Tíminn - 20.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1966, Blaðsíða 3
í tilefni af grein, sem birtist hér nýlega hefur Landfara borizt eftirfarandi bréf, frá Biskupsskrif stofunni. Vígslan í Skálholti og fyrrverandi prestar. „í blaði yðar, hr. ritstjóri, birtir „Landfari bréf eitt 13. þ.m. nafn laust, þótt kenna megi höfundinn. Þar er því haldið fram, að gengið hafi verið framhjá fyrrverandi prestum, þegar „boðið“ hafi verið til vígslunnar í Skálholti 4. sept. sl. Rétt þykir að upplýsa það, að til þessarar athafnar var engum boðið sérstaklega. Allir voru vel- komnir, meðan rými leyfði og kom ið var upp gjallarhornum, svo að menn gætu fylgzt með því sem fram fór, þótt þeir kæmust ekki inn í kirkjuna. Reynt var að sjá um, að viðstaddir prestar fengju v/Miklatorg Sími 2 3136 sæti í kirkjunni. Var og mælzt til þess í tilkynningu, að prestar kæmu í hempum, fyrrver- andi prestar ekki undanskildir. Þá var að sjálfsögðu fyrir því séð, að aðstandendur vígsluþega fengju sæti í kirkjunni. Það er því ímynd un ein, að gengið hafi verið fram hjá nokkrum í þessu samibandi og er hin stóryrta ádrepa bréfritar- ans þannig rakalaus með öllu.“ Nói skrifar: Sveitaböllin þjóðar- skömm „Góði Landfari! Ég er einn af þeim mörgu ungl ingum, sem fara á sveitaböll u helgar og oftast fer ég þá austur fyrir fjall eða í næsta nágrenni Reykjavíkur. Ég er alltaf að sjá það betur og betur, til hversu há borinnar skammar sveitaböllin eru að verða. Orsökin er sú, að ball- staðirnir og þeir aðilar, sem að böllunum standa, reyna að græða sem mest og hugsa þá ekkert um það, þótt meiri hluti krakkanna sé 14—16 ára. Húsin eru svo þétt troðin, að varla er hægt að snúa sér við. Eitt dæmi nefni ég um ung mennafélagsheimili, sem tekur 100 manns, þar voru seldir miðar handa rúmlega 500 unglingum! Svo er lokunartími húsanna ekki til, þótt svo eigi að heita. Gróða sjónarmiðið er svo ríkt, að hann er ekki virtur viðlits. Sýslumenn ganga ekkert fraim í þv£ að gefa út nafnskírteini. Þó er ekki til of mikils ætlazt, að þeir geri það, svo að krakkarnir geti sannað aldur sinn. Klæðnaðurinn skiptir engumáli á sveitaböllum, þar er öllum hleypt inn, ef þeir eru bara ekki alls- berir.Eg man eftir einum á nærbol sem var nýkominn úr fjósinu og angaði fjósalyktin af honum. Hon- um var hiklaust hleypt inn. Agi er enginn, þótt lögreglan sé til stað ar. Það eina, sem hún gerir, er að skilja slagsmálahunda að og svo taka þeir líka vín af krökkun um. Þótt þeir sendi sýslumönnum kærur, virðast þeir seku enga refs ingu fá. Margir af þeim mönnum, sem stofnuðu ungmennafélögin, myndu eflaust snúa sér við í gröfinni, ef þeir vissu, hversu villimannslegar skrílssamkundur þetta eru orðn- ar. Þessi böll eru smánarblettur á þjóðfélaginu, sem ráða þarf skjóta bót a. Þjóðverji einn, sem slæddist óvart á svæsið sveitaball, hélt að krakkarnir væru að skemmta sér í síðasta skiptið á ævinni, áður en þeir dæju!