Tíminn - 15.10.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 15. október 1966
PÚSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum allar gerSir af
pússningasandi, neim-
fluttan og blásinn inn-
Þurrkaðar vikurplötur
og einangrunarplast.
Sandsatan við EliiSavog sf.
Elliðavogi 115, sími 30120.
TIMINN
Slcammstafanir
„Kæri Landfari!
»
Mig langar til að koma á fram-
íæri í dálki þínum smá fyrirspurn,
eða fyrirspurnum varðandi skamm-
stafanir á landsþekktum félögum,
fyrirtækjum og stofnunum. Það er
næstum á hvetjum degi, sem ég
sé einhverjar af skammstöfunum
þessum í dagblöðunum^og var far-
inn að halda að við komandi blaða
menn settu þessar skammstafanir
á viðkomandi aðila, en nú hef ég
sannreynt að svo er ekki — það
eru fyrirtækin sjálf, sem setja þess
ar sakmmstafanir. Og svo ég teygi
nú ekki lopann lengur þá er hér
um að ræða skammstafanirnar F.
I. og B. I. F. í. er notað a. m. k af
þrem aðilum: Ferðafélagi íslands,
Flugfélagi íslands og Fisk'félagi
íslands og B. í. er notað af Biaða
mannafélagi íslands, Búnaðaiíé-
lagi íslands og Brunabótafélagi
íslands. Vel má vera, að fleiri að-
ilar noti framangreindar skamm-
stafanir, þótt ég muni nú ekki
eftir fleirum í augnablikina, en
mér finnst að þessir aðilar þyrfta
að koma sér niður á hver þeirra
ætti rétt á að nota skammstöfun-
ina, því ef margir nota þá sömu
getur hæglega orðið um rugiing
að ræða, eins og t. d. ef Ferða-
félagsmenn væru að ferðast með
Flugfélagsvél, og talað væru um
F.í. félaga, sem ferðuðust með F.í.
vélum.
Ég veit, að þú, Landfari góður,
ljærð þessum aðilum rúm undir
| athugasemdir í dálki þínum, og
I kveð þig síðan og þakka fyrir
margt gott, sem komið hefur fram
í dálkunum. •
Áhugi."
Gráhári skrifar:
Um hljómburðinn í Foss-
vogskapellu
Það hlýtur að vera nokkurt
angur hverjum manni að njóta
ekki fullrar heyrnar, ekki sízt þeg
ar vitað er að í raun og veru sé
heyrnin í fullu lagi. — Það er
alkunna að hljómburður í sam
komuhúsum er mjög misjafn, en
það er stórt atriði að hann sé
sem beztur.
Eftir að hafa verið nokkrum
sinnum við jarðarfarir frá Foss-
vogskapellu hefi ég fengið endur-
teknar sannanir fyrir því hve
hljómburðurinn þar er slæmur og
óþægilegur. Það eru víst fæstir
sem eru við jarðarfarir að ástæðu-
lausu og þá er a. m. k. viðkunnan
legra að geta heyrt það sem prest
urinn segir svona nokkurn veg-
inn óslitið og án mikillar áreynslu.
En á þessu vill oft verða nokkur
misbrestur í áðurnefndu húsi.
Aðeins þeir sem innstir sitja
heyra sæmilega það sem sagt er,
en þó er alltaf einhver holhljómur
eða bergmál bak við orðin sem
verkar óþægilega á mann og þv:
verr sem presturinn liggur hærra
rómur. Menn beri t. d. saman
hljómburðinn í Fossvogskapellu
og Dómkirkjunni, —þar á e- reg-
in munur. —
Það gegnir annars nokkurri
furðu, að ekki skuli fyrir longu
hafa verið ráðin bót á þessum
hljómburðargalla því óhugsandi er
að það sé ekki mögulegt. — Það
getur því varla talist ósanngjarr.t
þótt almenn krafa komi fram
um fullkomnar úrbætur á þess-
um hljómburðargöllum í Fossvogs
kapellu, því það hlýtur að vera
þess eðlis að vera mögulegt ef
nægur vilji væri fyrir hendi.
