Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. — Fimmtudagur 25. september 1975 — 218. tbl. Reiðubúinn að felo - „seg!r ■ ,, . r | B,r9W sakadomi rannsokn isieifur Borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, lýsti yfir þvi á fundi með fréttamönnum i gær, að hann væri reiðubiíinn tilþess að fela sakadómi rann- sókn Armannsfellsmálsins, ef ekki næðist samkomulag I borgarráði um skipun rann- sóknarnefndar. Borgarstjóri sagði ennfrem- ur i þessu sambandi, að hann teldi þá eðlilegt, að flutnings- maður tillögunnar um rann- sóknarnefndina gerði grein fyrir, hvaða atriði það væru, sem hann teldi leiða þyrfti fram i dagsljósið. Flutnings- maöur tillögunnar var Björg- vin Guðmundsson. —ÞP. „Málið verður rannsakað, þá kemur hið rétta í Ijós" HANN VAR OFGÓÐUR — Áhorfendur köstuðu bjórdósum og peningum ó eftir íslenzkum íþrótta - manni í Þýzkcilandi — sjó íþróttafréttir í opnu Hjólparsveitir skóta margborga ríkinu styrkinn — sjó frétt bls. 3 Barnsfaðernis- málin eru viðkvœmust — viðtai við Erlu Jónsdóttur fuiltrúa í Sakadómur Reykjavíkur Kennslukonur eru frábœrar, - sjá bls. 10 en barneignafríin geta valdið ýmsum erfiðleikum — sjá bls. 7 ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Atti að myrða Jack Anderson? — sjá erlendar fréttir bls. 4-5 — segir Albert Guðmundsson um Ármannsfellsmálið Byggingafélagið Ármannsfell lagði eina milljón króna f hús- byggingarsjóð Sjálfstæðisfiokks- ins. Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, formaður hús- byggingarnefndar Sjálfstæðis- hússins, kom á framfæri nokkru seinna, að Ármannsfeli fengi út- hlutað lóð á svæði, sem skipulagt var sem „grænt svæði”, þ.e. ekki átti að byggja á þvf. Ármannsfell fékk lóðina. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarstjóra i gær. Vfsir ræddi við Albert Guð- mundsson i morgun, og spurði hann, hvort hann teldi, að ein- hverri sök hefði verið varpað á hann með framkomnum upplýs- ingum á fundi borgarstjóra „Ég visa þessari spurningu til upphafsmanna þessa máls, Daviðs Oddssonar, borgarfull- trúa, sem bar fram spurningar um málið á flokksfundi borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og bar fyrir sig Þorstein Pálsson, ritstjóra Visis, sem heimildar- mann. Það þarf að koma i ljós hvaðan upplýsingar komu. Málið verður rannsakað, og þá kemur hið rétta i ljós”. 1 Timanum i dag er varpað fram þeirri spurningu, hvort Eimskipafélag Islands hafi lagt fram fé i húsbyggingarsjóðinn. Hafi Eimskip fengið stórar lóðir við Sundahöfn, og að lokum eina, sem rætt hafi verið um að Hafskip ættiaðfá. Um þetta sagði Albert: „Eimskip hefur ekki lagt fé i Sjálfstæðishúsið”. Albert vildi ekki láta hafa meira eftir sér. Hann vildi hvorki svara spurningum um ákveðna efnisþætti Ármannsfellsmálsins né útskýra, hvað væri „rétt” i málinu. Hann sagðist vilja rann- sókn á málinu, hvort sem hún væri framkvæmd af Sakadómi eða nefnd borgarráðs. Hann sagði að byrja þyrfti að rannsaka upp- haf málsins, áður en meira yrði sagt. Visir bar yfirlýsingu Alberts undir Þorstein Pálsson ritstjóra. Hann sagði: „Vegna þessarar yfirlýsingar Alberts Guðmundssonar þykir mér rétt að taka fram, að ég á ekki hlut i byggingarfélaginu Ár- mannsfelli, og var þvi á engan hátt upphafsmaður að milljón króna gjöf þess 1 byggingarsjóð Sjálfstæðishússins. Albert vikur hér að upplýsingum, sem Sveinn R. Eyjólfsson, einn af aðaleigend- um Ármannsfells, veitti mér að fyrrabragði i persónulegu sam- tali fyrr i sumar. Þessar upplýsingar voru þess eðlis, að ég innti Davið Oddsson borgarfulltrúa eftir þvi, hvort þær kynnu að hafa við rök að styðjast. Eftir þvi sem mér skilst, bar Davið fram fyrirspurnir af þessu tilefni til Alberts sjálfs á lokuðum fundi i borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna. Hér var um að ræða persónuleg samtöl og trúnaðarfund, að því er ég bezt veit.” Leikir barna geta oft ve.rið óhugnanlega raunverulegir. Loftur Asgeirsson, ijósmyndari Vísis, rakst á nokkra stráka i strfðsleik og má sjá árangurinn á siðu 9. Hvers konai eftirlikingar striðs- og drápstækja eru seldar i ieikfangabúðum, og unga fólkið tekur sér til fyrirmyndar „hetjurnar” úr bió-og sjónvarpsmyndunum. —Leikir þeirra verða stunduin svo raunverulegir, að erfitt verður að greina ieikinn. — Hverjum má svo þakka fyrirmyndina^Þeim sem eldri eru og „þroskaðri”. Tíminn bendlar Eimskip og tvö önnur fyrirtœki við húsbyggingarsjóð Sjálfstœðishússins 1 feitletraðri frétt i morgun i Timanum er gefið i skyn, að Eimskipafélag tsiands, Hús verzlunarinnar og Trygging hf. hafi greitt i húsbyggingar- sjóð Sjdlfstæðisflokksins. Að visu eru notuð mörg spurn- ingarmerki. Höfundur fréttar- innar, Helgi H. Jónsson, telur, að öll þessi fyrirtæki hafi feng- ið fyrirgreiðslu, sem undar- leg; verði að telja. Vísir hafði i morgun sam- band við Eimskipafélagið, en forstjóri þess, Óttarr Möller, er erlendis og einnig stjórnar- formaður Halldór A. Jónsson. — Hjá Tryggingu hf. var sagt, að þessi frétt væri ekki svara- varð. —AG— — ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.