Vísir - 06.09.1975, Page 16

Vísir - 06.09.1975, Page 16
* * Vlsir. Laugardagur 6. september 1975. 1 fOAS J □ KVÖLD | Q □AG | Q KVÖLD | Q □AG 1 Hér má sjá abalpersónur leikritsins „Hitabylgja”. Kathie er leikin af önnu Kristlnu Arngrlmsdóttur, Nell er leikinn af Sigrlöi Hagalin og Jacko af Jóni Sigurbjörnssyni. Sjónvarp ó sunnudag kl. 20.50: Hitabylgja endursýnd Glefsur um leikritið og höfund þess Ted Willis Ted Willis er fæddur I Totten- ham. Hann fékkst viö aö skrifa greinar I blöð og timarit á fjórða áratugnum, allt þar til striöiö skall á og færöi honum annan starfa upp I hendurnar. Hann var ráöinn sem starfsmaöur við eina af áróðursdeildum hersins. Þar skrifaði hann og stjórnaöi heimildarmyndum. Hann kom fyrst fram sem leikritaskáld i tilraunaleikhúsinu „Art The- atre”, en hlaut heldur litinn frama við það. Siðar tók hann að skrifa fyrir sjónvarp, og þaö var þá sem hann höndlaði gæfuna. Hann öðlaðist bæði auð og frama og þættir hans hafa verið sýndir viða um lönd (t.d. á ís- landi). Þegar Ted Willis gefst timi frá annasömum störfum við sjónvarpið, þá skrifar hann leikrit fyrir Lundúna-leikhúsin. Hitabylgja er það leikrit Ted Willis, sem mestum vinsældum hefur náö. Hitabylgja hefur ver- ið sjónvarpað frá stöðvum, sem náð hafa til 16 milljón áhorf- enda, og hún hefur einnig verið kvikmynduð og lék þá John Mills aðalhlutverkið. Nú og jafnvel i Suður-Afriku, I Jó- hannesarborg — borg Vorsters — hefur Hitabylgja verið sýnd, en þar brá hins vegar svo viö, að farðaður hvitur maður lék svertingjann, en þar i landi búa sem kunnugt er, 13,5 milljón svartra móti 3,5 milljón hvitum. Ted Willis er sjálfur óánægður með, að litið er þannig á, að hann hafi skrifað og hugsað leikrit sitt sem innlegg I barátt- una gegn kynþáttamisrétti. Útvarp laugardag kl. 19.35: Fíkniefna- dreifingin ó íslandi — síðasti „Hálftíminn" í sumar Aö þessu sinni er viötal viö tvo stráka, sem segja frá flkniefna- dreifingunni á tslandi. Til dæmis hvar hægt er aö ná I þessu efni, hvaöa leiöir þau fara inn I landiö, hvernig dreifingu og sölu þeirra er háttaö. Viðtal verður við pilt, sem var handtekinn I Marokkó ásamt félaga sinum og höfðu báöir i fór- um sinum fikniefni. Voru þeir af þeim sökum settir i fangelsi og „sátu inni” i fimm vikur. •Frásögn piltsins er bæði litrík og áhrifamikil að sögn Ingólfs Margeirssonar, annars umsjón- armanns þáttarins. Þessi „Hálftimi” er sá siðasti I sumar. —HE Útvarp kl. 21.10: „Milljónir Trúðsins" — smósaga eftir Anders Bodelsen Höfundur smásögunnar „Milljónir trúösins” er Anders Bodelsen. Hann fæddist I Dan- mörku 1937. Hann starfaði í mörg ár við blöðin Politiken og Information og skrifaði þá einkum um kvik- myndir. Á árunum 1959-1964 komu út fyrstu skáldsögur hans sem fjölluöu um umhverfisvanda- mál og stéttaskiptingu. Anders Bodelsen varð þó fyrst þekktur árið 1963, með útgáfu bókarinn- ar „Tænk pa et tal”. Anders Bodelsen skrifar i hálfgerðum ævintýrastil og not- ar mikið glæpasöguformið til dæmis i smásagnasafninu Lov og Ret en það var einmitt i þeirri bók, sem smásagan „Milljónir