Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 12
Vlsir. Fimmtudagur 25. september 1975 J3 12 Visir. Fimmtudagur 25. september 1975 Ólafur Einarsson skoraði 7 af 13 mörkum Donzdorf i fyrsta leikn- um I 2. deild I vikunni og varð ekkert vinsæll fyrir hjá andstæð- ingunum..... Ekki trúað því að svona íþróttahópur vœri til" Áhorfendur köstuðu bjórdósum og pemngum ó eftír Íslendíngnum! Óiafur Einarsson handknatt- leiksmaður, sem leikur með þýzka 2. deildarliðinu Ponzdorf, fékk heldur betur að kynnast þýzkum handknattleik og þýzkum áhorfendum I fyrsta leik Donzdorf I 2. deildinni nú i vikunni. t leiknum var hann eltur út um allan vöil, og hvað eftir annað sleg- inn niður af andstæðingunum, sem voru úr liðinu Gunsburg og leyfðu sér ýmsilegt, þar sem þeir voru á heimavelli. En það var ekki nóg með, að ólafur fengi að finna fyrir leik- mönnum Gunsburg — hann fékk einnig aö finna fyrir stuðnings- mönnum þeirra, þegar leiknum var lokið. Þá köstuðu þeir i hann tóm- um bjórdósum og öðru drasli, og auk þess eins marks peningum, sem þeir aldrei þessu vant sáu ekki eftir að láta frá sér — a.m.k. ekki þegar ólafur og félagar hans gengu út af. Það sem fór svo I skapið á þeim, var að þetta var I fyrsta sinn slðan 1969, að Gunsburg tapar leik á heimavelli I 2. deild — met sem all- ir voru stoltir af og vildu halda enn lengur — og það var allt ólafi að „kenna”, aðþetta met fauk þarna. Hann átti stórkostiegan leik og réðu heimamenn ekkert viö hann — jafnvel þótt einn og tveir væru á honum I einu, og hann eltur, hvert sem hann fór. Donzdorf sigraöi I leiknum með 13 mörkum gegn 11,' og skoraði Ólafur meira en helming markanna, eða 7 talsins, og ekki eitt einasta þeirra úr viti. Var þvi ekki að undra, þótt áhorfendur væru vondir út I hann. Það voru aftur á móti ekki stuðningsmenn Donzdorf, og þvl siður þýzku biaðamennirnir, sem sáu leikinn, en hjá þeim fær hann mikið hrós. — klp — — segir Þórður Ásgeirsson, sem var farastjóri fyrir Skagamenn í ferðinni til Kýpur ,,Ég tel, aö Akurnesingar eigi að geta sigrað Kýpurbúa i leiknum hér á sunnudaginn”, sagði Þórður Asgeirsson, skrifstof ustjóri I Sjávarútvegsráðuncytinu, sem var fararstjóri Akranesliðsins I ferð- inni til Kýpur I siðustu viku, er við höföum tal af honum i gær. „Þetta eru mjög áþekk lið, en ég held, að Skagamennirnir komi til með að hagnast á aðstæðunum hér og fara með sigur af hólmi, ef ekk- , ert óvænt keinur fyrir. Leikmenn Omonia, sem eru ailt Kýpur-Grikk- ir, eru m jög fijótir og lagnir með boltann, en ég held, að þeir komi , ekki til með að njóta sín hér, ef ekki verður þvi meiri hiti og logn”. Akurnesingarnir fengu Þórð til að vera fararstjóra i ferðinni til Kýpur, þvi að hann þekkti þar vel til eftir nimlega árs dvöl á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkr- um árum. Einnig hcfur Þórður haft mikil afskipti af iþróttum — var t.d. bæði I unglingalandsliöi ts- lands i handknattleik og knatt- spyrnu fyrir ekki svo ýkja löngu. „Ég hcföi aldrei trúað þvi, þótt mér hefði verið sagt það, að annar eins hópur iþróttarnanna og þessi væri til á íslandi. Ég hef a.m.k. al- drei komið nálægt neinum, sem hefur nálgazt þennan. Þaö sást aldrei áfengi á nokkrum leikmanni — ég efa að það séu fleiri en tveir þrlr menn I liðinu, sem bragða á bjór — og framkoma þeirra, hvar sem þeir voru eða komu alveg einstök i sinni röð. Mér var sagt það á hóteiinu, sem við bjugguin á i Limasol, að þetta væri glæsilegasti og prúóasti iþróttahópur, sem þar hefði gist. Þar hefðu búið mörg lið, cins og t.d. Iandslið Portúgal, Júgóslaviu og Englands I knattspyrnu og þekkt félagslið víða úr Evrópu, en það væri algjör skrill I samanburði við Akurnesinga” — klp — 1« Víkingar eru nú svo gott sem komnir i úrslit I Reykjavlkurmót- inu I handknattleik. t gærkvöldi unnu þeir góðan sigur gegn Vals- mönnum 17:16 og eiga nú einn leik eftir — gegn Þrótti — og varla verður hann nein hindrun fyrir tslandsmeistarana. 