Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 25.09.1975, Blaðsíða 24
VISIR Fimintudagur 25. september 1975 Skátar víta dóms- málaráðherra — Nefnd sú sem dómsmálaráö- herra skipaði fyrir þremur árum til aö fjalla um björgunarmál hefur sofið værum svefni undan- farin tvö ár, segir i samþykkt frá þingi Landssambands hjálpar- sveita skáta. Lýsir þingið fullri ábyrgð á hendur dömsmálaráð- herra og krefst þess að formaður nefndarinnar, Ólafur Walther Stefánsson, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, kalli nefndina þegar saman eða segi af sér ella. í skýrslu stjórnar Landssam- bandsins er minnt á að Alþingi hafi samþykkt skipun nefndar- innar og skyldi hún fjalla um öryggis og björgunarmál á fs- landi. Þrátt fyrir mörg loforð, þar á meöal loforð ráðherra sjálfs, i fyrirspumartima á Alþingi, hafi þessi nefnd ekki gert handtak ennþá. Telur stjómin þetta vita- vert kæruleysi opinbers starfs- manns og verði hann annaðhvort að taka sig á eða vikja, ellegar þá Landssambandið verði að segja sig úr nefndinni. _ Sex róðherrar fjarverandi Sex af átta ráðherrum eru ekki á skrifstofum sínum i ráðuneyt- unum þessa dagana. Landið telst samt ekki stjórnlaust á meðan, þvi eftir eru tveir duglegir ráð- lierrar, og fjöldinn allur af starfs- fólki ráðuneytanna. Geir Hallgrimsson er enn i út- löndum, ettir að opinberri heim- sókn hans til Noregs lauk. Ekki er vitað hvenær hann kemur heim. Halldór E. Sigurðsson er i útlönd- um. Hann kemur um næstu helgi. Ólafur Jóhannesson hefur verið úti á landi að undanförnu. Hann er væntanlegur aftur i þessari viku. Einar Ágústsson fór til New York á þriðjudag, til að sækja þing Sameinuðu þjóðanna. Matthias Bjarnason er forfallað- ur. Matthias A. Mathiesen dvelst i Flórida i Bandarikjunum um þessar mundir. Þeir ráðherrar sem eru við, eru Gunnar Thoroddsen, og Vilhjálm- ur Hjálmarsson. —ÓH Aron Guðbrands- son sjötugur Aron Guöbrandsson, for- stjóri Kauphallarinnar i Reykjavik varð sjötugur i gær. — Vegna mistaka kom frétt um afmæli hans ekki i blaöinu i gær, en Aron vildi sjálfur lítið gera úr þessum timamótum. Hann var að heiman, en blaðið vill nota þetta tækifæri til að óska hon- um til hamingju með daginn, þótt þær óskir komi einum degi of seint. a Lœkjartorgi Það voru fáir útvaldir, sem urðu fyrir þessari skemmtilegu reynslu, þvi flestir hinna bus- anna fengu fria ferð upp i loftið eins og tiökazt hefur i tugi ára, þegar nýir nemendur eru boðnir velkomnir i skólann. HE. Það er ekkert þægilegt að vera reyrður niöur á pinubekk á miðju Lækjartorgi, og finna ein- hvern troða tómötum nið- ur f buxur manns og vera siðan barinn á bossann, svo safarikis tómat- arnir kllstrist við mann, sagði Hér sjást efri bekkingar M.R. bera pinubekkinn á Lækjartorg. Löggunum fannst hýöingin lika ágætis skemmtan, og hugðust ekki skakka leikinn, enda var búiö að fá leyfi hjá borgaryfir'- völdum fyrir gamninu. einn busanna, sem varð fyrir þeirri reynslu að vera kaghýdd- ur með bankara niður á Lækjar- torgi I'gær. En þetta var liður i busavigslu Menntaskólans j Reykjavik. Margt manna var saman- komið til að horfa á