Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1966, Blaðsíða 7
7 SUNNUÐA'GUR 9. október 1966 TÍMINN Sjötugur á morgun: Helgi Ingvarsson yfgrlæknir á Við eld og hjarn alin. Örlögum falin, hörðum á heims kvarða, hamingju skarða. Oft með ófeiti á næsta leiti. Sár serkur nauða og svartadauða, ÞJÓÐ var þröngur skorinn. Þögull er harðsporinn. Það var lán lýðum, á liðnum tíðum. Vegnesti valið vorri tíð falið. Að veginn vísa vitar sem lýsa: Hrafnseyri og Hraun, Hallgríms þrek í raun, eldprestsins ægiþor, aldan þunga vdð Skor. Líkt og bálstorka bergkviku ummyndar í eðla steina. Þannig vaxa af þjóðarsál einstakir afrekamenn. Aðeins örfáa öldin hver kjörviði á, sem kveður að. Vífilssföðum Þar er markið, sem mætti hvert ungmenni eftir leita. Ungur réðst þú til atlögu við Ógnarvald, sem eyddi byggð. Æsku blómann, erfingja lands, kvistaði Hvitidauðinn. Af innri þörfum allt þitt starf bar hinn góði bróðurhugur. Yfir sært hold og sálarmein, lagðirðu líknarhendur. Aldrei mazt þú erfiði dags til fjár eða frama. Svo mun enn á sigurstund. Þú lagðir líf að veði. Bezt þeir vita, sem bágt áttu, hver þú í raun reyndist. Ævistarf, sem allt var fórn metur þjóðin og þakkar. Þórarinn frá Steinhúsi Sextugur á morgun: Guðleifur isleifsson skipstjóri Einn hinna þekktari skipstjóra hér á Suðurnesjum, Guðleifur fs- leifsson, Kirkjuvegi 28 A í Kefla- vík verður sextugur á morgun, 10. okt. Guðleifur er fæddur í Neðradal undir Eyjafjöllum, 10. okt. 1906. Voru foreldrar hans ísleifur Berg steinsson og kona hans Guðný Sig urðardóttir, sem þar bjuggu og eignuðust 10 börn. Standa Eyfellsk ar ættir að því fólki. Þótt ísleifur faðir Guðlaugs stund aði nær eingöngu landbúskap, leit aði sonurinn fljótt á hafið, eins og afar hans höfðu gert úti fyrir Landeyjasandi og við Vestmanna- eyjar, því að um fermingaraldur | réðist hann til sjóróðra til Vest- mannaeyja, og sjóinn hefur hann stundað síðan óslitið, unz han af heilsufarsástæðum varð að hætta í fyrir rúmu ári síðan. Hann var orðinn vélstjóri innan við tvítugt, og tuttugu og þriggja ára varð hann formaður, hefur hann því verið skipstjórnarmaður lengst af æfinni. Orð fór af Guðleifi fyrir, hversu hann sótti jafnan sjóinn fast, lét ekki útsynninginn aftra sér að jafnaði, né hitt, að öðrum þætti lítt fýsilegt að fara á sjó. Þrátt fyrir það tókst Guðleifi að stýra svo skipi sínu, að óhöpp á mönnum hans urðu engin alla hans sjómannstíð, og er þó í frásögur fært, hversu djarft hann tefldi stundum. Guðleifur er búinn að fleyta miklum afla að landi, því að auk þess að sækja fast, var hann og allvel aflasæll. Hann er því tvimælalaust einn þeirra sæ- garpa íslenzkra, sem rennt hefur stoðum undir íslenzkt efnahagslíf, og með því stutt að þvi að yngra fólkið sem er að vaxa geti lifað í Keflavík góðu lífi og byggt sér hús í land- inu. Slíkum mönnum sem Guð- laugi er því verðugt að færa þakk- ir, þegar afrek æfistarfsins liggja fyrir. Kona Guðleifs er Sveinhildur Helgadóttir, ættuð úr Mjóafirði. Þau eiga sex börn uppkomin, ís- leif, skipstjóra í Njarðvík, Helga, vélstjóra í Keflavík, Kristján, slökkviliðsmann í Keflavík, Ingi björgu, frú í Keflavík, Vilborgu frú i Njarðvík, og Heiðrúnu, sem dvalið hefur með foreldrum sín- um fram að þessu. Öll eru þessi börn hið mannvænlegasta fólk. Sjóferðir Guðlaugs hinar mörgu ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Safnaðarheimili Nútímafólk hér á landi met- ur ekki messur á sama hátt og áður var. Enda var þá að- staðan öll önnur