Tíminn - 15.10.1966, Side 9

Tíminn - 15.10.1966, Side 9
N LAUGARDAGUR 15. október 1966 J————■<———■ TÍMINN ÖJfiTT I Stöðugt f jölgar munnunum, sem þarf að fæða. SAGAN í HNOTSKURN IV - MANNFJðLDINN Fólksf jölgunin er mesta vandamál f ramtíðárinnar Frumstæðar veiðiþjóðir og þjóðir á safnarastigi eru alltaf fámennar og búa ætíð mjög dreift. Þetta á við forsógulegar þjóðir sem og ástralíu negra og frumstæða eskimóa. Mann fræðirannsóknir og fornleifa- rannsóknir staðfesta þetta. Venjulega er dreifbýlið um einn maður á hvern ferkíló- metra. Á stoku stað er þétt- býlið ofurlítið meira, og koma þá til vissar aðstæður, svo sem góð fiskimið skammt undan, sem gera nokkuð þéttbýli mcigu legt. Áður fyrr var það útbreidd kenning að frjósemi steinaldar manna hafi verið minni en nú- tíma manna og það hafi orsak- að fámenni þjóðfélaga þeirra. Þessi skoðun á nú fáa formælendur. Það eru ekki fyr- ir hendi neinar beinar sann anir eða vitneskja um þessi efni, en flest það, sem vitað er um þessi forsögulegu þjóð- félög, bendir til þess að meðal- aidur steinaldarmanna hafi ver ið mjög lágur. Þessi fullyrðir.g er dregin af iíkum. Það hafa verið rannsökuð bein 187 Evrópumanna af Neanderthal stofninum. Af þessum hóp do þriðjungur áður en hann náði tvítugs aldri og meiri hluti þeirra sem náðu þeim aldri dóu milli tvítugs og fertugs. Eftir verða 16 einstaklingar, sem dóu milli fertugs og fimmtugs. 38 líkamsleifar einstaklinga af eldri stofni voru einnig rann- sökuð. Af þessum hóp var hægt að ákvarða aldur 22ja. Af þeim dóu 15 yngri en fjórtán ára, þrír dóu milli 15 ára og 29 ára, þrír milii fertugs og fimmtugs og einn virðist hafa lifað fram 'yfir fimmtugt. Frekari rann- sóknir fleiri hópa hafa sýnt svipaða niðurstöðu. Líkamsleif- arnar benda til þess að flestir úr þessum hópum hafi verið drepnir í skærum milli kyn- flokka og algengasta dánaror- sökin virðist ýmist vera, barna dráp, höfðaveiðar eða stríð. Dreifbýlið virðist hafa verið þessum þjóðflokkum nokkur vörn gegn farsóttum því að þessir forsögulegu þjóðflokkar voru á stöðugu flakki í leit að æti eða veiðidýrum. Hungrið hefur áreiðanlega einnig orðið mörgum þeirra að aldurtila og barnadauðinn var gífurlegur. í landbúnaðarþjóðfélögum reyndu landstjórnarmenn að gera sér einhverjar hugmynd- ir um mannfjölda bæði vegna skattaálagnina og af hernað- arlegum ástæðum. Það er hægt að áætla mannfjölda í sumum þessara þjóðfélaga að nokkru, samkvæmt ófullkomnum skrá n ef einhverjar eru og svo xneð að stoð fornleifarannsókna. Lítið er vitað beint um fæðingar og dánartölur, það eru engar bein ar tölur til um slíkt fyrr en á 16. öld og þá frá fáeinum lönd- um. Skýrslusöfnun um dauðs- föll og fæðingar og manntöl eru ný af nálinni og manntalið hér á landi 1703 er undan- tekning. Svo /fullkomin mann- tö! voru alls ekki tíðkuð á þeim tíma í Evrópu. Þótt heimildir skorti, hafa menn getað áttað sig nokkuð á fæðingar og dánartölum og hlutfallinu þar á milli. Dánar- talan miðað við þúsund er nokkuð lægri en fæðingartalan. í þessum þjóðfélögum er eðli- leg fólksfjölgun Vz% til l“t á ári. Ef fólksfjölgunin hefði ver ið slík gegnum aldirnar, þá myndi jörðin nú ekki nægja þeim fjölda. Sjúkdómar og, • bráðar farsóttir hafa hamiað þessu hingað til. Stríðin hafa einnig tekið sinn toll, en sjúk- dómar eru mun drýgri. Svarta dauða er oft minnzt í þessu sambandi, en slíkar plágur voru ekkert einsdæmi. Það sem frægði mjög þessa plágu var, að hún gekk yfir alla Evrópu á sama tíma og hafði því afdrifaríkari afleiðingar en svipaðar farsóttir, sem dreifð- ust um á lengri tíma. í annál- um er oft talað um plágur, sem hafi þurkað út 1/5, 1/3 eða jafnvel helming íbúa vissra hér aða og landssvæða, slíkar plág- ur voru ekki óalgengar. Sjúk- dómar og farsóttir réðu mann- fjöldanum í hinum fyrri þjóð- félögum. Barnadauðinn hamlaði of- fjölgun í þessum þjóðfélögum, þegar plágum sleppti. Af 1000 ungbörnum dóu