Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 16
/ mm f 237. tbU---Þriðjudagur 18. október 1966 — 50. árg. B-Hstinn sigraii í stúdentakosningum EJ-Reykjavik, mánudag. Stjórnarkosningin í Stúdentafé- lagi Háskóla íslands fór á þá leið, að B-Iistinn, borinn fram af 15 stúdentum, einkum vinstri mönn um, en einnig öðrum, sem óánægð ir eru með stefnu Vöku í ýmsum ARNI FRIÐRIKS- SON, FISKIFRÆÐ- INGUR, LÁTINN FB-Reykjavík, mánudag. Á sunnudaginn lézt í Kaup- mannahöfn Árni Friðriksson fram kvæmdastjóri Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, 67 ára að aldri. Árni hafði legið lengi veikur. Hann vat fæddur að Króki í Ket- ildalahreppi í V. Barðastranda- sýslu, 22. desember 1898, sonur hjónanna Friðriks Sveinssonar og Sigríðar Árnadóttur. Árni lauk stúdentsprófi frá M.R. 1923 og magisterpröfi í dýrafræði frá Kaupmanna'hafnarháskóla árið 1929. Árið 1931 var hann skipaður ráðunautur Fiskifélags fslands og stjómandi fiskideildar Atvinnu- deildar Háskólans árið 1937. Gegndi hann því starfi til ársins 1953 að hann var skipaður fram- kvæmdastjóri Alþjóðahafrann- sóknarráðsins í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið fulltrúi ís- lands í ráðinu frá 1938. Framlhald á bls. 15 þjóðfrelsis- og menningarmálum, einkum sjónvarpsmálinu — fékk meirihluta. Fékk B-listinn 364 at- kvæði og fjóra menn kjörna, en A-listi Vöku fékk 345 atkvæði og 3 menn kjöma. Vaka lagði fram með lista sín- um stefnuskrá, þar sem var að finna ýmsar tillögur um starfsemi félagsins. B-listinn lagði einnig fram starfsskrá fyrir félagið, en einnig ítarlega stefnuskrá í menn- ingarmálum, stjórnmálum og ut anríkismálum. í stefnuskrá B-listans var m. a. lagt til að stúdentar stuðli að heilbrigðum og hlutlægum umræð um um þjóðmálin, stuðli að varð- veizlu íslenzkrar tungu og menn- ingu. Krafizt er, að fjármálaspill- ingin, sem nú ríkir í íslenzku þjóð félagi, verði upprætt. Einnig, að ítarlegar umræður fari fram um utanríkismál, og að afstaða ís- lands til NATO verði endurskoð- uð. Þess er vænst í stefnuskránni, að stúdentar gæti vel þeirrar skyldu sinnar að vera samvizka þjóðarinnar. B-listinn, og stefna hans, bar sigur úr býtum, og má því bú- ast við að stúdentar láti meira til sín taka í þjóðmálum í fram- tíðinni en hingað til. Kjörsókn var um 50%. AÐALFUNDUR FUF Á SNÆFELLS- NESI verður haldinn sunnudaginn 23. október n.k. að Vegamótum í Mikla'holtshreppi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fuiltrúa á 11. Sam- bandsþing SUF. AÐALFUNDUR Aðalfundur Framherja, félags launþega, verður haldinn 23. októ- ber kl. 2 að Tjarnargötu 26. Fund- arefni: Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Óðinn Rögnvaldsson ræðir um kjaramálin. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Góð rjúpnaveiði sunnan- lands, treg norðanlands SJ-Reykjavík, mánudag. Um helgina öxluðu rjúpna skyttur hólka sína og liéldu til sunnanlands voru skyttumar veiða um fjöll og firnindi. Hér fengsælar, en norðanlands og anstan var veiðin yfirleitt treg. Hilmar Svavarsson hjá kjöt- verzlun Tómasar leitaði fanga á SkarðSheiði um helgina og lagði að velli 20 rjúpur. Hann sagðist hafa frétt um góða veiði á Hellisheiði, þar sem skytt- urnar fengu allt upp í 40 rjúp- ur yfir daginn, og sömu sögu er að segja af þeim sem fóru inn á Kaldadal. Hann sagði að mönnum bæri saman um að rjúpan væri ekki dreifð heldur héldi hún sig í allstórum flokk- um, og hefði hann t.d. gengið um alla Skarðsheiði og fann aðeins einn rjúpnahóp. Á Kaldadal höfðu sézt nokkrir stórir hópar. Þá hafði Hilmar frétt af Framhald á bls. 14 Hilmar með rjúpurnar sínar. Tímamynd GE 18 ára rjúpnaskytta í hrakningum á Sléttuheiði ÁT HRÁA RJÚPU SJ-Reykjavík, mánudag. 