Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 15

Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 15
Vlsir. Fimmtudagur 25. september 1975 15 Risa- pipar- kökur í Rúss- landi Rússi nokkur N.V. Maltséf að nafni i Leningrad gæti sem hægast sett titilinn: piparkökusérfræðing- ur á nafnspjaldið sitt. Hann hefur varið miklum tima til þess að rannsaka hvernig Rússar hafa bakað hinar frægu, mjúku piparkökur sinar, „Prjaniki”. Hefur Maltséf dregið saman efni 1 bók um piparkökur, sem rússneska safnið i Leningrad hefur gefið út. — Hvorki hirð keisarans né bændabrúðkaup gátu komizt af án þess að hafa piparkökur, segir Maltséf. — Piparkökurn- ar voru fagurlega útskornar. Uppskrift af brúðkaupspip- arköku frá Rséfhéraði sýnir að griðarlega stórar kökur hafa verið bakaðar. Ein kakan var rúmur metri á lengd, nærri 20 cm há og 30 kg á þyngd! MILLJÓNIN HONUM TIL VARÐ ÓGÆFU Bakari nokkur i Bandarikjunum heldur þvi fram, að þegar hann hafi unnið 1 milljón dollara i happdrætti hafi það eyðilagt lif hans! — Ef ekki væri sú staðreynd að þetta gerir okkur hjónin efnahagslega sjálfstæð hefði ég miklu frekar kosið að vera án vinningsins, segir hinn 33ja ára gamli bakari Paul McNabb. Fégráðugir glæframenn hafa reynt að næla sér I hlutdeild i happi mínu... og — m.a.s. móðir min verður að senda bréf sin til min i leynilegt pósthólf, segir hann. McNabb segir að hann hafi neyðzt til þess að flytja, fá sér óskráð leynilegt simanúmer og íeigja sér pósthólf til þess að fá frið fyrir áreitni fólks. — Jafn- vel póstinum minum var stolið i von um að þar væri kannski ávisun, sem hægt væri að innleysa. Það var hamast á dyrunum hjá okkur nótt sem nýtan dag. Siminn þagnaði ekki. Ég fékk hótunarbréf. — Og núna, segir vesalings bakarinn — erum við Mary konan min i stöðugum ótta vegna barnanna okkar tveggja að þeim verði rænt. Við erum alltaf á verði þorum ei annað en að vera á biðstöðinni þegar þau koma með skólabilnum úr skólanum og vogum ekki að leyfa þeim að leika sér utan dyra. Sálarkvöl McNabbs hófst 31. júli 1973 þegar hann varð fyrstur til að vinna eina milljón dala i rikishappdrætti Maryland rikis. Fyrir 50 senta happdrættismiða getur McNabb nú sótt árlega 50 þúsund dollara næstu 20 árin. — Það er alveg furðulegt hver viðbrögð fólks urðu, segir hann,— Við eigum peninga, en hvað með það? Hvaða máli skiptir það? Við erum ekkert öðru visi en áður. Um leið og það spurðist . að McNabb hefði unnið „þann stóra” streymdu betlibréfin að hvaðanæva. — Þeir einu sem ekki hafa beðið um neitt eru ættingjar minir, og er ég þeim þakklátur fyrir það, sagði McNabb. Til þess að reyna að flýja betlarana fluttist McNabb með fjölskyldu sina frá Baltimore, fyrst til Norður-Karólina og siðan til Pennsylvaniu og loks til Nevada. — En það var allt saman til einskis, segir hann og hlær vonleysislega. — Ég vildi ekki hætta að vinna, þar sem ég hef unun að vinnu minni, en ég fékk bara enga vinnu. I hvert sinn er ég sótti um vinnu hjá einhverju bakarii, var haft samband við minn fyrri at- vinnuveitana og þá voru upþlýsingar um milljónina fengnar. Það var alltaf sama sagan, ,,ef þú nennir ekki á lappir einhvern morguninn og I vinnuna, þá ertu auðvitað bara hættur”, var það sem ég fékk”. Loks fluttist bakarinn aftur með fjölskyldu sina til Balti- more, þar sem hann fékk vinnu hjá sinu gamla fyrirtæki við að baka kleinuhringi. Þegar frá eru talin húsakaup og endurnýjun á húsbúnaði reyna þau hjónin að láta peningana hafa sem minnst áhrif á líf sitt. Hann lét að visu eftir sér að veðja i spilaviti i Las Vegas, en vann þar 250 dollara. — Éghefalltaf verið heimakær fjölskyldumaður segir McNabb þreytulega — og börnin hafa átt stóran þátt I lifi minu. Nú er ég dauðhræddur um þau dag og nótt, að einhver ræni þeim. Bitur bakari kominn til starfa á ný, eftir hin sáru leiðindi sem fylgdu þvi að vinna eina miiljón dollara I happdrætti. Á núverandi gengi er upphæðin, sem Paul McNabb vann, I islenzkum krónum svo mikið sem 165 milljónir. ,,,,,,,n LEYLAND a a pjónusta um land al P. Stefánsson hf. hefur gert samning viö eftirtalda aöila um viögeröir og varahluta- þjónustu á Land Rover, Range Rover, Austin og Morris bifreiöum. BOLUNGARVÍK: Vélsmiója Bolungarvíkur, ISAFJÖRÐUR: Vélsmiöjan Þór. SAUÐÁRKRÓKUFÍ: Kaupfélag Skagfiröinga PATREKSFJÖRÐUR: Vélsmiójan Logi.. HRÚTAFJÖRÐUR: Bílaverkstæói Steins Eyjólfss. Boróeyri, BÚÐARDALUR: Kaupfélag Hvammsfjaröar.. VÍÐIDALUR: Vélaverkstæóiö Viöir. BORGARNES: Bifreióa og trésmiöjan HAFNARFJÖRÐUR: Bílaver AKÓ KEFLAVÍK: Bílasprautun.Birgis Guönas. SELFOSSi Kaupfélag Árnesinga. ® Austin Jaguar Morris Rover ÚSVLAMO Triumph P. STEFÁNSSON HF. HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHÖLF 5092 • yMRÁRT KÓPASKER: Kaupfélag N.Þingeyinga. ÞÓRSHÖFN: Kaupfélag Langnesinga; SIGLUFJÖRÐUR: Bílaverkstæöi Magnúsar Guöbrandss. HÚSAVÍK: Vélaverkstæðiö Foss. ÓLAFSFJÖRÐUR: Bílaverkstæðið Múlatindur. AKUREYRI: Baugur H/F. EGIL.SSTAÐIR: Arnljótur Einarsson. REYÐARF JÖRÐUR: Bílaverkstæöió Lykili. HORNAFJÖRÐUR: .Vélsmiöja Hornafjaröar. VÍK i MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga. HVOLSVÖLLUR: Kaupfélag Rangæinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.