Vísir - 06.09.1975, Page 2

Vísir - 06.09.1975, Page 2
riSIRSm: Vlsir. Laugardagur 6. september 1975. Kemur lokun verzlana á laugardögum sér illa? Ólöf ólafsdóttir, húsmóöir og af- greiðslukona: — Nei, mér er alveg sama. Ég vinn að visu úti, en bara á kvöldin, svo ég kemst i verzlanir á daginn. Guunar Jónsson, brunavörður: — Það skiptir engu máli fyrir mig, ég get verzlað á daginn yfirleitt. Ég vinn nefnilega vaktavinnu. Þórunn Gunnarsdóttir, vinnur á fjölritunarstofu :— Já, hún kem- ur sérilla. Ég vinn úti hálfan dag- inn, en vildi gjarnan geta verzlað á laugardögum. ólöf óskarsdóttir, skrifstofu- stúlka: — Já, hún kemur sér illa fyrir mig. Ég hugsa að svo sé um fleiri, en sjálfsagt er verzlunar- fólkið þessu fegið. Ég reyni að nota tfmann á milli kl. 5 og 6 til jDess að verzla. Einar Magnússon, verkstjóri: — Ég býst við að hún komi sér'illa fyrir fólk. Með mig er það að segja að konan min er húsmóðir, og kemst því i búðir á daginn. Þegar ég verzla fer ég með henni. Ilrafn Sæmunusson, prentari: — Mér er skitsama! Kjarvalsstaðir eru orðnir eins og „tragi-komískur" sirkus — segir Kjartan Guðjónsson, sem sjálfur sýnir á „Loftinu' Ég hefði aldrei haldið þessa sýningu, ef þetta gallery hefði ekki verið til, því það er svo stutt síðan ég hélt sýningu, sagði Kjartan Guðjóns- son, sem opnar sýningu á „Loftinu" á laugardag. „Loftið minnir mig á litlu galleryin i Paris. Hér njóta litl- ar myndir sin vel, þvi hér er svo heimilislegt. ■ Myndirnar, sem ég sýni hér eru flestar frá þessu ári, þó hafa nokkur antik verk slæðst með, sagði Kjartan. Hvernig er að sýna i dag bórið saman við, þegar þú varst að byrja í iistinni? Þeim hefur fjölgað, sem háfa myndlistaráhuga. Nú eru einnig miklu minni hleypidómar og fólk er opnara. Hægt er að sýna fólki eitthvað annað en land- lagsmyndir. Þó varð ég stein- hissa að á inntökuprófinu siðastliðið vor i Handiða og Myndlistarskólanum, þar sem ég hef kennt nokkuð lengi, þá máluðu flestir landslagsmyndir eða ástarrómantik t.d. elskend- ur sitjandi á bekk en fáir mál- uðu abstraktion eða t.d. rauðan hnefa. Verkefnin voru sjálfval- in. Viö kennararnir urðum hissa á þessu, en komumst að þeirri niðurstöðu, að þetta inntökupróf sýndi þverskurðinn af mynd- listaráhuga almennings meðan hann er alveg ómótaður. Það er ekki fyrr en i þriðja bekk skól- ans, sem byltingarhugleiðingar fara að gera vart viö sig, sagði Kjartan. Þetta leiðir lika hug- ann að þeirri spurningu, hvar er hið margumtalaða kynslóðabil? Hver er þín afstaða til deil- unnar um Kjarvalsstaði? Það er hörmulegt, að ekki skuli vera hægt að halda uppi sýningum þar með nokkrum menningar brag. í dag likjast Kjarvalsstaðir fremur tragi komfskum sirkus en menning- arsetri. Kjarvalsstaðir veita geysi- lega möguleika til sýningar- halds, þó hefur staðurinn ýmsa galla eins og hvað snertir lýs- ingu og staðsetningu kaffistofu. En kaffistofan er, þar sem best er að sýna skúlptúr í húsinu. Hægt er að bæta úr þessum göll- um með litlum kostnaði og litilli fyriihöfn að minu áliti. Hvað er hægt að gera til að leysa deiluna um Kjarvals- staði? Það er frumskilyrði, að fá sérmenntaðan framkvæmda- stjóra, til þess að vera samnefn- ari fyrir þessu húsi. Hann ásamt skipaðri nefnd mundi siðan taka ákvörðun um hvað sýnt yrði á Kjarvalsstöðum. Er ekki erfitt að ákveöa hvað er góð myndlist? Það er ekki eins erfitt og fólk heldur. Þeir, sem þekkja ein- hvern hlut vel og lifa og hrærast með honum eins og margir myndlistarmenn