Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 9. október 1966 TÍMINN Skuldirnar við í nýútkomnu hefti Fjármála- tíðinda birtist greinargott yfir- lit um fastar erlendar skuldir. Samkvæmt þessu yfirliti hafa þessar skuldir numið í árslok á tímabilinu 1956—1965 sem hér segir: 1956 1177.6 millj. kr. 1957 1654.7 millj. kr. 1958 1924.6 millj. kr. 1959 2491.5 millj. kr. 1960 2871.9 millj. kr. 1961 2853.1 millj. kr. 1962 2774.7 miUj. kr. 1963 3172.6 millj. kr. 1964 3695.2 millj. kr. 1965 3912.1 millj. kr. Samkvæmt þessu hafa fastar skuldir íslendinga erlendis num ið í árslok 1965 meira en helm- ingi hærri upphæð, en 1 árslok 1958. Allar tölurnar eru reikn- aðar út í núv. gengi. Þá er að finna í þessu hefti Ilagtíðinda yfirlit um gjaldeyris stöðu bankanna og stutt vöru- kaupalán. Segir svo um gjald- eyrisstöðu bankanna í árslok 1965: „Gjaldeyrisstaða bankanna að viðbættum óinnkomnum kröf- um á útlönd, en frádregnum stuttum ábyrgðum og greiðslu skuldbindingum, var 1.297 millj. kr. eign umfram skuld- bindingar í árslok 1965.“ Sambærileg tala i árslok 1958 var 228 millj. Gjaldeyrisstaða bankanna hefur því batnað um rúmlega 1000 millj. kr. síðan 1958, en fastar erlendar skuldir hafa hins vegar hækkað á þessu tímabili um rúmlega 2000 millj. kr. Aukning fastra skulda um- fram bætta gjaldeyrisstöðu bankanna nemur því rúmlega 1000 millj. kr. á þessu tímabili. Árið 1958 nam greiðslubyr? in af erlendum lánum (vextir og afborganir) 5,1% af þeim gjaldeyristekjum, er fengust fyr ir vörur og þjónustu. Árið 1965 er áætlað að greiðslubyrðin hafi verið 7.9%. Hver er stefna Vetur er genginn í garð um norðan og austanvert landið, eins og þessi mynd sýnir vel, en hún var tekin á Akureyri fyrir nokkrum dögum. M^nn og málefni ^tómarinnar? Stjórnarsinnar verða jafnan hvumsa við, þegar spurt er um, hver sé stefna ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Hringl- andaháttur ríkisstjórnarinnar hefur verið svo mikill, að það sem hún hefur talið sáluhjólp- aratriði i dag, hefur verið tal- ið ófært og óhæft á morgun. Hér skal aðeins bent á nokkur dæmi um þetta: Árið 1960 og 1961 ta'.di rikis- stjórnin, að gengislækkun væri höfuðúrræði i efnahagsmálun- um og felldi því gengið bæði árin. Nú segir forsætisráðherra, að gengislækkun sé engin lausn. Lengi vel sagði ríkisstjórnin, að hún ætlaði ekki að hafa nein afskipti af kaupgjaldsamningun um. Nú tekur ríkisstjórriin meiri og meiri þátt í öllum kaupgialds samningum. Árið 1960 t'elldi ríkisstjórnin niður dýrtíðaruppbætur og taldi þær leiða til óþolandi víxl hækkana á kauDgjaldi og verð- lagi. Nú telur ríkisstjórnin þær nauðsvnlegar og réttmætar. Á síðastl. vori taldi ríkisstjórn in ni^urboreanir á vöruvprði ekkert úrræði og dró því úr1 niðurgreiðslum á fiskverði. Fá- um mánuðum síðar telur hún niðurgreiðslur vera gott úrræði, og eykur þær á landbúnaðarvör- um. Haustið 1963 taldi ríkisstjórn in kaupbindingu mikið snjall- ræði og reyndi að fá hana lög- festa. Nú segir forsætisráðherra, að slík lögfesting komi ekki til greina. Hvað eftir annað hefur ríkis- stjórnin lýst því yfir, að upp- bætur á útflutningsvörur væri ekkert úrræði. Það var á sínum tíma talin einn höfuðkostur .,við reisnarinnar,“ að uppbætur voru p“lldar niður að mestu. Nú er r 'isstjórnin stöðugt að auka þær aftur. Fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna það, hvernig efnahags- stefnan hjá ríkisstjórninni er eitt í dag og annað á morgun. Öngþveiti efnahagsmálanna stafar ekki sízt af þessu hringli