Vísir - 30.09.1975, Page 8

Vísir - 30.09.1975, Page 8
8 Visir. Þriðjudagur 30. september 1975 Staðq deildarstjóra Sjúkratryggingadeildar laus Umsóknir stilaðar á heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, ásamt upplýsingum y um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Tryggingastofnun rikisins fyrir 23. októ- ber. Staðan er laus frá 1. janúar n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Forstjóri gefur nánari upplýsing- ar. 25. september 1975. Tryggingastofnun ríkisins Fró Hofi Við eigum garn i öllum Ijómandi litum regnbogans og vœru þrœðirnir tengdir saman nœðu þeir yfir lönd og ólfur Komið og kaupið Hof Þingholtsstrœti íbúðarhús Tilboð óskast i að steypa upp og fullgera starfsmannahús fyrir bútæknideild á Hvanneyri i Borgarfirði. Húsinu skal skila fullgerðu 1. okt. 1976. írtboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavik gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 17. október 1975 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Sjúkrahús í Keflavík Tilboð óskast i að reisa og gera fokhelda viðbyggingu við Sjúkrahúsið i Keflavik. Auk þess skal fullgera húsið að utan og ganga frá lóð. Húsið skal vera fokhelt fyrir árslok 1976, en verkinu ljúki að fullu fyrir 1. júli 1977. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 21. okt. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARIUN! 7 Slí-'.I 26344 zf *c „ÞJÓÐFÉLAGIÐ — Hvernig verður kynningar- starfsemi háttað? — Sérstakur starfshópur, sem sér um kynningar á þessum degi, starfar ötullega. Nú þegar hefur hann látið prenta dreifi- bréf, sem sent verður á vinnu- staði og heimili úti um allt land. Einnig er fólk úr starfshópn- um tilbúið að koma á vinnustaði og i félög, til að kynna starfsem- ina nánar, ef þess er óskað. Fjáröflun — Fjáröflunarmálin eru enn- þá á frumstigi. Þó hafa ákveðin félög lofað fjárstuðningi. Einnig tökum við á móti frjálsum framlögum. Við ætlum að hafa merkjasölu og selja plaköt, sem við látum gera i tilefni þessa dags. Ekki hefur enn verið rætt um það, hvort við förum fram á fjárframlög frá hinu opinbera. LITILSVIRÐIR VINNUFRAMLAG KVENNA" — rœtt við Gerði Steinþórsdóttur, sem ó sœti í framkvœmda nefnd um kvennafrí Gerður Steinþórsdóttir. — Ljósm: JIM //Ef konur geta staðiö saman um að leggja al- mennt niður vinnu þann 24. október/ þá finna þær hve samtakamáttur þeirra er geysilegur. Slíkt gæti þjappað þeim betur saman um þau mál/ sem eru brýnustu hagsmuna- mál þeirra," sagði Gerð- ur Steinþórsdóttir, sem sæti á í framkvæmda- nefnd kvennafrísins. — Þvi miður virðist þjóðfé-- lagið litilsvirða vinnuframlag kvenna og birtist þessi stað- reynd i ýmsum myndum. M.a. er mismunur á meðaltekjum verkakvenna og verkakarla 30.000 á mánuði. — Vinnufram- lag bændakvenna i búrekstri er metið til kr. 175.000 á ári. — Meðallaun kvenna við verzlun- ar- og skrifstofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. — Starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaði. — Engin kona á sæti i aðalsamninganefnd Al- þýðusambands Islands og svona mætti lengi telja. — Telur þú, að kvennafrlið geti valdið miklu fjárhagslegu tjóni eða öðru tjóni? — Nei, það tel ég ekki, sagði Gerður. — Sá ávinningur, sem konur geta haft af þessum