Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. október 1966 TÍMINN Heimur í hnotskurn III Iðnbyltingin FRAMŒ3SLUGETAN STÓRJÓKST ÞEGAR GUFUAFUÐ VAR DFIZLAD ,4íkkert er mýkra og gljúp ara í heimi en vatnið, en ekk- ert kemst til jafns við það. í þvi að eyða hinu harða og sterka, — að því leyti ber það af öllu.“ (Bókin um veginn — Lao-Tse). Og með vatni og gufu hefst iðnbyltingin. Með þeirri byltingu tekst mannin- um að stórauka framíeiðslu- getuna með því að taka gufu- aflið í þjónustu sína. Undan- fari þessara breytinga hefst með aukinni þekkingu á nátt árulögmálum og vinsindalegri tilraunastarfsemi á 16. ög 17. öld. Og byltingin hefst á Eng landi, þar sem þörfin fyrir uyja orkugjafa var knýjandi. timburskortur var orðinn til- finnanlegur þar í sumum hér- uðum, en næg kol í jörðu. Auk þessa voru menn þar í landi opnari fyrir nýjungum en víða annars staðar, einkum framkvæmdasamir útgerðar og kaupmenn, sem höfðu tengla viða um heim. Þetta hefst með gufunni. Á siðari hluta 18. aldar endur- bætti James Watt gufuvélina svo, að hún varð notuð við iðn að. Hann hóf þessar tilraunir um 1765. Vél þessi var svo smátt og smátt endurbætt og varð nothæfari eftir hverja endurbóL 1785 var tekið að nota hana til iðnaðar, og enn frekari endurbætur voru svo gerðar um 1820. Þessar vélar voru notaðar við málmvinnslu vefnaðariðju, námurnar og síðar ollu þær miklum framför- um í samgöngum. Vélaaflið gerði mönnum fært að vinna meiri kol úr jörðu og auðvelda flutninga. Aukning kolafram- leiðslunnar var undirstaða frek ari notkunar gufuaflsins. Kolin verða helzti aflgjafinn á fyrri hluta 19. aldar. Kol voru notuð til hitunar og sem aflgjafi i samgöngum á sjó og landi. Um 1800 er ársframleiðsia kola í heiminum um 15 millj ón tonn. Um 1860 er hún 132 milljónir tonna og um alda mótin er ársframleiðslan um 700 milljónir tonna og um 1950 er hún orðin 1450 milljónir tonna. Það stóð ekki á margvísleg- um afleiðingum og vixlvers- unum þessara auknu orku- gjafa. Mikil gróska hleypur í efnahagslífið, framleiðslan stór eykst og eykur það þörfina fyr ir margbreyttari og aukna fram leiðslu, þörfin fyrir almenna -------------- menntun verður brýnni og verk leg þekking verður hverju þjóð félagi nauðsynleg, aukin þekk- ing í efna- og eðlisfræði ýtir undir nýjar uppfyndingar. Rafmagn var þekkt, sem fyr- irbrigði fyrr á öldum, en það er ekki liðin öld frá því að tekið var að nota rafmagn til að framleiða þá orku, sem við notum sem sjálfsagðan hlut nú á dögum. Menn vissu það til forna, að rafmagn myndaðist við núning, Arabar notuðu raf- magn á miðöldum til þess að silfra skrautmuni. Þekking manna á þessu fyrirbrigði tek- ur að aukast um 1800, með Volta, Örsted einkum verða rannsóknir Faraday til þess að vekja meiri athygli á þessu fyr irbrigði. Á Vínarsýningunni 1883 mátti líta margvíslegustu rafmagnstæki, sem nú á dögum eru á hverju heimili. Fram- leiðsla rafmagns var framan af mjög dýr en með frekari þekk ingu og stærri rafstöðum lækk ar verðið. Fyrsta rafstöðin er reist af Edison 1882 og ári síð ar er reist fyrsta rafstöðin í Evrópu, í Mílanó, og 1884 er reist rafstöð í Berlín. Þessar uppfyndingar urðu kveikja annarra. Því meira afl sem menn virkjuðu, því meir óx orkuþörfin. Menn reyndu að hagnýta sér sjávarföllin, jarð- hitann, og sólina sem orku- gjafa, og skömmu fyrir miðja tuttugustu öld tókst mönnum að notfæra sér kjamorkuna, bæði í hernaði og sem orku- gjafa. Allt þetta verður til þess að stórauka þá orku, sem menn hafa yfir að ráða. Aukning orkunnar bauð heim