Vísir - 12.09.1975, Page 2
2
Vísir. Föstudagur 12. september 1975.
VfelRSm:
Ertu ánægö(ur) meö frammi-
stööu ísienzka landsliösins i
keppnisferðinni til Frakklands,
Rússlands og Belgiu?
Vilhelm Andersen, l'ormaður
Knattspyrnudeildar Vikings:
„Mér finnst frammistaða þeirra
frábær. Ég bjóst fastlega við að
þeir færu miklu ver Ut Ur leikjun-
um. Einkum var frammistaða
Arna Stefánasonar, markvarðar,
frábær.”
En það er verst að nU eigum við
á hættu að missa hann til einhvers
erlends atvinnuliðs eftir þessa
góðu frammistöðu.
Richard Pálsson, skrifstofumað-
ur: Landsliðið stóð' sig mjög vel,
einkum þó markvöröurinn.
Páll Sigurbjörnsson, simavirkja-
nemi: Þeir stóðu sig alveg frá-
bærlega vel, strákarnir. Ég bjóst
alls ekki við svona góðum Urslit-
um. Arni markvörður var beztur.
Jón Þorgeirsson, vélstjóri:
Árangurinn var mjög góður og
þessi frammistaða alveg einstök
i sögu knattspyrnunnar og held
ég, að allir geti verið mér sam-
mála um það. Leikmennirnir
voru mjög jafnir hvað frammi-
stöðu snerti.
Sigurlaug Emilsdóttir, þingrit-
ari: Frammistaða þeirra var
sæmileg að minu áliti, ég bjóst
ekki við þeim svona góðum. Auð-
vitað fylgist ég með knattspyrnu,
þó ekki reglulega.
Sæmundur Guölaugsson, skrif-
stofumaöur: Þeir stóðu sig
þokkalega. Bezta frammistaðan
var gegn Frökkunum.
HRINGIÐ í SÍMA: 866 11
Hvers
vegna
ekki
bridge-
kennsla?
Bridgeáhugamaöur skrifar:
„Mig langar til þess að
koma á framfæri nokkrum
spurningum til stjórnar
Bridgefélags Reykjavikur og
vonast eftir svari við þeim hér
i þessum dálki.
1. Hvernig stendur á þvi að
Bridgefélagið hefur ekki
staðið fyrir bridgekennslu,
eins og margsinnis hefur verið
lofað?
2. Hefur sú hugmynd aldrei
komið upp að Bridgefélagið
aðstoðaði félagsmenn sina við
að finna meðspilara?
3. Hér i borg eru starfandi
að minnsta kosti 2 bridge-
klhbbar. Þótt þeir séu stjórn
Bridgefélags Reykjavikur
sennilega óviðkomandi langar
mig til að spyrja. Eru þetta al-
gjörlega lokaðir klúbbar? Ef
svo er ekki, hvernig er hægt að
komast inn i þá.”
Karl Sigurhjartarson for-
maður Bridgefélags Reykja-
vikur svarar:
1. Mér er ekki kunnugt um
að Bridgefélag Reykjavikur
hafi lofað að standa fyrir
bridgekennslu án þess að efna
það. Þó slikt námskeið, sem
hlyti að vera byrjendanám-
skeið, veki ekki mikinn áhuga
félaga B.R. sem flestir eru
þrautreyndir spilarar er
stjórn B.R. ljóst að mikill
áhugi fyrir sliku er meðal al-
mennings og hefur fullan hug
á að reyna að koma þvi á.
Eitt það sem hefur staðið
framkvæmd fyrir þrifum er
skortur á leiðbeinanda, sem
fyrir utan það að vera góður i
bridge, þarf að kunna að koma
leiðbeiningu á framfæri og
hafa tima og vilja til.
2. Stjórn B.R. hefur alltaf
verið reiðubúin til að aðstoða
við að mynda par ef óskað er.
Reynsla okkar er samt sú, að
sárasjaldan er um þetta spurt.
