Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 8
8 I HLJÓMLEIKASAL Sinfémsíténkikar TÍMIMN ÞREÐJUDAGUR 18. október 1966 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Hið æðsta orð Guðs á móti þeim og tár regnsins ið getur vænzt fyrirgefningar af döggvaði hélugrátt hár þeirra. | þeim, sem hann hefur reynzt vcrst. Alfredo Campoli hinn italski fiðlari flutti á síðustu Fimmtu- dagstónleikunum fiðlukonsert Beetovens með Sinfoníuhljóm- sveit íslands og undir stjórn Bþdan Wodiszko. — Campoli er heimskunnur, listamaður, sí- starfandi og virðulegur fulltrúi eldri kynslóðarinnar, með undrabarnsferil að baki og enn þá leikur hann sér að því að töfra fram undursamlega, hluti á hið einfalda hljóðfæn, sem fiðlan er. — \ Tónmyndun og mýkt lista mannsins er fágæt. Línur hans og litir í túlkun og uppbygg- ingu, jafnt einfaldrar lag- línu sem flókinnar kadensu, eiga séi^ óvenju fjölbreytt svið leikur hans er í senn mynd- ugur en þó mildur, og rúmar dýpt og þroska hins reynda listamanns. — Samleikur hans og hljómsveitarinnar náði hæst í tveim síðari þáttunum óg virtist hljómsveitin í fyllsta máta „inspíreruð" af samvinnu við þennan ágæta listamann. — Móttökur áheyrenda voru mikl ar og hjartanlegar, og lék listamaðurinn aukalag. Hljómsveitarverkin á þessum tónleikum voru forleikur að óperunni Semiramide eftir Ros sini, og Sinfónia No 4 eftir tékkneska tónskáldið Bohus- lao Martinu. — Tónskáldið stendur föstum fótum í arfleifð, frá meistur- um sinnar þjóðar, og er ekki vandasamt að rekja sporin í tónlist bæði innlend og erlend. — Þó er í tónlist Martinus oft sá undirtónn, sem grípur hug hlustanda, föstum tökum, þótt á hinn bóginn slakni einnig á þeim tökum er þörf höfundar til að segja of mikið samtím- is, myndar allt að því upp- lausn, sem víða gætti í því verki, er hér var flutt. Sterkir og svæsnir litir verksins urðu áhrifalitlir, og það í heild frek- ar einhæft. Hljómsveitin gerði þessu verki góð skil, og lagði sig óvenju vel fram, og sýndi sem svo oft áður, að hún er margs megnug, ef vel er á öllu haldið og um það sá Wodiscz ko, sem sýndi, með óbilandi vilja og þrótti, að gæða má lífi ótrúlegustu hluti, ef allir aðil- ar eru þar um sammála. Unnur Arnórsdóttir. Hvers þarf heimurinn helzt með í dag? „Fleiri vetnissprengjur, meiri þungaiðnað“ segja stórveld- in. „Betra skipulag, fleiri laga- setningar, sterkari löggæzlu“ segja stjórnarvöldin. „Ákveðnara ritual klassiskrari messu, vandaðri helgi- klæði, meiri grallarasöng“ segir kirkjan, og meira að segja íslenzka frjálslynda þjóðkirkjan ætlar að fara að endursemja helgisiða- bók prestanna sinna, svo að hún missa ekki af þessum boðska]). En gegnum þennan ógnarys í tímans straumi heyrist líkt og blæhvísl við blóm, veik rödd kannski deyjandi, eða kannski sterkari en krafturinn, sem segir ' aðeins þrjú orð, eða ættum viö að segja eitt, sem svar við spurn- ingunni: Hvers þarf heimurirn helzt með í dag? Og þessi orð. þetta orð er: Þú skalt elska, ela elskaðu. Elskaðu Guð, elskaðu samferðafólkið á lífsleiðinni. Þetta sýnist í fljótu bragði and- stæður. Guð, ímynd hins góða, fagra og sanna. Jú, það er þó eitthvað að elska. En samferða- fólkið, náunginn! Þessi svarti, þarna í suðrinu, þessi guli í austr- inu, þessi ljóti, skítugi, heimski og hatursfulli, þessi blindfiiili, blaðrandi róni, þessi rægjandi, flaðrandi kvensa, þessi hortugu krakkar. Nei, biðjið þið mig um eitthvað annað, sem bjargað gæti veröldinni, eitthvað, sem vit er í og framkvæmanlegt, sem heimur- inn helzt þarf með. Enda hlýtur það að vera allt annað, sem kristinn dómur ætlast til þegar talað er um að elska bæði Guð og menn í sömu andránni. Að elska. Hvað er það eigin- lega? Jú, sögnin dregin af annari sögn öðru orði, sögninni að ala. Móðir elur barn. Að elska er að hafa eða efla í vitund sinni þær kenndir gagnvart