aukinni orkuþörf, þótt orku- magnið ykist hlutfallslega mun meira en fólksfjöldinn á síð- ustu öld. Prósentutölur varð- andi þetta hlutfall hafa samt sem áður enga þýðingu, mynd sú, sem kemur út, er aðeins leikur að tölum. Þetta stafar af því, að orkuaukningin er einkum i vissum hlutum heims ins, Evrópu og Ameríku, og þrátt fyrir stóraukna orku og framleiðslugetu, batnar hagur manna lítið, sé litið á heiminn í heild. Iðnvædd lönd þarfnast mun meiri orkugjafa, en lönd sem búa við frumstæða fram- leiðsluhætti. Því meiri orka, sem notuð er, því meiri verður framleiðslugetan. Orkan fæst ýmist úr dýra- og jurtaríkinu eða fæst -með notkun vatns og vinda, jarð- hita, olíu og kola. í þjóðfélög- um áður fyrr, var orkan að mestu leyti fengin úr dýra- og jurtaríkinu. Framleiðslugeta slikra þjóðfélaga er og var allt- af mjög takmörkuð. Með iðn- byltingunni verður mikil breyt ing, þá er tekið að nota afl- gjafa, eins og gufuna og kolin og olíu og timbur. Sumir þess- ara orkugjafa eru ótæmandi, eins og vatn og vindur en aðr- ir, svo sem kol og olía eru til í takmörkuðu magni. Allt frá því, að iðnbyltingin hófst, hef ur stöðugt verið gengið á þess ar takmörkuðu orkubirgð- ir. Um 1950 var helmingur afl- gjafanna af þvi tagi, þ.e. kol, olia og jarðgas. Þessi efni hafa hlaðizt upp á milljónum ára. og verða fyrst nýtt með iðn- byltingunni og nú er svo kom- ið, að það er gengið svo á þess ar birgðir, að á einu ári er eytt meira magni kola en gátu myndazt á mörg hundruð öldum á forsögutímabilum. Það er stöðugt gengið á birgð imar og það hlýtur að vakna spuming, um hve lengi svo megi fram halda. Mannkyninu fjölgar mjög og orkuþörfin, eykst með hverju ári, ekki að- eins í iðnvæddum löndum, held ur einnig í þeim löndum, sem hingað til hafa talizt vanþróuð, og eru nú að hefja iðnvæð- ingu. Það hafa komið fram ýms ar kenningar um, hve lengi, þessar orkubirgðir endist, sum ir álíta, að þær verði uppurn- ar innan fárra áratuga, aðrir, að þær endist í nokkrar aldir, en öllum kemur saman um, að sá dagur muni koma, þegar allt verði uppurið. Álitið er, að finna verði aðra orkugjafa í stað þeirra, sem nú eru mest notaðir. Ef slikt yrði ekki, hlyti mannkynið að taka upp aftur frumstæða atvinnuhætti og auk þess myndi fólki stórfækka vegna stórminnkaðrar fram- leiðslugetu. Það hefur verið bent á ýmsar leiðir til þess að koma í veg fyrir algert hrun og gerðar hafa verið ýmsar uppgötvanir varðandi nýja, mögulega orkugjafa. Kostnað- urinn við nýtingu nýrra orku gjafa er að nútíma mati mjög hár, og það er ennþá ekki út séð um, hvemig máiin æxlast. En margir telja mjög sennilegt að nýtingarkostnaðurinn verði mun hærri en er við nýtingu þeirra orkugjafa, sem við bú- um við nú. Auðurinn er nauðsynlegur til þess, að aflgjafar verði virkj aðir, og það þarf enn meiri auð, til þess að nota orkuna. sem fæst, til framleiðslu. Auð söfnun er hverju þjóðfé lagi nauðsyn til framfara og aukinnar framleiðslugetu. í frumstæðu veiðimannaþjóðfé lagi þarf lítið fjármagn, meða) slíkra eru þarfirnar mjög litl- ar, bein, sem nota má i áhöld og vopn og boga, örvar og steinverkfæri. í landbúnaðar þjóðfélögum þarf meira fé og í öðru formi. í slíku þjóðfé- lagi þarf útsæði, áburð, plóga og ýmis jarðyrkjutæki. dráttar Teikning af pumpunni í gufu- vél Watts. dýr, hlöður, myllur, báta, vagna, o.s.frv. í iðnvæddu þjóð félagi verða þarfimar enn marg brotnari og dýrari. Vélar járn brautir, efna- og kjarnorku- rannsóknarstöðvar, rafstöðv- ar, flugvellir o. s. frv. Því meiri sem framleiðslan er, því meira