hennar og fálmi sitt á hvað. Svo þykist ríkisstjórnin vera þess umkomin að brigsla öðrum um óákveðna stefnu? landgrunns- “tturinn Það er á fleiri sviðum, sem erfitt er að átta sig á því, hver stefna ríkisstjórnarinnar er. Það má t.d. nefna landgrunnsmálið. Vorið 1959 lýsti allt Alþingi yf- ir þeirri stefnu, að íslendingar hefðu rétt til að láta fiskveiði- landhelgina ná til alls land- grunnsins, og bæri ríkisstjórn- inni að vinna að því á hverjum tíma að kynna öðrum þjóðum þennan rétt íslands og afla við- urkenningar á honum. Þegar landheleissamningurinn var gerður við Breta 1961, lýsti stjórnin vfir því, að hún myndi halda áfram að vinna að land- helgismálinu á grundvelli þess- arar vfirlvsinear Albineis. Þetta hefur hún áréttað oft síðan. Samt gerðist það nú i vikunni á þinei Sameinuðu bióðanna. að Emil -Tónsson heldur ræðu um fiskveiðimálin. án þess að min-’i'-t oinu orði á horman rétt íslands. Enginn staður er þó ákjósanlegri en allsherjarþing S.þ. til þess að kynna þennan rétt íslands og vinna þannig að því að afla honum viðurkenn- ingar annarra þjóða. Hér hefur ríkisstjórnin hlaup ið frá fyrri yfirlýsingum eins og í svo mörgum öðrum mál- um, og er nú allt á huldu um, hvaða stefnu hún hefur í land- helgismálinu. ,Sósíalismi“ Al- þýðubandalagsins En það eru fleiri, en ríkis- stjórnin, sem eiga í vandræðum með að marka sér glögga stefnu. Alþýðubandalagið er glöggt dæmi um þetta. Alþýðubanda- lagið segist vera samtök sosíal- ista. En hver er sosíalismi Al- þýðubandalagsins? Orðið sosíal- ismi er nú orðið mjög óljóst hugtak. Menn með jafn ólíkar skoðanir og Mao Tse-Tung og Emil Jónsson þykjast báðir vera sosíalistar. Er sosíalismi A.1- þýðubandalagsins skyldari sosi- alisma Maos eða sosíalisma Em- ils? Eða er hann einhvers stað- ar mitt á milli? Eða er hann ekki annað og meira en orða- leikur? Hvað er það t.d., sem Alþýðubandalagið vill láta þjóð nýta? Vill Alþýðubandalagið láta þjóðnýta stórútgerð, frysti- hús, verzlun eða kannski ekki neitt? Fylgismenn Alþýðubanda lagsins standa alveg á gati, þeg- ar þeir eru spurðir um þetta. Svo óljós er stefnan. Það væri nær fyrir Þjóðviljann og Frjálsa þjóð að útskýra þetta nánara áður en þessi blöð brigzla öðrum um óljósa stefnu. '^æsni Engin stjórnarflokkur gengur Iengra í því en Sjálfstæðisflokk- urinn að troða harðsvíruðustu forystumönnum sínum í stjórn- ir hvers konar almannasamtaka, sem eru og eiga að vera eðli sínu samkvæmt ópólitísk. í Landsambandi ísl útvegsmanna er t.d. Sverrir Júlíusson, þing- maður íhaldsins formaður. og í stjórnina hefur einnig verið komið Jóni Arnasyni og Matthí- asi Bjarnasyni, íhaldsþingmönn- um. Samtökin eru nú rekin lík- ast deild úr Sjálfstæðisflokkn- um og þjóna honum alveg. í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna situr Sigurður Ágústs- son, íhaldsþingmaður, óg í sjó- mannasambandinu og sjómanna dagsráði situr Pétur nokkur Sig- urðssoh; íhaldsþingmaður, á veldisstóli. í Verzlunarmanna- sambandinu er, Syerrir Her- mannsson æðstíprestur, íhalds- frambjóðandi á Austurlandi. Jafnvel í íþróttahreyfingunni berst íhaldið til valda með ofsa, og þar er Gísli Halldórsson, íhaldsborgarfulltrúi, forseti ÍSÍ. Loks má nefna sem eins konar rúsínu í pylsuenda, að ekki dug- ar minna en að Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra, sé for- maður Almenna bókafélagsins. Þrátt fyrir allt þetta lætur Morgunblaðið sem það sé óhæfa að pólitískir menn veljist til forystu í almannafélögum, og gefur í skyn, að Sjálfstæðis- menn