1 hinum riðlinum stendur KR bezt að vigi, hefur ekki tapað stigi, en á eftir tvo erfiða leiki — gegn ÍR og Ármanni. Reykja- vikurmeistararnir Fram eru úr leik eftir að hafa aðeins náð jafn- tefli i gærkvöldi gegn ÍR. Barátt- an i A-riölinum stendur þvi á milli KR, 1R og Armanns. Fyrri leikurinn i gærkvöldi var á milli Fram og IR og höfðu Framararnir frumkvæðiö allan leikinn, nema þar til í lokin, að allt fór i handaskolum hjá þeim — tR-ingarnir unnu upp 6 marka forskot og náðu að halda jöfnu 16:16. Staðan i hálfleik var 8:6 fyrir Framara og i þeim siðari komust þeir I 13:7, en siðan ekki söguna meir. Markahæstur I liði Fram var Pálmi Pálmason með 10 mörk, en hjá ÍR — Vilhjálmur Sigurgeirsson með 8 mörk. Leikur Vals og Vikings var spennandi frá upphafi til enda Valsmenn höföu lengstum foryst- una I leiknum, en slæmur leik- kafli hjá þeim i lokin, eins og hjá Frömurum varð þeim að falli. Staðan i hálfleik var jöfn 9:9 en i þeim siðari komust Valsmenn i 16:13 og sigur þeirra i leiknum blasti við, en þá hrökk allt i baklás, og Vikingar skoruðu fjögur siðustu mörkin i leiknum. Hjá Vaismönnum var Jón Karlsson drýgstur við að skora og tóku Vikingar að lokum það ráð að taka Jón úr umferð og gafst það vel. Af Vikingum voru þeir Viggó Sigurðsson og Páll Björgvinsson drjúgirog virtist Páll geta skorað þegar honum datt I hug!... Dómararnir I leikjunum i gær- kvöldi voru kapituii út af fyrir sig og er greinilegt, að þeir eru i lélegustu æfingu allra. Höfðu þeir mikil áhrif á gang mála i leikjun- um og voru engan veginn starfi sinu vaxnir. — BB. óskar Jakobsson tR-ingurinn sterki setti tslandsmet I kringlukasti I innanfélagsmóti ÍR I gærkvöldi — náði stórgóðum árangri — kastaði 53,66 m. Hafsteinsson hitt Erlendur Valimarsson missti tvö af tslandsmetum slnum sln- um I kastmóti ÍR á Meiavellinum I gærkvöldi — bæöi I kringlukasti. Þá bætti ÍR-ingurinn sterki, Óskar Jakobsson, unglingamet Erlendar i kringlukastinu — kast- aði 53,66 m. Eldra metið, 53,24 setti Erlendur 1967. ná sér á strik eftir meiðsli, sem hafa háð honum I sumar. Að undanförnu hafa IR-ingar gengizt fyrir kastmótum, er þetta fjórða mótið — og árangur þeirra greinilega að koma I ljós. Næsta mót veröur á laugardaginn kl. 14:00. —BB Þá missti Erlendur einnig drengjamet sitt með fullorðins- kringlu, það tók Þráinn Haf- steinsson HSK, kastaði 50,13 m, sem er frábær árangur hjá svo ungum manni og er öruggt, að hann á eftir að láta meira að sér kveða i framtiðinni. Drengjamet Erlendar var 48,57 m, sett 1965. Þeir Erlendur og Guðni Hall- dórsson voru báðir meðal kepp- enda I gærog köstustu báðir hfir 50 m, var Erlendur ekki langt frá 60 m markinu og er nú greinilega að VARÐ QPR Staðan i riðlunum tveim I Reykjavikurmótinu I handknatt- leik: A-RIÐILL KR Fram 1R Armann Leiknir B-RIÐILL Víkingur Valur Þróttur Fylkir Tapaði í gœrkvöldi fyrir Englandsmeisturum Derby og QPR komst í efsta sœtið ó betra markahlutfalli — Celtic og Rangers komin í undanúrslit í deildarbikarnum Næstu leikir: Sunnudaginn 28. sept.: Fram—Armann, Viking- ur—Þróttur. Miðvikudaginn 1. okt.: