Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 2
I TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 18. október 1966 f Ásgrímssýning í Kaupmannahöfn Aðils-Kaupmannahöfn, mánud. Sýningin á vcrkum Ásgríms Jónssonar í húsi Kunstforen- ingen við Gammelstrand var opnuð á laugardaginn í viður- vist ambassadors íslands og margra boðsgesta, sem fjöi- menntu. Sýningarhúsið er í einu feg 'ursta hveirfi Kaupmannahafn ar, rétt á móti Thorvaldssens- safninu. Er sýningarsalurinn vel lýstur og rúmgóður, og verk Ásgríms eru vel uppsett. Aðal heiður af uppsetning- unni eiga Hjörleifur Sigurðs- son, sem er í sýningarnefnd- inni, Jón Engilberts og frú Bjarnveig Bjarnadóttir. Hafa þau öll unnið mikið verk í sambandi við myndaval og ann an uncjirbúning. Sigurður Nor dal, prófessor, hefur ritað inn- gang um íslenzka ’ málaralist í sýningarskrána, og lýsir ítar- lega lífi Ásgríms og starfi. Við opnun sýningarinnar. bauð formaður Kunstforening- en aUa velkomna og sagði frá öðrum íslenzkum listamönnum sem áður hefðu sýnt verk sín í húsakynnum þessum. Nú væri röðin komin að Ásgrími. Því næst tók til máls Bjarn- veig Bjarnadóttir og skýrði frá tilgangi sýningarinnar, sem væri m. a. að sýna fjölhæfni málarans og einkum að sýna ríkulegt úrval af vatns litamyndum hans. Að lokum þakkaði frú Bjarnveig Lista- safni ríkisins, sem hefði bjarg- að svo mörgum af myndum Ásgríms með frábærri viðgerð og geymslu. Að lokum hélt Gunnar Thor oddsen, ambassador, ræðu og sagði hann, að Ásgrímur hafi verið fyrstur þeirra miklu mál- ara, sem setja munu varanleg spor í íslenzka listasögu. Fór hann mörgum fögrum orðum um list Ásgríms, og lauk ræðu sinni með því að lýsa sýning- una opna. Um kvöldið héldu ambassa- dorshjónin boð á heimili sínu í Hellerup í tilefni af sýning- unni. HERFERÐ GEGN UTI- VIST BARNA EFTIR 8 FB-Reykjavík, mánudag. Nú er að hefjast hér í Reýkja- vík mikil herferð gegn útivist barna til 12 ára aldurs eftir klukkan átta á kvöldin. Það er barnaverndapnefnd Reykjavíkur, sem hefur í hyggju að beita sér fyrir hérferðinni í samvinnu við lögregluna, en samkvæmt lögreglu samþykkt Reykjavíkur mega böm yngri en 12 ára ekki vera á al- mannafæri seinna en kl. 20 og frá 12—14 ára ekki seinna en kl. 22. Sérstaklega verður lögð áherzla á að koma í veg fyrir útivist barna inn 12 ára aldurs, og hef- BÖRN muniö regluna heima klukkan 8 TO f ? 9 ? ur verið leitað aðstoðar lögregl- unnar og hún hefur heitið því að taka að sér framkvæmd eftir- litsins í vetur. Einnig hafa skóla- stjórar heitið samvinnu í mábnu. Eftirlitinu verður þannig hátt- að, að borginni verður skipt í hverfi jafnmörg barnaskólunum. Eftirlitsmenn munu hafa bækistöð í skóla viðkomandi hverfis. Prent aðir hafa verið bæklingar, sem innihalda bréf til foreldra þar sem óskað er eftir samvinnu við þá. Mun þeim verða dreift í skólana og er ætlazt til þess, að börnin færi þá foreldrum sínum. Um leið og bæklingnum verður dreift munu kennarar ræða útivistarregl urnar og benda þeim á hættuleg- ar afleiðingar hennar. Auglýsinga Há skólaf y