“ Gamli Nói. Þá er hér bréf frá Sigurði Draum land, sem hann nefnir Hléskógar Ekki ér ofsögum sagt af því, að Jónas frá Brekknakoti er þybb- inn karl. Hann hefur tekið Fljóts heiði í tveim stökkum og stungið sér til sunds af Vaðlaheiði — í líkingum talað. Nægir að minna á ádrepur hans í Akureyrarblöðum, um kvikmynda- og kvöldsölu — uppeldi barna og unglinga. Ekki er minni töggur í áminningii hans út af útvarpinu í Landfara 10. sept. sl. Segjum tveir: Því mjög svo fremur er glamur og gaura- gangur í dagskránni fordæman legur, sem glögglega má benda á, að margt og miklu fleira er ágætt hjá þeirri virðulegu stofnun, Ríkis útvarpi íslendinga. Afrekum nefnds kappa, sem raunar einn manna í stórum og kyndugum bæ hefur gengið fram fyrir skjöldu gegn ómenningu og hlotið óverðskuldaðar óvinsældir fyrir — er og skyld sú framganga einhvers, sem nefnir sig Gráhára. Finnst oss réttara að hugsa sér manninn með blátt alskegg niður á bringu og rósrauðar randir í. Þetta er ekki grín. Litblik hugs- andi manna, eða það sem spíritist ar nefna áru, er jafnan fagurt, og hví skyldi ekki mega hafa höfuð hárin eins — í mótsetningu við bítlatízkuna? Það er rétt hjá Gráhára, að nafnið Ásbyrgi á félagsheimili í Miðfirði fer fremur illa. Réttast væri Grettisbjarg. Það mundi minna á bæði æskuheimili Grettis og öll heljartök hans. Annars lágu slóðir Gretis víða, eftir því er sag an segir.Og hver getur vitað nema hann hafi át góðar sundir í Ás- byrgi Þingeyinga? Á eina hlið er það áhugaþrungið mál, að reyna að skynja hinn raunverulega ma|n Gretti, bak við þá ævintýrasögu, sem nú á tímum er til, um hann skráð, og sumir eigna Sturlu sagna meistara Þórðarsyni — líklega með réttu. Enginn efi er á, að þessi örlaganna og ævintýranna hetja, muni á margan hátt hafa verið öðru vísi en innsýnir og þjóðsagnahagræðing Sturlu Þórð arsonar hafa gert hana. Öðrurc þræði dylst varla nokkrum, er skyn ber á slík mál, að í sögunni af Gretti hafi Sturla fengið einstakt tækifæri til að segja ýmsa kafla úr sinni eigin persónulegu sögu, á fjarrænu dularmáli. Hinum þræð inum slöngvar Sturla um þjóðlíf- ið allt, og styðst við þjóðlegar minningar um löngu liðna Grett- ishetju. Það má virkilega vara sig á því, að dæma ritverk gáfaðra og tilfinningaríkra Sturlungaald armanna svo mjög nálæg sann leikanum í historísku sjónarmiði. Þau geta verið gagnsönn fyrir því. Hvernig tímabil Sturlungaöldin hef ur í raun og veru verið, er ein af þeim spurningum sem manns- andanum verður erfiðast að leysa. Einn milljónasti af sannleikan um um hana hefur varðveitzt — og varla óbrenglaður. Nema að því leyti, sem mannlegleikinn getur alltaf sagt, án þess að séð verði, hvernig hann skynjar rétt sam- band við horfnar kynslóðir. And- stæðurnar allar, ofnar í voð í vef stól örlaganna, koma til okkar í gervi örfárra slitinna klæða, er skorin voru á sínum tíma úr þeirri voð. Þau klæði björguðu lífi þjóð arinnar í frostnæðingum margra alda. Hvernig var töfravoðin heil? Eða það þjóðlíf, með þráðum einstakra, er óf voðina? Frá öld- inni úir og grúir af meistaraleg- um dæmisögum. Það er eins og þær séu ritaðar með lífsblóði fleiri en einnar kynslóð'ar, af þjóð í