séu hreinir af þeim ósóma. Það ámælir samvinnuhreyfing- unni fyrir tengsl við Framsókn- arflokkinn og læzt furðu slegið yfir þvf, að stundum skuli velj- ast sömu menn til forystu í Fram sóknarflokknum og samvinnu- hreyfingunni. Hræsni þeirra Mbl. manna er alltaf söm við sig. Máskólinn Á þinginu 1964 fluttu Ólafur Jóhannesson og átta þingmenn Framsóknarflokksins aðrir til- lögu í Sameinuðu þingi, þar sem „skorað var á ríkisstjórn- ina að láta semja í samráði við háskólaráð áætlun um skipulega eflingu Háskóla íslands á næstu tuttugu árum. Áætlunin skal siðan lögð fyrir Alþingi til sam- þykktar." í greinargerð tillögunnar er það rakið, að nauðsvnlegt sé að efla Háskóla ísjands, svo sem ffeta þióðarinnar framast leyfir, Vísindaleg menntun er ein ör- uggasta fjárfesting hverrar bióðar. í nútimaþióðfélagi er '''’axanrii börf fyrir háskóla- menntaða menn og hvers kon- ar tækni verða æ mikilvægari undirstöður undir efnahagslegri velgengni. Stúdentafjöldinn fer vaxandi. Stúdentar við Háskó’a íslands eru nú um 950. Gert er ráð fyrir, að tala þeirra mum þrefaldast á næstu tveim ára- tugum. Aukningin mundi bá eflaust verða mun meiri, ef há- skóladeildum og kennslugrein- um væri fjölgað, svo að nokkru næmi, en á því er einmitt brýn nauðsyn, bæði vegna þarfarinn- ar á háskólamenntuðum sér- fræðingum og til þess að opna stúdentum nýjar leiðir til sér- fræðináms hér heima. Þessi tillaga fékkst ekki af- greidd á þinginu 1964, en nú hefur ríkisstjórnin falið nefnd að annast umrætt verkefni. Þannig ganga tillögur Framsókn arflokksins jafnan fram að lok- um, þótt stjórnarflokkarnir reyni að tefja þær eins lengi og þeir geta. 1 Ktamannalaunin Mbl. birtir 6. þ.m. vitnisburð nokkurra skálda og rithöfunda um, hvort rithöfundalaun þau, sem ríkið veitir, reyndust nú drýgri en áður. Vitnisburðirinn er á þessa leið: Halldór Laxness: En vitanlega dugðu þau betur áður fyrr. Við höfðum hræðilega verðbólgu á íslandi. Guðmundur Gíslason Haga- lín: Rithöfundalaunin eru hlut- fallslega lægri en áður var. Jóhannes úr Kötlum: Rithöf- undalaunin voru hlutfallslega hærri áður fyrr. Tómas Guðmundsson: Á rit- höfundalaununum mundi ég hins vegar álíta að unnt væri að draga fram lífið i þrjá mánuði og á ég þar við hæstu launin. Þetta mundi svara því, að rík- ið ætlaði rithöfundunum fjórum sinnum lengri tíma til þess að deyja en til þess að lifa. Satt er það, svo sem hann (Laxness) segir, að sambærileg laun voru ajlmiklu hærri áður fyrr heldur en nú. Þetta staðfestir það, sem Fram sóknarmenn hafa haldið fram á undanförnum þingum, að lista mannalaunin færu lækkandi. Því hafa Þórarinn Þórarinsson og fleiri þingmenn Framsóknar manna margflutt tillögur um hækkun listamannalaunanna. Stjórnarflokkarnir hafa alltaf fellt bær. Það er þó ekki aðeins sómi hverrar þjóðar að búa sem bezt að listamönnum sínum, heldur fátt mikilvægara til eflingar andlegri menningu. r’Unnar heim! Það er nú að gerast í Sjálf- stæðisflokknum, sem hefði þótt ótrúlegt fyrir hálfu einu ári, þegar Gunnar Thoroddsen var sendur i eins konar útlegð til Kaupmannahafnar. Þá töldu margir Sjálfstæðismenn það lán fyrir Sjálfstæðisflokkinn að losna við hann. Nú fer þeim Sjálfstæðismönnum hins vegar ört fjölgandi, sem vilja, að Gunnar verði kvaddur heim, en Bjarni sendur til Kaupmanna hafnar. Þessir menn segja, að bersýnilega ráði þeir Bjami og Geir ekki við neitt, og þrátt fyr- ir allt, hafi ástandið þó verið skárra meðan Gunnars naut við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.