Tíminn - 15.10.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN
Kosningar í Háskólanum
Á síðastliðnu vori \ar breytt
skipun félagsmála stúdenta í
Háskóla íslands. Stúdentaráð
var gert að ópóiitískum bar-
áttuvettvangi fyrir hagsmuna-
málum stúdenta ínnan skólans
og utan. Hið hálfrnr aldar
gamla Stúdentafélag háskólans
var endurreist í breyttri rnynd
og því ætlað að sjá um mál-
fundi, 1. desember hátíð, bók-
menntakynningar og aðra fé-
lagsstarfsemi studer.ta. Á
fimmtudagskvöldið var hald-
inn í hátíðasal skólans fram-
boðsfundur vegna þeirra kosn
inga, sem fram fara i dag, iaug.
ardag, um stjóin félagsins.
Tveir listar eru í kjöri: A-listi
borinn fram af Vö/.u og B l.isti
borinn fram af 15 stúdentum,
sem vilja að endurreisn heil-
brigðra þjóðféidgsumræðna
verði eitt helzta verkefni fé-
lagsins. Myndin hér að ofan
var tekin á fundinum a fimmtu
dagskvöldið. (TímamynJ GE).
Utibússtjórinn Helgl Elíasson og Margrét Sigurðardóttir, bankaritari.
IÐNAÐARBANKINN OPNAR
ÚTIBÚ VIÐ GRENSÁSVEG
VETURLIÐI OPNAR SÝNINGU
í dag opnar Iðnaðarbanki ís-
'ands h.f. útibú að Háaleitisbraut
0 í Reykjavík. Er þetta þriðja
tibú bankans, en þegar hafa ver
opnuð útibú frá Iðnaðarbank-
. num í Hafnarfirði og á Akur-
eyrL
Útibúið að Háaleitisbraut mun
rnnast sparisjóðs- og hlaupareikn-
i'igsviðskipti, innheimtur víxla og
' erðbréfa og fyrirgreiðslu við-
> kiptamanna við aðalbankann og
i tibú hans. Hinu nýja útibúi hef-
rr verið valið nafnið „Grensásúti-
l ú,“ en það er staðsett á norður-
duta Grensáss og er skammt frá
i Inaðarhverfunum við Grensásveg
og Múlahverfi.
Húsakynni útibúsins eru hin
hinar smekklegustu, en innrétt-
ingar teiknaði Halldór Hjálmars-
.m, arkitekt. Húsgagnasmíðastofa
Ijálmars Þorsteinssonar annaðist
;míði innréttinga.
Forstöðumaður útibúsins er
Helgi Elíasson, sem verið hefur
deildarstjóri í innheimtudeild Iðn-
aðarbankans. Opnunartími Grens-
ássútibús er frá kl. 11—12 og 1,30
—18,30 daglega, en á laugardög-
um frá 10—12,30.
Vinnan sendir
frá sér afmæl-
ishefti
EJ—Reykjavík, föstudag.
Blaðinu hefur borizt tímarit A1
þýðusambandsins, Vinnan, og er
það afmælishefti — útgefið í til
efni af 50 ára afmæli ASÍ. Er
þetta hið myndarlegasta rit, 130
blaðsíður að stærð.
Áf efni blaðsins má nefna m.a.:
Afmælisávarp frá forseta Islands
og frá félagsmálaráðherra. Hug-
leiðing um verkalýðssamtök í 80
ár eftir Hannibal Valdimarsson.
Kveðja frá Ottó N. Þorlákssyni
og ávarp Stefáns Jóh. Stefánsson
ar. Kafli úr þingræðum Jóns Bald
vinssonar er Vökulögin voru bor
in fram til sigurs; Hluti úr þing
ræðu er Sigurjón Á .Ólafsson flutti
gegn gerðardóminum í togaradeil
unni 16. marz 1938. Ávörp frá
Guðgeir Jónssyni, Hermanni Guð
mundssyni og Helga Hanness.vni.
Grein um ASÍ fimmtugt eftir
Skúla Þórðarson. Myndir frá Ölfus
borgum og Annáll Sambandsfélaga
þar sem talin eru upp öll aðild
arfélög ASÍ og sambönd, saga
þeirra og forystumenn. Er þessi
annáll hin merkasta heimild að
leita til.
Skuldbindingar Banda-
ríkjanna í SA-Asíu
Athygli er vakin á almennum
fundi félagsins í Tjarnarbúð kl.
2 e.h. laugardaginn 15. þ.m. Þar
mun Julius C Holmes, fyrrum
ambassador, flytja erindi um
„Skuldbindingar Bandaríkja-
manna í Suðaustur-Asíu“ og síð-
1 an svara fyrirspurnum-
KJ—Reykjavík, föstUdag.
Veturliði Gunnarsson opnar á
morgun málverkasýningu í Lista
mannaskálanum og sýnir að þessu
sinni 40—50 myndir.