viðvíkjandi kirkjurækni og trúrækni yfir- leitt. Þá var fleira sem hvatti fólk til kirkjugöngu en nú er orðið. Þá var kirkjugangan eða kirkjuferðin einn sterkasti og stundum eini þátturinn í fé- lagslífi og samfundum fólksins. Það kom þar saman til skrafs og ráðagerða, til að sýna sig og sjá aðra í stuttu rnáli sagt. Til að kynnast. Og á kirkjujörðum eða prestssetrum þótti sjálf- sagt að öllum væri veittur beini og boðið til kaffiborðs að minnsta kosti. Og þar var yfirleitt rausnarlega og alúð- lega veitt. Og þar var margt rætt og athugað, bæði til gagns og gaman.s Nú mætti kannski segja, að þessu væri algjörlega snúið við. Áður hvatti umhverfi og að- stæður til kirkjurækni. Nú let- ur og hindrar allt og kallar til annarra viðf.efna. Skemtanir, fundahöld og félagslíf er nú á öðrum vegum og á öðrum stöð- um, helgarnar og messutíminn líka jafnvel notaður til aðkall- andi starfa, margt ungt fólk byggir hús sín og heimili i tóm stundum frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns, leggur meira að segja nótt við dag. Og þetta er yfirleitt bezta fólk- ið, fól'k með dáð og drengskap, ábyrgðartilfinningu og for sjálni. En vel mætti þó muna betur að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði.“ Og þá einnig að „hjartað heimtar meira en húsnæði." En allt þetta veldur því að messur eru illa sóttar yfirleitt og þunnskipuð sæti kirkna á sunnudögum. Segja mætti að þarna ætti þó skemmtanir og samkvæmislíf drýgstan þáttinn. Gleðimót og svokölluð „partý“ eru þreytt allt til óttu og þá sofið fram yfir hádegi á sunnu dögum og hátíðum. Því er svo komið, að við flest ar nýbyggðar kirkjur er kom- ið upp safnaðarheimilum. Það er að segja nokkur hluti kirkj- unnar er samkomuhús, þar sem fólk getur æfzt í samstarfi og stundað ýmisleg samfélagsleg verkefni, sem beint eða óbeint efla kirkjurækni og kirkju- sókn. Þau koma að vissu leyti í staðinn fyrir prestssetrin gömlu og góðu í sveitinni, og þau keppa að vissu leyti einn- ig við önnur óheppilegri áhrif félagslífs og samfunda. Safnaðarheimili á að vera. og er ef vel tekst annað heimili hvers aðila safnaðarins. Þar á hann að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eitthvað til að þiggja, eitthvað til að veita. Þar eiga skemmtistundir og gleðimót að eiga þann blæ og þá háttvísi, að engan geti skemmt né afvegaleitt. Og þar á allt, sem gert er og sagt, sungið, sýnt og leikið að eiga sér það takmark að efla og byggja upp kristilega mennt og menningu, veita þjóð og einstaklingum þroska á guðs ríkisbraut. Þar á að efla fórnarlund og félagsþroska, en bægja brott síngirni, ágirnd og eiginhags- munahyggju. Og þar þarf fjár söfnun og fjáröflun öll að eiga sér takmark til líknarstarfsemi og andlegrar blessunar, hugg- unar og hjálpar. Öll umgengni safnaðarheim- ilis verður að vera til fyrir- myndar í snyrtimennsku, þrifn aði og hljóðlátri framkomu, höfðingslund og hlýlegri gest- risni, alúð og vináttu. Fegurð í látleysi og:.hreinleika þarf að vera jafnsjáífsögð og yfirlæti og íburður væri mikil fjar- stæða. Aldrei- má gleyma, að safnaðarheimili er hluti kirkj- unnar óaðskiljanlegur á and- legan og efnislegan hátt. En samt má þar aldrei ríkja þröng sýni, ofstæki, hræsni og smá- munasemi, sem allt vill banna og flest fordæmir. Öll hljóðlát gleði, og saklaus skemmtan á að vera þar jafnsjálfsögð eins og messur í sjálfri kirkjunni. Og sjálfsagt er einnig að fylg- ast með í allri nútímatækni til myndasýninga og helgisýninga. Húsaskipan