Tíminn - 15.10.1966, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
LAUGARDAGUR 15. október 1966
SAMÞYKKTIR A ÞINGI
SJðMANNASAMBANDSINS
5. Í»ing Sjómannasambands ís-
lands var haldiS í Reykjavík dag
ana 1. — 2. okt. og mættu til
þings 28 fulltrúar frá 6 aSildar-
félögum, auk áheyrnarfulltrúa.
Jón: SigurSsson var einróma end
urkjörinn formaSur til næstu 2ja
ára og meðstjórnendur Magnús
Guðmundsson, Felli, Garðahreppi
Guðlaugur Þórðarson, Keflavík,
Hilmar Jónsson, Reykjavík, Sig-
ríkur Sigríksson, Akranesi, Krist
ján Jónsson, Hafnarfirði og Pétur
Sigurðsson, Reykjavík.
Þingið gerði ýmsar samþykktir,
þ.á.m. tilmæli til ríkisstjórnarinn
ar, að ekkj verði leyft að byggja
fleiri sildarverksmiðjur, nema í
samráði við samtök sjómanna.
Þá vill þingið láta endurskoða
gildandi bátakjarasamninga, og þá
sérstaklega eftirtalin atriði:
1. Að hlutaskiptin verði athuguð
og*þá sérstaklega á bátum af stærð
inni 30—50 smálestir.
2. að krafan um frítt fæði skip-
verja á bátum verði borin fram og
henni fylgt fast eftir.
3. að kauptrygging hækki.
4. að slysatrygging verði hækK
uð að mun og verði jafnhá trygg-
ing fvrir alla sjómenn, burtséð frá
því, hvaða þátt sjómennsku þeir
stunda.
5. að ákvæði um sumarleyfi síld
arsjómanna verði komið inn í síld
veiðisamninga í svipuðu formi og
um gat í orðsendingu Sjómanna-
sambandsins frá 19. maí 1965.
6. að hlutaskipti verði hækkuð
til áhafnar á þeim síldveiðibátum,
er ekki hafa aflað sér hinna nýju
kraftblakka og nýjustu síldarleita
tækja.
Utn aukinn skatta- og útsvarsfrá-
drátt fyrir fiskimenn:
Þingið felur væntanlegri stjórn
sambandsins enn á ný að vinna að
því, að fiskimenn fái aukinn frá
drátt við álagningu skatts og út-
svars og bendir á, í því sambandi,
að eðlilegast sé, að skattar verði
teknir jafnóðum af tekjum.
Um netafjölda í sjó.
Þingið telur að nauðsynlegt sé
að reynt sé með öllum tiltækum
ráðum að koma í veg fyrir, að bát
ar séu með fleiri net í sjó en heim
ilt er skv. gildandi reglugerð.
Felur þingið því væntanlegri
sambandsstjórn að beita sér fyrir
því að reglugerðin sé endurbætt og
gerð skýrari og ákveðnari en hún
er varðandi heimilaðan netafjölda
og ákvæði sett í reglugerðina um
stór viðurlög og sektir ef útaf er
brugðið.
Um férskfisksmat.
5. þing S.S.Í. ítrekar samþykktjr
síðasta þings sambandsins um
kröfu um að matið sé framkvæmt
um leið og fiski er landað og gerir
kröfu til að matið sé framkvæmt
í affermiijgarhöfn en sé það ekki
gert, telur þingið að sjómenn eigi
að gera kröfu til að allur aflinn sé
reiknaður á verði 1. flokks.
Þá telur þingið nauðsynlegt að
sami matsmaður sé ekki lengi í
sömu verstöð heldur sé þeim skipt
frá einni verstöð til annarrar eflir
vissan tíma eftir því sem unnt er.
Um viðgerðarmenn síldarleitar-
tækia.
Þingið felur væntanlegri sam-
bandsstjórn að vinna að því við
sjávarútvegsmálaráðuneytið og
aðra aðila, að á síldarleitarskipun
um svo og síldarflutningaskipun
um verði staðsettir menn er geti
annast viðgerðir á síldarleitartækj
um svo og öðrum nákvæmum tækj
um veiðiskipanna svo þau þurfi
ekki að sigla til hafnar, oft lang
ar leiðir til að leita viðgerða og
það jafnvel þótt um smábilanir sé
að ræða.
Ályktun samtaka sveitarfélaga í Austfjarðarkjördæmi:
Hugmynd um sameiningu
sveitarfélaga er tímabær
Á stofnfundi Samtaka sveitarfé-
laga í Austfjarðakjördæmi sem
haldinn var í Neskaupstað 8. og 9.
október s. I. var rætt um samein-
ingu sveitarfélaga. Var einkum-
fjallað um möguleika á breyting-
um hreppamarka og sýslumarka á
Austurlandi og framtíðarskipan
sveitarstjórnarumdæma í fjórð-
ungum. Erindi héldu um málið
Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri, Nes
kaupstað og Unnar Stefánsson,
viðskiptafræðingur, sem báðir eiga
sæti í Sameiningarnefnd sveitarfé-
laga.