að- gerðum i framtiðinni, vegur á móti þvi smátapi, sem getur orðið, ef konur leggja almennt niður vinnu. Ef friið væri til dæmis eina viku, þá mundu málin horfa öðruvisi við. En það er hægt að fresta ýmsum hlutum i einn dag, án þess að nokkur skaði hljótist þar af. Karlmenn geta leyft sér að standa i verkfalli i einn eða tvo mánuði, er togaraverkfallið i vor dær.ii um það. Hvað skapað- ist mikið tjón af þvi? — Geta allar starfstéttir tekið þátt i verkfallinu? — Ýmsir starfshópar, þar á meðal hjúkrunarkonur og ljós- mæður, verða sjálfar að vega og meta, hvað þær ætla að gera i þessu sambandi. Og mæður með stóran barnahóp á unga aldri verða auðvitað að ihuga allar aðstæður vel. En eiga þessi börn lika feður? Ég tel, að feðurnir verði að leggja niður vinnu þennan dag og taka við hlut- verki húsmóðurinnar. Þeir gætu gert ýmislegt til að létta sér þennan dag, til dæmis gætu þeir hagað þvi þannig, að nokkrir karlmenn tækju að sér hóp barna, o.s.frv. — En er það ekki grátbroslegt, að starfstétt eins og hjúkrunarkonur, sem geta ekki tekið sér fri i einn dag allar saman án þess að allt sjiikra- húskerfið fari úr skorðum að meira eða minna leyti skuli fá láglaunabætur? — Er það ekki skortur á sam- stöðu þessara kvenna, sem veldur lágum launum þeirra? — Hvernig hyggist þið skipu- leggja dagskrána 24. október? — Hér i Reykjavik verðum við með fund niðri I miðbæÞar verða flutt stutt ávörp. Einnig verður söngur og önnur skemmtiatriði tengd þessu mál- efni. Annars eru hugmyndir um dagskrá fundarins ennþá á byrjunarstigi. Við hyggjumst einnig hafa „opið hús”. í þvi skyni munum við leigja sali hérna i borginni, þar sem konur geta komið eftir fundinn og fengið sér kaffisopa og ræðzt við um þessi mál og önnur. — Hvernig þessum málum verður hagað úti á landi, hefur ekki ennþá verið ákveðið, sagði Gerður. Mikil samstaða hefur náðst nú þegar. Fulltrúar frá u.þ.b. 50 félög- um i Reykjavik og nágrennii standa að samstarfsnefnd um framkvæmd kvennafrisins 24. • október. Aðild að nefndinni eiga stétt- arfélög, stjórnmálafélög, kven- félög og aðrir áhuga- og hags- munahópar. Kannanir hafa verið gerðar á ýmsum vinnustöðum, eins og i rikisbönkunum, deildum innan Sambands Islenskra samvinnu- félaga og annarra stórra fyrir- tækja. Niðurstaða þessara kannana varð sú, að 80—100% kvennanna styðja nú þegar þessar aðgerð- ir. Viija fá konur til að vinna i starfshópum um þessi mál. — Að undirbúningi þessa dags vinna fimm starfshópar að mismunandi verkefnum. Einn starfshópurinn sér um að kynna fridaginn á vinnustöð- um og almenningi yfirleitt. Annar sér um að fóöra fjöl- miðla á upplýsingum um kvennafriið og auglýsa það á annan hátt. Þriðji sér um að ná til fólksins úti á landsbyggðinni. Sá fjórði sér sérstaklega um fundinn. Fimmti starfshópurinn vinnur að fjáröflun, sagði Gerður. Þær konur, sem hafa áhuga á að starfa i einhverjum þessara starfshópa, geta hringt i sima 18156. 1 dreifibréfi, sem fram- kvæmdanefnd um kvennafri lét frá sér fara á dögunum, segir: Sameinumst um að gera 24. október að eftirminnilegum baráttu- og sameiningardegi undir kjörorðum kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: JAFNRÉTTI — FRAMÞRÓUN - FRIÐUR. HE.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.