3. 1 Reykjavik eru starfandi
4 bridgefélög, sem eru aðilar
að Bridgesambandi Islands.
Bridgefélag kvenna, Tafl- og
bridgeklúbburinn,
Bridgedeild Breiðfirðinga og
Bridgefélag Reykjavikur. öll
þessi félög eru opin og þarf að-
eins að láta skrá sig hjá stjórn
viðkomandi félags.”
Kostor þá 650 milljónir
króna að rétta úr sérM
Hún er ekki amaleg að innan þessi Beechcraft King Air flugvél.
Sv’einn Haraldsson skrifar:
,,Að sögn yfirflugstjóra Land-
helgisgæzlunnar, er aðalkostur-
inn við Fokker Friendship vél-
arnar fram yfir Beechcraft King
Air að i Friendship geta áhaifn-
irnar rétt úr sér, en i Beechcraft
King Air ekki.
Eftir þvi sem ég bezt veit, á
meðalmaður á hæð að geta stað-
ið uppréttur i Beechcraft King
Air vélum og geta gengið rúma
fimm metra fram og til baka.
En áhafnirnar hjá Landhelgis-
gæzlunni virðast þurfa um tutt-
ugu metra langt svæði, til að
geta rétt úr sér. Það er 650
milljón króna úrrétting.
Beechcraft vélin hefur alla þá
kosti sem þarf til landhelgis-
gæzlustarfa, svo sem: Skrúfu-
hverfla, jafnþrýstiklefa, full-
komin blindflugsflugleiðsögu-
og fjarskiptatæki, afisingar-
tæki, salerni, flugdrægi 1000
sjómilur, flugþol sex klst, og
fullnægjandi vinnuaðstöðu fyrir
fjögurra manna áhöfn. Fram
yfir Friendship vélina hefur hún
verðið, sem er meira en sjö
sinnum minna.
Valið virðist vera auðvelt, 5
flugvélar i stað einnar.”
HVER BORGAR LAG-
LAUNABÆTUR BÆNDA?
Borgarbúi hringdi:
,,Ég hef alltaf haldið að
bóndi væri sjálfstæður at-
vinnurekandi. Hann á að
minnsta kosti i mörgum
tilfellum búið, sem hann býr á.
Hverig vikur þvi þá við að
hann á að fá láglaunabætur?
Hver borgar það? Rikið?
Hvernig væri þá með þessa
sem eru með einhvers konar
heimaiðnað. Geta þeir fengið
láglaunabætur lika, ef
tekjurnar eru litlar?”
Bína húsmóðir hringdi:
,,Nú er blessuð nauta-
kjötsútsalan afstaðin og
fengu færri en vildu af þessum
200 tonnum, sem raunar voru
aðeins ætluð þeim sem áttu
frystikistu og stór heimili. Þaö
gefur auga leið að einhleypir
hafa litið að gera við 1/8 úr
nautsskrokk heima i isskáp
hjá sér.
Þvilik lækkun lika. Ódýrasti
parturinn á rúmar 200 krónur
kilóið á meðan útlendingar
keyptu það holt og bolt fyrir
20-40 krónur kilóið.
En eigum við ekki að halda
áfram með útsölurnar. Hvað á
að gera við þessi 500 tonn af
rækju, sem enn liggur óseld i
landinu. Á kannski að selja
hana lika til útlendinganna
fyrir 20 krónur kilóið. Mér
finnast góðar rækjur, og ég
gæti bara trúað þvi að svo
fyndist fleirum. Litlar 1200
krónur kostar kilóið i búð
hérna. Hvað skyldum við fá
fyrir hana i útlandinu?
Ég legg alla vega eindregið hversdags mat fram að jólum,
til að við getum haft hana i áður en hún skemmist.”
Flugvéldkaup landhelgisgœzlunnar:
RÆKJUR í HVERSDAGS-
MAT FRAM AÐ JÓLUM