Vísir - 22.08.1975, Page 2

Vísir - 22.08.1975, Page 2
2 riSBSm: Ætlar þú aö sjá vörusýn- inguna i Laugardalshöll? Hilmar Gunnarsson, járnsmibur: — Jú, ég verð þar vist með annan fótinn, ef svo má segja, þvi að ég á þar föt, sem sýnd verða. Svavar Ilelgason, birgðavörður: — Já, það mundi ég segja. Ég veit varla, hvað það er; sem þarna verður, þvi að ég hef ekki séð þessar sýningar áður. En nú kynni ég mér það væntanlega. Geir Hafsteinn Sigurgeirsson, starfar við jarðboranir:— Ég hef ekki ákveðiö það, en það getur vel verið, að ég skoði hana. Sólveig Berntsen, skrifstofu- stúlka: — Ég hugsa ekki. Ég er ekkert ofboðslega spennt fyrir henni og svo býst ég ekki við, að ég hafi tima til þess. Ilalldór H. Þorsteinsson lager- maður: — Ég býst við, að ég geri það. Ég hef yfirleitt sótt þær sýn- ingar, sem haldnar hafa verið áð- ur. Birna Ber«sdóttir, skrifstofu- stúlka: —É er nú ekki búin að á- kveða það. ,n það getur vel ver- ið, að ég fa ,, en ég hef aldrei far- ið áður. Vísir. Föstudagur 22. ágúst 1975 Hofa Kópavogsbúar sœtt sig við leiðakerfið? Viðar Þormóðsson strætis vagnabilstjóri. Á veturna sagði hann að væri öllu erfiðara, að fylgja áætlun. Timataflan tekur ekkert tillit til óhagstæðra veðurskilyrða. Er Viðar var spurður, hvort farþegar væru nokkuð að tjá óánægju sina með leiðakerfið, svaraði hann neitandi. . „Þetta kerfi hefur reynzt ágætlega,” sagði Karl Árnason hjá Strætisvögnum Kópavogs. Farþega kvað hann fleiri en nokkru sinni fyrr. Þeir eru taldir að minnsta kosti einu sinni i mánuði og ferðast um 3.500 manns á dag með vögnun- um i sumar. Á vetrarmánuðum eru þeir um 4.400 á dag. Karl sagði, að nýr vagn hefði bætzt við i sumar og væru það 14 bilstjórar á 7 vögnum, sem önn- uðust flutningana. Karl sagði, að mjög áberandi aukning hefði orðið á ferðum fólks frá austri til vesturs og öfugt. Sagðist hann eiga von á, að enn yrði aukning þegar nýi miðbærinn yrði tilbúinn. —BÁ Leiðakcrfið nýja i Kópavogi var svo umdeilt, að það gat komið óaðskiljanlegum vinum I hár saman. örfáir kunnu þvl vel, margir töldu skref stigið til baka og enn aðrir lýstu þvi yfir, að nú keyptu þeir sér bil. Aðalóánægjan var með það fyrirkomulag að geta ekki kom- izt heim til sin i einum og sama vagninum. Fólk varð að fara út úr vagninum og biða jafnvel upp i 12-15 minútur eftir næsta vagni. 1 sumar hefur ferðum fækkað úr 5 i 4 á klukkutima. Hvað segja Kópavogsbúar nú? ,,Ég er nokkuð ánægð með breytinguna á leiðakerfinu,” sagði Auður Stefánsdóttir, strætisvagnafarþegi. Eina at- hugasemdin, sem hún vildi gera, væri sú, að vesturbæingar fengju heldur kerfið sem austurbæingar búa við. Fyrir- komulagið er þannig, að farþegar úr vesturbæ verða að fara úr vagninum á Hálsinum, skálma yfir götuna og biða eftir næsta vagni, sem kemur úr austurbæ. Sú bið á (samkvæmt timatöflu) að vera 3 minútur, en kvartað er mjög yfir þvi, að hún sélengri. Austurbæingar fá hins vegar akstur alveg heim, en sá böggull fylgir skammrifi, að þeir komast ekki beint til Reykjavikur. Farþegar úr austurbæ verða að fara úr á Hálsinumog biða þar eftir næsta bil úr vesturbæ. „Ég er mjög óánægður með þetta kerfi og tel breytinguna hafa verið til hins verra á allan hátt”, sagði Hallgrimur Hall- grimsson, annar farþegi, sem viðhittum að máli. Ekki kvaðst hann heldur skilja það, hvernig siaukinn vagnakostur sýndi sig alls ekki i bættri þjónustu. Kvaðst Hallgrimur eiga mjög erfitt með að átta sig á timatöfl- unum og sagði óþolandi með öllu að þurfa að fara úr vagnin- um á miðri leið heim. Aðhaldið er mikið að bilstjórunum. Þeir verða að reyna að halda áætlun, svo að ekki skeiki nema i hæsta lagi 3 minútum. „Það er i sjáifu sér ekkert erfiðara að aka eftir þessu kerfi — að minnsta kosti ekki á sumrin”, sagði Viðar Þormóðsson, strætisvagnabil- stjóri. Strætisvagnaskýlið á hálsinum. metra I átt til Austurbæjar. Hægt er þar að fara niöur I undirgöng, sem' liggja nokkur hundruö #/ LESENDUR HAFA ORÐIÐ Ber vott um