Kosnir voru fimm menn í nefnd
til að ræða málið milli funda, og
varð nefndin sammála um að gera
tillögu að svofelldri ályktun, seni
hlaut einróma samþykki fundar-
ins:
„Stofnfundur Samtaka sveitarfé-
laga á Austurlandi, haldinn í Nes-
kaupstað 8. og 9. október 1966,
lýsir stuðningi við hugmyndina
um stækkun sveitaríélaga og tel-
ur tímabæra þá athugun, sem nú
fer fram í „Sameiningarnefnd
sveitarf élaga“, stj ómskipaðri.
Fundurinn telur þó fráleitt að
sameina núverandi sveitarfélög
með valdboði, heldur verði það að
gerast með fullu samþykki við-
komandi aðila. Fundurinn telur
eðlilegt, , vegna gerbreyttra sam-
gangna og þjóðfélagshátta, að taka
til endurskoðunar núgildandi laga
ákvæði um héraðsstjórn, með það
fyrir augum, að núverandi kjör-
dæmi verði gerð að héraðsstjórn-
arumdæmum með meira sjálfsfor-
ræði og fjárráðum en sýslufélög-
in hafa nú“.
(Frá Samtökum sveitarfélaga í
Austf j arðakjördæmi).
AÐALFUNDUR DANS-
KENNA RA SA MBA NDSINS
Aðalfundur Danskennarasam-
bands íslands var haldinn fyrir |
nokkru. Félagið starfar í eftirtöld- j
um deildum: Ballett, Samkvæmis-!
og barnadönsum. Þeir einir geta;
orðið meðlimir félagsins, sem lok-
ið hafa viðurkenndu innlendu eða
erlendu kennaraprófi í einhverj-
um af framantöldum greinum.
Tilgangur félagsins er: a. Að
efla og samræma dansmenntun í
landinú. b. Að gæta. hagsmuna fé-
lagsmanna út á við ög inn á við.
c. Að efla stéttvísi meðal dans-
kennara. d. Að koma í veg fyrir
að rétþir félagsmanna sé fyrir
borð borinn í atvinnumálum. e.
Að auka dansmenntun félags-
manna.
Eftirtaldir skólar starfa undir
merki . Danskennarasambands ís-
lands: Ballettskóli Eddu Scheving,
Ballettskóli Katrínar Guðjpnsdótt-
jur, Ballettskóli Sigríðar Ármann,
j Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar,
i Dansskóli Hermanns Ragnars,
; Danssk'óli Sigvalda og Listdans-
skóli Guðnýjar Pétursdóttur.
Fundurinn lýsti ánægju sinni
yfir því, hve skólastjórar barna-
skólanna hefðu tekið vel í þá ný-
breytni, sem D.S.Í. kom á fram-
færi, en það er danskennsla 12
ára barna í skólum. Kennarar D.
S.í. hafa s. 1. vetur kennt í þeim
skólum, sem um slíka kennslu
hafa beðið, og eru mjög ánægðir
með árangurinn. Hins vegar væri
æskilegt, að forráðamenn skólanna
sæju sér fært að útvega fullkom-
ið húsnæði fyrir slíka starfsemi.
Þrjár umsóknir bárust um upp-
töku í félagið. Tveir umsækjenda,
þau Jónína Karlsdóttir og Sigvaldi
Þorgilsson, uppfylltu skilyrði um
inntöku í D.S.Í., og voru þau því
tekin inn í félagið.
Samþykkt var að bjóða fyrrver-
andi danskennurum inngöngu í
félagið sem áhugafélagsmönnum.
Fundurinn iýsir óánægju sinni
yfir því, að fluttir hafa verið inn
erlendir kennarar, án þess að þeir
legðu fram vottorð um raunveru-
lega getu í dansi. Jafnframt vill
fundurinn þakka þann skilning,
sem félagsmálaráðherra hefur sýnt
málefnum félagsins.
Fundurinn lýsir óánægju sinni
yfir því, hve lítið heyrist og sést
frá Listdansskóla Þjóðleikhússins.
Stjórn félagsins skipa: Edda
Scheving, Heíðar Ástvaldsson,
Hermann Ragnar Stefánsson, Ingi-
björg Björnsdóttir, Sigríður Ár-
mann.
Þingið minnir á fyrri samþykkt
ir sínar um áskorun þess efnis að
1 samráði við sjómannasamtökin
verði ráðnir í það minnsta tveir
menn til skipaeftirlitsins er Itafi
það verkefni að framkvæma
skyndiskoðanir í skipum, sérstak
lega með það í huga að hafa eftir
lit með því að öll öryggistæki séu
í því lagi er lög og reglur mæla
fyrir um.
Hleðsla síldarskipa.
