Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 25. september 1975 5 ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón: Guðmundur Pétursson Var Patty viðriðin annað bankarán? FBI vinnur að rannsókn bankaráns sem leiddi til morðs. Sagt að hluti ránsfengsins hafi fundizt í íbúð Patty Hearst Alríkislögregla Banda- ríkjanna (FBI) rannsak- ar nú hugsanleg tengsl Patricíu Hearst við bankarán, sem framið var í Sacramento 21. apríl og leiddi til dauða eins viðskiptavina bankans. t frétt CBS-sjónvarpsstöðvar- innar i gærkvöldi var þvi haldið fram, að Patty Hearst hefði ver- ið bendluð við bankaránið i Sacramento með teikningu, sem sjónarvottar höfðu gert af ein- um ræningjanna. Um leið var þvi haldið fram, að merktir pen- ingaseðlar úr ráni þessu héfðu fundizt i ibúðinni i San Fran- cisco, þar sem hún var handtek- in. <1 Patty Hearst I fylgd lögreglu- manns á leið i réttarsalinn. Patty Hearst biður m.a. á- kæra fyrir hlutdeild i banka- ráni, sem ræningjar hennar i symbionesiska frelsishernum frömdu i San Francisco 15. april 1974. FBI vildi ekki staðfesta frétt sjónvarpsstöðvarinnar i gær- kvöldi, en viðurkenndi þó, að rannsókn stæði yfir vegna bankaránsins i Sacramento. Sálfræðingarnir, sem til- nefndir voru til að fjalla um sakhæfi Patty Hearst, munu koma saman I dag og er búizt við niðurstöðu athugana þeirra innan skamms. Lögfræðingar Patty Hearst halda þvi fram, 'að SLA-félagar hafi hrætt hana til fylgis við sig og heilaþvegið hana. Þeir full- yrða, að byssu hefði verið beint að henni allan timann, sem rán- ið stóð yfir i bankanum i San Francisco. Dr. Chalmers Johnsen við Kaliforniuháskóla, sérfræðing- ur i heilaþvotti, var settur til að kanna, hvað hæft væri i fullyrð- ingu lögmanna Patty Hearst. Dr. Johnson hefur skrifað bók um heilaþvott Kinverja á út- lendingum, og hann var fenginn af yfirvöldum til að rannsaka á- höfn njósnaskipsins Puablo eftir að hún kom úr fangabúðum i N-Kóreu. — Móðir Patty Hearst lagði að dómaranum að setja dr. Johnson til að athuga dóttur hennar. En dr. Johnson lýsti þvi yfir i gærkvöldi, að honum væri næst að halda, að Patty hefði aldrei verið heilaþvegin, heldur væri sú tilgáta einungis bragð lög- fræðinga hennar, sem vonuðust til þess að koma henni undan hegningu fyrir hlutdeild hennar i ránum og lögbrotum SLA. Kvaðst hann telja liklegast, að Patty Hearst hefði gerzt borg- arskæruliði og lögbrjótur af fús- um vilja. — Grunur hefur áður vaknað um, að Patty Hearst hafi verið með i ráðum, þegar henni var sjálfri rænt. Rœða ntiðl- anna Ráðamenn portúgalska hersins finna nú að sér þrengt jafnt frá hægri sem vinstri, en þeir koma saman til fundar i dag til að leita lausnar á einu aðalþrætuepli Portúgala þessa dagana: nefnilega hver skuli stjórna f jölmiðl- unum. Yfir fundi byltingaráðs hersins i dag hvilir skuggi átaka, sem urðú i miðborg Lissabon i gær, þar sem kom til skotbardaga milliflóttafólks frá Angola og rót- tækra hermanna. Ennfremur hafa menn áhyggjur af kröfum 100.000 stáliðnaðarmanna, sem létu espast af kommúnistum til klukkustundar verkfalls i gær. En umræður byltingaráðsins i dag munu snúast að mestu um Radio Renascenca, og svo um Republica, málgagn jafnaðar- manna, sem kommúnistiskir prentarar hafa lagt undir sig. Jafnaðarmenn setja þá kröfu á oddinn, að þessir tveir fjölmiölar komist aftur i hendur réttra aðila, og setja þeir það sem skilyröi fyrir aðild þeirra að nýrri rikis- stjórn. En kommúnistaöflin i hernum hafa boðað til mótmælaaðgerða I Lissabon i dag, og krefjast þess að hægri mönnum verði vikið úr áhrifastöðum I hernum. Þykja þeir liklegir til að taka sér stöðu undir gluggum fundarherbergis byltingarráðsins i dag til að hrópa þar slagorð sin. Flutningaskipið „Noröanvindur” (siglirundir fána Lfberlu) strand- aði á skerjum undan strönd Chile I slðustu viku, og brotnaöi þá I tvennt, eins og myndin sýnir. Ahöfninni var bjargaö frá boröi, en björgunarmenn óttast, aö skipiö sökkvi, áöur en 300 smáiesta farmi skipsins veröi bjargaö. Skipiö hangir þó uppi enn, eins og þessi mynd frá þvi i gær ber með sér. SEATO verður leyst upp! Ráðherranefnd Suð- austur Asíu-bandalags- ins (SEATO) hefur ákveðið að leggja niður þessi samtök átta rikja, sem stofnuð voru 1954 til að sporna gegn út- þenslustefnu kommún- ista. I yfirlýsingu, sem nefndin lét frá sér fara i gærkvöldi var kom- izt svo að orði, að þessi ákvörðun „byggðist á breyttum aðstæð- um.” Margir lita svo á, að lok Indó-Kina-styrjaldarinnar og önnur þróun mála i þessu heims- horni hafi dregið mjög úr mikil- vægi SEATO. Framkvæmdastjóra SEATO hefur veriö falið að undirbúa til- lögur um, hvernig SEATO geti i áföngum dregið saman seglin. Ráðherranefndin segir þó, að samstarf muni vera áfram með aðildarrikjunum um ýmis mál. _________ Leggja Laos til vodka! Sovétmenn eru meðal þeirra, sem hafa hlaupið undir bagga með hinu striöshrjáða Laos og senda þangað hjálpargögn. I fyrstu sendingunni til Vientiane komu 499 kassar af vodka. Talsmenn Laos-stjórnar hafa greint frá þvi, að Kinverjar og Indverjar muni einnig leggja þeim lið og senda þeim 500 reið- hjól og 100 saumavélar. Sovétrikin og Laos undirrituðu i gær samkomulag, þar sem Sovét- menn taka að sér að byggja þrjár brýr og eina oliubirgðastöð á svæði Pathet Lao (kommúnista- hreyfingar Laos).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.