Vísir - 30.09.1975, Síða 16

Vísir - 30.09.1975, Síða 16
16 Vísir. Þriðjudagur 30. september 1975 Kveðju- Ijóð örn Snorrason profarkalesari hefur ort þetta kveðjuljóð í minningu z-unnar. Birtist í tilefni þess/ að Vísir hefur ákveðið að nota ekki z framvegis. Þ.P. Þú komst sem blærinn bliður á bóka minna siður og hraktir brott allt hugarvil ég ungur var að árum og ógenginn úr hárum er sæll ég fann þitt 6-appil Þú veittir orðum yndi og alla hreifst i skyndi þá streitan hafði stórum lést og islendingur enginn i atómklúbbinn genginn þótt sumir færu fyrir rest Nú haldið var i horfi uns hratt fram magnústorfi úr vör þeim báti bölvunar er heimsku ber um hafið sem hefur marga grafið i öðrum bleytt til ölvunar Ó vertu sæ min Z mér sýnist vart ég geta þin verið án um alla tið til sinna safnast feðra um siðir allir-neðra - við sjáumst aftur silkihlið Örn Snorrason prófarkalesari NORTEK ráðstefna haldin á íslandi Aukinn stuðningur við smáfyrirtœki PétUr Sigurjónsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins, Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Iðnaðarstofnunar ís- lands og Vilhjálmur Lúðviksson, formaður Iðnþróunarnefndar sátu ráðstefnu nor- rænna tæknistofnana 18. og 19. sept. i Imatra i Finnlandi. Ráðstefnan, sem er sú 16. i rööinni, fjallaði aðallega um hvemig stofnanirnar gætu náð betri árangri i þvi að koma þjónustu sinni á framfæri og aukið áhrif sin á hagkvæma þróun atvinnulifsins. Haldin voru þrjú framsögu- erindi og unnið i starfshópum, rætt um orkumál, mengunar- varnir, bætta aðbúð á vinnu- stöðum og hvernig stofnanirnar gætu stuðlað að aukinni nýsköp- un i iðnaði. Hér á landi er nú unnið að lagafrumvarpi á vegum Iðn- aðarráðuneytisins um endur- skipulagningu þjónustu- og rannsóknarstofnana iðnaðarins — að nokkru leyti eftir danskri fyrirmynd, þar sem m.a. er lögð áhersla á að hjálpa smá- fyrirtækjum við að innleiða nú- tíma stjórnunarhætti, skipulag og verkaskiptingu. Á ráðstefriunni var rætt um hugsanlega aðstoð hinna nor- rænu stofnana við slikt upp- byggingastarf hérlendis. Þá kom einnig fra m sú hugmynd að einhver af næstu NORTEK ráð- stefnum yrði haldin á íslandi og yrðu þá til meðferðar sérvanda- mál tækni- og iðnþróunar á Is- landi. —EB Willys í öllum fyrstu sœtunum Fyrstu sætin i tor- færuaksturskeppni bif- reiðaklúbbsins G.ó. voru skipuð Willys jepp- um. Hvort sem um var að ræða hringakstur i torfærum, klifur eða viðbragðsflýti, var Willys sigurvegari. Torfæruaksturskeppnin var Þrennskonar torfœrukeppni í nágrenni Þrengslavegar sl. laugardag haldin i nágrenni Þrengslavegar á laugardag, i mjög góðu veðri. Keppnin var f þremur liðum. Fyrst var ekinn hringir i hálf- gerðri sandgryfju. Sigurvegari varð Bergþór Guðjónsson, sem ók Willys árg. ’46, með 4 cyl. Volvo vél. Annar varð Kurt Koenen, ók Willys ’73, með 8 cyl. vél. Þriðji varð Pétur Hjálmarsson, sem ók Willys ’67, með V6 vél. Keppt var í viðbragsðflýti. Bfl- stjórarnir stóðu fyrir utan bfla sfna, þegar merki var gefið. Attu þeir þá að þjóta inn i bfla sina, ræsa þá og aka um 150 m vega- lengd. Sigurvegari varð Sigurður Garðarsson, sem ók Willys ’65, með 8 cyl. 283 cu. vél. Þriðji liður keppninnar var út- sláttarkeppni f akstri upp mjög bratta brekku. Hörð samkeppni varð milli tveggja efstu manna, og þurftu þeir aö keppa sérstak- lega