venjulega 200- 500 innan árs. Af þeim sem eftir lifðu náðu mörg ekki sjö ára aldri. Fræg- ur 16. aldar læknir, sem hét Jeróme Cardanó frá Pavía, hélt því fram að hann gæti læknað alla, svo framarlega sem þeir væru ekki yngri en sjö ára og ekki eldri en sjö- tugir. Það er mjög erfitt að gera sér einhverja grein fyrir meðalaldri í landbúnaðarþjóð- félögum fyrri tíma, en líklega hefur hann verið milli tvítugs og þrjátíu og fimm ára. Iðnbyltingin hefur gífurleg áhrif á fólksfjölgunina. Fram að iðnbyltingu fjölgaði fólki í heiminum lítið, miðað við það, sem verður þegar áhrifa þess- arrar byltingar tekur að gæta. í þeim löndum, sem iðnvæðast, stórlækkar dánarprósentan. Ástæðurnar eru margvíslegar. Vísindaleg þekking eykst, sam- göngukerfið stórbatnar, miklar framfarir verða í læknisfræði og hreinlæti eykst. Þetta verð- ur til þess að auðveldara verð- ur að halda farsóttum í skefj- um og mönnum vitnast orsaxir ýmissa landlægra sjúkdóma. Menn náðu yfirhöndinni í bar- áttunni við farsóttir og sjúk- dóma, sem voru ásamt stríðum aðalorsök hinnar háu dánar- prósentu fyrr á öldum. Öðru máli er að gegna um styrjaldir. Tækniþróunin hefur aukið eyðileggingarmátt styrjalda. Og nú er brýnasta verkefnið að stemma stigu við slíku. Það verður ekki greint á hvern hátt slíkt megi verða og meðan svo er, vofir styrjaldarhættan yfir enn voveiflegri en nokkru sinni fyrr, sökum styrkleika þeirra vopna, sem menn ráða nú yfir. Dánarprósentan hefur eink- um lækkað við það, að barna- dauðinn stórlækkar í iðnvædd- um þjóðfélögum, menn kunna nú auk þess ráð gegn ýmis konar sóttum, sem áður fyrr hjuggu stórt skarð í íbúatöluna Nú er meðalaldur manna í iðn væddum þjóðfélögum yfir 60 ár. Mesta vandamál jarðarbúa nú er, hvernig megi iðnvæða þær þjóðir, sem eru skammt á veg komnar. í þessum lönd- um var dánarprósentan mjög há áður fyrr. Þessi háa tala hefur stórlækkað víða á mjög skömmum tima, þetta var gert með því að beita nútírna tækni gegn orsökum vissra sjúkdóma. Afleiðingarnar urðu þær að dánarprósentan hrapaði niður á fáum árum í þessum van- þróuðu löndum, og fólksmergð in stórjókst. Þetta sama gerð- ist í Evrópu eftir upphaf iðn- byltingarinnar, en sá er mun- urinn, að í Evrópu gerist þetta smátt og smátt á hundrað ára timabili, svo að fólksfjölgunin varð þar minni en framleiðslu- aukningin. En í vanþróarlönd- unum helst þetta ekki í hendur fólkinu hríðfjölgar án þess að framleiðslan aukist, og að því leiðir að skorturinn vex stöð- ugt, nema aðstoð komi til ann- ars staðar frá. Sé dæmi tekið um þessa þróun má nefna Ceylon. Á árunum 1945 — 52 var moskító flugunni sem ber mal- aríu útrýmt, afleiðingin af þessu var sú að dánarprósent- an féll úr 22 af þúsundi niður í 14 af þúsundi á sjö árum. Þessi lækkun náðist í Englandi á sjötíu árum á nítjándu öld- inni. Slíkar aðgjörðir stórauka fólksgrúann. Á Ceylon eru fæð ingar um 40 af þúsundi. 1947 eru þar 27.4 fæddir umfram dána, en um 1880 er talan 9.3, og 1940 um 17.1 Mesta vandamálið er að stemma stigu við barneignum, en þar verður Þrándur í Götu, trúaríordóm- ar og lífernishættir og tor tryggni við annarlegum hált- um, og kunnátta í þeim efnum fylgir oftast meiri velmegun og upplýsingu. Framleiðsla landsmanna nægir því ekki í þessum ríkjum til að allir hafi að bíta og brenna og iðnvæð- ing verður útilokuð, meðan all- ur afraksturinn nægir ekki, til þess að brauðfæða þjóðina. Það verður enginn fjármagns- myndun og ástandið versnar stöðugt. Utanaðkomandi að- stoð gæti bætt þetta um stund arsakir, en hún verður ekki ráðið til frambúðar. Eina ráð- ið er að stemma stigu við fólksfjölguninni og auka fram- leiðsluna svo að möguleikar séu á iðnvæðingu. En hvenær það gerist veit enginn. S.B. - Dauðir nautgripir á víðavangi eru algeng sjón f Indlandi — en þar eru kýr heilagar og ekkf notaðar til fæðu, þótt fólkið svelti heilu hungri. Bf

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.