Klukkan 13.30.
Allmjög undanfarin á rhefir Út
varpið — með nokkurri aðstoð
Pósts og Síma — verið að reyna
að breyta málvenju okkar um
tímagreiningu, en ekki tekist enn
sem komið er. Hefir Útvarpinu
orðið meira ágegnt um sumt ann-
að í „menningarbyltingu“ sinni,
t. d. um áhrifin á músik-smekk
yngri kynslóðarinnar.
í vitund almennings er sólar-
hringnum skipt í tvennar tólf
stundir, eða „Klukkutíma" eins og
það er venjulega orðað. Timaskipt
ing þessi er svo skýr og greinileg
að það fer yfirleitt ekki milli mála
við hvaða tíma sólírhringsins er
miðað þegar eitt og annað er tíma
sett samkvæmt íslenzkri málvenju
— Það vita allir t. d. að „Sinfóniu
hljómleikar“ byrja aldrei kl. 9 að
morgni og „miðdegisútvarp“ hefst
ekki kl. 3 að nóttu, og svona mætti
lengi telja. — í daglegu tali er
aldrei sagt „klukkan 13.30“ eða
„16.45“, heldur „hálf tvö“ og “þrjú
kort í fimm,“ eðá 4.45. Með þessu
hefðbundna málfari vita allir við
hvaða tíma er átt, en það liggur
ekki alveg eins ljóst fyrir þegar
„símskeytamálið“ er við haft. —
Þetta sífelda stagl á óðru málfari
en menn hafa átt að venjast lætur
alltaf ankanalega í eyrum. Það er
gagnstætt málvenju alls almenn
ings og algerlega óþarft nema í
einstaka tilvikum — og við slíku
er ekki ástæða til að amast. —
Ástæða er til að ætla að þessi
„útvarpsmenning" sé að mestu
leyti af útlendum toga spunnin,
en hefir ekki eftiröpun okkar af
erlgndum fyrirmyndum haslað sér
mjög „landrými“ í þjóðlífi okkar,
þótt daglegt mál nyti enn um
sinn nokkurra sérréttinda? —
T rúlofunarhringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
Athyglisverð sýn-
Skólavörðustíg 2.
S ÖKUMENN
!
j Látið athuga rafkerfið í
; bílnum.
] Ný mælitæki.
j RAFSTILLING,
j Suðurlandsbraut 64,
sími 32385
(bak viS Verzlunina
Álfabrekku).
Vélahreingerning
Vanir
menn.
Þrifaleg,
fljótleg,
vönduS
vinna.
Þ R I F —
símar
41957 og
33049
HUSBYGGJENDUR
TRÉSMIÐJAN,
HOLTSGÖTU 37,
! framleiSir eldhúss- og
LAUGAVEGI 90-92
ing í Mokkakaffi
Um þessar mundir er í Mokka | Auk olíumálverka og vatns-
kaffi sýning á listaverkum eftir litamynda eru á sýningunm sex
Sigurð Steinsson og stendur hún járnskúlptúr og hafa þau ekki
yfir í hálfan mánuð. | sízt vakið eftirtekt. Alls eru lisla
svefnherergisinnréttingar.
Auglýsið í fiiVIANUM
Stærsta úrval bifreiSa á
einum staS. — Salan er
örugg hjá okkur.
Ilefur sýningin vakið athygii og
er því allt eins líklegt, að húr,
verði franrlengd.
Þegar hafa selzt tvö málverk og
verkin sextán og eru þau öll tii
sölu. Þetta er önnur sýning Sig
urðar. Myndin sýnir listamanninn
hjá þeim tveim listaverkum, sem
margir hafa spurt um myndir með. einna mesta athygli hafa vakið.
kaup í huga. (Tímamynd-G.E.).
