Tíminn - 20.09.1966, Síða 14

Tíminn - 20.09.1966, Síða 14
14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 20. september 1966 Rúml. 60 þúsund "óu Iðnsýninguna SJ—Reykjavk, mánudag. í gærkvöldi lauk Iðnsýningunni 1966, sem staðið hafði yfir frá 30. ágúst. Aðsókn að sýningunni var mjög góð, ag sóttiu hana um 62 þúsund manns. 60 þúsundasti gest urinn, Þorvarður Magnússon, Erlu hrauni 4, Hafnarfirði, kom á sýn inguna gær og hlaut han nað gjöf tvær springdýnur frá verksmiðj- unni Dúna . NAUÐSYN Á HEILDARSAMHÆFINGU Framhald af bls. 1. „Slæm rekstrarskilyrði hafa leitt til þess, að mörgum hinna smærri báta hefur hreinlega verið lagt, annað hvort hluta úr ári eða það allt. Stór hluti framleiðslutækja þjóðarinnar skilar því litlum eða engum arði og miklu magni fjár- festingar virðist að svo komnu máli að töluverðu leyti hafa verið sól- undað. Síðustu árin hefur blómi bátaflotans einbeitt sér að síld- og loðnuveiðum og öll ný viðbót við flotann hefur verið smíðuð með þær veiðar fyrir augum. Er hæpið að skynsamlegt sé til lengd ar að einhæfa svo alla viðbótar- fjárfestingu í fiskiskipaflotanum, þótt í fáein ár gangi slíkar veiðar vel. Það er þörf á heildarathug- un á æskilegri framtíðarfjárfest- ingu, bæði hvað stærð og tegund- arsamsetningu flotans snertir. Án efa er óvissa stór þáttur í sérhverri athugun á þessu sviði, en reynsla undanfarinna áratuga getur ef- laust ásamt greiningu lík- legra framtíðaraðstæðna, gert þjóðinni kleift að samhæfa og nýta betur til lengdar fjárfestingu sína á þessu sviði. Gagn slíkrar athugunar myndi aukazt mjög, fjallaði hún einnig um fjárfest- ingu í fiskiðnaðinum: Hraðfrysti- húsum, fiskvinnsluhúsum og verk- smiðjum, staðsetningu þeirra og stærð. Þörf slíkrar athugunar skýr- ist mjög á ummælum skýrslunnar um afkomu hraðfrystihúsanna og vandamál síldarvinnslunnar.“ f grein sinni rekur Ólafur þessi ummæli allítarega og setur síðan fram þá ályktun, að það þurfi að framkvæma heildarsamhæfingu á aðgerðum og áformum allra þátt- takenda í þessum atvinnugrein- um, svo að tryggt sé, að fjár- munir, sem í þær er varið, nýtist sem bezt. Skipulagsleysi og skort- ur á heildarstjórn þessara mála ihafi efalaust um árabil leitt til einhverrar umframfjárfestingar og valdið þannig töluverðri aukningu framleiðslukostnaðar og jafnframt dregið úr arði landsmanna. Það sé fyrst og fremst hlutverk rík- isvaldsins að hafa forgöngu um slíka samhæfingu grundvallaða á ítarlegum athugunum og tryggja, að bæjarfélög og einkaaðilar taki af heilum hug þátt í henni. Það á að vera verkefni ríkisvaldsins að gæta hagsmuna þjóðarheildar- innar í ráðstöfun fjárfestingarfjár landsmanna. Sá hluti greinar Ólafs, sem fjall- ar um hinar miklu og óreglulegu sveiflur í fjárfestingunni, sérstak lega í fiskveiðum og vinnslu sjáv- arafurða, bíður birtingar vegna rúmleysis til næsta fimmtudags. í grein Steingríms Hermanns- sonar sagði, að afkoma þjóðfélags- ins hlyti enn um áraraðir að byggj ast á vel skipulögðum, fjölbreytt- um og arðbærum sjávarútvegi. Til undirbúnings virkjana og ál- bræðslu hefði verið varið milljóna- tugum og tilkallaðir færustu inn- lendir og erlendir sérfræðingar og ekkert til sparað. Ennfremur ætti á svipaðan hátt að vinna að efl- ingu höfuðatvinnuvega íslenzku þjóðarinnar. Það