Vísir - 06.09.1975, Síða 8

Vísir - 06.09.1975, Síða 8
8 Visir. Laugardagur 6. september 1975. Elzta Kristsmyndin. Myndir helgra manna, ristar á fornar fjalir frá Flatatungu í Skagafirði. Maðurinn, sem blessar, er vafalaust frelsarinn sjálfur. (úr grein dr. Kr. Eldjárns um helgigripi i isienzkri frumkristni.) Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis Það er mikill myndarbragur, samfara birtu starfsgleðinnar og samvinnunnar, yfir siðasta hefti af Tiðindum Prestafélags Hólastiftis hins forna, sem Kirkjusiðunni hefur nýlega bor- ist til umsagnar. Er þar skemmst af að segja, að þaö er norðlenzkum prestum til hins mesta sóma -r fjölbreytt að efni, prýtt mörgum myndum og vandaöur allur frágangur. — Það tæki of langt mál að rekja efni þessa heftis Tiðindanna, enda er sjón sögu rikari og er mönnum ráölagt að veröa sér úti um Tlðindin til aö fræðast um starf og stöðu kirkjunnar i Hólabiskupsdæmi. Af innihaldi ritsins má nefna: Helgigripir úr Isl. frumkristni eftir dr. Kristján Eldjárn, forseta, A Hólum eftir Sigurbjörn Einars- son, biskup, Allir eiga þar að vera eitt eftir sr. Fr. A. Friðriksson, Húsvitjun var hátiðeftir sr. Gisla Kolbeins og eftir sr. Þorstein B. Gislason: Sumarmót presta og prest- kvenna o.fl., o.fl. Þessi þurra upptalning segir litið um innihald Tiðindanna. En til þess aö gefa lesendum Kirkjusiðunnar frekari hug- mynd um þaö, skulu hér birtar nokkrar myndir úr þessu þekki- lega riti norðlenzku prestanna. Útgáfunefnd ritsins skipa þeir: sr. Gisli Kolbeins, sr. Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup og sr. Þórhallur Höskuldsson, en prentað er það i Prentverki Odds Björnssonar h.f. Stofnendur Prestafélags Hólastiftis Sr. Siguröur Guðmundsson, prófastur, skrýddur hinum fagra kirtli I hópi 10 fermingarbarna. Fermingarbörn gefa fermingargjöf Um miöjan vetur fyrir fermingu i Einarsstaðasókn 1974 komu ferm- ingarbörnin (tiuaðtölu) að máli við prestinn, sr. Sigurð Guðmunds- son, prófast á Grenjaðarstað, og sögðust ætia að gefa kirkjunni fall- egan hökul. „Er ég hafði rætt þetta við þau um stund,” sagði sr. Sig- uröur, „kom I ljós að þau áttu sjálf hugmyndina að þessu. Enginn hafði talið þau á að gera þetta. Ég spurði hvernig þau ætluðu aö greiöa svo .dýra gjöf eins og hökull væri. Þau sögðu að þau væru örugg að fá það mikia peninga i fermingargjöf að þau gætu greitt hökulinn. Ég dáðist að hugmynd þeirra og hugrekki.” Slfkt framtak er vissulega þakkarvert. Kirkjan þeirra varð auöugri að góðum grip og þau ánægð og sæl yfir að hafa lagt þetta fram til kirkjunnar sinnar. Það var merkur atburður í lífi kirkju og kristni þjóðarinnar, þegar fyrsta prestafélag landsins var stofnað. Stofnfundur félagsins var haldinn 8. og 9. júní 1898 á Sauðárkróki og stofnendur voru norðlenzkir prestar. — Varðveitzt hefir hópmynd af prestunum frá þessum atburði. Einn þeirra vantar þó á myndina, séra Hallgrím M. Thorlacius, prest í Glaumbae. Nöfn prestanna fara hér á eftir og prestssetrin nefnd við nafn hvers og eins, þar sem þeir þjónuðu, er félagið var stofnað. Fremsta röð (talið frá vinstri): Séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson, prestur Staðarbakka, séra Zóphónías Halldórsson, prófastur Viðvík, séra Hjörleifur Einarsson, prófastur Undirfelli, séra Stefán M. Jónsson, prestur Auðkúlu. Miðröð: Séra Árni Bjömsson, prestur Sauðárkróki, séra Hálfdán Guðjónsson, prestur (síðar vígslubiskup) Breiðabólstað, Vesturhópi, séra Björn L. Blöndal, prestur Hofi Skagaströnd, séra Jón Pálsson, prestur Höskuldsstöðum, séra Sigfús Jónsson, prestur Hvammi. Afstasta röð: Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Höfða, séra Bjöm Jónsson, prestur Miklabæ, séra Ásmundur Gíslason, prestur Bergsstöðum, séra Vilhjálmur Briem, prestur Goðdölum, séra Jón Ó. Mágnússon, prestur Mælifelli, séra Sveinn Guðmundsson, prestur Ríp. og nœði byrjaö á skólanum, ætti hann I sér vaxtarmátt fyrir heilög fræði og bók allra bóka til þess að vera þjóðinni aflvaki trúar og menn- ingar. Það er saga Hóla I Hjalta- dal um aldaraðir.” Stjórn Prestafélags Hólastiftis. Taliö frá vinstri: Séra Stefán Snævarr ritari, séra Björn Björnsson með- stjórnandi, séra Pétur Sigurgeirs'son formaður, séra Pétur Þ. Ingjaldsson gjaldkeri, séra Sigurður Guö- mundsson varaformaður. 1 Tiðindum Prestafélags Hóla- stiptis ræðir sr. Pétur Sigurgeirs- son, vigslubiskup, um hugmynd að kristilegum heimavistarskóla á hinu forna frægðar- og mennta- setri þeirra Norðlendinga — Hól- um i Hjaltadal. Segir þar m.a.: „Orðið skóli merkir kyrrð og næði. Það lýsir eðli hans. Fátt er betra ungu fólki, sem býr við si- aukinn hraða og spennu nútim- ans, en að komast, a.m.k. um tima i kyrrð og næði hinna is- lenzku dala og friöhelgu staða og ihuga þar gildi lifsins, lögmál þess og tilgang. Þó að smátt yrði o

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.