Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. október 1966 TIMINW FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7. braut, Akranesvegur, Þingvalla- vegur, Suðurlandsvegur, frá Sel fossi að Skeiðavegamótum, auk ýmissa stuttra vegakafla við Akur- eyri, Egilsstaði og víðar. Þá eru og óleyst óhemju verk- efni við lagningu þjóðbrauta og landsbrauta svo og byggingu nýrra brúa og endurbyggingu gamalla brúa, eins og nánar var rakið í greinargerð með tillögu til vega- áætlanar fyrir árin 1965—1968. Á undanförnum 4 árum hefur verið unnið töluvert að vegafram- kvæmdum fyrir lánsfé til langs tíma, og námu slík lán um sl. ára mót um 268 millj. kr. Þar af voru 229 millj. kr. lán vegna Reykja- nesbrautar, en hitt eru lán vegna Ólafsvíkruvegar um Enni, Siglu- fjarðarskarð um Stráka, Ólafs- fjarðarvegur um Múla og nokk- urra vega skv. Vestfjarðaáætl- un. Vextir og afborganir þess ara lána munu í ár nema um 44,3 millj. kr. eða um 54% af því fé, sem í vegaáætlun í ár verður var- ið til nýrra þjóðvega og brúar- gerða. Af þessu er Ijóst, að þótt bygg- ing vega fyrir lánsfé geti verið mjög hagkvæm við lausn tækni- legra afmarkaðra verkefna, sem vinna þarf að mestu í einum áfanga, eins og t.d stórbrýr og jarðgöng, og við lagningu ein stakra vega, sem ekki koma að gagni fyrr en þeir eru fullgerð ir, eins og vegurinn um Ólafs- víkurenni og Ólafsfjarðarmúía, þá er þessi leið ekki fær til lang- frama, þar sem verkefni aukast með vaxandi umferð, en tekjurn ar ekki að sama skapi. Er.dur- greiðsla vagalána með innheimtu sérstaks umferðargjalds, eins og nú er framkvæmt á Reykjanes- braut, er aðeins möguleg við mjög sérstakar aðstæður, sem óvíða eru fyrir hendi hér á landi. Er ég sammála flutningsmönn- um tillögunnar um það, að til frambúðar verði að miða fjáröfl- un til vegaframkvæmda í aðal- atriðum við samtima tekjur, eins og tíðkað er í flestum löndum. Ofangreint frumvarp er því mjög tímabært og myndi leysa mikið af þeim vanda, sem fjár- öflun til vegaframvkæmda er nú, þar sem ætla má, að tekjur af því þegar á fýrsta ári yrðu nokkuð á annað hundrað millj. kr. en tekjur af innflutningsgjaldi bifreiða og bifhjóla skv. lögum nr. 4/1960 eru í fjárlögum yfir- standandi árs áætlaðar 124 millj. kr. Hins vegar leyfi ég mér að benda á, að samgöngumálaráðu- neytið skipaði hinn 31. jan. sl. þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um nýjar leiðir til verulega aukinnar fjáröfl- unar fyrir vegasjóð í sambandi við endurskoðun á vegaáætlun fyr ir árin 1967 og 1968, sem ákveðið er að gerð verði á hausti kom- anda.“ ÁRNI FRIÐRIKSSON Framhald af bls. 16. Ámi Friðriksson átti sæti í fjöl mörgum íslenzkum og erlendum vísndamálanefndum og sótti marg ar ráðstefnur um hafrannsókna- og fiskimál. Liggja eftir hann fjölmörg rit og greinar um fiski- rannsóknir og einnig ritstýrði hann tímaritum um þessi efni, bæði ísienzkum og erlendum. Hann var gerður að heiðursdokt- or við Háskóla íslands 1954. Árni Friðriksson var tvíkvænt- ur, fyrri kona hsns var Ebba Christiane Bagge, sem lézt árið 1957 en síðari kona hans var Helene Rose Nathalis, dóttir Jó- hanns P. Jónssonar skipherra í Reykjavík. Slml 22140 Villtir unglingar (Young Fury) Ný amerísk litmynd um heldur harkalegar aðgerðir og fram ferði amerískra táninga. Myrd in er tekin í Technicolor og Techniscope. Aðalhlutverk: Rory Calhoun Virginia Mayo Lon Chaney Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5 7 og 9. H'FNARRll) Hetjan frá Spörtu Spennandi ný frönsk-ítölsk Cinemascope litmynd Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5 7 og 9. ÞYRLUKAUP Framhald af bls. ). eigu einstaklings hér á lar.di, en Andri er einn eigandi vélarinnar. Um leið og búið er að setia vélina saman, mun Andri reiðu- búinn að stunda hvers konar leigu flug._______________ ■ Á yÍÐAVANGI Framhalri at hls 3 vægðarlítil kveðja hlýtur þetta að teljast til Gylfa Þ. Gíslasonar á tíu ára afmæli hans sem menntamálaráðherra landsins. