Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 13
ÞREDJUAGUR 18. október 1966 13 Úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli? Alf.—Reykjavík. — Það verða KR og Valur, sem leika til úrslita í Bikarkeppni KSÍ 1966. Vals- menn áttu frekar léttan dag gegn Þrótti á þnngum Melavelli á laug- ardaginn og unnu 5:0. Og á Njarð- víknrvellinum kafsigldu KR-ingar ósamstillt lið Keflvíkinga og unnu 3:0. Var það mun stærri sigur en búast mátti við, því þarna léku Keflvíkingar á sínum beimavelli, en löngum hefur þótt erfitt að sækja þá heim. Úrslitaleikurinn milli KR og Vals fer fram um næstu helgi og er ráðgert, að hann fari fram á Melavellinum. Vonandi verður völl urinn í betra ásigkomulagi þá en hann var um síðustu helgi, því þá var tæplega leikandi á honum vegna leðiu. En m.a.o. er alveg útilokað að nota Laugardalsvöll- inn? Margir höfðu orð á þvi um helgina, að það væri undarleSt að hægt væri að nota grasvöllinn í Njarðvíkum en ekki Laugardals- völlinn. Er LaugardalsvöIIurinn miklu lélegri eða er hér um ein hverja sparnaðarráðstöfun að ræða? Það er YÍrtKngarvertj svo langt sem það nær, að spara okk- ar ágæta Laugardalsvöll, en ekki •virðist hugur fylgja máli i því efni, þar sem íþróttasíðan licfur frétt á skotspónum, að dráttarvél- um hafi verið ekið þvers og krus um vöHinn nýlega með skarna. Varla fer það ver með völlinn að lefica knattspyrnu á honum en aka dráttarvélum um hann — eða hvað fínnst vallarstjóm? Mitt í öllu svaSinu er barizt af hörku í leik Vals og Þróttar. Sigurjón, Val, t. v. og Jón Björgvinsson, Þrótti, kljást. (Tímamynd GE) ÍH Enn varði Sigurður Dags son vítaspyrnu Alf-Reykjavík. — Enn einu sinni sannaði Sigurður Dagsson, markvörður Vals, ágæti sitt með þvi að verja vítaspymu í bikar- leiknum á móti Þrótti sl. laugar- dag. Það skeði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Haukur Þorvalds- son framkvæmdi spymuna og skaut hnitmiðuðu skoti í annað liornið. En eins og tígrisdýr stökk Sigurður í hornið og varði. Þar með forðaði hann því, að Þróttur næði að jafna 1:0 forskot, sem Valur náðj fyrr í hálfleiknum. Eftir ágætan háltfleik gáfust Þróttarar hreinlega upp í síðari hálfleik og höfðu ekki úthald til að leika á þungum Melavellinjjm, sem var ein 'Jeðja — eða „sósa“ — eins og Óli B. þjálfari Vals orðaði það. Valur lék án tveggja sterkra varnarleikmanna, Árna 1 Njálssonar og Bjöms Júl., en það virtist ekki koma að sök. Mörk Vals komu eins og af færibandi í síðari hálfleik. Hermann skoraði tvö mörk til viðbótar einu í f.h. og Ingvar og Bergsveinn skoruðu sitt hvor. • í heild var leikurinn slakur, Framhald á bls. 15 Keflvíkingar slegnir út á heimavelli af samstilltu og sókndjörfu KR-liöi KR vann Keflavík 3:0 í stytzta bikarleik í bikarkeppni KSÍ frá upphafi Alf-Reykjavík. — KR sigraði Keflavík á sunnudaginn í stytzta bikarleik, sem leikinn hefur verið í Bikarkeppni KSÍ frá upphafi, því fyrri hálfleikur var þremur mínútum of stuttur. Stór hópur áhorfenda, sem tók tímann ná- kvæmlega, bar saman um þetta. Þrjú lið jofn i 2. flokki Um helgina fóru fram tveir úrslitaleikir í 3. aldurs flokki í knattspyrnu. Á laug ardag léku Fram og KR í 2. flokki b til úrslita í Reykjavíkurmóti og sigraði Fram með 2:0. Hefur Fram unnið öll mót sumarsins í þessum flokki. Á sunnudaginn léku í 2. flokka Fram og Valur j haustmóti 2. flokks a. Nægði Fram jafntefli til sigurs. Leikar fóru svo, að Valur sigraði með 1:0, og eru því þrjú lið jöfn að stigum, þ.e. Valur, KI! og Fram, og þau að leika auka- líáSS tíl að úrslit fáist. En þetta er smáatriði, sem skipt- ir ekki miklu máli, því leikurinn bauð í staðinn upp á meiri spennu og skemmtileSri augnablik en títt er um bikarleiki. Og KR-ing- ar voru sterkari aðilinn, á því lék enginn vafi. Liðið var sam- stillt og sókndjarft og uppskar þrjú mörk. Hörður „litli“ Markan var skæð- asti sóknarmaður KR ásamt Bald- vin Baldvinssyni. Oft lék Hörður sundurlausa Keflavíkur-vöm grátt og undirbjó tvö marka KR. Á 28. mín. fyrri hálfleiks sendi hann knöttinn frá hægra kanti til Jóns Sigurðssonar, sem skallaði lag- lega inn. Þetta var eina markið í fyrri hálfleik, en fljótlega í síð- ari hálfleik — á 3. mínútu — ein- lék Hörður skemmtlega nálægt Keflavíkur-markinu og sendi síð- an á Einar ísfeld, sem stóð óvaid aður við markið, og gat ekki kom- izt hjá því að skora. Þriðja og síðasta mark leiksins skoraði Bald- vin á 32. mínútu. Hann geystist eins og foli fram miðjuna fram- hjá varnarmönnum Keflavíkur, sem í samanburði líktust mein- leysislegum kúm á beit, ótruflað- ar af því, sem gerast var í kring- um þær. Slíkur var hraði Baldvins að ekkert virtist geta stöðvað hann, og skot hans var gullfallegt og óverjandi fyrir Kjartan í mark- inu . jn tvö þúsund manns.sáu leik- inn, sem fram fór í ágætu veðri. Til að byrja með var sókn Kefl- víkinga þyngri og á fyrstu mínút- unum var KB-markið j töluverðri hættu. Góð markvarzla Guðmundar Péturssonar og ágæt tilþrif KR- varnarinnar komu í veg fyrir það, að Keflvíkingar næðu að skora. Á þessum fyrstu mínútum Véði Kefla vík lögum og lofum á miðjunni, enda var Ellert eini tengiliður KR að því er virtist. Léku Eyleifur og Jón Sigurðsson of framarisga. En þetta lagaðist eftir því sem lengra leið á leikinn. Keflavíkur-liðið var ósamstillt í þessum leik og vörnin óörugg. Lið ið lék án Karls Hermannssonar |óg varð Magnús Torfason að leika í framiínunni af þeim sök- um. Guðni Kjartansson færðist fram sem tengiliður — og skilaði þeirri stöðu mjög vel — en Ólaf- ur Marteinsson kom inn sem bak- vörður. Þótt Keflavík ætti ekki færri sóknartilraunir en KR, voru þær veikarí og vantaði nánari sam vinnu á milli sóknarleikmann- Framhald á bls. 15. Hætta við Keflavíkur-markið. Magnús bakvörður spyrnir knettinum frá. (Ljósm. Bjarnleifur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.