Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 6
6
Vísir. Föstudagur 12. september 1975.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guómundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands.
t iausasölu 40 kr. eintakiö. Biaðaprcnt hf.
Mál er að linni
Völd og áhrif eru þeir meginásar, sem öll þjóð-
félagsbarátta snýst um. Stjórnmálaflokkar berjast
um völd og áhrif. Það gera lika samtök launþega og
vinnuveitenda og mýgrútur annarra hagsmuna-
samtaka. Áhrifa- og valdaaðstaða mótar oft og ein-
att afstöðu mánna og flokka til málefna hverju
sinni. Eitt skýrasta dæmið þar um er alkunnur
hringlandaháttur stjórnmálaflokka þegar þeir
skipta um hlutverk, fara úr stjórn i stjórnarand-
stöðu eða öfugt.
Handhafar rikisvaldsins, Alþingi og rikisstjórn,
eiga eðli máls samkvæmt að hafa mest áhrifavald
i þjóðfélaginu. Á siðari árum hefur gætt vaxandi til-
hneigingar til þess að draga æ fleiri verkefni en áð-
ur undir verksvið opinberra aðila. Þingmenn allra
stjórnmálaflokka hafa tekið meiri og minni þátt i
þeim leik.
Hvort sem þingmenn eru dregnir i dilk með
frjálshyggju eða miðstjórnarvaldi, virðast þeir allir
vera á eitt sáttir um að draga sem flest verkefni
undir rikisvaldið. Tilgangurinn er efalaust sá að fá
þakkir almennings. Svo langt hefur verið gengið i
þessum efnum að uppbygging barnaheimila hefur
verið lögð undir eina stjórnardeild i Reykjavik. Það
er rétt eins og þingmenn vilji sem minnst vita um
frumkvæði sveitarfélaga og einstaklinga eða sam-
taka þeirra.
A sama tima og ýmis konar ný verkefni hafa með
þessum hætti verið dregin undir rikisvaldið hefur
áhrifamáttur rikisstjórnar og Alþingis á hverjum
tima og þá um leið stjórnmálaflokkanna farið
þverrandi. Ýmis hagsmunasamtök i þjóðfélaginu
hafa smám saman treyst svo aðstöðu sina að þau
móta að talsverðu leyti afstöðu stjórnmálaflokk-
anna og viðbrögð i tilteknum málum.
Engum vafa er undirorpið að aðilar vinnu-
markaðarins hafa nú allveruleg áhrif á framvindu
efnahagsmála. Rikisstjórn, hver sem hún er, getur
aðeins haft takmörkuð áhrif þar á. í sjálfu sér er
mjög eðlilegt að reyna að dreifa þjóðfélagsvaldinu
svo sem kostur er. Að hinu verður þó að gæta að i
þvi sambandi er mjög mikilvægt að saman fari bæði
vald og ábyrgð.
Ljóst er að i ýmsum efnum hafa einstakir þjóð-
félagshópar umtalsvert áhrifavald án þess að bera
ábyrgð samkvæmt þeim lýðræðislegu hefðum sem
við þekkjum og höfum búið við. Hér getur verið
fólgin ákveðin hætta fyrir lýðræðislega stjórnar-
hætti.
í atvinnulifinu háttar svo til, að eignarráð yfir
fyrirtækjum eru yfirleitt i höndum tiltölulega fárra
manna. Enginn stjórnmálaflokkur hefur i alvöru
borið fram tillögur um sérstakar aðgerðir til þess
að auðvelda almenningi að taka þátt i atvinnu-
rekstri með beinni eignaraðild. Hverjum manni má
þó vera ljóst, að einmitt aðgerðir af þvi tagi stuðla.
að æskilegri dreifingu f jármálavaldsins i þjóðfélag-
inu.
Það er harla furðulegt hversu stjórnmálamenn
sem kenna sig við frjálshyggju eru deigir við að
koma fram umbótum er miða að aukinni valddreif-
ingu. Þeir virðast heldur kjósa að fara þá auðveldu
leið að skrifa tillögu til þingsáiyktunar þar sem lagt
er til að rikisvaldið leysi öll mannleg vandamál.
Þetta er uppgjafarstefna. Mál er að linni.
Umsjón: GP
::iaa SSSuSSSSSSSSSm a:aaaaaa:aaa:a:aa:a:a:iaaaaaa:::aaa:a:a:
M) ŒfflS
FRANSKA
skal það vera,
—segja yfirvold í Quebec, sem innleitt
hafa nýja reglugerð til þess að
viðhalda franskri tungu og menningu
í fylkinu
Skölaárið er að hefj- sækja i vetur ensku-
ast hjá John Andric, mælandi skóla, þann
átta ára gömlum kana- sama og hann sótti i
diskum dreng í fyrra og þar áður.
Montreaí. Hann mun '
|| Timarnir hafa breytzt sföan Charles de Gaulle, forseti Frakklands, I
opinberri heimsókn I Quebec vakti hrifningu franskra þjóöernis-
| sinna f Kanda meö ræöu sinni, sem um leiö hneykslaöi þó
;: meginþorra kaiiadfsku þjóöarinnar, þar sem ræöan þótti óviöur-
|: kvæmileg afskipti Frakklandsforseta af innanlandsmálum
Kanadamanna.