niðurlæg- inguna og skemmti fólk sér kon- unglega við að horfa á busana berjast hetjulega fyrir heiðri sinum og sóma, en að lokum urðu þeir að beygja sig fyrir ægivaldi yfirbankarans, sem var allvigalegur, svo ekki sé meira sagt. Hýddir Hvert skal róa? FRAMLEIÐSLUAUKNING í ÍSLENZKUM IÐNAÐI Horfur nú betri en þœr voru — aðeins ellefu búnir að fá leyfi fyrir síldveiðum við Suðurland—síldin finnst bara ekki, en nóg af henni í Norðursjó Þeir bátaeigendur sem ætluðu að veiða Suöurlandssild i haust, eru margir á báðum áttum nú. Treglega hefur gengið að finna sildina. Hefur það dregið úr áhuga útgerðarmanna. Hitt bætist við aö veiðar á sild i Norðursjó hafa verið gefnar frjálsar að sinni. Lokkar það marga suður undir Jótlanissiðu. Að sögn Jóns B. Jónassonar, fulltrúa I Sjávarútvegsráðu- neytinu, hafa ellefu leyfi verið gefin út til veiða á sild I herpinót fyrir Suðurlandi. Ráðgert var að þessar veiðar hæfust 15. september. Vegna þess að engin sild hefur enn fundizt, hafa veiðarnar ekki hafizt. útgerð- arfyrirtæki 40báta sýndu áhuga á þessum veiðum i sumar. Búizt var við svo mikilli aðsókn i þann 7500 tonna hámarksafla sem ákveðinn var, að sett var sem skilyrði fyrir leyfisveitingu að sildin skyldi söltuð um borð. Þannig átti m.a. að tempra afla hvers skips. Hefur sú spurning nú vaknað, hvort nauðsyn sé á þessum ákvæðum um söltun um borð, ef mjög fá skip veiða sildina. „Ef mjög fá skip ætla að veiða sildina fyrir Suðurlandi, gæti farið svo, að ákveðin aflamörk yrðu I raun ekki til. En það verður ekki vikið frá ákvæðun- um um söltun um borð”, sagði Jón B. Jónasson. Hann sagðist vita af fleiri skipum en þeim 11 sem þegar hafa fengið leyfi, sem ætli á Suðurlandssildina. „Margir eru búnir að hafa talsverða fyrir- höfn við undirbúning söltunar um borð, kaupa tunnur o.fl.,” sagði Jón. Meðan sildin finnst ekki, er ekki að búast við að þessi mál skýrist. Þeir sem ætluðu ákveð- ið á sildveiðar fyrir Suðurlandi, biða, en fyrir þá sem ekki voru ákveðnir, er Norðursjávarsildin freistandi. —ÓH Stöku sinnum berast fréttir um jákvæðan árangur I at- vinnullfinu á þessum annars erfiðu timum, þegar mjög þrengir að efnahags- og atvinnulifi. — Framleiðsla á hraðfryst- um fiski hér á landi er nú meiri en á sama tima I fyrra, og fréttir hafa nú borist af framleiðsluaukningu i iðnaði. Taliðer að einhver framleiðslu- aukning hafi orðið i iðnaði hér á landi annan ársfjórðung þessa árs, og er þá miðað við sama árs- fjórðung i fyrra. Aukning var mest I prjónavöruiðnaði, sútun, skipasmiði og viðgerðum. Hins vegar dró úr framleiðslu i „kemiskum” undirstöðuiðnaði og pappirsvörugerð. Annan ársfjórðung varð aukn- ing frá fyrsta ársfjórðungi, og var sú aukning meiri en I fyrra, eða átta af hundraði. Búist er við meiri aukningu þriðja ársfjórð- ung. Slikt hefur ekki gerst undan- farin tvö ár, heldur hefur verið gert ráð fyrir samdrætti. — Pantanir og verkefni hjá iðnaðinum voru meiri i lok annars ársfjórðungs, en i byrjun hans. Þá fjölgaði starfsmönnum i iðn- aði annan ársfjórðung. Dökk hlið er þó á þessu máli, þar eð nýting véla og húsnæðis iðnaðarins hefur verið heldur léleg. Um