Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 9. október 1966 Bjömsdóttir og Stefán Æ. Guð- mundssón. (Studio Guðmundar, Garðastr. 8, sími 20900). 24. sept. voru gefín saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Braga Friðrikssyni, fr. Svava Guð- mundsdóttir, Hringbraut 58 og stud mag. Ásmundur Guðmunds- son, Skúlagötu 52. Heimili þeirra verður í Edinborg Skotlandi. (Studio Guðmundar, Garðastr. 8, sími 20900). Siglingar Hafskip h.f.: Langá fór væntanlega frá Gauta- borg í gær til íslands. Laxá er vænt anlega í Reykjavik í nótt. Rangá er í Hamborg. Selá fór væntanlega frá Eskifirði í gær til Antwerpen, Rotterdam, Hamborgar og Hull. Britt Ann fór frá Reyðarfirði 7. þ.m. til Lisekil, Odense Kaup- mannahafnar og Gautaborgar. Lis Frellsen er á Norðfirði. Elin S. fór frá Halmstad 5. þ.m. til Akra- ness og Reykjavíkur. Skipadeild SÍS.: Arnarfell er á FáskrúðsfirðL Jök- ulfell er í Camden. Disarfell er væntanlegt til Þorlákshafnar í dag. Litlafell losar á Austfjarðarhöfn- um. Helgafell fór frá Siglufirði 5. okt. til Finnlands. Hamrafell fór í gær frá Hafnarfirði til Const- anza. Stapafell fór í gær til Ak- ureyrar. Mælifell fór frá Grange- mouth 27. sept til New York. Fisk- ö er væntanlegt til Reyðarfjarð- ar í dag. Jærsö er væntanlegt til Svalbarðseyrar í dag. Sylt fer frá Djúpavogi til Rotterdam í dag. Mannfundir Bókasafn Sálarrannsóknafélags ísland, GarSastræti 8, er opið á miðvikudögum kl. 5.30 til 7 e. h. Frá Styrktarfélagi Vangefinna: í fjarveru framkvæmdastjóra verð ur skrifstofa félagsins aðeins op- in frá kl. 2—5 á tímabilinu frá 8. okt. til 8. nóv. Frá Ráðleggingastöð Þjóðkirkj- unnar: Prestur ráðleggingastöðvar innar verður fjarverandi til 8. nóv. Orðsending Kvenfél. Bústaðasóknar: Aðal- fundur félagsins verður haldinn á mánudagskvöld 10. okt. kl. 8.30 í Réttarholtsskóla. Venjuleg aðal- fundarstörf og gestir koma í heim- sókn. Félagskonur fjölmennið. Nýj ir félagar velkomnir. TÍMINN J1 HETJA AÐ ATVINNU EFTIR MAYSIE GREIG unni athygli af gömlum vana. Hon- um leizt vel á hana. Auk þess var Daniel hrifinn af stúlkum með slétt ljóst hár og sjálfstæðislegar og frjálslegar í framkomu. Hún ruddi sér braut milli borð- anna og allt í einu sá hún hann. Hún stóð kyrr og starði feimnis- laust á hanns, svo rak hún upp lágt óp og reikaði eins og hún væri að hníga í ómegin. Daniel var snar í snúningum. Hann stökk upp og greip í hana. — Takið þessu með ró sagði hann — fáið yður sæti og glas af koníaki. Hann veifaði á þjóninn og pant- aði handa þeim báðum. Hún hafði enn ekki sagt orð. Hún hafði ekki beðið afsökunar á að hafa starað á hann eða hrópað upp, né heldur hafði hún mótmælt því að hann pantaði koniak. Svo uppgötvaði hann sér til skelfingar að það voru tár í augum hennar. Daniel hafði mikinn beyg af konum, sem grétu. Hann vissi ekki hvað í ósköpunum hann ætti til bragðs að taka. — Nú skil ég, sagði hann — það er eitthvað að? Er yður illt? Susan saup á koníakinu og sagði með sinni fögru rödd sem hafði amerískan hreim. — Ég bið innilega fyrirgefn- ingar. Ég skil ekki hvað gekk að mér. En það var eitthvað við yð- ur, sem minnti mig á —. . . sem ég þekkti. — Já, ég minni fólk stundum á ógifta frænku þess, sagði hann og brosti við. — Nú sá ég að þér eruð ekki eins líkur honum og mér fannst í fyrstu, sagði hún. — En mér fannst, að ef ekki væri örið og skeggið þá hefði þér getað verið hann v . — Ég skil að þér hafið verið ástfangin. Hún beit á vör sér og sagði með erfiðismunum: — Já, mér þótti vænt um hann. Ðaniel vissi ekki, hvers vegna hann hélt þessu