Trudeau, fqrsætisráöherra, hefur visaö á bug áskorunum um aö
beíta sér gegn nýju lagasetningunni sem krefst þess aö franska sitji
I fyrirrúmi fyrir ensku.
En systir hans aftur á móti,
Szesdanna, tiu ára, fer i
frönskumælandi skbla. —
Óneitanlega nokkuö flækjukennt
fyrir heimilið.
„Allir vinir minir fara aftur i
enska skólann,” segir Szes-
danna. ,,Ég vildi lika fara þang-
að, en fæ það ekki.”
Svipað ástand rikir á mörgum
heimilum i Quebec eftir að hið
umdeilda frumvarp stjórnar-
innar, kallað „frumvarp nr.
22”, tók gildi. Það miðar að þvi
að styrkja frönsku tunguna i
þessu fylki, þar sem franskan
var fyrrum yfirgnæfandi
móðurmál flestra.
Foreldrar, kennarar og jafn-
vel sumar skólanefndirnar hafa
andmælt þessari skólareglugerö
og kallað hana fiflsku og ósann-
gimi.
Ekki ganga þó margir eins
langt og Franco Giglio, sem
heldur syni sinum heima og
sendir hann ekki i skólann.
Marco sonur hans átti að fara i
franskan skóla.
Þrjh systkini hans munu fara
i enskan skóla, og leiðir af þvi,
að Marco yrði að rækja sitt nám
óstuddur, án þessarar sam-
vinnu bekkjarsystkina eða bara
systkina heima við hafa sin á
milli við lexiurnar og heima-
verkefnin.
Frumvarp nr. 22 lætur fleira
til sin taka en einvörðungu skól-
ana. Verkfallsmenn verða hér
eftir, að nota franska orðið
„greve” á spjöld sin, þar sem
þeir notuðu áður „on strike” (i
verkfalli). Eins er með ýmis al-
menn viðvörunarskilti, sem
hingað til hafa borið enskar
áletranir einsog „beware of the
dog” (hundurinn bítur), en
verða hér eftir með frönskum
áletrunum. Mönnum er þó i
sjálfsvald sett, hvort þeir hafa
ensku áletrunina lika, eða
sleppa henni alveg.
Læknar, lögmenn, hjhkrunar-
konur og opinberir starfsmenn,
sem ganga til vinnu i Quebec,
verða að hafa lært frönsku, áður
en þetta ár er á enda, ef það ekki
kann hana fyrir.
Stjórnin i Quebec vonast til
þess, að þessar ráðstafanir
muni viðhalda tungu og menn-
ingu sex milljóna franskra
Kanadamanna, sem eru innan
um þær 200 milljónir, sem
byggja Norður-Ameriku, og eru
flestar enskumælandi.
Fram til 1960hafði engan órað
fyrir þvi, að slik lagasetning
kynni að þykja nauðsynleg ein-
hvem tima. Hinir kaþólsku
frönskumælandi Kanadamenn
hafa átt miklu barnaláni að
fagna, og þurftu þvi ekki að ótt-
ast að raðir þeirra þynntust Ut,
meðan enskumönnunum fjölg-
aði. Auk þess halda þeir inn-
byrðis hópinn og þvi ekkert sér-
lega næmir fyrir ensku áhrifun-
um.
Svo tóku áhrif kirkjunnar að
þverra. Pillan birtist á sjónar-
sviðinu, og barneignum fækk-
aði. Sjóndeildarhringur hinna
yngri vikkaði, eins og gerzt hef-
ur um heim allan.
Þetta bitnaði á frönskunni.
Fyrstu tilraunir til að innleiða
lög, sem stemmdu stigu við
þessu strax á skólaskyldualdri
barna, höfðu nær leitt af sér
uppreisn fyrir tiu árum. Þær
kæfðust þvi i fæðingu.
Nýja reglugerðin virðist ætla
að fá svipaðar móttökur. Hafin
er undirskriftasöfnun með
áskorun, sem beint hefur verið
til Pierre Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada. Um 60.000
manns hafa skrifað undir hana.
Þar er skorað á forsætisráð-
herrann að beita sér gegn þess-
um lögum, eða láta hæstarétt
skera úr.
Trudeau, sem sjálfur er
franskættaður Kanadamaður, er
flugmælskur á fleiri en eitt
tungumál. Hann hefur þegar
visað þessari áskorun á bug.
Kaupmenn standa utan þess-
ara andmæla, nær eina stéttin,
sem ekki hefur látið þetta til sin
taka með eínhverjum hætti.
Þeir benda á, að 80% ibúa
Quebec tali frönsku, og bæta
við: „Viðskiptavinurinn hefur
jh alltaf rétt fyrir sér.”
SéiaaasaaaaaaaaaaaaaaBBaaaiMiaaaaBBanaaaaaBaaMaaaaaaaaii
laaaaaaaaaaBaMBaaaaBasaaaaMMaaaaaaaaaaaaeaaBaaaaaaa1