Vísir - 12.09.1975, Page 8

Vísir - 12.09.1975, Page 8
8 Vísir. Föstudagur 12. september 1975. HALLDÓR GÍSLASON: að skoða þörfina listrœna gildi... Fjölbýlishúsahverfi I Parls. Gæti veriö hvar sem er á íslandi. Fyrst ber síðan hið Vegna tíöra skrifa um íslenzkan arkitektúr undan- fariö, sem viröist sýna velkomna uppvakningu hjá fólki um þörf þess að ræöa i þessi mál nánar en verið hefur áöur, þá er þetta ritað til aö reyna aö minna á hversvegna byggingar eru til og af hverju við notum þær. Skóli I Sviss. HúsiO myndi þykja harla gott hér á 1 a n d i e n veðráttan er ekki alveg sú sama. 1 dag, þegar allt þarf að rannsaka til hlitar um mann- lega hegðun og reynt er að komast að undirrótum alls sem til er vegna hinnar miklu þró- unar sem hefur orðið á sviði tækni og visinda þar sem allt er uppbyggt af rökfræðilegu kerfi allt frá smæstu einingu til hinna stærstu, þá hefur komið upp áhugi hjá mörgum að reyna að brjóta til mergjar undirrætur fyrir listum og arkitektúr (sem margir vilja álita sama fyrir- brigðið), og finna frumástæð- una fyrir tilveru þessara þátta i lifi mannsins. Efalaust er hægt að hafa miklar og heitar um- ræður um, hverjar frumástæð- urnar eru fyrir þvi að listir eru til, en arkitektúr eru á þessu máli tvær hliðar. Sú, sem oftast er nefnd á undan, en ætti að vera nefnd siðar, er að byggingar eigi að hafa ákveðið listrænt gildi, sem hægt er að njóta aðallega með sjón, þ.e.a.s faiiégar linur, hlut- föll og þ'ar fram eftir gotunum. Hin hliöin á arkitektúr, sem er oftast nefnd siðar og stundum gleymist alveg, er hin algera frumþörf fyrir byggingum og eina ástæðan að maðurinn i byrjun skóp sér hýbýli, að mynda einhverskonar skjól fyrir óbliðri náttúrunni sem stundum getur orðið hörð i horn að taka. Þitt nánasta umhverfi Húsið, sem þú býrð i, er þitt nánasta umhverfi. Þú notar skynfærin til að komast i sam- band við umhverfið i kringum þig til að geta notað þér það sem það hefur uppá að bjóða og einnig varizt hættum þess. Með augunum sérðu hvar stiginn byrjar, hvar veggir eru og aðrir farartálmar svo að þú gangir ekki á og rekir þig i og um leið dæma augun hlutföll, fjarlægð og áferð efna, sem þú manst af reynslu, þegar þú hef- ur áður snert og jafnvel bragðað á þeim. Með eyrunum heyrirðu i öðru fólki, upp á lofti eða i bifreiðu'm úti fyrir, rigningu á gluggunum eða þakinu, vatninu i pipunum, og mörg önnur hljóð, sem þú þekkir efala,ust flest af þeirri reynslu að sjá hvað gerist þegar þau myndast. Með nefinu finnurðu lyktina af brælunni inni eldhúsi eða ilminn af blómunum i glugganum og fleiru sem þú siðan dæmir um hvort sé góð lykt af eða vond, góð lykt, sem þú kannski vilt hafa eða vond lykt, sem þú vilt losna við. Með húðinni finnurðu snert- ingu sem er næmust i fingrun- um. Þú finnur áferð hluta, mjúka, hrjúfa, stingandi og svo framvegis, sem þú vilt njóta eða komast hjá að snerta, allt eftir þvi sem þér finnst skemmtileg- ast og bezt. I munninum eru bragðlaukarnir sem tilkynna hvernig efni eru uppbyggð. Ekki það að þú gangir um byggingar og smakkir á öllu, heldur veizt þú það af reynslu siðan þú varst barn og smakkaðir á öllu sem þú fékkst i hendurnar eins og öll börn gera. 011 skynfærin vinna i samein- ingu til að þú getir skynjað að- stæður hverju sinni i umhverfi þinu og breytt á þann hátt sem dómgreind þin segir þér til um. Skynfærin hjálpa þér til að vega og meta allt og þau eru eina leiðin fyrir þig til að gera þér grein fyrir umhverfi þinú en*það^ er einmitt það sem þú ert að skapa þegar þú byggir hús. Þitt allra nánasta umhverfi. Allt sem hér hefur verið sagt að framan er ekkert nýtt, heldur svolitið sem allir vita og gera