Armann—Leiknir, KR—ÍR. Ungverjar unnu 2:0 Ungverjaland sigraði Austur- riki i landsleik I knattspyrnu — 23 ára og yngri — i Szolnok I Ung- verjalandi I gærkvöldi. Sigruðu Ungverjarnir með tveim mörkum gegn engu, en I hálfleik hafði hvorugt liðið skorað mark. MANCHESTER UTD. AÐ VÍKJA FYRIR Pálmi Pálmason var drjúgur við að skora fyrir Framara I leiknum gegn tR-ingum I gærkvöldi. Þarna hefur hann smeygt sér milli tveggja tR-inga og stuttu slðar söng boltinn f netinu. Ljósmynd Einar. stig — en markahlutfall Rangers er bezt. Mörk Derby i gær skoraði Charlie George, en mark United Gerry Daly. Rodney March skoraði eina markið I leik Manchester City og Stoke á Maine Road i Manchester og hafa „Citizens” ekki tapað stigi á heimavelli — en árangur- inn á útivelli er slakur — fjögur töp. En litum á úrslit leikja i Eng- landi I gærkvöldi: 1. deild: Derby—Manchester Utd 2:1 Manchester City—Stoke 1:0 2. deild: Blackpool—Blackburn 2:0 Luton—Plymouth 1:1 Deildarbikarinn: West Ham—Bristol C. 3:1 Fulham—WBA 1:0 Deildarbikarinn I Skotlandi: Queen óf South—Rangers 2:2 (Rangers áfram 3:2). Clydébank—Partick Th. 1:0 (Partick Thistle áfram 4:1). Celtic—Stenhousemuir 1:0 (Celtic áfram 3:0). Montrose—Hibernian 3:1 (Montrose áfram 3:2). Mörk West Ham i deildarbik- arnum gegn Bristol skoruðu Trevor Brooking, Clyde Best og Alan Taylor, og eina markið i leik Fulham og WBA gerði fyrirliði Fulham, Alan Mullery. West Ham ieikur gegn Darlington og Fulham gegn Peterborough i næstu umferð. — BB. Norðmenn réðu ekki við Rússa Norðmcnn fengu slæman skcll i siðari leiknum viö Itússa i undankeppni olympiulcikanna i knattspyrnu I Moskvu i gær- kvöldi. Urðu þcir að sætta sig við 4:0 tap, sem er 3 inörkum stærra tap en tsland hlaut á þessum sama stað fyrr i þessum inánuði. Norðmennirnir stóðu sig vel i fyrri hálflciknum og héldu þá markinu hrcinu — en tókst held- ur ekki að skora sjálfum. 1 sið- ari hálfleik scttu Rússarnir á fulla ferð ogskoruðu þá 4 mörk, og voru óheppnir að skora ckki flcirL Sovétrikin sigruðu þvi I þess- uni riðli undankeppninnar — hlutu 8 stig af 8 mögulegum, Norðmenn urðu i öðru sæti mcð 3stig og islendingar þriðju mcð I stig. í gærkvöldi var leikinn einn leikur i Evrópukeppni landsliða. Þar sigraði Ungvcrjaland Austurrlki 2:1 og þýðir þessi sigur, að Wales he/ur nú mesta möguleika á að komast I 8-liða úrslit — nægir jafntcfli á heima- velli gegn Austurriki i næsta leik. Víkingarnir svo gott sem komnir í úrslit — Skoruðu fjögur síðustu mörkin í leiknum gegn Val — Fram og IR gerðu jafntefli og allt er opið í hinum riðlinum — Dómararnir í minnstu œfingunni af öllum STAÐAN Erlendur missti tvö met í gœr! Óskar Jakobsson tók annað — Þróinn Manchester United varð að vlkja úr efsta sætinu fyrir QPR eftir tap fyrir Englandsmeistur- unum Derby á Baseball Ground I gærkvöldi. QPR, Manchester Utd. og West Ham eru öll með 13 Tœpt hjú Sporting Portúgalska liðið Sporting Lissabon náði aðeins eins marks sigri gegn Sliema Wanderers frá Möltu I fyrri leik liðanna I UEFA- keppninni I knattspyrnu I gær- kvöldi. Leikið var i Valetta á Möltu og áttu atvinnumennirnir frá Portú- gal þar i hinum mestu vandræð- um með heimamenn, sem allt eru áhugamenn I iþróttinni. Það var ekki fyrr en rétt fyrir hálfieik, að Sporting tókst að skora mark, en um miðjan siðari hálfleikinn jöfnuðu heimamenn. Þannig var staöan, þar til ein minúta var til leiksioka, að mið- herja Sporting, Fernandcz, tókst að skora sigurmarkið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.