mennta- hroka og sjálfsöryggi" Jón Blöndal, Kópavogsbraut 13, skrifar: „Sr. Bolli Gústafsson i Lauf- ási skrifar ágæta hugvekju i Morgunblaðið á dögunum, þar sem hann fjallar um trúmála- deilur þær, sem undanfarið hafa staðið yfir. Sr. Bolli fjallar þar um ýmislegt, sem mér finnst á- stæða til að itreka rækilega, nú þegar þessar deilur virðast vera nokkuð að hjaðna niður. Ég tala sem leikmaöur, auðvitað, en það ætti ekki að há mér, þvi að ekki hafa öll skrif prestanna i blöðin um þetta mál, haft á sér það aðalsmerki, sem guðfræði- námið ætti að tryggja. En hvert er þá aðalsmerkið? Það er auðmýktin, sem sr. Bolli saknar meðal prestanna. Hin hógværa auðmýkt, sem prýða ætti sérhvern kristinn mann, prestanna ekki sizt. Þau skrif, sem hleyptu trú- máladeilunum af stað, voru frá rektor Skálholtsskóla komin. Allur málflutningur rektorsins þá og siðar ber vott um mennta- hroka og sjálfsöryggi, sem ekki eru til þess fallin að auka traust okkar almennings á prestunum. Þótt menn hafi lesið guðfræði og trúfræði við háskóla hér og er- lendis, þá þurfa þeir ekki að reyna að kenna almenningi neitt um frelsi i Kristi, hreina trú eða endanlegan dauða, með þvi að litilsvirða skoðanir tugþúsunda landsmanna. Slikt ber ekki vott um sannkristið hugarfar. Menn geta ekki reist sér skjaldborg með kennisetningum trúfræð- innar. Menn réttlætast ekki af lærdómi sinum. Þvert á móti réttlætist maðurinn af trú á Krist jafnvel óverðskuldað, al- veg burtséð frá verkum sinum eða lærdómi. Þannig er enginn öðrum fremri, allir standa jafn- ir fyrir augliti Guðs. Guð hefur næg tækifæri til að opinbera sig, öllum er frjálst að koma til hans i samfélaginu við Jesú Krist, son hans. Þess vegna sé ég enga ástæðu fyrir þvi, að Guð þurfi á hrokafullum málflutningi að halda til þess að útbreiða riki sitt. Hann gaf son sinn i heiminn fyrir alla menn — og sonur hans er fyrir oss dáinn til þess að við öðlumst eilift lif með honum. Fagnaðarerindið um Krist stendur af sér allt dægurþras. Það sker sig úr hinum ofstopa- fulla málflutningi. Hinn kristni maður vinnur i kyrrþey. Hann stendur ekki skör hærra en almenningur. Þetta vill sumum gleymast, en þó trúi ég ekki öðru en flestir prestar landsins sýni skoðunum sóknarbarna sinna virðingu og séu jinnugir orða Páls postula i 6. kap. Galatabréfsins: „Bræður, ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leið- réttið þér sem andlegir eruð þann mann með hógværðar anda, og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki ilika. Berið hver annars byrðar og uppfyll- ið þannig lögmál Krists.” Tryggingar taki þátt í gleraugnakostnaði Kona á Selfossi hringdi: „Mig langaði til þess að koma þeirri fyrirspurn á framfæri, hvort Tryggingarnar gætu ekki tekið þátt i gleraugnakostnaði fyrir börn. Ég á þá einungis við gleriö sjálft, en ekki umgjörðina, þar sem fólk ræður kostnaði hennar nokkuð sjálft. A sumum heimilum þurfa öll börnin að vera með gler- augu, þvi að augnsjúkdómar vilja ganga i erfðir. Sonur minn notar gleraugu og á röskum tveimur árum höfum við þurft að borga 26 þúsund krónur i kostnað i sambandi við gleraug- Ég vil þó taka fram, að gler- augun brotnuðu einu sinni og glerin eru sérstök. En það er sama, glerin sjálf eru alltaf mjög dýr.” SENDI ENGRI VERU SLIKA KVEÐJU..." G.S. skrifar: „Það er alveg merkilegt, hvað sumt fólk leyfir sér að vera ósvifið i samskiptum við með- bræður sina. Tilefni þessara hörðu orða er svonefnt keðju- bréf, sem ég fékk sent i pósti i gær. Það viðbjóðslegasta i þessu bréfi er þó, hve svivirði- lega er blandað saman morð- hótunum og guðsorði. Ekki veit ég, hvaða tilgangi þetta á að þjóna, nema þá aðeins að hrella fólk og draga trú þess niður i svaðið. Eða gæti þessi I. Josephs, sem virðist hafa sent mér þennan snepil, skýrt frá þvi, hvaða undarleg árátta er þarna að verki? Hann getur allavega veriö viss um, að ég sendi engri lifandi veru slika kveðju.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.