rirlestu r Prófessor Áke Andrén frá Upp sölum flytur fyrirlestur á vegum guðfræðideildar Háskólans í dag kl. 10,15 f.h. í 5. kennslustofu. Umræðuefni: Nýjustu umræður um tilgang og eðli guðsþjónust- unnar. Allir velkomnir. Annar fyrirlestur verður á fimmtudag á sama tíma. Bókaþjófur tekinn IJ-Reykjavík, mánudag. Unglingsstrákur stal í dag, rétt UANDTEKINN cFTIR AÐ HAFA TTOLIÐ 4 BÍLUM EJ-Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn var lögreglu- manni á bifhjóli tilkynnt um að ifreið hefði verið stolið á Hring- brautinni. Hann tilkynnti þetta í talstöðina, og eftir fimm mínútur afði hann fundið bílinn og hand- :ekið þjófinn. Kom í ljós, að piltur sá, sem '’ér um ræðir, hafði stolið 3—4 : ílum undanfarið. Var hann úr- jkurðaður í gæziuvarðhald. eftir hádegið, bók hjá bókaverzí- un Sigfúsar Eymundssonar. Ein starfsstúlkan í bókabúðinni tók eftir því, er strákur fór út með bókina, og hljóp út á eftir hon- um. Strákur greip til fótanna, og stúlkan hljóp á eftir. Er strákur var kominn á móts við Tjarnar- götu 20 náði hún honum loksins, og tókst henni að ná af honum bókinni. Maður nokkur kom henni þar til aðstoðar, en það fór ekki bet- ur en svo, að strákur slapp og hljóp allt hvað af tók þar til hann ! kom til móts við Suðurgötu 22,! að hann hljóp á bifreið. Dældaðist ■ hún aðeins, en strákur slapp með smá skrámur. Var hann handtekinn, og af- hentur rannsóknarlögreglunni. spjöldum hefur verið dreift um borgina, í strætisvagna, skóla og víðar á almannafæri. Á vegum umferðarlögreglunnar verður dreift merkjum í mjólkui- búðir borgarinnar, sem einnig undirstrika reglurnar varðandi úti vist barna og unglinga. Alvariegt slys í kvöld varð alvarlegt umferð arslys á Digranesveginum er SAAB bifreið ók á telpu, Sigrúnu Ög- mundsdóttur, Hrauntungu 91, með þeim afleiðingum að hún fótbrotn aði og handlégSsbrotnaði. Árekst urinn var það harður að SAAB bif reiðin var óökufær á eftir þar sem viftuspaðarnir höfðu gengið inn í vatnskassann. Sigrún var flutt á Slysavarðstof una og síðan á Landsspítalann. Grunaíurum að hafa leitað á fleiri telpur EJ-Reykjavík, mánudag. Á laugardagskvöldið handtók rannsóknarlögreglan mann nokk- urn, sem kærður hafði verið fjór- um sinnum í sumar fyrir að hafa leitað á smátelpur. Hefur hann játað öll fjögur tilfellin. Kristján Sigurðsson hjá Rann- sóknarlögreglunni tjáði blaðinu í kvöld, að stúlkur þær, sem mað- urinn hefði leitað á, hefðu getað lýst bifreið mannsins.það vel, að Rannsóknarlögreglan gat, með góðri aðstoð umferðadeildar, handtekið manninn. Maður þessi vann aldrei líkam- legt tjón á telpunum. Hann lokk- aði þær upp í bifreiðina til sín, og ók með þær út úr borginni, eða inn í Nauthólsvík, þar sem hann fékk þær til að þukla á sér. Maður sá, sem svívirti fimm ára telpu í Hafnarfirði fyrir réttri viku síðan — Jón Sigurðsson, Klöpp í Garði — er grunaður um að vera viðriðinn fleiri slík mál. Er það þó ekki enn vitað með fullri vissu, en nokkrar telpur, sem sýndir voru nokkrir menn saman, bentu þegar á hann1 og kváðu hann hafa leitað á sig. Er