Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 8
8 Vísir. Fimmtudagur 25. september 1975 Ókeypis Ijósaskoðun til 1. október ó öllum gerðum Skoda bifreiða. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi hf. Auðbrekku 44-46 — Kópavogi * Húsbyggjendur — Yerktakar: Á einum og sama stað getið þér aflað verðtilboða í hina ýmsu þætti byggingarinnar. Sparið fjármuni og tima komið með teikningar og við útvegum verðtilboðin frá framleiðendum yður að kostnaðarlausu i: Te-Tu glugga, svala og útihurðir Innihurðir, viðarþiljur og loftklœðningar Einangrunargler og þéttiefni Einangrunarplast nótað og ekki nótað Miðstöðvarofna, rafmagnsofna Þakrennur Hitakerfi o.m.fl. IÐNVERK HF. ALHLIÐA BYGGINGAÞ3ÓNUSTA Norðurveri Hátúni 4 a símar 25945-25930. kS cTMenningarmál KRISTUR f BYLTINGUNNI Nlna Björk Árnadóttir: FYRIR BÖRN OG FULL- ORÐNA Helgafell 1975 í þessu litla kveri eru brot eða slitur úr ljóða- flokk eftir bibliusögun- um. Það er lika eins og mig minni, að höfundur hafi fyrir nokkru fengið skáldstyrk, svonefnd starfslaun rithöfunda, til að yrkja um kristi- legt efni eða Krist sjálfan. Saga Krists eftir guðspjöllun- um virðist mér, að sé uppistað- an I fyrri hluta kversins, tiu ör- stuttum textum sem merktir eru 5-14. Þeir eru til dæmis svona: Hósanna söng öll Jerúsalemborg stráði blómum á veginn og blessaði hann sem kom I nafni Drottins óforsjáia borg aðeins nokkrum sinnum hafði himinninn slökkt sin næturijós er þú leiddir hann upp á Golgata Þetta er fyrir alla muni ósköp látlaust, allt lagt upp úr ein- feldni textans, einföldu, algengu orðafari, kannski sumstaðar al- genguum of. „Nú hleyp ég um i heimaborg minni,” segir til dæmis samverska konan i lOda ljóði, og virðist þá tala upp á skandinavisku eða amerisku: my home town. Eða er þetta hótfyndni? Við segjum vissu- lega á Islensku „heimabyggð” og „heimahöfn”, en varla „heimasveit”, „heimaþorp”, „heimabær”. Hvað um það: þessi endur- sögn Ninu Bjarkar á bibllusög- um sinum er svo sem snotur það sem hún nær, en fjarska finnst Nina Björk Arnadóttir. k EFTIR ÓLAF JÓNSSON mér hún sviplitil, hinu algenga orðfæri, einfeldni textans fylgir fjarska einföld skoðun efnisins, hins góða og bliða frelsara. í seinni hluta flokksins, 12 textum sem merktir eru 10-30, er á hinn bóginn freistað að leggja út af frásagnarefni fyrri hlutans og hermt frá þeim Kristi sem koma mun i skýjum að dæma ranglátan heim, Kristi I bylting- unni: Hrópum það — hrópum það að myrku andliti heimsins segjum það við kúgaða manninn við konur með frost I augum segjum það við börnin sem bera hungurmerkin segjum það við hvort annað segjum það við hvort annað að byltingin sé komin að þú sért kominn að þú sért kominn Jesús Kristur í þessum hluta erihin bliða kristsmynd fyrri hlutans á bak og burt, nú er rödd hans sem lúðurhljómur, sem trumba, sterkari öllum klukknahljóm. Hann er kominn til að boða sverð — sem vissulega kemur llka heim við kristlýsingu guð- spjallanna. Og þó, þó boðar hann auövitað ástina að lokum: „sáið ástinni I hvors annars hjörtu,” segir I slðasta ljóðinu, og er að visu heldur stirðlega að orði komist þótt meiningin sé sjálfsagt góð. Annars hefur þessi hluti með sinum herskáa tón, sömu orða- fars- og stíleinkenni og fyrri hlutinn, hin stóru og einföldu orð svo algeng að bræði guðsins, eða skáldsins, fær eiginlega aldrei neinn höggstað. Mér sýnist eðlilegt að lita á þennan ljóðaflokk Nlnu Bjarkar Árnadóttur sem ófullgert verk, upphaf eða uppkast að ein- hverju öðruvlsi og meira I sér. Einfalt og ljóst orðfæri og stils- háttur horfir að sönnu til góðs. En vant er að sjá af þessum ljóðum hvað úr yrkisefninu ætl- ar að verða. cTVIenningarmál Kardemommubærinn var sýndur 58 sinnum I Þjóðleikhús- inu á siöasta leikári. A sunnud vcrður byrjaö að sýna leikritiö á ný, en ckki er unnt aö hafa ncma fáar sýningar, þar eö nýtt barnaleikrit er I uppsiglingu i Þjóöleikhúsinu. Þeir Ævar R. Kvaran og Guöjón Ingi Sigurös- son hafa nú tekið viö hlutverk- um ræningjanna Kaspers og Jónatans en Randver Þorláks- son cr áfram i hlutverki Jesp ers. — Leikstjóri er Klemens Jónsson og hljómsveitarstjóri er Carl Billich. — Myndin er tekin af handtöku ræningjanna. Frá vinstri er Bastian, bæjar- fógeti, bakarinn, pylsugerðar- maöurinn, ræningjarnir þrir og Berg, kaupmaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.