5. þing S. S. í. skorar á sKipa
eftirlit ríkisins að fylgja fast eftir
reglum um hleðslu síldarskipa og
krefst þess að mál sem rísa vegna
ofhleðslu verði tafarlaust tekin til
dóms af þar til skipuðum dómstóli
og vítir harðlega þann drátt, sem
orðið hefir á rekstri þeirra mála.
Þá vill þingið benda á, að mjög
tímabært er orðið að eftirlit sé
haft með sjóbúnaði þeirra skipa,
sem láta úr íslenzkum höfnum,
það er að frá lestaropum sé geng
ið tryggilega svo og þilfarsfarmi.
/
Sjómannastofur.
5. þing S. S. í. beinir þeim til
mælum til borgaryfirvaldanna í
Rvík, að þau beiti sér fyrir bygg
ingu sjómannastofu og verka
mannaskýlis á athafnasvæði liinn
ar nýju Sundahafnar í Reykjavík,
og framkvæmdir hefjist það
fljótt, að hún geti tekið til starfa
notkun. Þá skorar fundurinn á
um leið og höfnin verði tekin 1
Sjómannasamband íslands og Far
manna og fiskimannasamband ísl.
að stuðla að því sameiginlega að
komið verði upp Sjómannastofu
í stærstu síldarmóttökustöðvunum
á Austurlandi svo og Vestrnanna
eyjum og víðar, þar sem mörg
skip og eða hafa viðlegu. Þá
vill þingið þakka hafnarstjórn
Reykjavíkur fyrir framkvæmdir
um landganga við togarabi-yggjurn
ar en bendir á að eins þarf að
gera við þær bryiggjur sem báta
flotinn liggur við í höfn.
RÚSSAR
Framhald af bls. 1.
sínar fyrr en geimfarið er komið
öugglega á braut umhverfis jörðu.
En ef fréttirnar í dag reynast
réttar, er svo mikið víst, að So-
vétríkin taka þá aftur frumkvæð-
ið í geimvísindunum.
Nítján mánuðir eru nú liðnir
frá síðustu geimferð sovézkra
geimfara, en þá var fyrsta „geim-
ganga“ sögunnar framkvæmd. Frá
þeim tíma hafa afrekin verið
Bandaríkjanna megin. Geimför
þeirra hafa farið lengra út én
nokkru sinni áður, „stefnumót"
hafa átt sér stað úti í geimnum
o.s.frv.
Samkvæmt fréttunum frá
Moskvu virðist sem svo, að Sovét-
ríkjunum þyki Bandaríkjamenn
nú nóg hafa gjört og hyggist taka
af þeim frumkvæðið.
Er talið, að geimstöðin verði
fyiárrennari lendingarpalls úti í
-geimnum, sem geimför á leið til
tunglsins gæti notað til millilend-
ingar. Allar tilraunir Sovétríkj-
anna I seinni tíð, virðast benda til
þess, að þeir stefni næst að tungl-
ferð.
Að því er fregnina frá Madrid
varðar, vakti frásögn dr. Oleg Gaz
enko, um að læknir yrði sendur
með næsta geimfari, mesta at-
hygli. Sagði Gazenko, sem er sér
fræðingur á þeim sviðum læknis-
fræðinnar, sem sérstaklega revn-
ir á í geimfcrðum, að sending
sérmenntaðs læknis með geimfari
gæti haft gífurlega þýðingu vavð-
andi upplýsingar um ýmis líf-
fræðileg atriði í sambandi við
geimferðir.
Björn Sveinbjörnsson,
hæstaréttarlögmaður
LögfræSiskrifsrofa
Sölvhólsgötu 4,
Samhandshúsmu. 3. hæ3,
Símar 12343 og 23338.
HÚSB Y GGJENDUR
Smíðum svefnherergis-
og eldhúsinnréttingar.
SÍMI 32-2-52.
Jón Eysteinsson,
lögfræðingur.
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 11,
sími 21916.
jSo'FiXl'L
Saffr.
Skagfirðingar.
Haustmót Framsóknarmanna i
Skagafirði verður haldið 29. októ-
ber að Bifröst, Sauðárkróki. Nán-
ar auglýst síðar.
Tilkynning frá SUF vegna
11. sambandsbings SUF
Eins og áður hefur verið auglýst verður 11. þing Sambands
ungra Framsóknarmanna haldið í Tjarnarbúð í Reykjavík dag-
ana 28. til 30. okt. n. k. Samkvæmt 14. gr. laga SUF kýs hvert
sambandsfélag einn fulltrúa á þingið, og síðan einn fyrir hverja
20 félagsmenn- Fulltriíatala miðast við síðustu félagsmanna-
skýrslu til sambandsstjórnar. Sanibandsráðsmcnn eru sjálf-
kjörnir á þingið. Stjórn SUF vill hérmeð beina því til stiórna
sambandsfélaganna um allt land að senda félagsmannatal til
stjórnar SUF og tilkynna kjör fulltrúa á sambandsþingið hið
fyrsta.