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. enda erfitt að leika. Guðjón Finn- bogason dæmdi leikinn og gerði þeð yfirleitt vel. Vítaspyman, sem hann dæmdi á Val, var mönn um þó ráðgáta. IÞRÓTTIR \ Framhald af bls. 13. anna. Undir lokin missti liðið Jón Jóhgnnsson út af. • KR-liðið var mjög sannfærandi og lék vel í þessum leik og virð- ist mjög líklegt til að endurheimta „Bikarinn.“ Hörður Markan var bezti maður liðsins, sívinnandi, og gaf aldrei eftir. Baldvin var mjög virkur og virðist kominn í það form, sem hentar KR bezt. Einar ísfeld lék fyrir Gunnar Feí ixson og stóð sig ágætlega. Þótt þungur væri, gerði Ellert Sehram marga góða hluti, og var sá leik- maður KR, sem byggði mest upp. Aftasta vörnin, Kristinn, Þórður, Ársæll og Bjarni — en fljótlega í leiknum kom Sveinn Jónsson inn fyrir Bjarna — stóð sig vel. Og ekki má gleyma Guðmundi í markinu, sem átti einn sinn bezta leik á sumrinu. Leikinn dæmdi Grétar Norð- fjörð og skilaði sínu hlutverki mjög vel.' RÆTT VIÐ SÉRA JÓN Framhald af bls. 9. en þau verða víst sex eins og í hinum fyrri. Þetta fimmta bindi hefst á ævisögu Ara fróða og endar á Pálma rektor Hann essyni. í þetta bindi hef ég tekð Guðmundana þrjá, lækn ana okkar frægu, sem allir báru sama skírnarnafn og voru samtíðarmenn, þeir Guðmund ur landlæknir Björnsson og prófessorarnir Guðmundur Magnússon og Gu'ðmundur Hannesson. — Þú ert víst ekki búinn að fá þig fullsaddan af að vinna að ættfræði og ævisagnaritun? — Varla ræðst maður í nein Hver liggur í gröf minni? Alveg sérstaklega spennandi og vel leikin, ný amerísk stórmynd með islenzkum texta. Sagan hef ur verið framhaldssaga Morgun blaðsins. Bette Davis Kar Malden Bönnuð börnum innan 16 ara Sýnd kl. 5 og 9 LAUGARÁS Slmi 18936 Blóð öxin (Strait Jacket) Æsispennandi og dularfuil ný amerísk kvikmynd. Joan Crawford Sýnd kl. 3, 7 og 9 Bönnuð börnum Verðlaunamynd Walt Mary Poppins með ■ =GBK>H Slmar 38150 og 32075 Ameríska konan Amerisk ítölsk stórmynd í lit um og sinemascope með íslenzk um texta. sýnd kl. 5 og 9 Miðasala frá kl. 4 Julie Andrews Oick van Dyke Islenzkur textl Sýnd kl. 5 og 9 Síðasta sinn. Sala hefst kl. 4 Hækkað verð stórvirki héðan af. En maður reynir nú samt að gera eitt hvað að gagni á meðan nóg er að gera. Þótt ég héldi heilsu til hundrað ára aldurs, væru nóg verkefni fyrir hendi. Og það er ákaflega skemmtilegt að vita af því, að næg verkeíni séu til handa manni og vera frjáls að sýsla við þau eins og manni sýnist. Ættfræðin er ákaflega heillándi. Það getur verið spennandi að lesa ætt- fræðirit og ekki síður að vinna að slíkum verkum. Þetta er iðulega svo dramatískt, sem lesa má út úr því, sem á vegi manns verður — eins og raun ar mannlífið sjálft. G.B. Slrro 11544 Verðlaunamyndin umtalaða Grikkinn Zorba með Anthony Qulnn o. tl. tslenzkur textl Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. T ónabíó Sliro 31182 Tálbeitan (Woman of Straw) Ileimsfræg, ný, ensk stór- mynd í litum. Sagan hefur verið framhaldssaga i Vísi. Sean Connery, Gina Lollobrigida. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. dfo ÞJÓÐLEIKHÚSID Uppstigning Sýning fimmtudag kl. 20 Næst skal ég syngja fyrir þig Sýýning í Lindarbæ fimmtudag kl .20.30 Aðgöngumiðasalan opin tra kl. 13.15 til 20. Simi 1-1200. ÍLEHÖFl Tveggja þjónn Sýning í kvöld kl. 20.30. ir Sýning miðvikudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan í tðnó er opin frá kl 14. Slmi 13191. Leikfélag Kópavogs Óboðinn gestur. eftir Svein Halldórsson Sýning fimmtudag kL 9 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 4. Sími 41985. i »'b i«.