega saman og þorri smærri báta hefur undanfarið átt og á enn í miklum erfiðleikum. í grein sinni, sem birt er á bls. 8—9 segir Ólafur: Framhald á bls. 14. bil viku, er talningu utankjörs- staðaatkvæða lýkur. Utankjörstaðaatkvæðin eru um 300.000, en að þeim frátöldum urðu úrslit kosninganna á þessa leið: Jafnaðarmenn: 1.798.375 at- kvæði eða 42.8% greiddra at- Framhald á bls. 14. Nautakjöt hækkar um svipaða prósentu og kindakjötið. íartöfl ur hækka um 11% og hrossakjöt 12—13%. Húðir hækka um 10%. Eru þá taldir upp helzhi bætti^n ir í grundvellinum. Um þetta varð samkomulag, en þó með því skilyrði af hálfu okkar, fulltrúa bændanna, að rík isstjórnin gerði tilteknar hliðar- ráðstafanir til hagsbóta fyrir land búnaðinn- Þessar hliðarráðstafanir eru fólgnar i fjórum atriðum: 1. Gert er ráð fyrir að Veðdeild Búnaðarbankans fái 20 milljónir króna til ráðstöfunar á næsta ári til jarðakaupa. Og jarðakaupalán verði hækkuð úr 100 þús. kr. há- marki sem gilt hefur til þessa í 200 þús. kr. hámark. Að okkar viti er þetta veru leg úrbót, sagði Gunnar, því þarna hefur kreppt mjög að á undanförnum árum, og oft ekki hægt að selja jarðir, vegna þess að menn hafa ekki getað fengið nægilegt lánsfé til jarðakaupa, og hefur það tafið fyrir eðlilegum eignaskiptum milli yngri og eldri bænda. 2. Gert er ráð fyrir þrú að Stofnlánadeild landbúnaðarins Iáni Framhald -s 2 siðu. MESTI KOSNINGAÓSIGUR SÆNSKRA JAFNAÐARMANNA: ÞINGROF OG NÝJAR KOSNINGAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.