Vísir - 03.09.1975, Side 3

Vísir - 03.09.1975, Side 3
Vísir. Miðvikudagur 3. september 1975. 3 /#Öryggi" er ekki alltaf „öryggi" Varnarmáladeild islenzka ut- anrikisráðuneytisins hefur sent islenzku málnefndinni, sem starf- ar á vegum menntamálaráðu- neytisins, bréf, þar sem farið er fram á að nefndin geri tillögur um islenzk orð, sem náði yfir og að- skilji hugtökin „security” og „safety” i sambandi við flug og flugvelli. Eins og sakir standa er eitt is- lenzkt orð, „öryggi”, notað um bæði þessi hugtök og véldur það oft ruglingi, þar sem orðið „saf- ety” táknar allan almennan ör- yggisbúnað flugvalla, svo sem aðflugsljós, stefnuvita, blindlend- ingatæki og fleira, en orðið „sec- urity” táknar aftur á móti það sem lýtur að öryggi einstakra flugvéla, farþega og flugáhafna, svo sem sprengjuleitartæki, eftir lit með farþegum og fleiru. Flest af þvi, sem fellur undir hugtakið „security” hefur orðið til vegna hættu á flugránum og skemmda- verkum og eru nánast verndar- ráðstafanir, en tilheyra ekki almennum öryggisbúnaði flug- valla. 1 viðtali viðVisi i gær sagði Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri vamarmáladeildar, að skortur á orðum yfir hugtök þessi, sem jafnframt þvi að skýra þau gætu aðgreint þau, hefði oft valdið ruglingi i huga almennings. Ættu fjölmiðlar allmikla sök i þeim efnum, þar sem þeir hefðu alls ekki lagt nógu mikla áherzlu á aðgreiningu þessara hugtaka i umfjöllun sinnium flugmál og þá Keflavikurflugvöll sérstaklega. —HV. Verð ó barna mat of hótt? Neytendasamtökin telja, að verð á barnamat sé of hátt. Benda þau á, að matur, sem ætlaður sé smábörnum sé bæði hátollaður og söluskatts- skyldur. Á barnamjöli er til dæmis 50 prósent tollur, og á niðursoðnum ávöxtum, sér- staklega ætluðum börnum, sé jafnhár tollur. A öðrum niður- soðnum barnamat er hundrað prósent tollur. Þá er 50 prósent tollur á mjólkurdufti. Neytendasamtökin krefjast þess, að tollar og söluskattur af matvörum, sem aðeins eru ætlaðar smábörnum, verði felldur niður. Þetta kom fram á aðalfundi Neytendasamtak- anna þar sem þvi var jafn- framt fagnað, að Alþingi hefur samþykkt að fella niður að- flutningsgjöld af nýjum ávöxt- um, svo og heimild til að fella niður söluskatt af nokkrum nauðsynja- og munaðarvör- um. — spjallað við Gísia Alfreðsson leikara, sem sat fund leikararáðs Norðurlanda síðustu helgi V ' ' Ráðgert að gera tíu leiknar sjónvarpsmyndir á nœsta ári — f sumar hefur mikið verið unnið að þvi að friska upp á um- hverfi varnarliðsmanna og ann- arra starfsmanna á Keflavikur- flugvelli, meðal annars með þvi aö safna saman miklu magni af járnarusli, og verður reynt að losna við það á einhvern hag- kvæman máta, — sagði Páll As- geir Tryggvason, deildarstjóri varnarmáladeildar i viðtali við Visi i gær. — Þarna er um að ræða fleiri þilsund tonn af járnarusli, — sagði Páll ennfremur, sem legið hefur á viðavangi árum saman, jafnvel frá þvi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Auk þess hafa svo verið rifnir margir gamlir braggar, sem hætt er að nota. Vonum við til að umhverfi flugvallarins verði ofurlitið fai- legra og mannlegra við þetta. — Auk þess að safna saman rusli og fleygja er unnið að umbótum á Keflavikurvelli á margvisleg- an hátt i sumar. Hús hafa verið máluð og snyrt að utan,- jarð- vegur hefur verið fluttur á stór svæði, sem verið hafa gróður- laus fram að þessu, og hefur verið lagt á hann torf eða sáð I hann grasfræi, jafnvel gróður- sett tré hér og þar. —HV. Stúdentar fá að ráða meiru í Háskólanum „Eitt það merkasta, sem kom fram á fundi Leikararáðs Norðurlanda, var að samband norskra ballettdansara gerðist aöili að Leikararáðinu. Þvi má búast við að islenzki ballettflokk- urinn fylgi i fótspor þess norska, sem getur orðið mjög heilladrjúgt fyrir flokkinn, sagði Gisli Alfreðs- son, sem sat þing Leikararáðs Norðurlanda, sem var haldið hér um helgina. Leikararáð Norðurlanda samanstendur af sex leikarasam- böndum, einu frá hverju iandi, nema frá Finnlandi þar sem eru tvö