Veturliði á fertugsafmæli á
mongun, og opnar sýningu sína
klubkan átta. Sagði hann í dag
að síðast hefði hann- sýnt hér í
Reykjavík í febrúar 1965, eftir þá
sýningu hefði hann farið beint til
Ítalíu og Frakklands, en komið
hingað heim í vor og farið þá
norður á Strandir þar sem hann
dvaldist að mestu í surriar. I.ands
STÚDENTAFÉLAGS-
KVÖLDVAKA SÍÐ-
ASTA DAG SUMARS
Stúdentafélag Reykjavíkur efn
ir til kvöldvöku síðasta dag sum
ars, föstudaginn 21. þ.m., í Súlna
sal Hótel Sögu.
Margt verður til skemmtunar,
en af léttara efni má nefna, að
Ómar Ragnarsson kemur fram
með gamanþátt og er þar allt
nýtt af nálinni. Þá verður haldin
geysifjölbreytt tízkusýning, m.a.
sýnd nýjasta vetrartízkan í kjól
um, kápum og höttum.
Kvöldvökur félagsins hafa jafn
an verið afar fjölsóttar og þótt
hinar ágætustu, samkomur. Eru
stúdentar allir, eldri sem yngri,
hvattir til að kveðja sumarið 1966
og heilsa vetri á þessari kvöld
vöku.
Aðgangur er öllum heimill.
(Frá Stúdentafélagi Rvíkur).
lagið kvað hann þar stórkostlegt,
og hann væri lengi að vinna úr
öllum þeim hugmyndum sem hann
hefði fengið þar. Um þessar mund
ir eru nokkrar myndir Veturliða á
sýningu í Ósló, og þar á meðal
myndir frá Ströndum og „sería“
frá Landmannalaugum.
Á sýningunni í Listamannaskál
anum eru myndir frá ýmsurn tím
um, en þær elztu munu vera frá
árinu 1947. Hafa þær ekki verið
á sýningu áður. Flest eru „motiv
in“ frá sjávarsíðunni, enda kvaðst
Veturliði bezt una sér þar, þegar
hann væri í málarahugleiðingum.
Sýningin verður opin frá 14—22
í viku tíma.
íslenzk lopapeysa, skinnhúfa,
skór úr selskinni og ofinn trefill,
er þaS, sem prýSir þessa „dómu".
Tímamynd GE-
„HAUSTSÝNING RAMMAGERQARINNAR"
FB-Reykjavík, föstudag.
Á morgun, laugardag, hefst
„Haustsýning Rammagerðar-
innar“ í Hafnarstræti 5. Ti)
gangur sýningarinnar er að
vekja athygli á íslenzku vör-
unum, bæði heimilisiðnaði og
verksmiðjuvörum, sem verzlun
in hefur upp á að bjoða. Einn-
ig geta þeir, sem hafa upp á
eitthvað nýtt að bjóða, komið
því á framfæri.
Ullarvörur eru uppistaða sýn
inigarinnar, peysur, vet.lingar,
treflar, húfur, sjöl og hyrnur
allt handunnið. Sandvefnaður
er orðinn mjög fjölbrevttur en
margt þeirra ullarvara, sem eru
nú á boðstólum hér eru hrein-
asti listiðnaður.
Gæruskinn hafa lengi verið
eftirsótt, og ekki síður það sem
úr þeim er unnið, eins og t.d.
loðsútuð rússskinnsvesti. iEnn
ig verða til sýnis kliopt skinn,
kálfsskinn, trippaskinn, vesti
og jakkar úr skinnum bæði á
dömur og herra. Þá eru þarna
nokkrir pelsar, mjög athyglis-
verðir, unnir úr klipptum gæru
skinnum. Gull og silfurmunir
íslenzkir leirmunir, málaðar
rekaviðarmyndir og batikmynd
ir, og fleira og fle'ra verður
til sýnis á Haustsýningunni
sem verður opin til kl. 10 á
laugardagskvöldið og frá 2 ti!
10 á sunnudaginn.
LAUGARDAGUR 15. október 1966
í tilefni af 50 ára afmæli Lions
hreyfingarinnar ve/öur efnt til rit
gerðarsamkeppni hvarvetna, sem
hún starfar, og eiga kost þáttöku
allir á aldrinum 14—22 ára. Rit
gerðarefnið er Leið til friðar.
Lionsklúbbarnir annast fram
kvæmd samkeppninnar á íslandi,
og skulu ritgerðirnar hafa borizt
þeim eigi síðar en 10. desember.
Bezta ritgerð, er berst hverjum
klúbbi, fær 2.500 króna verðlaun.
Síðan verður dæmt milli ritgerð
anna, sem klúbbarnir verðlauna,
og hiýtur sigurvegarinn í sam
Framhald á bls. 12
LIONSHREYFINGIN EFNIR
TIL RITGERÐASAMKEPPNI