Vísir


Vísir - 30.09.1975, Qupperneq 10

Vísir - 30.09.1975, Qupperneq 10
10 Visir. Þriðjudagur 30. september 1975 Thor Wilhjálmsson er aðgerðamikill listamað- ur. Hann skrifar að meðaltali eina bók á ári, hann er forseti Banda- lags listamanna, hann ferðast mikið, og hann lætur sér fátt óviðkom- andi sem gerist í þjóð- félaginu. Visir ræddi við Thor fyrir stuttu, um störf hans sem for- seti BtL, um væntanlega bók hans, og fyrirhugaða Listahátið á næsta ári. „ Listdreifingarmiðstöð stærsta áhugamálið" „Hvað hefur Bandalag is- lenzkra listamanna haft fyrir stafni þann tima sem þú hefur verið formaður”? ,,Ég hef verið formaður frá þvi i vor. Þótt sumarið sé ekki allra bezti timinn til að koma máium áfram, hafa margir fundir verið haldnir, og margt er i bigerð. Listdreifingarmiðstöð er mik- ið áhugamál okkar. Við höfum kannað vænlegar leiðir til fram- kvæmda vegna hennar.” „Hvernig er þessi List- dreifingarmiðstöð hugsuð?” „Hún er hugsuð sem fyrir- greiðslustofnun, þar sem reynt verður að koma á beinu sam- bandi milli listamanna og list- njótenda. T.d. ætti miðstöðin að geta bætt aðstöðu fólks i dreif- býli, svo að það fengi listamenn til sin. Tilgangur miðstöðvar- innar er að koma listaverkum- og listamönnum á framfæri. Listdreifingarmiðstöðin á að vera til ráðuneytis, og fólk á að fá þar hvers konar fyrirgreiðslu varðandi list. Á fundi með sam- bandi sveitarstjórnarmanna um menningarmál sl. vor, sem við sóttum tveir frá bandalaginu, var mikill áhugi á hugmyndum um miðstöðina, sem við viðruð- um þar”. „ Lágmarkskröfur óhjákvæmilegar" „Hvaða kröfur verða gerðar til listaverka hjá Listaverka- miðstöðinni?” „Fólk á að geta treyst þvi að viss gæði séu i þeirri vöru, sem Listdreifingarmiðstöðin býður upp á. óhjákvæmiiegT~ér að gera vissar lágmarkskröfur. En það á siður en svo að rikja einstrengingsháttur i viður- kenningu miðstöðvarinnar á verkum, sem fram koma. Þar á að rikja viðsýni”. „Öttast þú ekki deilur um upptöku listaverka til mið- stöðvarinnar, samanber Kjar- valsstaðamálið?” „Sitthvað er að vera lista- maður eða föndrari. Og jafnvel þótt maður eigi vini á mörgum vettvöngum, eða geti aflað sér fylgis i samkvæmislifinu, þá á slikt ekki að hafa áhrif á viður- kenningu listaverkanna. Það er ekki hægt að losna við lág- markskröfur á þessu sviði, en hér er spurningin hvort eigi að halda sig fyrir neðan lágmarkið eðá' ofan. t list verða menn að fullnægja vissum kröfum. Ekki þýðir að bjóða upp á loddara- skap. Samtök okkar eiga að greiða fyrir og hlúa að listrænni viðleitni”. „Vona a< Listahál glœsile; með tímanum g iíð orðið meira er flugeldasýning" eti — Vísir rœðir við Thor Vilhjálmsson rithöfund og formann Bandalags íslenskra listamanna um listahátíð, listdreifingarmiðstöð, nýju bókina og ferðalög — Texti: ÓH, Ljósm.: Jim ,, Einokunar- listdreifingarmiðstöð?" „Verður Listdreifingarmið- stöðin þá ekki einokunarstofnun á listmenningarsviðinu?” „Við erum ekki að setja upp einokun. Við erum ekki að taka okkur alræðisvald. Ég hef á ferðalögum úti um land orðið var við það viða, að þar er sann- ur áhugi á listum. Okkur langar til að koma til móts við þann áhuga, glæða hann og hjálpa þeim sem eru að reyna að lyfta plássi sinu menningarlega. Ég vona að Listdrefingarmiðstöðin geti orðið þýöingarmikil stofn- un, og komið að verulegu gagni”. „Ekki hægt að reka Kjarvalsstaði í and- stöðu við listamenn" „Hvað liður deilunni vegna Kjarvalsstaða?” „Kjarvalsstaðir eru' enn i banni hjá listamönnum, og i þvi máli rikir einhugur. Ég held að allir góðir menn óski eftir að sú deila leysist. Það er ömurlegt að staðurinn risi ekki undir nafni og gegni ekki sinu hlutverki. Augljóst er, að ekki er hægt að reka staðinn i andstöðu við listamenn”. „Hvernig gengur starfsemi Bandalags islenzkra lista- manna?” „Aðstaða bandalagsins er gerbreytt frá þvi að við bjugg- um i pósthólfi 1251. Við höfum nýlega fengið skrifstofu á Skóla- vörðustig 12, i samvinnu við Rit- höfundasambandið. Við skrif- stofugluggunum blasir við tugt- húsgarðurinn. Það er dapurlegt að sjá hann tóman, fullan af drasli. Liklega vilja fangar ekki fara út i garðinn, þvi að þá blasa þeir við augum fólks úr háu húsunum, sem eru allt i kring. Við viljum gera margt en þá þarf afl þeirra hluta sem gera skal, það er fjármagn. En við höfum ekki ennþá fjárhagslegt bolmagn til stórra hluta”. Listahátiðin „Listahátiðin næsta ár?” „Já, mér finnst fagnaðarefni að ákveðið hefur verið að halda hana. Mikilvægt er að festa riki við framkvæmd hátiðarinnar, og ekki sé verið að hringla með hana. Islendingum ætti að vera mik- ið metnaðarmál að halda Lista- hátiðina. Það var mikill skaði „Listdreifingarmiðstöð ætti að geta bætt aðstöðu fólks í dreifbýli, svo að það fái listamenn til sin”. ,,t list verða menn aö fullnægja „Það er augljóst, að ekki er hægt -Kikmyndin Lénharður fógeti vissum kröfum. Ekki þýöir að aö reka Kjarvalsstaði i andstööu er einhver samfelldustu mistök bjóða upp á loddaraskap.” við listamenn.” sem okkur hefur verið boðið að lita augum”. „Hrefnukjöt er alveg herra- mannsmatur, á hvaða hátt sem það er matreitt”. wmmmmmmmmm SifflPWiiií'i i'ií'M 'HfiBSð |

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.