helmingur fyrirtækja telur rekstrarfjárskort valda þvi, að afkastageta er ekki betur nýtt, en raun ber vitni. Þá hefur iðnfyrirtækjum gengið illa að innheimta söluandvirði, og fyrirætlanir um fjárfestingu eru nú minni en á sama tima i fyrra. — AG Eysteinn í bílslysi Eysteinn Jónsáon fyrrver- andi ráðherra og alþingismað- ur slasaðist i hörðum árekstri i gær. Eysteinn var að aka af Laufásvegi inn á Hringbraut þegar hann lenti harkalega á bifreið sem var á leið vestur Hringbrautina. Eysteinn og ökumaður hinn- ar bifreiðarinnar voru einir á ferð og voru báðir fluttir á slysadeild Borgarspitalans. Meiðsli þeirra voru þó ekki al- varlegri en svo að báðir fengu að fara heim samdægurs. —ÓT. mestu Skipulag Ármonnsfells réð — Segir borgarstjóri um lóðarúthlutunina Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri grcindi frétta- mönnum frá því I gær, að Ar- mannsfell hefði upphaflega ósk- að eftir þvi sl. vor að byggja fjölbýlishús á hinni umdeildu lóð við Hæðargarð og Grensás- veg. Þeirri málaleitan hcfði hann ncitað. Borgarverkfræð- ingur hcfði siðan synjað óskum þeirra 7. mai sl. um byggingu háhýsis á umræddu svæði. Eftir það hcfðu forráðamenn Ar- mannsfeli. falíð Vifli Síagnús- svni að gera skipulagsuppdrátt af svæöinu. Albert hafði milligöngu Þegar tillögur Vifils hefðu legið fyrir, hefðu þéir snúið sér til Alberts Guðmundssonar og kynnt honum málið. Borgar- stjóri sagði, að Albert hefði að þvi búnu haft samband við skipulagsstjóra. Skipulagsstjóri gerði siðan ýmsar breýtingar á tillögu Vifils með aðstoð hans. Fullfrágengin var tillagan lögð fyrir skipulagsnefnd 9. júni sl. Nefndin samþykkti tillöguna einróma 9. júli, og borgarráð samþykkti hana einróma 15. júli. Milljóninvar gefin Borgarstjóri sagði að allar ákvarðanir sinar varðandi mál þetta hefðu verið teknar án vit- undar um nokkur fjárframlög. Hann sagði hins vegar, að eftir að málið hef ði verið komið á það stig, að þvi hefði verið haldið fram að samband væri á milli úthlutunarinnar og framlags Armannsfells i húsbyggingar- sjóð Sjálfstæðisflokksins hefði hann óskað eftir upplýsingum þar um. Sér hefði verið tjáð, að Armannsfell hefði greitt eina millj. kr. I byrjun þessa árs i húsbyggingarsjóðinn. Ekki grænt svæði Þá upplýsti borgarstjóri, að i áætlun um hverfi og útivist frá 1974hefði verið fallið frá að nota þetta svæði til útivistar. Hann sagði, að auglýsing um almenna lóðaúthlutun hefði verið birt I desember sl. Algengt væri að einstökum lóðum væri úthlutað án sérstakrar auglýsingar. Skipulagshugmyndin réði úrslitum Þá greindi borgarstjóri frá þvi, að hvorki hann né kona hans ættu nú hluti I Armanns- felli hf. eins og dróttað hefði verið að þéim. Hann hefði hins vegar verið lögfræðingur fyrir- tækisins áður en hann varð borgarstjóri og um nokkurt skeið átt fimmtiuþúsund króna hlut í þvi. Borgarstjóri sagði ennfrem- ur, að viðmat á þvi hver skyldi fá þessa lóð, hefði það ráðið mjög miklu i sinum huga, að Ar- mannsfell hefði komið fram með hugmynd aö skipulagi, er fælii sér nýjung i Ibúðarbygg- ingum hér i borginni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.