gera i sam- bandi við myndlist, þá lærist að greina góða list frá vondri. Nú eiga borgaryfirvöld næsta leik að leysa þessa deilu. En það virðist ekki ennþá vera neinn áhugi hjá borgaryfirvöldum að breyta rekstrarfyrirkomulag- inu á Kjarvalsstöðum, svo þar við situr. Svo við förum út i aðra sálma, hvenær verður sýningin opin? Hún verður opin á búðatfma frá klukkan 9-6 á daginn. Opnunin verður laugardaginn 6. september en sýningunni lýkur 22. september. Ég hef tekið eftir þvi, að fólk er hrætt við að biðja um af- borganir á myndlistarverkum, en auðvitað er slfk hræðsla al- gerlega óþarfi, sagði Kjartan að lokum. HE. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Ivenœr koma peningarnir rá Gjaldheimtunni? Skattgreiðandi skrifar: „Þegar ég flutti þann 15. júni tilkynnti ég það þegar til Hag- stofunnar. Ég var samt orðinn dálitið langeygur eftir að sjá gjald- Aödáandi skrifar: „Mig langar að hripa niöur fáeinar linur — á kvennaári. Ég get ómögulega talið mig neina sérstaka „rauðsokku”, þótt ég sé hlynnt mörgu, sem þær segja. Að sjalfsögðu hefur ekki farið framhjá mér, frekar en öðrum, allt tal um jafnréttismál og þess háttar. Það hlýtur að hafa talizt spor i rétta átt, þegar nokkrar stúlk- ur tóku sig til og hófu akstur á strætisvögnum borgarinnar, sem fram að þessu hefur ein- göngu verið ekið af karlmönn- um. Þær eiga þakkir skyldar. Fyrir mitt leyti finnst mér oft á tiðum betra og skemmtilegra að heimtuseðil minn og fór þvi nið- ur á Gjaldheimtu og lét breyta heimilisfanginu minu þar lika. Ekki kom samt álagningarseð- illinn. En eftir öðrum leiðum komst ég að þvi að bæði hafði ég aka með þeim. Alltaf er ánægjulegra að sjá brotleit andlit og hýr, en fólk með sorgar- og mæðusvip. Nú segi ég ekki að allir vagn- stjórar, nema stúlkurnar, séu með mæðusvip, en mikill hluti þeirra þó leyfi ég mér að full- yrða. Ég ferðast mikið með strætisvögnum og get þvi sæmi- lega dæmt um þetta. Svo er það aksturinn. Mér finnst kvenkynsökumenn vera mun betri en þeir sem karlkyns eru. Ekki er nærri eins mikill hristingur i vögnunum hjá kvenökumönnunum. Bara meira af svona góðum kven- „mönnum”.” borgað of mikið i skatta og átti þvi að fá borgað til baka og eins hitt að ég átti lika inni fjöl- skyldubætur. Það næsta sem ég frétti af málinu er það að mér hafi verið sendir peningar i pósti — á gamla heimilisfangið? Þeir hafi verið endursendir á Gjald- heimtuna og þar var bréfið þegar ég talaði við þá i sima og bauöst til að koma og sækja það. En, nei. Það mátti ég ekki, bréf- iðyrði póstlagt þegar i staö. Sið- an eru liðnar 3vikur og ekkert hefur gerst. Jú, annars ég hringdi niður eftir. Nú verð ég að biða eftir að vita hvort ávis- unin, sem send var til min hafi verið innleyst af mér? Af ein- hverjum öðrum? Hvað á maður að biða lengi eftir að það opinbera borgi það sem það skuldar? Skyldi ég fá vexti og dráttarvexti? Það er minnsta kosti sá háttur hafður á, ef maður skuldar þó, þó ekki sé nema 1000 kall.” Eftirmáli. Stúlkunum á Gjaldheimtunni virðist ekki vera sagt nógu vel hvernig greiða eigi fyrirframgreiðsluna. Hvort hún eigi að vera með fjöl- skyldubótunum eöa greidd þeg- ar i' stað. Sumar segja að ég fái Þœr eru betri! Borgar hið opinbera dráttar- vexti? fyrirframgreiðsluna i áföngum með fjölskyldubótunum og aðr- ar segja að ég eigi að fá fyrir- framgreiðsluna strax. Alla veg- ana er bezt að passa sig á að borga ekki of mikið.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.