væri tími til kominn að gera allsherjar úttekt á sjávarútvegi og fiskiðnaði og kalla þar til fæmstu sérfræðinga og vinna síðan með festu að efl- ingu sjávarútvegs og þá sérstak- lega fiskiðnaðar. Þetta sé stórkost- legt verkefni og varði alla fram tíð þjóðfélagsins. Við strendur landsins séu einhver beztu fiski- mið í heimi og við eigum sjó- menn, sem afla meira en .nokkrir aðrir. Hráefnið sé mikið og gott. Við verðum að kappkosta að nýta það til hins ítrasta, en það verð- ur að gerast að vel athuguðu má{i og á skipulegan hátt. ÞINGROF í SVÍÞJÓÐ? Framhald af bls. 1. kvæða, en fengu 51% í síðustu kosningum árið 1962. Hægri flokkurinn: 592.260 at- kvæði eða 14,1% en fékk 14.7% 1962. Miðflokkurinn: 588.482 atkvæði eða 14%, en fékk 13.3 1962. Þjóðaflokkurinn: Rúmlega 692. 000 atkvæði eða 16.5% en 17% 1962. Kommúnistaflokkurinn: 277. 060 atkvæði eða 6.6.%, en 3.9 1962. Kristilegir demókratar: 75.436 atkvæði eða 1.8%. Frá kosningunum 1962 hafa jafnaðarmenn tapað 196,901 at- kvæði. Strax í dag voru hafnar óformlegar viðræður innan for- ystu jafnaðarmanna um það, hvaða ályktanir mætti draga af þessum ósigri, sem þýðir meira en 8% fylgistap miðað við bæjar- og sveitastjórnarkosningarnar 1962 og 5% miðað við þingkosn- ingarnar 1964. Tage Erlander, forsætisráðherra sagði að ákvörðun um þingrof og nýjar kosningar yrði ekki tekin fyrr en talningu utankjörstaða- atkvæðanna væri lokið, og for- ingjar andstöðunnar, Yngve Iíolm berg, leiðtogi Hægri flolcksins, Ber til Ohlin, leiðtogi Þjóðaflokksins og Gunnar Hedlund, leiðtogi Mið- flokksins vildu sömuleiðis ekkert segja að svo stöddu um, hvort flokkarnir krefðust þingrofs. Yngve Holmberg sagði, að flokkarnir þrír myndu sennilega mynda óformlega stjórn, að brezkri fyrirmynd, í því augna- miði að undirbúa valdatöku. Tage Erlander hefur margsinn- is lagt áherzlu á, að ekki sé hægt að miða þessar kosningar við norsku þingkosningarnar í fyrra, því að ósigur norskra jafnaðar- manna hafi eingöngu verið að kenna klofningi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. — Hér í Svíþjóð unnu borgarflokkarnir af eigin mætti, ef svo má segja — fylgis- aukning kommúnista um 1% hef- ur ekkert að segja í þessu sam- bandi, sagði forsætisráðherrann. Auk áðurgreindra vangaveltna brjóta menn í Stokkhólmi heil- ann um það, hverjar afleiðingar kosningaúrslitin muni hafa fyrir Tage Erlander persónulega. Er- Iander gaf nefnilega í skyn þegar á kosninganóttina, að hann gæti nú vel liugsað sér að draga sig i hlé, en lagði þó áherzlu á, að það ákvæði hann ekki einn, heldur í samráði við aðra forystumenn flokksins og þingflokkinn. Eitt af því, sem mesta athygli vekur við kosningarnar er tap jafnaðarmanna í borgum og stærri bæjum, þar sem fólksfjölgun hef- ur verið mest og getur þetta stað- ið í sambandi við hin auknu hús- næðisvandræði m.a. vegna sam- dráttar í nýbyggingum. Þá þykir þetta og sýna, að jafn- aðarmönnum hafi ekki tekizt að ná fylgi þeirra, sem nú kusu í fyrsta sinn, en hingað til hefur þeim tekizt að ná atkvæðum unga fólksins að miklu leyti. Sá hóp- ur var sérstaklega stór núna, þar sem kosningaaldurinn var í fyrra lækkaður um eitt ár, niður í 20 ár. Erlander og stjórnarblöðin haía lagt megináherzlu á, að efnahags- stefnan kunni að hafa haft slæm