Vísir - 12.09.1975, Qupperneq 7
Vísir. Föstudagur 12. september 1975.
7
HVERNIG
^ r |i\||\|
KOMA^s,oa~
í VEG
FYRIR
Umsjón: Edda
Andrésdóttir
AFBRYÐI-
SEMINA?
— það er tœplega hœgt, þegar nýtt
barn fœðist. En það er vert að
vita ýmislegt:
Að ganga með annað barn er
allt annaðcn að ganga með barn
þegar ekkert er fyrir. Og að
koma með ungabarn heim þeg-
ar annað eldra er fyrir er lika
allt annað.
En hvenær á að byrja að
undirbáa það barn sem þegar er
fætt i heiminn fyrir heimkomu
þess nyja?
Það fer mikið til eftir aldri.
Sum börn þurfa lika langan
undirb'uning fyrir næstum
hverja breytingu i lifi þeirra.
Eldri börn hafa oft gaman af þvi
að hjálpa til við undirblininginn,
— fötin, vögguna og annað til-
heyrandi.
3ja ára barn hugsar ekki langt
fram i timann. Það borgar sig
þvi ekki að tala um „nyja”
bamið fyrr en fæðing þess er
orðin nálæg. Og barn á aldrin-
um l-2ja ára mun ákaflega litið
skilja hvað er að gerast þó að
foreldramirleggi sig alla fram.
Hins vegar getur það verið
mjög hyggilegt þegar um smá-
börn er að ræða að framkvæma
allar breytingar sem gera þarf
sem fyrst. Barnið á ef til vill að
skipta um rUm. Það á að fara Ur
barnarUminui annaðstærra. Þá
er eins gott að sU breyting eigi
sór stað mörgum mánuðum áð-
ur en annað barnið fæðist. Eldra
baminu mun þá ekki finnast það
yngra hafa tekið sinn stað i hUs-
inu.
Afbrýðisemi verður
tæplega komizt hjá
Hvemig á svo að koma i veg
fyrir afbrýðisemi hjá eldra
barninu gagnvart systkini sinu?
Þvi miður er tæpast hægt að
komast hjá afbrýðiseminni.
Margar breytingar i lifi barns-
ins hafa alltaf i för með sór
erfiðleika. Að eignast fyrsta
systkinið er ekki ósjaldan fyrsti
verulegi erfiðleikinn.
Til em foreldrar sem halda
þvi fram að það só fyrst og
fremst vegna barnsins sem þeir
eigi að eignast barn „nUmer
tvö”. Það er ekki sórlega raun-
sætt að láta sór koma til hugar
að barnið skilji þá hugmynd.
Litil börn biðja oft um systkini
en þau gera sór ekki nokkra
grein fyrir þvi hvað það er að fá
annað barn inn i fjölskylduna.
Ef það fær systkin svo að
segja „i gjöf” er ekki óliklegt að
það fari fram á það eftir nokkra
daga að nú verði farið aftur með
litla bróður eða systur á spital-
ann þvi nU só ekkert gaman
lengur....
Sum böm eru óskabörn, önnur
eru „slys”. Það gildir um syst-
kinin lika. Sumir foreldrar
reikna það Ut að ef börnin eigi
að hafa ánægju af hvort öðru þá
megi helzt ekki liða meira en 1-1
1/2 árá milli þeirra. Sjálfsagt er
þaö rétt, en ef af þessu verður
eiga foreldrarnir fyrir höndum
erfiða vinnu næstu árin. Stund-
um kemur lika sU tilfinning upp
að þeir hafi aldrei haft virkileg-
an tima fyrir barnið sem var
annað i röðinni.
Einna erfiðast á
2ja ára aldrinum
Erfiðasti timinn að eignast
systkini er liklega á aldrinum 2-
2 1/2 árs. En einmitt þá er al-
gengt að barnið eignist systkin.
Þessi aldur er oftast erfiður.
Bamið er að uppgötva sjálft sig
og það hefur lært að segja
„nei”.