til að fá úr þvi skorið, hvor væri betri Vilhjálmur Ragnars- son, sem ók Willys '67, 8 cyl. 283 cu., sigraöi. Fast á hæla hans var Pétur Hjálmarsson, á Willys ’67 V6. —ÓH WiIIys-inn sem sigraði i einni erfiðustu þrautinni, klifrl upp snarbratta brckku. Biistjóri var Vilhjálmur Ragnarsson. Hann sigraði einnig I tor- færuaksturskeppninni sem björgunarsveitin Stakkur stóö fyrir. HVERS VÍGNA KVENNAFRÍ? Sólveig Ólafsdóttir skrifar Já, hvers vegna? Þeir eru margir, sem spyrja sjálfa sig og aðra þessarar spurningar, þeg- ar fjöldi kvenna hefur lýst þvi yfir, að þær muni leggja niður vinnu á degi Sameinuðu þjóð- anna, hinn 24. október n.k. Það eru 60 ár siöan fslenskar konur fengu kosningarétt. Hve margar konur ciga nú sæti á Alþingi? Það eru 64 ár síöan konur fengu jafnan rétt til embætta og karlar. Hve margar hafa gegnt æðstu embættum I þjóðfélag- inu? Þannig má halda áfram að rekja áfangastöðu jafnréttis- baráttunnar. Lög hafa verið sett til aö koma i veg fyrir misrétti karla og kvenna á flestum svið- um þjóðlifsins. En hvað er þá að? Ilvað viljið þið meira? kunna cinhverjir að spyrja. Svarið er: VIÐ VILJUM JAFN- STÖÐU. Til þess að ná jafnstöðu er ekki nóg að setja lög, þau verða dauður bókstafur, ef þjóðin sem á að fara eftir þeim hugsar eins eftir sem áður. Niðurstaðan verður þvi' sú að hugsunarhætti fólksins I landinu verður að breyta. En hvernig förum við að þvf? Slikt tekur langan tima. Byrjunin hlýtur þó að verða hjá börnunum og þá verður uppeldi þeirra mikilvægasti þátturinn i baráttunni. Er jafnrétti i uppeldinu? Er jafnrétt i skólunum? Hvernig er talað við börnin heima fyrir og i skólunum? Hver segir: ”Ég ætla á fund i kvöld” eða ,,Ég ætla i veiðitúr um helgina”? Hver segir: „Ertu nokkuð upptekinni kvöld? Heldurðu að þú getir passað krakkana fyrir mig, ef ég skrepp á fund?” Hvernig er verkaskiptingin á heimilinu? Hver er/vinnur (?) heima, hver vinnur fyrir rekstrarfé heimilisins? Hver kemur heim úr vinnu, sest niður og les blöðin eða legg- ur sig? Hver kemur heim úr vinnu og eldar mat, þvær þvott, skúrar, bónar, háttar börnin og kemur þeim i rúmið.... og sofnar svo örmagna fyrir framan sjón- varpið? Hver sækir um vinnu og fær svohljóðandi svar: „Nei, ég ræð ekki kvenmann i þetta starf, þú ferð sjálfsagtað gifta þig og eignast börn og þá....”? Við hvern er sagt: ,,Þú ættir nú að fara i eitt- hvert nám, sem tekur stuttan tima, það er aldrei að vita nema karlinn skilji við þig eða eitt- hvað komi fyrir, og þá getur verið gott að kunna eitthvað”? Við hvern er sagt: ,,Þú verður að læra eitthvað, svo að þú getir séð fjölskyldunni vel farborða og eignast þak yfir hötuðið”? Hvað lesa börnin okkar f námsbókunum? Dæmi úr stfla verkefni i tungumálanámi: ,,Hann,læknir,ervirtur. Hún, hjúkrunarkonan, er elskuð”. Hvað er stúlkum kennt i handavinnu i skólunum? Hvað er drengjum kennt? Getur það verið að hugsunar- háttur þjóðarinnar sé andstæð- ur lögum, sem sett voru árin 1911 og 1915? 1 upphafi var spurt: Hvers vegna kvennafri'? Jú, við konur verðum að vekja þjóðina alla (ekki bara karlana) upp af þyrnirósarsvefni sinum og láta sjást að það munar um okkur og að við getum lyft Grettistaki ef viljinn og sam- takamátturinn er fyrir hendi. HVER SEGIR: „ÉG ÆTLA Á FUND í KVÖLD" S

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.