áhrif á kosningaúrslitin, þar sem stjórnin hafi verið neydd til ým- issa óvinsælla aðgerða til þess að berjast gegn verðbólguþróun. Seint í kvöld skýrði Tage Er- lander, forsætisráðherra frá því, að flokksstjórn jafnaðarmanna væri kölluð saman til fundar 1. október til að ræða þinglegar af- leiðingar kosningaúrslitanna. SÍMRITARASAMNINGAR Framhald af bls. 16. yrði að þeir sæktu námskeið og tækjú próf i starfsgrein sinni. Þessa tillögu samþykktu símritar- ar á Ritsímanum í Reykjavík með þeirri breytingu, að þeir, sem starfað hefðu 15 ár fengju kaup hækkun upp í 15. launaflokk og að próf féllu niður hjá þeim, sem starfað hefðu 25 ár eða lengur, enda næsta fáránlegt að skylda til prófs menn, sem hafa unnið í áratugi við þessi störf. Þessu tilboði símritara hefur verið hafn- að og stöður þeirra auglýstar laus ar til umsóknar.“ „Málin standa því þannig, að fullt útlit er fyrir að allir sím- ritarar Ritsímans og nær 50 sím- ritarar og loftskeytamenn í Gufu- nesi leggi niður störf sín um næstu mánaðamót.“ „Hvernig Póst- og símamála- stjórnin snýst við þessu, liggur ekki ljóst fyrir, en að undan- förnu hefur verið auglýst eft- loftsekytamönnum í blöðum og út varpi. Má gera ráð fyrir að hún hugsi sér að láta þá taka við störf um símritara. Ég vil geta þess í þessu sambandi, að störf loft- skeytamanna og símritara eru mjög ólík og það tekur loftskeyta mann langan tíma að þjálfa sig í starfi símritara. Fari svo, eins og nú virðist fullt útlit fyrir, að símritarar hverfi frá störfum, mun skapast hreint öngþveiti í ritsímaviðskiptum, bæði við inn- anlandsafgreiðslu og við útlönd, og gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt viðskiptalíf í landinu. ESJAN KVEÐUR Framhald af bls. 16. eyjum, en þaðan var siglt að Surtsey og síðan til Reykja- víkur, þar sem skipinu verður nú lagt. Ásgeir Sigurðsson var fyrsti skipstjóri á Esju og gegndi því starfi fram til ársins 1948, en þá tók Ingvar Kjaran við til ársins 1952. Guðmundur Guð- jónsson var skipstjóri fram til ársins 1961, en þá tok Tryggvi Blöndal við starfinu og hefur verið skipstjóri fram til þessa dags. Yfirstýrimaður í ferðinni var Magnús Einarsson, yfirvélstjóri Sigurður Ó.K. Þorbjarnarson, en bryti Böðvar Steinþórsson, sem mun sennilega halda “fram störfum hjá útierðinni. FULLTRÚAR Á ASÍ Framhald af bls. 16. mar Karlsdóttir, Kristín Hjörvar og Steinn í. Jóhannesson. Frá Félagi járniðnaðarmanna: Guðjón Jónsson, Snorri Jónsson, Kristinn Á. Eiríksson, Tryggvi Benediktsson og Guðmundur Rós- enkarsson. ^ Frá Félagi íslenzkra rafvirkja: Óskar Hallgrímsson, Magnús ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim, sem glöddu mig með heillaóskum og gjöfum á 90 ára afmælinu 10. ágúst s.l. sendi ég mínar innilegustu þakkir og kærar kveðjur. Bjarnveig Björnsdóttir, Reykjarfirði. Útför GuSmundar Jónssonar prentara sem andaSIst í Landsspítalanum 15. sept. s. I. fer fram I Fossvogs kapellu t dag þriðjudag 20. sept. kl. 1,30 e. h. Vandamenn. Öllum hinum fjölmörgu sem auðsýndu mér samúð, hluttekningu og vlnáttu við fráfall og jarðarför, mannslns míns, Hendriks Ottóssonar fréttamanns, votta ég innilegustu þakkir mínar. Sökum þess hve margir eiga hér hlut að máli, sé ég mér ekki fært að þakka hverjum einstökum persónulega eins og ég hefði þó