áfram. — Þér notuðuð fortíð. — Hann er dáinn, sagði hún stuttlega. — Eg samhryggist yður. En það var ekki rótt. Hann upp- götvaði sér til mikillar undrunar, að hann var glaður að þessi mað- ur, hver svo sem hann var, var dáinn. — Þér eruð amerísk? sagði hann svo, — á leiðinni heim. Hún hristi ákaft höfuðið. — Nei. Við pabbi erum á leið til London. Pabbi tekur við ein- hverju nýju merkilegu starfi þar. — Ég er líka á leið til London, sagði hann. Hún leit á fötin hans og sagði: — Eruð þér sjómaður? — Ég var það, leiðrétti hann. Ég flúði frá Frakklandi með flutn- ingaskipi. Grá augun hennar horfðu eft- irvæntingarfull á hann. — En ágætt. Og ,nú ætlið þér aftur til Englands með ensku skipi er það ekki? Hann hafði ekki ætlað sér að gera það. Hann hafði ættað sér að snúa sér til brezka ræðismanns ins og gefa sig fram. Efalaust mundi vera sæti í flugvél fyrir Frenshaw yfirliðsforingja, þar sem hann hafði hin þýðingarmestu skjöl meðferðis. r En allt í einu mundi hann eft- ir myndinni og textanum. — Mjög sennilegt, sagði hann. — Pabbi og ég förum með „Quetta“ ekki á morgun heldur hinn, sagði hún, — við ætluðum flugleiðis, en þá þurfum við að bíða vikum saman eftir plássi. Hann kinkaði kolli og sagði ekkert. Sólargeisli kom inn um gluggann og skein á andlit hans. Hún horfði aftur á hann og hrópaði upp. — En mikið eruð þér líkur David! Hvað er það eiginlega sem gerir það að verkum, að mér finnst þér svo svipaður honum. v — David? Hann stamaði. — Hvaða David eruð þér að tala um? — David Frenshaw, sagði hún og bætti við þegar hún sá svip- inn á andliti hans — Þér þekk- ið hann víst ekki. í annað skipti þennan dag fannst Daniel eitthvað hljóta að vera bog- ið við sig. — Jú, ég . . . ég þekki hann, sagði hann. — En einkennilegt. Eruð þér skyldur honum. Þér eruð svo lík- ur honum . . rödd hennar var hlý og eftirvæntingarfull, en skyndilega dvínaði öll gleðin — þér vissuð ekki að hann er dá- inn? — David dáinn? Hann sagði orð in og fann hversu mjög honum varð illa við. — David dáinn . . . . tvíburabróðir hans . .. Hún kinkaði kolli og aftur hélt hann sig sjá tár í augum hennar. — Já. Hans var saknað á leið til Englands. Hann féll fyrir borð. Það hljómar svo einkennilega, finnst yður ekki. Blöðin sögðu, að hans hefði verið saknað, þeg- ar báturinn kom til hafnar. En ég er viss um að það býr fleira á bak við þetta, miklu meira en okkur grunar. Ég skal segja yður að hann átti að fara til Englands og taka við þýðingarmiklu starfi. Svo mikið vissi ég. Einhver herra Cubertsson kom til að tala við hann á heimili okkar í Mið Afríku og morguninn eftir fóru þeir báð- ir. Ég hélt þeir færu flugleiðis til Englands og ég — ég vonaðist eftir bréfi. Það varð einkennileg þögn. — En ég fékk ekkert bréf og svo fékk ég að vita að hann hafði horfið af skipinu. Það finnst mér svo undarlegt. — Þér eigið við að þér skiljið 'ekki, hvernig hann fór að týnast fyrir borð, sagði hann hljóðlega. — Nei. Ég skal segja yður, að ég þekkti David vel og ég veit að hann mundi aldrei gera neitt svona. Hann var ekki sú mann- gerð. — Nei, það er hverju orði sann ara, sagði Daniel með sannfæringu. — Þeir hljóta að hafa rutt hon um úr vegi. Haídið þér það ekki? Daniel rétti sig upp. — Haldið þér það? — Já. Einhver hefur vitað um verkefni hans og ekki viljað að hann kæmist tii Englands. Ég get ekki skilið þetta á annan veg. En hvaða afleiðingar, sem það kann að hafa þá finnst mér að sannleikurinn eigi að koma i ljós. Það er ekki réttlátt gagnvart Dav- id að láta fólk standa i þessari trú. Rödd hennar skalf. Aftur kinkaði