umhverf- hverfinu já bæði gagnvart Guði og mönnum, sem móðirin, göfuf móðir hefur gagnvart barni sínu. En þær tilfinningar birtast í þvj að hún verndar barn sitt gegn hættum, gætir þess gegn böli og þjáningum, gefur því allt hið bezta sem hún á í orði og athöfn, fórnar því jafnvel lifi sínu, ef atvikin krefjast þess. Og þessi kærleikur móður er bæði blindur og alskyggn í senn, skilur allt um- ber allt vonar allt og trúir alltaf Jiinu bezta. Þetta er elskan, æðsta kraft- birting guðdómsins í mannssál, í lífi mannkyns á jörð. Og í þessum kærleika verður maðurinn að Guði Hann er hið æðsta, sem við þekkj- um. Hann er líka lífið. Og krist- inn dómur er kenningin um það, að þessi elska þessi kraftbirting guðdómsins hafi krystallazt i Kristi og síðan í öllum manneskj- um, sem lifa likt og hann. Einmitt þannig verða orðin: „Ég og Faðir inn erum eitt,“ skiljanleg út íra mannlegu sjónarmiði. Eiumitt þess vegna verða orðin:' „Ég trúi ekki á Guð“ í raun og veru fjar- stæða. Allir þrá kærleika, allir þurfa Guðs, allir vilja njóta góð leika og ástúðar. Tveir glæpamenn. sem allur heimurinn dæmir nú hart, en veröldin dáði og óttaðist fyrir ör fáum árum voru frjálsir úr t'ang- elsi fyrir nokkrum dögum. Hvað mundi vera^ hið eina, sem þeir þráðu og þurftu? Bak við þa bergmáluðu kvalastungiur, and- vörp og dauðahrygla milljónanna, sem beir höfðu beint. eða óbeint kreist i hel. En samt ljómaðí sól Lítið barn saklaust og umkomu-; laust hefur verið borið út af grimmum örlögum græðgi og! heimsku fákænna foreldra. Það skiptir sjálfsagt litlu um líf þess, en engum hefur það mein unnið. En samt er því bjargað af konu, þessi gæti gengið í dauðann fynr það. Þannig er kærleikurinn. Hann spyr ekki um verðskuldun. Jafn- vel glæpamaður eða nautnaseggur sem öll loforð og eiða hefur svik-! „Eitt kærleiksorð. Ég er svo einn og enginn sinnir mér. Mér aldrei veitist ylur neinn, sem á við kærlejk er. Án kærleiks sólin sjálf er köld og sérhver blómgrund föl, og I himinn líkt og líkhústjöld og lífið eintóm kvöl.“ Það er eitt af vitrustu hugs- Fremhald á bls. 15 FINNSKU FRYSTIKISTURNAR OG FRYSTISKÁPARNIR ERU KOMNIR AFTUR. UPPLÝSINGAR. H. G. GUÐJÓNSSON Co. heildsaSa - smásala Sími 37-6-37 alla daga SÖNGMENN Okkur vantar nokkra góða söngmenn Upplýsingar í síma 2-44-50 næstu virka daga. \ Karlakóriim Fósthræður " Aluminium sorplúgur og Alu-krafteinangrunarpappír. Byggir hf. Símir 17672 og 34069. Þóröur Friö- bjarnarson Bröttuhlíð Húsavík Fæddur 7. nóvember 1898, dáinn 11. apríl 1966. V-' „Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður". Kvölda tekur, kynslóð er á förum. Kallarinn er laus við hi kog fát. Deyja orð, sem áður hlógu á vörum, einhvers staðar brestur fólk í grát Þegar tengsl við þessa jörðu rofna, þakkir hlotnast fyrir sanna trú. Ferðalúnum fróun er að sofna fyrir handan landamæra brú. Þú varst eitt af börnum þeirra tíma, sem þurftu strax að veita allt sitt lið. Oft kom sér vel á raunastund að ríma og reyna að gleyma lífsins skuggahlið. Þú kunnir alltaf verkin þín að vanda, þótt veikindin úr höndum tækju mátt. Og vörðurnar á vegi þínum standa, og vísa leið, þótt rísi ekki hátt. Við erfiðið þín kona ótrauð barðist og ól þér börn, sem engu hafa gleymt. Þú áttir kjark, sem öllum mótbyr varðist og æskuþor í sálu þinni geymt. Þú dáðir þá, er sigldu út á sæinn og sérhvern þann, sem vinnuilendur bar. Frá lágum glugga leiztu yfir bæinn og lifðir með í öllum störfum þar. Hér sést það bezt. Hver lærir sem hann lifir, þú lézt ei bugast öll hin ströngu ár. Hve þínar vonir gnæfðu alltaf vfir auramannsins fátæklegu þrár. Nú ertu horfinn. aldrei framar þjáður, en áfram hinir þramma veginn sinn: Frá Bröttuhlíð er útsýnin sem áður, en enginn situr nú við gluggann þinn. Einar Georg Einarsson, Húsavík. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.