fjármagn. Og því meiri, sem framleiðslan er, þvj meiri mögu leikar em á meiri birgðum og meiri f jármagnsmyndun. Fjármagn þ.e. birgðir mynd- ast við það, að það er ekki þörf á að eyða öllu fjármagn- inu til nauðþurfta, framleiðsl- an er svo mikil, að hluti henn- ar hleðst upp sem birgðir. Það verður afgangur. f landbún- aðarþjóðfélagi em tekjur mjög takmarkaðar, og auk þess em birgðirnar, sem mynduðust í hinum fornu þjóðfélögum ekki notaðar til þess að áuka fram- leiðsluna, heldur notaðar til óarðbærra framkvæmda, að okk ar dómi. Á Egyptalandi var þessi umframframleiðsla not uð til byggingar halla, pýra- mida, hofbygginga og í skart- gripi, og til stríðsreksturs. Auk þessa vom samgöngur mjög erfiðar áður fyrr og rándýrar fólk varð að búa meir að sínu og birgðasöfnun og varðveizla birgða var mjög nauðsvnleg Menn urðu að vera viðbúnir hallærum og oftast var svo aö framleiðslan rétt nægði ti) þess að halda lífinu í fólkinu og afgangur var alltaf mjög tak- markaður. Föt. matur, og húsa- skjól voru nauðþurftir manna. og allt þetta af frumstæðustu gerð. Það litla, fjármagn, sem myndaðist, fór því til kaupa s þeim nauðsynjum, sem búið þarfnaðist, til vefnaðariðju og bygginga. Byggingar voru nauðsynlegar og vefnaðar- iðjan var hliðargrein við land- búnaðinn, enda oft heimilisiðn aður eins og hér á landi til forna. í þessum þjóðfélögum var alltaf einhver smávegis verzl- un, og vörurnar vom oftast landbúnaðarvörur og svo vefn aðarvara. VerzIunarstéttJn var mjög fámenn miðað við þann grúa, sem vann að landbúnaðar störfum. Verzlunin hafði þó alltaf mjög mikil áhrif á efna- hag þessara fornu þjóðfélaga og þar sem verzlunarblóminn var mestur var jafnframt mest ur blómi í landbúnaði, verzl- unin ýttí undir einhæfingu i framleiðslu og framleiðsl- an nýttist betur og hún gerði mönnum kleift að rækta það, sem gaf mest í aðra hönd. í þeim löndum, þar, sem verzlun in blómgaðist varð afkoman bezt, framleiðslugeta landbún- aðar þeirra svæða jókst og fólkinu fjölgaði mest. Höfuðmunurinn á landbúnað arþjóðfélaginu og iðnvæddu þjóðfélagi er sá, að meðaltekj ur eru mun hærri í því síðar nefnda. Þetta stafar af notk- un nýrra aflgjafa, meiri um- framframleiðslu, betri nýtni og úrvinnslu hráefna og betri sam göngum. Mataræði stórbatn ar og verður fjölbreyttara og einnig klæðnaður og húsa- kynni. Ýmsar nýjar þarfir myndast, sem þarf að seðja. „Hærri þarfir" koma til sög- unnar, sv.o sem betri samgöng ur, heilrigðisþjónusta, almenn ingsfræðsla, skemmtanaiðn aður, o.fl. Þessar þarfir voru fyrir hendi í landbúnaðarþjóð- félaginu, en framleiðslugetan var það lítil, að þær urðu að- eins mettaðar að litlu leyti. Matvælakaupin aukast og fólk eyðir meira fé tíl matarkaupa en áður, en hlutfallslega minna fé þarf þó til þess en áður, var þegar svo til allar tekjur manna fóru til matvæla kaupa. Maturinn var áður fyrr mjög dýr miðað við verð mat- væla nú á dögum. Með iðn væðingunní minnkar þýðing landbúnaðarins og þær at- vinnugreinar, sem voru hlið greinar við landbúnaðainn verða nú sjálfstæðar, stál og sement kemur í stað timburs og ýmis konar gerviefni i stað ullar og baðmullar. Fyrir iðn- byltinguna var um 80% þeirra vara og efna, sem menn þörfn uðust úr dýra- eða jurtarík- inu, en eftir byltinguna breytt ist þetta hlutfall stórlega Fjöldi þeirra, sem vinna að landbúnaðarstörfum. stöT I minnkar og hlutpr iandnun | Pranihald ð Dls 14 | ------ ------------------ ■ SaltvinnsluverksmiSja i Frakklandi 1775. Kolanámumaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.