hann kolli án þess að tala. Einhvern veginn fékk hann ekki vanizt þeirri hugsun, að David væri dáinn, og heldur ekki hvernig hann hafði dáið. Hon um fannst einnig, að eitthvað væri bogið við þetta. —Það er þess vegna sem ég er svo áfjáð i að komast til Eng- lands, sagði hún eftir þögn. — Ég er viss um að bróðir Davids, Daniel Frenshaw yfirliðsforingi mun hjálpa mér að komast að sannleikanum. Ég les alltaf um BÆNDUR - ATHUGIÐ - 13% afsláttur Vegna örðugleika á geymslu, seljum vl8 næstu daga örfáar vélar af eftir- töldum gerðum með 10% afslætti: S & S Favorite sláttuvélar FELLA heytætlur VICON ACROBAT hjólmúgavélar VICON HKW hjólmúgavélar VICON SPRINTMASTER hjólrakstrarvélar UNDERHAUG niðursetningarvélar. Bændur. - strax í dag. Notið þetta einstaka tækifæri, hafið samband við okkur GLÓBUS HF. hann. Hann stjórnaði dirfskufullri árás, inn í Noreg í fyrri viku. — Hvað segið þér? sagði Daniel. — Eruð þér vissar. — Já, auðvitað. Hún leit hissa á hann. — Það stóð í öllum blöð- um á föstulag. Og í fyrrádag var hann sæmdur heiðursmerki af konunginum sjálfum. Vissuð þér það ekki? — Jú. Ég ö — ég var að lesa um það þegar þér komuð inn. — Hann _er sannkölluð hetja, ekki satt? Ég er að hugsa um, hvemig það sé að vera svona hetja? — Sennilega heldur tilbreyting- arlítið, sagði hann af tilfinningu. Hún kinkaði kolli. — Já. Það hef ég sjálf hugsað um. Hann get- ur aldrei verið í rónni — alltaf fylgjast allir með honum og bú- ast við nýjum hetjudáðum ... Daniel ýtti stólnum aftur á bak og leit á hana fullur aðdáunar. i — Ég skal segja yður það, sagði hann, — að þér hafið aldeilis hitt ; naglann á höfuðið. 1 — Vitið þér, að eiginlega vor- kenni ég Frenshaw yfirliðsforingja, sagði hún. Hann rétti úr sér og leit á hana útvarpið Sunnudagur 9. október 8.30 Létt morgunlög. 8.55 Fréttir 9.10 Morgun- tónleikar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni Prestur: Séra Skarphéðinn Pét- ursson prófastur i Bjarnanesi. 12. 15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegis tónleikar. 15.30 Sunnudagstögin. 17.30 Barnatími: Anna Snorra- dóttir stjórnar 18.30 Frægir söngvarar: Marian Anderson syngur. 18.55 Tilkynningar. 19. 20 Veðurfregnir. 19.30 Fróttir. 20.00 Grimsstaðir á Fjöllum. Sr. Páll Þorleifsson fyrrverandi pró fastur á Skinnastað flytur erindi. 20.20 Kórsöngur: Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur. Söng stjóri: Árni ingimundarson. Ein söngvarar: Jóhann Konráfsson og Aðalsteinn Jónsson. Ptanó leikari: Þórgunnur Ingimundar- dóttir. 21.00 Á náttmálum. Ve- steinn Ólasort og Hjörtur Páls- son sjá um þáttinn. 22.00 Krétt Ir og veðurfregnir. 22.10 Dans lög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 10. október. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp 13.30 Setning Alþingis. 15.00 tSnÍKMÍ Miðdegisútvaro 16.30 Síðdegisút varp. 18.00 Þinefréttir. 18 20 A óperusviði 18.45 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn Og veginn. Ingibjörg Þorgeirs- dóttir talar 20.20 „Astksera. vi- hýra málið': Gömlu lögin sung in og leikin. 20.35 „Gerðu skyldu þína, Seott’, sakamálaleikrit eft- ir John P Wvnn Fjórði kafli: Líkið undir b>-únni 21.15 Selló sónata eftir Debussy. 21.30 Út. varpssagan: „Fisklmennirnir- eft ir Hans Kirk. Aslaug Árnadótt. Ir þýddi Þorsteinn Hannesson les. (20). 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.15 „Dauðadanstnn", smásaga eftlr L. Á. G. Sirong Guðión Guðiórwson le* býðtnsfw sína 22.35 Sænsk nútimatónlist: Þorkei) Sigurbjömsson kynntr, 23.20 Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.