raunum. Harmleikirnir voru sárari fyrir það eitt, að óöld aldarinnar var aðeins nokkrir þættir hennar. Annars hefði enginn verið til að harma. Allt glatazt og gleymzt. Eru það ekki sams konar harm leikir, sem okkur eigin öld er að setja á svið, með því að hverfa úr hugmyndaheimi uppvaxandi fólks inn á lífssnauðar og afkára legar brautir, með kvikmyndum, ódáðadagskrám og öðru ómenning arlegu framferði í félagslífi þjóð arinnar? Þar sem ekki nógu mörg um getur komið í hug að þeim ungu kynslóðum, sem eiga að njóta þessarar framleiðslu, líður illa. Það er ekki þeirra eðli, að þurfa að reyna þetta. Það er þeirra eðli að þrá hléskóga. Hléskógar nefnd ust nokkrir bæir, þegar á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Og hléskóg ar eru enginn kjörr. Þeir eru stór viðir, sem hlúir. Loks kominn skríiur á gerð nýs Sui- urlundsvegur írum hjá Árbæjurhverfí BORGARMÁL Sex ára börn eiga sér ekkert hæli utan heimilanna AK—föstudag. — Vistun sex ára barna, annað hvort í forskóla, á dagheimili, eða í leikskóla, verð ur sífellt örðugri í borginni. Fyrir börn á þeim aldri eru engin dag heimili eða skólar. Sigurjón Björns son. borgarfulltrúi Alþýðubanda lagsins. vakti athygli á þessu með tillögu í þá átt, að fræðsluráði- og Framhald á bls. 15. AK— föstudag. — Nokkrar um ræður urðu um samgöngumál Ár- bæjarhverfisins á borgarstjórnar- fundi í gær, en hverfið hefur búið við vandræðaástand í þessum efn um, allt of fáar og óþægilegar strætisvagnaferðir og alla umferð ina af Suðurlandsundirlendinu gegnum það mitt. Umræðurnar spunnust vegna til lögu fulltrúa Alþýðubandalags ins um að fela borgarráði og for- stjóra SVR að sjá um, að hverfis búar ættu þegar í stað kost á stræt isvagnaferðum að minnsta kosti á 20—30 mín. fresti. Jón Snorri Þorleifsson hafði framsögu fyrir tillögunni og rakti þau vandkvæði, sem á samgöngum hafa verið þarna og seinlæti borg aryfirvalda við að koma samgöng- um þar í sæmilegt horf. Einar Ágústsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, kvað brýna þörf á að koma þessum málum í sæmilegt horf, og hefði það dreg izt allt of lengi. Kvaðst hann ekki draga í efa, að forstjóri strætis- vagnanna hefði vilja til úrbóta, og fengi hann óskir borgarstjórnar um þetta, mundi hann vafalítið taka þær til greina. Einar minnti einnig á annað úthverfi borgar- innar, sem býr við alveg óviðun- andi samgöngur, Smálandahverfið, og kvað það eðlilegt, að það væri einnig tekið með í þessa tillögu. Þá kvaðst Einar vilja nota tæki færið og endurtaka fyrirspurn sína frá í sumar um það, hvað liði gerð nýs Suðurlandsvegar um Rofa bæ, framhjá Árbæjarhverfi. Veg- ur þessi hefði átt að vera tilbú- inn fyrir nokkru, og ástandið í Ár bæjarhverfi vegna hinnar þungu umferðar á hinni gömlu Suður- landsbraut gegnum það væri stór- hættulegt, og ykist sú hætta enn með haustinu, þegar skólabörn þyrftu að leggja leið sína yfir veg inn. Virtist svo sem þessi vega- gerð ætti enn alllangt í land. Gunnlaugur Pétursson, borgar ritari, sem sat fundinn i forföll um borgarstjóra, sagði að vega- gerðin væri • allvel á leið komin, búið að ýta upp og leggja megin hluta vegarstæðisins undir slitlag. Einar kvaðst fagna því að verk ið væri hafið. bó að það ætti enn nokkuð í land. Tillögunni var síðan vísað frá með atkvæðum íhaldsfulltrú- anna á þeim forsendum, að verið væri að fjölga strætisvagnaferðum í Árbæjarhverfi. 