Annars er erfitt að áætla hve-
nær koma annars barnsins er
heppilegust. Fyrir foreldrana er
þó þægilegast að eignast annað
barn þegar það fyrsta er orðið
3ja ára gamalt. Þá getur það
meira sóð um sig sjálft. Það
borðar sjálft, klæðir sig orðið Ur
og i og er i flestum tilfellum hætt
að gera i buxurnar.
Fyrir barnið er hins vegar
skemmtilegast að eiga systkini
á sem likustum aldri. Eða þá
þegar það er orðið 5-6 ára. 9-10
ára getur lika verið heppilegur
aldur.þvi þá er barnið orðið það
gamalt, að það getur farið að
passa það litla.
Enginn timi
og samvizkubit
Heimkoman er önnur með
annaðbam en fyrsta. ífyrsta
skipti'er oftast nægur timi en
engin þjálfun i meðferð barna. 1
annað skipti er þjálfunin oftast
fyrirhendi en nU er enginn timi.
Eldra barnið krefst sins tima
heldur betur.
Stundum er eins og það eldra
hindri foreldrana i þvi að vera
með ungbarninu. Onnur skipti
kemur hins vegar upp sam-
vizkubit hjá foreldrunum gagn-
vart eldra barninu.
Afbryðisemi barns gagnvart
ungu systkini sinu iysir sér á
margan hátt. Algengast er að
það dangli með leikfangi i
höfuðið á ungbarninu. Oft ræðst
barnið lika á móðurina og
sparkar i hana eða ber hana
með hnefunum.
óhugnanlegri atvik hafa lika
átt sér stað svo sem að eldra
bamið geri tilraun til þess að
fleygja'þvi nyfædda i ruslaföt-
una. Varkárari börn koma þó
oftast með þá hugmynd að litla
baminu verði skilað aftur eða
það gefið til annarrar fjöl-
skyldu.
Sum börn byrja aftur að væta
buxurnar. Þau vilja drekka Ur
pela, tala eins og smábörn og
hegða sér yfirleitt þannig að
þolinmæði foreldranna er brátt
á þrotum.
Nokkur börn faðma nyfædd
systkini sin eins fast að sór og
þau geta, ekki ósjaldan svo fast
að þau litlu hrina. Það virðist
veita þeim eldri vissa ánægju-
tilfinningu.
En hvað á að gera....?
Þau eru ymis ráðin sem for-
eldrin finna upp á til þess að
venja börnin hvort við annað.
Heimsókn á fæðingardeildina
kann að hafa góð áhrif.
Þaðer lika ágætt ráð að hafa
nokkrar tækifærisgjafir til taks.
Oft vill það vera svo að þegar
ættingjar og vinir koma að
skoða nyfædda barnið þá hafa
þeir með sér gjöf til þess en
gleyma þvi eldra. 1
Það er um að gera að láta
eldra barnið hjáipa eins mikið
til og möguiegt er. Látið þó
barniðekki vera lengi eitt með
þvi litia. Það verður lika að gera
máltiAir ungbarnsins þannig að
þvi eldra finnist það ekki vera of
mikið átundan.
Það er þó ekki þar með sagt -
að sömu hlutir gildi um öll börn.
Þau eru ólik og það eru foreldr-
arnir líka.
En fyrir alla muni hafið ekki
hhyggjur, þó að afbrýðisemi
geri ekki vart við sig strax! Það
er oft litið að marka fyrsta árið.
Þá liggur barnið mestáti i vagni
sinum og sefur og enn sem kom-
ið er fer tiltölulega litið fyrir
þvi.
Þegar það hins vegar er farið
að skriða um, taka leikföngin af
þvi eldra, trufla leiki og halda
athygli foreldranna sivakandi
þá er aðstaðan önnur, og þá fer
afbryðisemin oftast að gera
vart við sig.
Gleymið þvi ekki heldur að
systkiner nokkuð mjög jákvætt.
1 sumum tilfellum er afbrýði-
semi það lika. Margs konar
tilfinningar gagnvart öðrum
verða fyrr eða seinna að fá að
brjótast Ut og þá eru systkini
góð.