Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.10.1966, Blaðsíða 11
/ \ ÞRJÐJUAGUR 18. október 1966 Sigurjón Valdimarsson. Ileimili þeirar er a'ð Glitstöðum. 8. okt voru gefin saman í hjóna band af séra Árelíusi Níelssyni ung frú Hjördís Jónasdóttir, Álfheimum 56 og Guðmundur Gígja, Nautanesi Kjalarnesi. Heimili þeirra verður að Álfheimum 53. (Studio Guðmundar Garðastræti 8, sírni 20900'. band af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Sigrún Ólafsdóttir og Sigur jón Kristjánsson, Bogahlíð 26. (Studio Guðmundar, Garðastræti 8, simi 20900). 8. okt. voru gefin saman í luóna band I Háskólakapellu af séra Ólafi Skúlasyni, ungfrú Erla J. Sigurðar dóttir og Sigurður H. Benjamínsson. Heimili þeirra er að Kleposvegi 26. (Studio Guðmundar, Garðastræti 8 sími 20900). 8. okt. voru gefin saman i uóm kirkjunni af séra Sigurði H. Guð jónssyni ungfrú Helga Benedikts- dóttir, Vonarstræti 8 og Kristinn Ó. Hjaltason, (Studio Guðmundar, Garðastræti 8, simi 20900). TÍMINN 16 var þreytulegur, en þegar hann kom auga á Daniel, kom hann á móti honum og rétti fram hönd ina. — Hér er Carleton, barn, sagði hann — ungi maðurinn, sem kom okkur hingað. Við Daniel sagði hann —ég veit sannarlega ekki, hvemig ég á að þakka yður. — Látið það ógert, sagði Daní- eL — Eitthvað verður maður að fá að gera til að sýna þakklæti. Nú ef þér viljið stinga upp á ein- hverju . . . hann leit á unga mann inn og brosti. — Ekkert, sagði Daniel fljót mæltur. Susan hló. — Þú gætir bætt því við, að þetta hafi bara verið skylda þín, ekki satt. — Það var alls ekki, sagði hann gramur yfir hlakkandi tónin um í rödd hennar. — Ef ég hefði gert skyldu mína hefði ég farið um borð í hinn björgunarbátinn. — Fyrirgefðu, sagði hún — þá getum við þakkað þér björgun okk ar. Af þvi að hann var enn gram ur, sagði hann ögrandi: — Af hverju sagðirðu fyrir- gefðu? — Eg meinti bara, að ég er ósköp glöð yfir því að vera lif- andi. En ég sagði fyrirgefðu alla fyrirhöfnina og erfiðið með okk- ur. Herra Marling leit á þau til skiptis, stakk svo höndum í vasa og gekk frá þeinj. Hvorugt þeira tók eftir því. Susan gekk að borð stokknum og Daniel kom á eftir henni. — Mér þykir leitt, hvað ég sagði við þig þarna um kvöldið, að þú værir engin hetja, sagði hún snögglega. — Það var kjánalegt að segja slíkt. Og það var heldur ekki rétt. Daníel lyfti brúnum. — Svo að þér finnst ég þá vera ofurlítil hettja eftir allt saman. — Þú hlýtur að vera það, fyrst þú bjargaðir lífi okkar. — Ég vona, að þú hugsir þér ekki enn a ðsækja heim Frensraw liðsforingja, þegar þú kemur til Englands, sagði hann. — Jú, sannarlega, því skyldi ég skipta um skoðun. — Kannski vil ég bara, að þú gerir það. Af hverju geturðu ekki gleymt David og byrjað nýtt líf — aflað þér nýrra vina. — Mig langar ekki til bess að gleyma David — jafnvel þótt hann sé dáinn, heldur ekki minninguna um um hann, sagði hún lágróma. Þau þögðu um stund. — Ég verð að fara niður, sagði hann hljómlausri röddu. Hún sneri sér að honum og rétti fram höndina. — Viltu ekki taka í höndina á mér til að sýna að þú hefur fyrir gefið það, sem ég sagði í fyrra- kvöld. Mér þykir það mjög leitl. — En mér þykir ekkert leið inlegt, að ég skyldi kyssa þig, sagði hann og var hissa á sjálfum sér — og ég gæti vel hugsað mér að gera það aftur. — Gerðu það ekki. Hún brosti tii hans. — Ég held mér líki alltot vel við þig. — Þú segir furðulegustu hluti, sagði hann. Og hann vissi ekki, hvort hann var ánægður eða gramur. 