þetta enn í athugun. Af manninum, sem leitaði á litla telpu í Laugardalnum sl. Fundur lögfræðinga Lögfræðingafélag íslands held- ur fund í kvöld kl. 8.30 í Tjarn- arbúð, neðri sal. Dagskrá: Hjálm- ar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri flytur erindi um skiptingu lands- ins í umdæmi. Leiðrétting Sú villa slæddist inn í yfirlýs- ingu Guðmundar Jóhannssonar húsasmíðameistara, er birt var í blaðinu sl. laugardag, .að skemma Loftleiða á Keflavíkurflugvelli væri um 30% ódýrari en ef hún hefði verið byggð úr hinu varan- lega efni, strengjasteypu og til- heyrandi. Þar átti að standa um það bil þriðjungi ódýrari. fimmtudag, er lítið að frétta, þótí lögreglan hafi fengið ýmsar til- kynningar. Er hans enn leitað ákaft. ÍÞROTTIR Framhald af bls. 12 tel ekki ástæðu til að hrósa nein um sérstökum í ísL liðinu, en mörkin skoruðu: Birgir 6, Ing- ólfur 5, Gunnlaugur og Einar M. 3 hvor, Viðar, Hermann og Geir 1 hver. Auk þessara skipuðu efíir taldir leikmenn liðið: Jón Breið fjörð, Jón Gestur Viggósson, Þor steinn Bjömsson og Stefán Sand- holt. Danska liðið kunni vel að nöt- færa sér veilumar í fsi. liðinu í síðari hálfleik. Beztu menn liðs- ins vru Vodsgaard og Kaae _____ og markvörðurinn, sem varði mjög vel. Reynir Ólafsson daemdi leikinn vel í fyrri hálfleik, en tókst ekki eins vel upp í þeim sfðari, leyfði m. a. of mikinn ruðning dönsku leibmannanna. RJÚPNASKYTTAN Framhald af bls. 16. Af föðurbræðrum hans er það að segja,. að þegar Valgeir kom ekki fram, hófu þeir leit að hon- um og leituðu fram til kl. 7 í gærlo'öldi. Þeir héldu þá að hann hefði gengið til Presthóla, en þeg- ar þeir komu þangað og Vaígeir var ekki þar, héldu þeir aftur af stað til að leita og leituðu alla nóttina. Fjöldi manns tók þátt í leit- inni, milli 50—70 manns, og fóru margir akandi. Hægt er að aka yf- ir Sléttuheiði eftír jarðýtutroðn- ingum, og er farið mikið þar á jeppum. Tryggvi Helgason, flugmaður, flaug yfir leitarsvæðið og flogið var norður með sporhundinn Týru sem Jón Kr. Gunnarsson frá Hjálp arsveit skáta í Hafnarfirði stjóm- aði. Guðmundur bað Tímann fyrir sérstakt þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í leitinni, og þá sérstaklega til símstöðvarstjörans á Kópaskeri, sem gerði allt sem í hans valdi stóð til aðstoðar. Hví ekki aö búa loftnet- iö til sjálfur? Mikill skortur er nú á sjón- varpsloftnetum hér í borginni, og verða menn því að bjarga sér eftir beztu getu. Frænd- urnir Guðmundur G.A. Val- berg og Haukur Guðmundsson leystu úr vandanum með þvi að smíða eigin sjónvarpsluft net, og sézt það hér á mynd- inni. Er vír stungið út um gluggann á heimili Guðmund- ar, Stórholti 25. Það tók þá einungis 10—15 mínútur að búa til loftnetið, og það er ósköp ódýrt. Uppi- staðan er einfalt kústskaft — t gamalt útvarpsloftnet er not- f - § sem Þverstöng, og á hana T' eru síðan fest nokkur herða- tré úr járni. : . :...... Guðmundur sagði blaðinu að ~á8ætIega sæist i sjónvarpinu með þessu heimatilbúna sjón- varpsloftneti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.