sambönd. Þetta ráð er sterk- asti aðilinn I málefnum leikara á Norðurlöndum, sagði Gisli Al- freðsson. M.a. hefur ráðið áhrif á ýmsa samnorræna sjóði, sem veita styrki til leikara. Það var einnig fjallað um is- lenzka sjónvarpið á ráðstefnunni og lýstu margir ánægju sinni yfir þróun mála þar. Kemur sjón- varpið til með að gera 10 leiknar kvikmyndir á næsta ári og hvatti leikararáðið til framhalds á þessu starfi. Einnig var rætt um gestaleik- sýningar og skipti á leikurum milli Norðurlandanna. Þó eru það einkum hin Norðurlöndin, sem geta nýtt sér þennan möguleika, þvi það er erfitt fyrir islenzka leikara að leika á hinum Norður- landamálunum, vegna þess hvað islenzkan er ólikt tungumál. Nú horfir til verkfalla leikara i Sviþjóð, vegna deilna um endur- sýningarétt á sjónvarpskvik- myndum, „Leikarar á Islandi eru nýbúnir að leysa þetta vanda- mál við islenzka sjónvarpið”. sagði Gisli. Ýmislegt fleira bar á góma en málaflokkarnir voru fimmtán talsins. Af hálfu Islands sóttu þeir Klemenz Jónsson og Gisli Al- freðsson fundinn en Gisli kom i stað formanns leikarasambands- ins hér, sem er Jón Sigurbjörns- son. HE TRÉ OG GRASBLETTIR í STAÐ BROTAJÁRNS Stjórnsýslunefnd gerir viðast hvar ráð fyrir þriðjungsaðild stúdenta,” sagði Guð- laugur Þorvaldsson rektor, er rætt var við hann um aðild stúdenta að stjórnun skólans. A fundi háskólaráðs fyrr i sumar lagði rektor fram tillögu þess efnis að háskólaráð fæli honum að semja drög að frum- varpi til breytinga á háskól- anúm, þar sem: 1. Hlutdeild stúdenta að rekt- orskjöri verði aukin i 1/3. 2. Stúdentar fái allt að 4 full- trúa I háskólaráði. 3. Félag háskólakennara fái 2 fulltrúa I háskólaráð, og sé ann- ar þeirra ekki úr hópi fastra kennara. 4. Aðild stúdenta að stjórn deilda og skora verði endur- skoðuð og reynt að samræma tillögur deilda og súdenta i þvi efni. Ef tillögur rektors verða sam- þykktar nú i haust verða þær sendar menntamálaráðuneyt- inu. Lagabreytingu þarf til, ef þær eiga að öölast gildi. Venjan er, að stjórnvöld fari eftir eindregnum tilmælum há- skólaráðs. Það er hins vegar ekki vitað hvernig þessu máli yrði tekið. Menn hafa ákaflega misjafnar skoðanir á þessum málum. Einna mest eining, sagði rekt- or, að væri um aðild að rektors- kjöri. Hins vegar væru menn mjög i vafa um fjórða liðinn. Stærri deildirnar óttast, að ekki verði vinnufriður, ef fulltrúum á fundum fjölgar mjög mikið. Hvað viðvikur fjölgun fulltrúa stúdenta i háskólaráði sagði rektor að stjórnsýslunefnd heföi gert ráð fyrir þriöjungsaðild. Ef stúdentar fengju 4 fulltrúa myndu þeir hafa tæplega 30% af atkvæðunum. 1 dag sitja i há- skólaráði 11 menn, deildarfor- setar allra deilda, 1 fulltrúi há- skólakennara og 2 fulltrúar stúdenta. Erlend reynsla Guðlaugur sagði, að ágrein- ingur stúdenta og kennara um þessi mál hefði viða leitt til þess, að stjórnvöld hefðu sett lög um þetta án samráðs við skólana. Nefndi hann sem dæmi Holland, Austurriki og Finn- land. 1 Finnlandi eiga kennarar 1/3 fulltrúa, stúdentar 2/3 og starfsmenn ráðuneytis 1/3. Velja stjórnvöld þessa fulltrúa sjálf. Stúdentar hafa þvi neitað að taka þátt i þessu. 1 Danmörku eru 25% fulltrúar stúdenta og 25% annað starfs- fólk. Guðlaugur-sagðist vilja taka það sérstaklega fram, að menn væru allir sammála um það i háskólaráði, að koma i veg fyrir ósamkomulag. Reyndar væri engin ástæða til að óttast þaö hér. Þegar Guðlaugur var inntur eftir þvi hvernig tala fulltrúa væri ákveðin sagði hann, að það þætti betra en tiltaka prósentu- hlutfall. Tala deildarforseta breyttist svo hægt að mun hæg- ara væri að nefna ákveðna tölu fyrir aðra fulltrúa. Rektor lagði áherzlu á annan fulltrúa félags háskólakennara. Iþvifélagi eru allir prófessorar, dósentar, lektorar, starfsfólk skrifstofunnar og ýmsir sér- fræðingar er starfa i þágu Há- skólans. Um leið og fulltrúum fjölgar myndi annars vegar föstu kenn- aramir eignast sinn fulltrúa og svo hins vegar þeir, sem ekki eru við fasta kennslu. —BA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.