sér grein fyrir þegar farið er að hugsa út i það, en samt er þó nokkur ástæða að minna á það. Þurfum vandaðri hús en margir aðrir Byggingar notum við til að aðlaga umhverfið náttúrunni, sem við lifum i, svo að við get- um búið við þolanleg þægindi. Við sköpun nýrrar byggingar ættum við að reyna að gera hana eins þægilega og efni og ráð leyfa. Við þurfum mátulegt hitastig sem mannslikamanum þykir þægilegast. Veggir byggingarinnar þurfa að geta haldið vatni og vindi, gluggar verða að leggja til birtu og þá um leið útsýni, án þess þó að sólin blindi okkur eða geri innra rýmið ólift af hita. Hljóð- einangrun þarf að vera svo góð aö við getum haldið uppi samræðum eða sofið þegar umferðagnýr er úti eða hávaði i byggingunni. Loftræsting þarf að vera til að losa við lykt og likaminn þarfnast fersks lofts. Þannig mætti telja upp óendan- lega hvað þarf að hafa i huga til að fullnægja þörfum mannsins, likamlegum eða andlegum. Alls staðar i heiminum þarf að eiga við þessi vandamál i misjöfnu magni þar sem mað- urinn hefur þróazt i viðkvæma skepnu sem getur aldrei lifað i villtri náttúrunni án nokkurrar þeirrar hlifðar sem hann hefur skapað. Hér á Isíandi búum við við einstai^lega óþæga náttúru, sem gerir vandamái okkar i þessum efnum mun stærra, en hjá öörum þjóðum sem búa við mildara umhverfi. Við þurfum að vanda mun meira gerð bygginganna en margar aðrar þjóðir. islenzkur byggingarstíll Þar sem framanskráð er nokkuð sem flestir ættu að geta verið sammála um i meginat- riðum, þá mætti vænta þess að byggingar á íslandi væru i sér- stökum stil, sem hefði þróazt af þeim sérstöku þörfum sem þurfa að fuílnægja. Það mætti ætla að vegna þess að við höfum nokkuð sérstök skilyrði i náttúru Islands, sem við þurfum að fást við, þá væru islenzkar byggingar öðruvisi en gengur og gerist i kringum okkur. Að hér á landi væri ákveðinn byggingastill sem leitaðist við að leysa þær þrautir sem á okkur eru lagðar og gæti sá still verið likur byggingastil annarra landa, sem hafa álika náttúru eða þá að okkar byggingastill væri bara alislenzkur. Hér endar svo draumurinn, þvi að stillinn á flestum þeim byggingum sem upp hafa komið hér undanfarin ár, er einhvers konar afkvæmi af hinum svo- kallaða alþjóðlega stil, sem er upprunninn frá Bandarikjun- um, Miðjarðarhafi og Vestur- Evrópu, þar sem loftslag er allt annað heldur en hér á landi. Byggingar hér eru taldar gerðar af snilld ef þær gætu átt heima i Frakklandi án þess að vera til ósóma. Þessi þróun er kannski nokkuð eðlileg, vegna þess að við Islendingar viljum aldrei vera minni menn en útlendingar og okkur finnst helzta ráðið að eftirapa þeirra byggingastil og reynum siðan að bjarga skaf- renningnum og láréttu rigning- unni, frostinu og jarðskjálftun- um, af þvi að loftslagið hér á landi er allt ööruvisi en við Miðjarðarhafið eins og nærri þvi hver einasti íslendingur veit af eigin reynslu. Erlendar hugdettur um af- brigði sem koma frumþörfinni fyrir þægindum ekkert við og eru notaðar eingöngu fyrir augað og þar með algerlega gleymt hinum fjórum skynjunarhæfileikum mannsins um leið, jafnvel eytt meira fé en þurfti til að fullnægja fegurðar- smekk nágrannanna. Hið listræna gildi byggingar ætti að geta þróazt samfara þörfinni, byggingarefninu og þar af leiðandi byggingar- forminu, en byggingarlist er ekki skreyting sem limd er eins og þrykkimyndir á kassa. Við Islendingar getum haldið tungu okkar, bókmenntum, myndlist og tónlist islenzkri og ef viljinn er fyrir hendi, þá get-- um við vel myndað okkur is- lenzkan byggingastíl, sem svarar betur til islenzkrar náttúru. „„

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.