eða salarkynni safnaðarheimilis í borg eða kaupstað yfirleitt í fjölmenni þykir heppileg í aðalatriðum á þessa leið: Fyrst rúmgóður forsalur, þar sem fólk getur safnast saman til skrafs og kynna, þar þarf oft að flytja stutt ávörp til fjöldans áður en inn er gengið eða burtu farið. Þar þarf að auglýsa, selja merki og bækl- inga, afgreiða myndir og bæk- ur og svo auðvitað aðgöngu- miða eða sýningarskrár. Þar þarf að vera rúmgóð fata- geymsla og aðgangur að heppi- legum snyrtiherbergjum. Þá þarf tvo safnaðarsali, ann an minni til funda og fræðslu, t.d. barnaspurninga, kóræfinga námskeiða, smábarnakennslu o. s.frv. Hinn stærri til kvikmynda sýninga, kynningarkvölda, árs- hátíða, fermingar- og brúð- kaupsveizlna o.fl. o.fl. Þá má ekki gleymast eld- hús með nýtízkuútbúnaði þar sem allar veitingar eru undir- búnar fyrir veizlur, krikjudaga og kaffikvöld. Segja mætti, að þar væri uppspretta ánægjunn ar og mikils hluta samstarís- ins, auk þess, sem eldhúsið er einnig frumþáttur fjáröflunar og efnalegs hagnaðar fyrir kirkjuna, safnaðarheimilið og safnaðarlífið 1 heild. í minni herbergjum og helzt á annarri hæð ætti svo að vera aðstaða til skátastarfs og stjórn funda, ennfremur lesstofa og tómstundavinnusalur fyrirunga fólkið, þar væri t.d. ljósmynda- iðja, frímerkjasöfnun og söfn- un kirkjulegra minja og mynda sérstaklega ánægjulegt starf. Þessar stofur gætu verið í kjall ara eða risi hússins og þyrftu helzt sér inngang. Aftur á móti væri skrifstofu prestsins eða viðtalsherbergi, sem jafnframt gæti verið brúð- arherbergi bezt fyrirkomið ná- lægt aðaldyrum safnaðarheim- ilisins og þá á jarðhæð húss- ins. Þetta er nú í örstuttu máli um þetta nýja fyrirbæri is- lenzks kirkjulífs safnaðarheim- ili sem hús. En starfið sem þar fer fram er hins vegar efni í marga kafla. Vel skal þó muna að safn- aðarheimili og störfin þar eru aldrei neitt takmark í sjálfu sér, heldur tæki kirkj unnar til að ná tökum á fólk- inu og gera áhrifum kristins dóms greiðan aðgang og laða það þannig til kirkjunnar eða öllu heldur til Krists — þess vegna þarf að kalla það safn- aðarheimili, svo að hugmynd- in um það renni ekki saman við það sem gert er í mis- heppnuðum félagsheimilum En geti söfnuður litið á heim ili sitt sem eina æðstu menn- ingarstofnun þjóðlífsins þá er vel farið. , Árelíus Níelsson. og oft erfiðu, hafa nú sett nokk- urt mark á manninn, heilsa hans er ekki lengur það góð, að hann geti látið eftir sér áð takast á við Ægi nú um sinn, en vel mundi hann kunna þvi, ef hann hefði enn getað sótt þann gula út á miðin, boðið haustveðrunum byrg- inn og komið heill að landi. Enn er hann bjartur yfirlitum og brún in hvöss, svo sem hæfir þeim lengst .er alast upp undir fjöllunum og horfa út á hafið. Á sjómannadaginn í Keflavík var Guðleifur einn þeirra þriggja gamalla sjómanna sem hlaut heið- ursmerki sjómannadagsins. Vinir hans, frændur og kunningjar færa honum beztu hamingjuóskir á af- mælisdaginn, ánægðir við hafið, að það skuli ekki vera búið að hirða hann fyrir löngu. Valtýr Guðleifsson. j okkur <etí!la op oerða | upp nýju bitreiSins Fylp irt trel með bifre«ðinni. i Skúlapötu 32 sími 13100. Skúli J Pálmason- | héraðsdómslöamaður Sölvhólsgötu 4 Sambandshúsinu 3. hæð Simar 12343 op 23338 BÍLASKOÐUN RULOFUNAR ringir^ AMTMANNSSTIG 2 Halldór Kristinsson, pullsmiður — Simi 16979 LAUGAVE6I 90-92 Stærsta úrvai bifreíða a einum stað. — Salan e» örugg h|á okkur. i j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.