trúðsins” birtist fyrst Þýðandi og lesandi sögunnar er Bodil Sahn, menntaskóla- kennari. —HE. Útvarp kl. 19.25 ó sunnudag: Tímamót í tónlistarlífi „Úr handraöanum” er þáttur sem segir frá för Karlakórs K.F..U.M. til Noregs og Færeyja áriö 1926. Kórinn var þá 10 ára gamall. Það þætti ef til vill ekki I frá- sögu færandi, nú á dögum að kór Sverrir Kjartansson spjallar viö nokkra kórfélaga K.F.U.M. kórsins sem fór I söngför til Noregs og Færeyja áriö 1926. fari i söngför til annarra landa, þar eð utanlandsferðir þykja orðið svo sjálfsagður hlutur. Arið 1926 fóru engir utan nema helzt námsmenn eða embættis- menn. Þessi för K.F.U.M. kórsins var dálitil prófraun kórstarf- semi og annarri tónlistarstarf- semi sem verið var að koma á laggirnar hér á landi. Næsta ár á eftir för kórsins gerðust ýmsir merkir tónlistar- viðburðir: Karlakór Reykjavik- ur var stofnaður, Páll Isólfsson og Þórarinn Guðmundsson hófu aö semja eigin tónverk og Hljómsveit Reykjavikur var starfrækt af fullum krafti. Fleiri merkir tónlistarvið- burðir áttu sér stað eins og Berlinarsinfónian heimsótti Is- land og stjórnaði Jón Leifs hljómsveitinni þegar hún kom fram hér opinberlega. Frá þessu og fleiru hafa þætt- irnir hans Sverris Kjartansson- ar fjallað en hann hefur flutt nokkra þætti um þetta efni I sumar. Sfðasti þátturinn af þessu tagi verður fluttur á sunnudag. 1 þeim þætti verður spjall við eftirlifandi kórfélaga K.F.U.M. kórsins og hafa þeir frá mörgu skemmtilegu að segja. —HE. Bandarísk bíómynd kl. 21.15: Þriggja stjörnu fjölskylduslagur Kvikmyndin, sem sýnd verður í kvöld, er banda- rísk og hlaut hún þrjár stjörnur í kvikmynda- handbók, sem við flettum upp í. Myndin heitir í ís- lenzkri þýðingu: „Myrkr- ið í stiganum" og er bíó- mynd frá árinu 1960. Hún er byggð á leikriti eftir William Inge, sem er þekkt, bandarískt leik- ritaskáld. Hún fjallar um banda- ríska f jölskyldu, líf henn- ar og störf. Húsbóndinn er atvinnulaus sölumaður og hjónabandið hjá hon- um gengur stirðlega. Ekki bætir það heimilis- lífið, þegar dóttir hjón- anna kemst í kynni við pilt af gyðingaættum.. Með aðalhlutverk fara lítt þekktir leikarar en að sama skapi ágætir, en þeir heita Robert Prest- on, Dorothy McGuire og Eve Arden. —HE Utvarp kl. 21.30: Horn- steinn heim- ilisins Hornsteinn heimilisins, hver getur það verið annar en hús- móöirin? I kvöld mun Guörún Guö- laugsdóttir leikkona og útvarps- kona fjalla um húsmæðrastétt- ina. M.a. á hún langt viðtal við Halldóru Eggertsdóttur, fyrr- verandi námsstjóra, og fjallar viðtalið um húsmæðrastéttina og húsmæöraskóla. Þá verður bókmenntaleg samantekt um þessa stétt, lesið verður upp úr Manni og Konu eftir Jón Thoroddsen, skáld, auk þess verður lýsing á húsfreyj- unni, sem tekin er upp úr Búnaðarbálki Eggerts Ólafs- sonar. Þessi þáttur er ætlaður til skemmtunar og fróðleiks, aö sögn Guðrúnar Guðlaugsdóttur, en ekkert innlegg i rauðsokka- hreyfinguna. —HE. Guörún Guðlaugsdóttir flytur þáttum húsmæörastéttina. Hún er ef til vill þekktari sem leik- kona.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.