Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 3
SUNNUD&GUR 9. októl>er 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Hér kemur svo nýjasta tízka frá Rússlandi. Upphá stígvéli, stutt pils, og höfuðhetta. ★ Nýtt hneykslismál er nú kom ið upp í enska hnefaleikaheim- inum. Bandarískur hnefaleika- maður skýrði frá því, að hon- um hefðu verið boðin 300 pund fyrir að „leggjast niður“ ) keppni milli sín og brezka hnefaleikarans Billy Waiker. Bandaríkjamaðurinn neitaði boðinu, og fór með fregnina beint í enska blaðið the Peopie. Það var umboðsmaður brezka hnefaleikarans Henry Cooper.s, sem bauð Bandaríkjamanninum peningana, en sagði við hann eftir á, að hann hefði gert rétt í því að hafna boðinu. ★ Enskur skóladrengur vann i fyrradag veðmál upp á 10 shill- inga. Veðmálið var um það hvort hann gæti tekið í hönd- ina á þúsund mönnum á emum degi. Veðmálið var milli hans og sögukennara stráksins, en strákur hélt því fram, að það væri alls enginn vandi að vera í sporum drottningar upp á það að þurfa að heilsa þúsund manneskjum á einum og sama degi. Strákur arkaði síðan af stað með heljarstórt spjald um öxl, þar sem á stóð. „I wani to shake. 1.000 hands“ Stóð hann síðan fyrir utan griðar- stórt samkomuhús í grenjandi rigningu og tók í höndina á ölluni, sem framhjá gengu, en kennarinn taldi handtökin. Eft ir athöfnina, sem tók um það bil 2 klukkustundir sagði dreng ur, að honum liði alls ekki sem verst, höndin væri jú dálítið bólgin og það blæddi talsvert úr henni, en hann hefði unnið sér inn 10 shillinga og hann ætlaði að gefa peningana til góðgerðarstarfsemi. ★ 90 útvarpsstöðvar í Thai- landi, sem eru undir yfir- stjórn hersins, hafa fengið skípun um að hætta útsending- um á óskalagaþáttum. Opin- berir aðilar i Bankok gáfu þá skýringu, á banninu, að því hefði verið komið á vegna þess að ríkisstjórnin hefði róKstudd- an grun um að kommúnistar notuðu kveðjur og auglýsingar í þáttunum til duimálssend inga. * Frú Gunther Sachs fékk fyr- ir skömmu heldur óvenjulega gjöf frá eiginmanni sínum. Var það sprelliifandi hlébarði. Frú Sachs hét áður Brigitte Bardot. Var Jark the Ripper, fjölda- morðinginn, sem skelfdi alla London fyTÍr 80 árum síðan, kona. Sex konur voru myrtar og stungnar ótal stungum með hníf., í hinum þokusveipuðu gasupplýstu strætum í White- chapel nálægt spítala nokkrum í London. Prófessor nokkur í sjúkdómafræðum við Lundún- arháskóla setur þessa kenningu fram í bók nokkurri sem hann nefnir „The Investigation og Murder”. Hann segir t.d., að sadístiákir morðingjar af þessu tagi brenna ekki upp eða hverfa Það séu aðeins fáar leiðir, sem komi til greina í sambandi við hvarf morðingjans, og það sé að annað hvort hafi hann dáið farið úr landi eða verið fluttur á geðveikrahæli sökum geðbil- unar af einhverju tagi. Hafi morðinginn verið kona, hafi vel getað verið, að hann hafi verið fluttur á geðveikrahæli án þess að nokkur hafi grunað að þetta hafi verið hinn ill- ræmdi Jack the Ripper. ★ Charles krónprins Bretaveld is er nú kominn heim til Eng- lands eftir sex mánaða dvöl í Ástralíu. Gekk hann þar í heimavistarskóla en talið var jafnvel að hann hefði verið látinn fara þangað vegna kynna sem hann hafði haft af ungri enskri stúlku af borgaralegum ættum heima í Englandi. Kon- lungsfjölskyldan er auðvitað himinlifandi yfir að hafa endur heimt prinsinn heim og þykir sveinnnn hafa mannazt mjög mikið í skólavistinni og sé nú fyrst orðinn ábyrgðamikill ung lingur sem skilur hvaða skyld- ur hvíla á herðum hans. ★ Wilson forsætisráðherra Breta á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Fyrir utan það að, hafa orðið fyrir aðkasti í guðshúsi í Brighton á flokks- þinginu, hefur ýmsu fólki og samtökum í Englandi borizt bréf, þar sem Wilson er hótað lífláti. Fréttaritarar enska, blaðsins News of World barst eitt slíkt í fyrri viku. Var bréf- ið skrifað með grænu bleki á ódýran pappír og lýsti það Wil son sem fífli. Bréfið var sent frá Coventry. Lögregluvörður hefur verið efldur mjög við íbúð forsætisráðherrans í Brigh ton. ★ Svo virðist sem Mafían marg umtalaða sé nú að færa út kvíarnar. Sendimenn frá Mafí- unni eru nú komnir til London ogyáitja þar langa fundi með enskum gangsterum. Umræðu- efnið mun vera það, eftir frá- sögn Scotland Yard, hvort Mafí an eigi að leggja 2365 milljónir króna eða tvo miljarða og þrjú hundruð sextíu og fimm miljón ir króna í ýmis konar spila- hringi í Englandi. Heimsókn Mafíunnar kemur rétt í kjöl- farið á eftir heimsókn nokk urra top glæpamanna frá Ame- ríku sem voru þar fyrir skömmu. Hvorki Scotland Yard né F .B. I. eru viss um hin réttu nöfn manna i sendinefnd- inni, en hlerun á samtölum sem fóru fram á fundum leiddu í ljós m. a. að einn með'imur nefndarinnar gortaði af bví að „reka Pensylvaniu eða to run Pensylvania“ Allt er nú til. Hér er mynd af Bítnika uppfæringu á kvæði eftir franska skáldið Baudela- ire sem tekin í Píber Club í Rome. Klúbbur þessi er aðal- lega sóttur af alls konar bylt- ingarkenndum táningum en hugmyndina munu þeir hafa Margrét ríkisarfi Danmerk- ur og Henry greifi sjást hér leiðast í krumlu á blaðamanna- fundi sem haldinn var eftir að fengið úr hryllings gamanmynd sem nýlega var settur á svið þar í borg. Eins og sést á mynd inni dansar stúlkan hrystings dans við mann í gúmmísam- festingi með beinagrindar út- flúri. ★ trúlofun þeirra var opinberuð. Trúlofunarhringur prinsessunn- ar sést greinilega á myndinni. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.