3
Á VÍÐAVANGI
Ekki hlédrægur úr hófi
| fram
Bjarni Bendeiktsson hefur
| ekki látið ónotuð þau tækifæri
er honum hafa sem forsætis-
ráðherra boðizt til þes að á-
varpa þjóð sína. Hann kvaddi
sér t.d. hljóðs bæði á gamlárs
kvöld og nýársdag, og hinn
17. júní barst rödd hans enn á
öldum ljósvakans um lands
byggðina. Þessar ræður ráðherr
ans eru jafnan endurteknar í
fréttaauka kl. 20 og síðan ítar-
lega greint frá efni þeirra í
seinni fréttum kl. 22. Þurfa
hlustendur þannig -að kingja
málflutningi ráðherrans þrisvar
sinnum sama daginn. Næsta
dag birtist ræðan ásamt mynd
ræðumanns í Morgunblaðinu,
svo að enginn þyrfti að fara á
mis við hið vísdómslega orð.
Hver var þá hátíðaboðskapur
ráðherrans, er svo mjög þurfti
að brýna fyrir landsins börn-
um?
Um áramótin var ráðherran-
um mikið niðri fyrir, enda mun
nýja árið hafa lagzt í hann sem
slæmur fyrirboði. Hann tók sér
fyrir hendur að telja í þjóðina
kjark og sannfæra hana um það
að hún þyrfti ekki að skammast
sín fyrir viðreisnina. Við get-
um borið höfuðið hátt, sagði
hann, og því til sönnunar leiddi
hann tvö vitni. Var það þunga
miðjan í áramótaræðu ráðherr
ans. Vitnin voru ekki nafn-
greind, en hið fyrra var „mikils
virtur sendiherra“ okkar hjá
erlendu ríki, er kvað landið
njóta „virðingar og trausts”,
hið seinna „harðskeyttur stjórn
arandstæðingur“, er taldi „okk
ur efnahagslega séð betur til
þess fær en nokkru sinni að
ráðast í ný verkefni”.
Átti sendiherrann að
lastmæla þjóð sinni?
Nú veit hvert mannsbam í
landinu, sem komið er til vits
og ára, að eitt meginhlutverk
sendiherra er að tala máli þjóð
ar sinnar út á við og gæta heið
urs hennar í hvívetna, Sendi-
herra, er lastmælti stjórn sinni
jafnvel þó að ástæða væri til,
myndi þar með bregðast emb-
ættisskyldu sinni. Af þessu leið
ir, að sendiherra getur ekki
sagt annað en gott eitt um land
sitt og stjóm, jafnvel undir
„viðreisn”.
Hin hlið málsins er sú, hvað
útlendingar skrifa um okkur eft
ir upplýsingum héðan og eigin
hugmyndum. Auðvitað forðast
i sendiherrar og aðrir opinberir
aðilar að draga upp eins dökka
| mynd fjárhagsins og hún raun
1 verulega er. En þessu gegndi
| öðru, þegar Bjarni Benedikts-
son var í stjórnarandstöðu i tíð
vinstri stjórnarinnar. Þá rituðu
blaðamenn hans og erindrekar
rógsgreinar um íslenzk málefni
í crlend löð og endurprentuðu
síðan ósómann i eigin blaða-
kosti hér heima — eitt sýnis-
horn þess, sem Bjami nefndi
hina „hörðu“ stjórnarandstöðu.
Seinna vitnið, sem ráðherr-
ann tilfærði reyndist vera Magn
ús Kjartanson. Má með sanni
segja, að þar hafi Bjarai farið
úr öskunni í eldinn, þvi að rit-
stjóra Þjóðviljans hefur í Morg
unblaðinu verið lýst sem af-
skræmi jslenzkrar blaða-
mennsku. Aðeins nokkrum dög
um eftir áramótin var hann
Framhald á bls. 12.