18 ára piltur, Valgeir Guðmunds son frá Húsavík, villtist í gær, er hann var á rjúpnaveiðum með tveim föðurbræðrum sínum í ná- grenni Presthóla, sem eru skammt frá Kópaskeri. Hann var á ferð- inni alla nóttina og fannst ekki fyrr en um hádegi í dag í svo- ncfndum Blikalónsdal á miðri Sléttuheiði. Hann var matarlaus allan tímann, en lagði sér til munns hráar rjúpur til að seðja sárasta hungrið. Tíminn hafði í kvöld samband við Guðmund Þorgrímsson, föður Valgeirs, og bað hann að segja í stórum dráttum frá þessum at burði, og fer frásögn hans hér á eftir: Þeir fóru þrír saman frá Prest- hólum í gærmorgun, og héldu til veiða austur í heiðina. Um tvö- leytið gerði dimmt hríðarél og yilltist Valgeir þá, og varð hon- um ekki Ijóst fyrr en um kvöld- ið, að hann var orðinn villtur. Þeir félagar höfðu rætt um það skömmu áður en élið skall yfir, að þeir skyldu halda að bílnum. en í honum voru matföng þeirra. Þeir voru ekki nema um 500 metra frá bílnum þegar þeir hitt- ust síðast. Valgeir var á rölti alla nóttina, og var allan tímann rólegur. Hann sagðist hafa gætt að því að reyna ekki of mikið á sig og svitna ekki. Annað slagið vac slydduél, og var Valgeir orðinn nokkuð þjakaður og blautur er hann fannst. Hann blundaði tvisv ar í morgun, en vaknaði upp við hroll, og hljóp þá um til að fá 1 sig hita. 1 Um hádegisbilið heyrði hann bílhljóð og voru þar á ferðinni leitarmennirnir Gunnlaugur Ind- riðason og Björn Jónsson frá Kópaskeri, og tóku þeir hann upp í bílinn og óku með hann að Presthólum, þar sem hann hvild- ist í kvöld, en á Presthólum býr afi hans Þorgrímur. Framhald á 2. síðu. LIK SIGURÐAR THEO- DÓRSSONAR FUNDIÐ FB-Reykjavík, mánudag. Fyrir hádegi í dag fannst lík Sigurðar Theódórssonar, sem týndist eftir dansleik að Birki- mel á , Barðaströnd. Líkið fannst við Geitá, sem er um eins og hálfs tíma til tveggja tíma gang frá félagsheimilinu. Það var mað- Sýna ber ar keypt nafnsksrteini þeg- er sjónvarpstæki EJ-Reykjavík, mánudag. Um helgina auglýsti ríkisút- varpið, að menn yrðu að sýna nafnskírteini sín um leið og þeir kaupa sjónvarpstæki. Rr þetta gert til þess að auðvelda rétta skrásetningu tækjanna, nokkur misbrestur hefur verið á því, — að því er Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, tjáði blaðinu í dag. Vilhjálmur sagði, að þær verzlanir, sem seldu sjónvarps- tæki, ættu að gefa upp nöfn þeirra, sem tækin kaupa. Nokk- ur misbrestur hefði orðið á þessu um tíma, og hið sama væri raunar að segja um út- varpstæki, þegar mikið tók að seljast af litlum Transistortækj um. Væri skyldan um að sýna nafnskírteini gerð í þvi skyni að auðvelda slíka skrásetningu. Vilhjálmur sagði, að unnið væri að því að skrásetja öll sjónvarpstæki í landinu, en a! mennt væri talið, að um 13.000 sjónvarpstæki væru nú í notk un. , Enn hefur ekki verið ákveð ið hvert verður afnotagjald fyr ir sjónvarpið — er það mál hjá ráðuneytinu. ur frá Haga á Barðaströnd, sem fann lík Sigurðar er hann var í smalamennsku í dag. Svo virðist, sem Sigurður hafi farið frá Birki- mel eftir troðningi, sem liggur upþ Leikvöll yfir Fossheiði og var áður fyrr notaður til ferða milli byggðarlaga þarna fyrir vestap. Síðan mun Sigurður hafa haldið inn í Arnarbýlisdal, eins og hann hafi hugsað sér að ganga til Tálknafjarðar, en þaðan hafði hann komið á skemmtunina, ende dvaldist hann hjá skyldfólki sínu á Tálknafirði um þær mundir er hann hvarf. Skagfirðingar. Haustmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið 29. októ- ber að Bifröst, Sauðárkróki. Nán ar auglýst síðar. 40 nemendur í tónlistarskóla á Hvolsvelli PE-Hvolsvelli, mánudag. Barna- og unglingaskólinn á Hvolsvelli var settur sl. föstu dag í félagsheimili staðarins. Að unglingaskólanum standa fjórír hreppar, Hvolhreppur, Fljótshliðarhreppur, Austur- Landeyjarhreppur og Vestur- Landeyjarhreppur. f vetur verð ur aðeins 1. bekkur, en annar bætist við næsta vetur. Nemendur í unglingaskólan- um eru 28 talsins. Skólastjóri er Truman Kristiansen, og auk hans kenna þrír kennarar við skólann. í skólum staðarins eru 130 nemendur, 62 í barnaskóla, 28 í unglingaskóla og 40 í tón- listarskóla, en skólastjóri hans er Steingrímur Sigfússon frá Patreksfirði. KJORDÆMISÞING A AUSTURLANDI Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið dag- ana 29- og 30. okfc næstkomandi í félagsheimilinu að Iðavöllum, og hefst það kl. 14. Dagskrá: Veniuleg aðalfundarstörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.