11. kafli. Daniel átti í brösum við að fá viðtal við herra Walaham CJtibert- son í Utanríkisráðuneytinu. Hann gekk rakleitt til skrifstofu hans, i eftir að hann sté á land í Eng- landi. Það var í sjálfu sér auðvelt að komast í land. Hann gat bara sagt, að allir hans pappírar hefðu sokkið með Quettu“ Hann efað ist ekki um, að herra Cubertsson gæti leyst gátuna fyrir sig. Hann hafði haft kynni af þeim sóma- manni fyrr og vissi, hvernig hugs- anagangur hans var. En herra Cubertsson var á fundi og mátti ekki ónáða hann og einka ritari hans neitaði að trúa, að herra Cubertsson gæfi sér tíma til að tala við hann í dag. Hún þekkti flesta þá, sem til yfirboðara hennar komu og hún þekkti Daní el ekki, þótt henni fyndist eitt- hvað kunnuglegt við hann. — Þekkir herra Cubertsson yð ur, spurði hún efagjörn og horfði á sjómannsföt hans. — Þér sögð ust heita Richard Carleton? — Hann þekkir mig, sagði Dani el, og kinkaði kolli, — ef til að hressa upp á minnið, get ég bætt því við, að ég er skyldur Daníel Frenshaw yfirliðsforingja. — Ó, er það satt. Hún starði á hann með aðdáun. — Hann er dásamlegur, finnst yður ekki! Hvílík hetja! Hafið þér séð kvöldblöðin? Honum hefur tekizt það enn á ný. Tók með mér fáeina menn og eyðilagði kafbátastöð rétt við strendur hins hernumda Frakklands. Það er eins og hvíli einhver vernd yfir hon- um. / — Hafið þér blöð hérna? Mér þætti gaman að lesa um það. — Já, já, þau em hérna í skúgg unni. Hún dró upp eintak af kvöld- blaðinu. Það var greinilegt, að hún hafði lesið það vandlega, í stað þess að einbeita sér að vinnu sinni. — Ég les það, meðan þér farið og segir herra Cubertsson að ég bíði hér. — Já, en ... byrjaði hún. — Það er ekkert en, sagði hann og þótt hann brosti blíðlega, var eitthvað í fasi hans, sem olli því, að hún varð að hlýða. Það var sá eiginleiki, sem Daniel Frenshaw hafði verið gæddur og Richard DOROTHY GRAY Snyrtifræðíngur frá Dorothy Gray, er í Ingólfs Apóteki kl. 10-12 og 2-6, daglega . \ INGÓLFS APÓTEK Charleton gat ekki eytt á augna- blikL Þegar hún var farin, tók harn blaðið, en hann horfði nokkra stund á greinina, áður en hann fór að lesa hana. Það var næsta óhugnanleg til- fínning, að Iesa um þær hetju- dáðir, sem hann var sagður hafa drýgt, en hafði þó hvergi komið nálægt. Honum fannst hann vera eins og andi án líkama. Það var einkennilegt, að maður — jafn- vel þótt tvíburabróðir hans væri, — gæti tekið svo fullkomlega við hlutverki hans, svo gersamlega, að hans var hreint ekki saknað. — Herra Cubertsson tekur á móti yður. Viljið þér koma og biða á skrifstofu hans. Nú gætti meiri virðingar í róm hennar, þvi að hún vissi, hversu önnum kafinn vinnuveitandi henn ar var og hann hafði sagt, að hann vildi ekki hitta neinn. Að vísu hafði herra Cuberton sagt hranalega fyrst: — Richard Carleton? Hef aldrei heyrt hann nefndan? Var ég ekki búin að segja yður, að ég vi’di ekki láta trufla mig? Hvað í ósköp unum vill hann? — Hann segist vera ættingi Frenshaw yfirliðsforingja. Herra Cubertson hrökk við og hún sá ekki betur en hann föln aði. — E-e — hvernig lítur maður- inn út, spurði hann. Þá sagði hún sjálf dálítið und arlegt. Skyndilega vissi hún hvcrj- um Richard Carleton líktist. — Hann er alls ekki ölikur Frenshaw, sagði hún. — Að minnsta kosti ekki, ef hann væri ÚTVARPIÐ _____ • ___ •-'**• • ••'H Þriðjudagur 18. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp. 13.15 Við vinr.una 15.00 Mið degisútvarp 16.30 Síðdeg isútvarp. 18.00 Þingfréttir 18. 20 Lög leikin á píanó 19 20 Veðurfregnr. 19.30 Fréttir- 20. 00 Útvarp frá Alþingi. Fyrrta umræða um frumvarp til í.iár laga fyrir árið 1967. Fréttir og veðurfregnir — og dagskrárlok á óákveðnum tíma. Miðvikudagur 19. októher 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.15 Við vinnm a 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síð degsútvarp. 18.00 Þing fréttir. 18.20 Lög á nikkuna Tony Romano leikur. 18.45 Tilkynnitigar 19. 20 Veðurfregnir. 19.30 Fréuir 20.00 Daglegt mál Árni Boðv arsson flytur þáttinn. 20 05 Efst á baugi. Björgvin Guð- mundsson og Björn Jóhannsvjn tala um erlend málefni. 2(i 35 Kammerkonsert eftir Karl Birg er Blomdahl. 20.50 Fosfor og tannskemmdir. Gunnar Skan'a son tannlæknir flytur fræðslu þátt. 21.00 Lög unga fólksins Gerður Guðmundsdóttir k'’nn ir. 22.00 Fréttir og veðurf-ot>n ir 22.15 Kvöldsagan: „Gruour inn“ Jóhann Pálsson 'eikarj ies (11). 22.35 A siimarkvbÞti Guðni Guðmundsson k.vnnir vm is lög og stutt tónverk. 23.25 Dagskrárlok. mmmmmmmmmmmmmmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.