3 " Á VÍÐAVANGI j Þrennt er nauðsynlegt Alþýðublaðið túlkaði skýrslu Efnahagsstofnunarinnar á dög- unum á þann veg, að nú væru „hagstæðari skilyrði til jafn vægis en áður“ og hóf undir þeirri fyrirsögn forsíðufrétt sína stórletraða á þessa Ieið: „Brýnustu verkefni í íslenzk um efnahagsinálum, scm verð ur að leysa, ef skapa á svigrum til nýrrar sóknar til framfara og velmegunar eru þessi: 1. Áframhaldandi aðhald í fjármálum og peningamálum. 2. Raunsæi og festa í fram- kvæmdaáætlun ríkis, sveitarfé- laga og annarra opinberra að- ila. 3. Samkomulag um laun og verðlag, er setji þróun þeirra hæfileg mörk. Þetta er niðurstaða skýrslu Efnahagsstofnunarinnar til Hag ráðs”, segir Alþýðublaðið. Hvað sem segja má um þessa túlkun Alþýðublaðsins er auð- sætt, að blaðið telur þrennt nauðsynlegt í þessari baráttu. Með öfugum klónum Það er alveg rétt, að hér eru talin þrjú mikilvæg atriði í efnahagsstjórn, en það skiptir sköpum, hvernig þau eru fram kvæmd. Fyrsta atriðið, sem blaðið nefnir, er „áframhaldandi að- hald í fjármálum og peninga- málum“. Það „aðhald" hefur verið af hendi núverandi ríkis- stjórnar fólgið í frystingu spari fjár, okurvöxtum og lánakrepipu atvinnuveganna. Annað atriðið, „raunsæi og festu í framkvæmdaáætlun rík is, sveitarfélaga og annarra op inbcrra aðila“ hefur stjórnin framkvæmt með 20% niður- skurði opinberra framkvæmda tveimur mánuðum eftir að Al- þingi ákvað þær, og er þetta gert til þess að hinar brýnustu almannaframkvæmdir víki fyr ir umsvifum peningamannanna. Um þriðja atriðið, „samkomu lag um Iaun og verðlag“, hafði ríkisstjórnin alveg sérstaka sýni kennslu með sconefndujúnísam Jkomulagi 1964, þegar hún lof- aði að hafa hemil á verffbólg- unni ,en sveik svo allan sinn hlut í samkomulaginu, svo að verkalýðslciðtogar hennar sjálfrar dæmdu hennar efndir í því algera markleysu. Vafalítið eru þau atriði, sem Alþýðublaðið nefnir, mikilvæg í stjórn efnahagsmála, en það skiptir öllu máli, hvort þau eru framkvæmd með þjóðarhag fyr ir augum eða með öfugum klóm auðbraskara og íhaldsstefnu, eins og reynslan hefur orðið í tíð núverandi stjórnar. Þarf ný|a stefnu Það er einmitt ný og ger- breytt stjórnarstefna við »ram kvæmd þessara meginatriða efnahagsstjórnar, sem nú er þörf á, af þvi að öfugu klærnar hafa steypt þióðinni í botnlausa óðaverðbólgu. komið atvinnu- vegum i úlfakreppu og stofnt kjaramálum i öngþveiti. Ffna hagsstofnunin kveður einmitt upp úr með það, að höfuðnauð. syn sé, að jafnvægi skapi«t b. e.a.s, að við komumsf ú' ir þeirri óðu hringekju, s«*" iú- verandi stjórnarstefna n.-fur leitt þjóðina i. öðlumst það, sem henni hefur ekki tekizt að skapa. Það er beðið um nýja stjórnarstefnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.