helst kosið, Henný Ottósson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, móður okkar, tengdamóður og ömmu Árnýjar Valgerðar Einarsdóttur frá Torfastöðum börn, tengdabörn og barnahörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns og fööur okkar, Hlöðvers Þórðarsonar matsveins, Mávahlíð 25 Sérstaklega viljum við færa Útgerðarfélaginu Jökull h. f. alúðar þakkir. Ragnheiður Þorsteinsdóttir Hörður Berg Hlöðversson Þröstur Hlöðversson. Geirsson, Sveinn V. Lýðsson, Kristján Benediktsson og Sigurð- urð Sigurjónsson. Frá Bjarma: Björgvin Sigurðs- son og Helgi Sigurðsson. Búizt er við að fulltrúar á þetta 30. þing ASÍ verði hátt í fjögvr hundruð talsins, en erfitt er að segja nákvæmlega um tölu full- trúa fyrirfram. Á síðasta þingi voru fulltrúarnir 369 frá 126 fé- lögum. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. þeim ekki að skora sigurmarkið undan vindinum, því að þeir höfðu sótt í sig veðrið. En nú fyrst kviknaði baráttuneistinn með Þrótturum — og sýndu þeir skin andi góðan leik á móti rokinu og skoruðu 2 mörk. Fyrra markið skoraði Jens Karlsson, en Halldór Bragason skoraði fjórða marki'ð. Það gegnir noklcurri furðu, að ísfirðingar skyldu ekki fara fram á það, að leiknum yrði i'restað, þar sem þá vantaði fjóra menn úr aðalliðinu. En sem sé, þeir voru alls óhræddir og létu varamenn leika í þeirra stað — og voru ium tíma ekki langt frá sigri. Lauk leiknum því 4:2. Einar Hjartarson dæmdi leikinn og gerði það yfirleitt vel. ÍÞRÓTTIR Framhald •’f bls 13. urslit. Sigraði Fram með 2.1, en í hálfleik var staðan jöfn. 1:1. Björn Arnarson skoraði sig urmark Fram. Til nokkurra tíðinda dró í síðari leiknum, sem var milli Fram og Keflavíkur. Þegar venjulegum leiktíma var Iok ið, stóðu leikar jafnir, 1:1 og tók dómarinn, Baldur Þórðar son, þá vafasömu ákvörðun að framlengja, þó mjög skuggsýnt væri orðið. f framlengingunni skoraði svo Stefán Eggertsson sigurmarkið fyrir Fram og má með sanni segja, að það hafi verið skorað í myrkri. Þótt Fram hafi verið sterkari aðilinn í þessari viðureign, er það vissulega súrt f broti fvrir Kefivíkinga að tapa með boss um hætti. Biörgvin Schram afhenti vig gripi að Ieikjunum loknum. TIL GRÆNLANDS Framhald af bls. 16. í skálanum hittum við að máli Sigurð S. Waage, en hann er leiðangursstjóri í þessari ferð. Sagðist hann búast við að fjallgangan gæti hafizt á miðvikudag, ef allt færi eftir áætlun Þeir félagarnir þyrftu að ganga um 12 km. leió upp í 740 metra hæð. Ekki virtist Sig urður hafa miklar áhyggj ur af þvi að leggja út í þenn an leiðangur, enda hefur hann með sér úrvalsmenn. Er meirihluti mannanna flokksforingjar í Flugbjörg unarsveitinni. Sigurður M. Þorsteinsson, formaður sveitarinnar, sagði við þetta tækifæri, að þetta væri í fyrsta skipti, sem sveitin legði í björgunar störf fyrir utan landsteinana, en sagði, að allir mennirnir hefðu mikla æfingu í jökla ferðum, hefðu t. d. allir gengið oft á Vatnajökul. Um níuleytið var byrjað að skipa farangri sveitar innar um borð > bandaríska ísbrjótinn. en skipið atti að leggja^ af stað um miðnæfti Með fslendingunum fara 6 menn á Keflavíkurflugvelli Eru það menn, sem hafa áð ur tekið þátt í ýmiss konar starfsemi Flugbjörgunarsveit arinnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.