« m nm mimmm KDMyíoiCSBI Sim 41985 íslenzkur textt Til fiskiveiða fóru (Fládens friske fyre> ráðskemmtileg og vel gerð. ný dönsk gamanmynd af snjöll- ustu gerð. Dirch Passer Ghita Nprby, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slmi 50249 Sumarnóttin brosir ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Framhald af bls. 8 uðum íslands, sem þannig hefur taíað í ljóði. Og svo er fólk { vafa um Guð. Guð er kærleikurinn. Kærleikurinn er Guð. Hann getur birzt í geislum sólar í brosum blóms. En hann getur líka birzt í mýkt hundatungunnar, sem sleik ir tárin af vanga lítils drengs, sem á bágt. En bezt og fegurst birtist Guð í góðleika og fórnar- lund góðrar manneskju. Hann á kannski himinsins hallir og hefur skapað hnattanna flug og heldur því við. Og öll dýrð vetrarbrautar- innar með allar hennar skínandi sólir er verk hans handa og sjálft aðdráttaraflið, sem heldur þeim í jafnvægi á 5 brautum sínum gæti verið hans innsta eðli, hans eigin- legi kraftur og almætti. Um það veit ég litið, og mig varðar það minna en hönd hans í handtaki þínu, vizka hans og speki í orðum vináttu og góðleika af vörum þér. Og þess vegnr veit ég að Guð er til hvað sem annars virðist um herverki myrkranna kuJda hatursins og grimmd mannlegra örlaga. Afl góðleikans umvefur alla, líkt og sólskinið, aðeins ef það fær að komast að. Hann er æðstur í heimi, æðstur í himni og heimi. Og hvers vegna öll þessi guð- fræði? Hún hefur ekki meira gildi fyrir mig eða þig, en þótt þú að- greinir með vísindalegum aðferð- um efni sólargeislanna. Þeir yrðu þér að vissu leyti framandi um leið. Kannski gæti það haft gildi að efnagreina þá, en bara að þeir hyrfu ekki um leið. „Guð er í hverjum geisla, sem gegnum nóttina brýzt, ! Sama hver eldinn annast, ef af honum blessun hlýzt.“ Og hvers vegna öll þessi Krists- fræði? Er ekki nóg að vita, að enginn, sem við vitum um hefur opinberað og endurspeglað eðli guðdómsins betur í mannssál en þessi Gyðingadrengur frá Nazaret. Þessi hljóðláti hógværi friðarhöfð ingi, sem gjörbreytti á þrem ár- um öllu siðamati mannkynsins. Auðvitað birtizt, sami andinn, þótt á annan hátt sé, auðvitað skín sami krafturinn með öðru ljós- magni frá Búddha, Zaraþústra, Múhammed og Konfúsíusi. En við ættum að þekkja Jesúm Krist bezt. En guðfræði hans öll var í orðunum. Ég og faðirinn erum eitt. Og um leið og hann talar þannig um góðleikann í manns- sál, þá segir hann líka: Þið eruð ljós heimsins börn míns himneska föður. Þannig er innsta og æðsta óskin hans takmark mannssálar hverrar einustu að verða eitt með (Sommarnattens leendei Verðlaunamynd frá Cannes gerð eftlr Ingmar Bergman. Ulla Jacobsen, Jarl Kulle Sýnd kl. 6.45 og 9 Slm «118« Benzínið í botn Oven.iu spennandi sinemascope kvikmynd sýnd kl. 7 og 9 BönnuB börcuro guðskrafti kærleikans, útstreymi elskunnar, unaður hans náðar. Hvað virðist yður um Krist? Er hann kannski fjarlægt, skil- greint hugtak hálærðra guðfræð inga í huga þér? Eða er hann góðleikinn í þinni eigin sál? Sé hann aðeins vísindalegt hugtak, þá máttu vara þig, þrátt fyrir allan lærdóm þinn, birtist hann, sem ljúfmennska, kærleikur, vinátta, og ástúð í orði og athöfn, þá skiptir engu hvort þú ert katólsk- ur eða mótmælandi, Múhammeðs trúar eða Búddhatrúar, þá áttu kraft Krists, kærleikann og kannt æðsta boðorðið, elskaðu. Árelíus Nielsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.